Þjóðviljinn - 18.01.1975, Síða 20

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Síða 20
DJÖÐVIUINN Laugardagur 18. janúar 1975. Samið um skip VESTMANNAEYJUM 17/1 — Núna alveg á næstunni veröur gengiö frá samningum um smföi farþegaskips, sem koma á i staö Herjólfs til fiutninga milii lands og Eyja. Skipiö veröur 700 lesta meö útbúnaöi fyrir bfla á svipaö- an hátt og Akranesferjan. Þetta skip sem fiytur tii og frá Eyjum er þó mikiu stærra og sjófært á úthafi. Þrjú tilboö bárust i skipið. Magnús Magnússon bæjarstjóri sagöi fréttamanni Þjóðviljans i dag að liklegasta tilboðið væri frá norðmönnum. 1 útboði hef ðu verið mjög strangir skilmálar um af- hendingarfrest, en gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið i janú- ar—mars 1976. —S.dór Neskaupstaður: Flot- A morgun segjum viö frá nýjung I myndlistarkennslu sem Sigriöur Björnsdóttir hefur komiö á f sinu starfi. Hún tengir saman myndlist og leikræna tjáningu sem hefur þaö markmiö aö gera nemandann opnari og frjálslegri i myndsköpun sinni. Eða finnst ykkur hún ekki dramatisk stúlkan á myndinni? Ólöf Þráinsdóttir er efst á kvennaskékmótinu með 4 vinn- inga Sjá frétt á siðu 5. girðingin ónýt Nú hefur burgðið til betra veðurs hér i Neskaupstað og orðið stillt og bjart. Ekki er búið að ryðja flugvöllinni en hingað komu þrjár smávélar i dag m.a. með sexmannanefndina sem verið hefur veðurteppt i Reykjavik siðan fyrir helgi. A morgun er þess vænst að flugfélagsvélar geti athafnað sig á vellinum. 1 ’illviðrinu sem hér reið yfir tættist flotgirðingin öll sundur og er hún nú talin ónýt. Baráttan við oliumengunina er að hefjast á ný, og búið er að ná upp þeirri svart- oliu, sem hægt er að dæla upp úr laskaða tankinum. 1 hann fennti talsvert i veðrinu og er þessvegna ekki hægt að tæma hann að svo stöddu. A morgun er von á haugsugu hingað sem nota á til þess að soga beint upp úr oliupollum, sem vitað er að leynast hér og hvar á menguaða svæðinu. Haugsugan hefur eigin tank, sem hægt er að safna i 2500 litrum. Ef þessi til- raun tekst verður svo hægt að dæla oliunni úr haugsugugeymin- um i þá hráefnisgeyma sem stóðu af sér snjóflóðin. —Hj Rikið brotlegt við eigin lög — siða 3 Hvernig á að reikna Leiðbeiningar um skattana — sjá s>íðu 5 framtöl — siða 9-13 Öveðursskaðar i Dölum: Fjárhúsþök sliguðust undan snjóþunga — hlöðuþak fauk „Hér hafa kannski komið önnur eins veður og þetta, en þau hafa sjaidan varað jafn lengi”, sagði Kristjón Sigurðsson, rafvirki i Búðardal, þegar blaöiö haföi tal af honum I gær. „Snjóinn hefur barið saman i skafla, sem margir eru erfiöir viðfangs. Hér I Búöar- dal má ganga beint af sköfiunum upp á þak á nokkrum húsum, og það er mjög sjaldgæft.” Tjón Margskonar tjón varð i Dala- sýslu i óveðrinu. Mesta tjónið á rafmagnslinum varð er linan milli Króksfjarðarness og Saur- Alþýöubandalagiö Alþýðubandalagið i Kópavogi Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldinn i Þinghóli á mánudagskvöldið kemur klukkan 20:30. Fundarefni: Bæjarmál, ma. leiðarkerfi Strætisvagna Kópavogs. Landsfundur AB. önnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagsfélagar i Kópavogi eru hér með látnir vita af þvi, að árshátið félagsins verður haldin 1. febrúar. Nánar auglýst siðar. — Stjórnin. bæjar féll niður á hálfs annars kilómetra löngum kafla. Slitnaði linan niður vegna isingar og fauk. Tvö fjárhús sliguðust undan snjó- þunga, á Oddsstöðum i Miðdala- hreppi og Gillastöðum i Laxárdal, og urðu einhverjir fjárskaðar á Gillastöðum. 