Þjóðviljinn - 23.03.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Side 7
sunnudagur 23. marz 1975. Þ.'ÓOVILJINN — StÐA 7 ekki vera til sölu annars staöar I apótekum. Lyfjavit og peningavit Þannig er með glöggum rökum sýnt fram á það frá rekstrarhag- kvæmnissjónarmiði að dreifing innflutningsverslunarinnar á hendur margra aðila er óeðlileg. En tryggir frjáls samkeppni lægra lyfjaverð og betri þjónustu? Það segir ihaldið okkur, en skýrsla sérfræðingsins segir: „Hin frjálsa samkeppni milli margra heildsala um sömu lyf, hefur þannig ekki stuðlað að góðri þjónustu i þessu tilviki... Augljóst er, að þegar margir aðilar flytja inn sama lyf skortir yfirsýn yfir það birgðamagn, sem fyrir hendi er. A hinn bóginn hafa lyfjafræðingar gagnrýnt, að við einkaumboð hefðu umboöin oft lent i höndum aðila, sem litla inn- sýn hafa i lyfjamál”. Hér er vægt til orða tekið um það að innflytj- endur lyfja vita oft ekkert hvað þeir eru með i höndunum, enda þarf sem kunnugt er ekki að fara saman vit á lyfjafræði og pen- ingum. Eftir að hafa rakið nokkuð ástand lyfjamála hér á landi kemst KJ að þeirri niðurstöðu að ,,af hagkvæmnisástæðum mælir ýmislegt með þvi, að ein stofnun reki bæði lyfjagerð og heildsölu hérlendis.” I samræmi við þessa megin- niðurstöðu ákvað heilbrigðisráð- herra að láta semja frumvarp um einkasölufyrirkomulag i lyfja- heildsölu. Voru ástæður meðal annars taldar fram þessar: „Viss miðskipun lyfjainn- flutnings verður að teljast óhjákvæmileg vegna smæðar þjóðarinnar, þar eð ýmsir viðskiptaaðilar eru mjög tregir til að afgreiða slikar vörusendingar. Hefur Lyfjaverslunin i reynd gegnt þessu hlutverki óhjá- kvæmilegrar miðskipunar.” Kostir einka- heildsölu ríkisins I skýrslunni er bent á að mark- mið fyrirkomulags lyfjasölu hljóti að verða þriþætt: Þjónustu- öryggis- og hagkvæmnismark- mið, allt með það fyrir augum að tryggja sjúklinginn sem best. Núverandi fyrirkomulag nálgast alls ekki þessi markmiö. „Miðskipun lyfjaheildsölu i eitt einkasölufyrirtæki mundi að likindum auka hagkvæmni i rekstri við óbreytt þjónustustig. Oryggisleysið sem núverandi kerfi hefur i för með sér kemur ákaflega vel fram að þvi er varðar val lækna á lyfjum. Þúsundum auglýsingabæklinga um lyf er dreift til lækna reglu- lega og miðast þessi starfsemi auðvitað fyrst við gróðann, heilsubótin sem af lyfinu stafar verður þannig auka atriði. „Einkasalan auðveldar yfirsýn yfir lyfjanotkun og eftirlit með sölustarfsemi. Einkasölunni má gera að leggja fé til fræðslustarfs og ætti þaö raunar að vera ein af skyldum hennar. Einkasala i höndum opinberra aðila yrði ekki rekin meö ágóða- eða sölumark- mið i huga og mundi þvi eiga auð- veldara með að beita sér fyrir óhlutdrægu upplýsinga- og sölu- starfi.” (KJ bls. 62). Fleira kemur til. „Við einka- heildsölu yrði aðstöðujöfnun milli apóteka i hinum ýmsu byggöum landsins vegna flutningskostn- aðar lyfja auðveld i fram- kvæmd”. Og að siðustu: Þar sem tryggja verður ,,að einkasalan sé ekki rekin með ágóðamarkmið ein að leiðarljósi, kemur vart annað form einkasölu til greina en rikis- einkasala.” Lyfjaframleiðsla Aður er þess getið að lyfja- málanefnd viðreisnarstjórnar- innar hafi viðurkennt það að best væri að hafa lyfjaframleiðsluna á einum stað, enda þótt hún hafi gert sér sérkennilegar hug- myndir um eignarhlutfall rikisins i lyfjaframleiðslu. Vegna þess að jafnvel þessi nefnd skildi nauðsyn slikrar skipulagningar lyfjafram- leiðslu verður ekki farið út i að gera rökunum itarleg skil hér. Þó skal bent á eftirfarandi galla núverandi skipulags og kosti þess að hafa lyfjaframleiðsluna á einum stað: — Lyfjagerð þarf góðan húsa- kost, en húsakostur lyfja- gerðanna er misjafn og „hjá Lyfjaverslun rikisins nánast ófor- svaranlegur”. (KJ bls. 41). Meðan margir aðilar fást við lyfjaframleiðslu verður öryggi hinnar innlendu framleiðslu tak- markað, eftirlit verður erfitt og rannsóknir ekki nægilega öflugar. Með framleiðslu á einum stað fengist aukin hagkvæmni og unnt yrði að fylgja strangari kröfum um gæði lyfja og eftirlit með framleiðslunni. Auk alls þessa yrði náttúrlega um beinan gjald- eyrissparnað að ræða meö þvi að flytja framleiðslu lyfja sem allra mest inn i landið sjálft. Gæti þar orðið um hundruð miljóna að ræða. Augljós rök — en Vegna þessara augljósu raka sem mæla með þvi að inn- flutningur og heildsala á lyfjum verði á einni hendi og að fram- leiðsla á lyfjum verði á einum stað ákvað Magnús Kjartansson að láta semja frumvörp um lyfja- heildsölu og um lyfjaframleiðslu. Þessi frumvörp höfðu það megin- markmið að tryggja viðskipta- mönnum lyfjaverslana og lyfja- iðnaðar betri lyf, öruggari lyf og ódýrari lyf en unnt er með núverandi skipulagi. Frumvörp um þessi efni voru samin og þau voru flutt sem stjórnarfrumvörp: fyrst skömmu fyrir þinglok 1973. Þá kom i ljós heiftarleg andstaða við bæði frumvörpin: fámennar en rikar og þar af leiðandi valda- miklar klikur fóru hamförum: Nú ætluðu kommúnistar að fara að skerða möguleika lyfjainn- flytjenda til þess að græða á veik- indum mannanna. Það varð að sporna við þessu og innan Fram- sóknarflokksins fór i gang hópur manna sem reri i istöðulitlum Framsóknarráðherrunum og ein- stökum þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Frumvörp þessi voru ekki afgreidd fyrir lok þings 1973, en um haustið lagði heil- brigðisráðherra annað frum- varpið, frumvarp um lyfjafram- leiðslu, fyrir á alþingi. Strax og það kom fram tóku riku klikurnar i Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum aö bölsótast á móti frumvörpunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eins og Auður Auðuns, fluttu langar ræður til þess að rakka niður þetta frumvarp, hún sá sem var að tilgangur þess var að skerða gróða milliliða og braskara i þágu sjúklinga. Slik ósvinna mátti ekki gerast. Frumvarpið varð aldrei afgreitt. Mér sýnist augljóst að eðlilegt væri að núverandi stjórnaraand- stöðuflokkar tækju sig saman og flyttu þessi frumvörp aftur. Þetta voru góð og þörf mál — og hver veit nema einhverjir af fram- sóknarþingmönnunum myndu skammast til að standa að frum- vörpunum. Pólitísk saga Bak við þessi lyfjamál er litil pólitisk saga: saga sem gengur i gegnum allt þjóðfélag auðvalds- skipulagsins: Ein stór og forrik fjölskylda græðir miljónatugi á þvi að flytja inn lyf, selja lyf og framleiða lyf. Þessi fjölskylda getur með áhrifamætti fjár- magnsins haft kveratak á Sjálf- stæðisflokknum og hún getur ráðið yfir Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum að vild sinni. Það sýnir reynslan. En reynslan sýnir lika að Alþýðu- bandalagið er eini stjórnmála- flokkurinn sem þorir að risa gegn „kerfinu”, fjármálakerfi braksaralýðsins i þjóðfélaginu. Noregur og Sviþjóð hafa þegar fyrir allnokkru tekið upp nýtt fyrirkomulag lyfjaverslunar og lyfjaframleiðslu nokkuð i ætt við það sem stefnt var að hérlendis með frumvörpum Magnúsar Kjartanssonar. Nú, hinsvegar, sér ihaldsstjórnin um það að engu verði breytt i