1 Gröf i Miðdala- hreppi fauk þak af hlöðu og á Fellsenda brotnuðu rúður i ný- byggðu ibúðarhúsi af grjótfoki. 1 Miðdölum fauk kyrrstæður bill af gerðinni Cortina eina veltu og er mjög mikið skemmdur. Ofsinn var slikur að sums staðar sáust hnefastórir grjóthnullungar velta á snjónum. Vegurinn fyrir Strandir Samgönguerfiðleikar eru veru- legir af völdum veðursins og ófærðarinnar og þykir mörgum dalamönnum sem i þvi sambandi sé mikill skortur á fyrirhyggju hjá yfirvöldum um samgöngu- mál. Reglan hefur verið sú að láta það ganga fyrir öðru að opna veg- inn gegnum Svinadal til Saurbæj- ar og Gilsfjarðar, en þar eru nú mikil snjóþyngsli.Skýrði Kristjón svo frá i gærkvöldi að þá hefðu menn verið að reyna að ryðja MDOVIUANS 1974 I dag er síðasti skiladagur Skrifstófan á Grettisgötu 3 verður opin til klukkan 18. — Vinningsnúmerin birt i þriðjudagsblaðinu veginn gegnum einn skaflinn i þrjátiu klukkustundir, og mundi það verk, sem þegar hefði kostað um 100.000 krónur, varla miklu meira en hálfnað. Hinsvegar heföi fyrst i gær verið gerð gang- skör að þvi að opna veginn fyrir Strandir og Klofning og gekkst Mjólkurstöðin i Búðardal fyrir þvi og fékk til þess hefil frá vega- gerðinni. Var hefillinn kominn inn i Saurbæ klukkan sex i gærkvöldi og hafði þá verið aðeins átta tima að opna veginn. Taldi Kristjón að kostnaðurinn við það hefði varla verið nema hálfur á móts við það, sem komið er i moksturinn á Svinadal. Rafmagnslaust var á Fellsströnd i hálfan fjórða sólar- hring, og hefði verið hægt að koma rafmagninu á hálfum til heilum sólarhring fyrr, hefði und- ireins verið gengið i það að opna Strandaveginn. Kristjón sagði að ýmsum dala- mönnum þætti sú áhersla, sem lögð er á að moka Svinadaiinn, þeim mun undarlegri þegar tillit væri tekið til þess að fyrir mjólk- urflutningana skipti þetta engu máli. Hefði svo verið að skilja af orðum bilstjórans á rútunni, sem fer þessa leið, að þetta væri gert vegna þess að sérleyfishafinn legði á það mikið kapp. Þætti mörgum vestur þar nokkuð kyn- legt hátterni að sóa almannafé i snjómokstur aðeins til þess að fólksflutningabill, sem oft mun vera hálftómur, þurfi ekki að taka á sig krók. Áskorun Kristjón sagði það eindregna áskorun sina og margra fleiri til þingmanna sinna aðþeir gengjust fyrir þvi að þessum málum væri komið i það horf, að verkstjóri vegagerðarinnar á staðnum ákvæði sjálfur, hvaða vegur yrði mokaður hverju sinni. Eins og sakir standa er ákvörðunarvaldið um þetta i höndum samgöngu- málaráðuneytisins, en æðsti mað- ur þess er sem kunnugt er Halldór E. Sigurðsson, samgönguráð- herra, áður bóndi á Staðarfelli á Fellsströnd. Þá þykir ýmsum vestur hér, sagði Kristjón, timi til kominn að gerður sé góður vegur yfir Laxár- dalsheiði, en sú leið er nú snjó- laus, á sama tíma og kostað er til hundruðum þúsunda af almanna- fé i snjómokstur, og svoleiðis nær engri átt, sagði Kristjón að lok- um. —dþ BLAÐ- BURÐUR bjcðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Melhagi Seltjarnarnes Stigahlíð Akurgerði A Iftamýri Kleppsvegur Fossvogur Vinsamlegast hafið ' samband við af- greiðsluna. ÞJÓÐVILJINN Sími 17500 Sendlar óskast allan daginn eða liluta úr degi ÞJÓÐ VILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.