bráðina, að gróði einkaaðila á þvi að selja veiku fólki lyf, minnki ekki, aukist heldur. Nú er það gróði og aftur gróði. Þessi maður heitir Alfreð Þorsteinsson. Hann er annar af tveimur borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. Myndin þessi var tekin fyrir nokkrum dögum, er hann var af tilviljun staddur fyrir utan Kjarvals- staði. Nú mun félagsmálaskóli flokks Alfreðs ætla að nota þessa mynd við kennslu i stjórn- málamannafræðum. Skýringar með myndinni munu vera á þessa leið: Takið eftir festunni i svipnum. Takið eftir vönduðum klæða- burði, sem er fyllilega I sam- ræmi við rikjandi tisku, en gefur þó ekki tilefni til að væna mann- inn um frjálslyndi. Sérlega merkilegter, að á sama tima og Alfreð flytur tillögu um yfirráð stjórnmálamanna yfir lista- safni, þá er hann af tilviljun staddur utan við listasafnið og hefur meö sér ljósmyndara flokksblaðsins. Þessi aðferð er reyndar þekkt, einkum er henni beitt f Sovétrikjunum, en þar hafa stjórnmálamenn náð hvað bestum tökum á listamönnum. Rik ástæða er til að ætla, að al- mennir, óflokksbundnir lesend- ur blaðs Alfreðs hugsi með sér er þeir sjá myndina af hetju sinni: Nei hve hann er myndarleg- ur! Hann minnir á þá báða, Al- bertög Birgi lsleif! Mikið hlýtur hann að hafa mikinn áhuga á listum og sambandi kjósenda við rétta tegund af list! Skyld- um við einhvern tima fá að velja hann sem borgarstjóra? Og þá minnumst við þess, að þegartillaga Alfreðs um yfirráð stjórnmálamanna yfir allri list i Reykjavik var borin upp i borg- arstjórn, þá mátti Alfreð ekki vera að þvi að fylgja greinar- gerðinni úr hlaði, vegna þess aö hann var að fara að borða kút- maga meö almennilegu fólki úti i bæ... Are you against killing? Framsóknarflokkurinn er skritinn stjórnmálaflokkur. Hann minnir mjög á nautgrip i fjósi. Á yfirborði virðist hann furðurólyndur, enda grunar mann að rólyndið stafi ekki af heimspekilegri ihugun, heldur hreinræktuðu skilningsleysi á umhverfinu. Samt er þessi nautgripur slæmur með að gera sig öðru hvoru illyrmislega gild- andi. Hann brýst um hart á básnum, rekur upp baul, slettir halanum og stigur klepruðum afturfæti i mjaltafötu fjósa- mannsins. Góður fjósamaður hefur oft lag á að umgangast nautpening sinn, þannig að gripirnir valdi ekki vandræðum i fjósi, heldur hagi sér sem beljum ber: að mjólka vel og nýta fóðrið i þágu búsins. Stjórnmálaöflunum hefur ekki tekist að beina nautpen- ingseðli Framsóknar inn á svo heilladrjúga braut. Framkoma Framsóknar i pólitikinni einkennist af kálfs- legum klunnatilburðum, sem broslegt er að horfa á. Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir- mynd og stóri bróðir framsókn- arkálfsins reynir af mætti að hagnýta sér fylgispekt og nátt- úrlegt þrek samstarfsflokks Halldór Ásgrimsson — þykkur undir hönd. Hugmyndin er ótrúlega sovésk. Nú eiga alfreðar þessa lands, með alla sina smekkvisi og rétt- visi, að reyna að hafa hemil á listamönnum, standa fyrir Kjarvalsstöðum og reka Borg- arleikhús. Nú biða menn þess að ihaldiðgeri annaðhvort: að láta kálfinn rása út um viðan völl, eða reki hann á básinn aftur og láti sig engu skipta klaufaspörk og halasveiflur. Stundum tekst ihaldinu að láta kálfinn rata þægan á básinn Nú vilja þeir að skólalæknirinn annist fræðslu I kynferðismál- um. sins, en stundum rekur kálfur- inn þó af misskilningi hornin I fjósamann sinn. Þannig fór t.d. þegar ihaldið i borgarstjórn fór seint og um siðir að átta sig á, að það væri i raun fjandi slæmt, að hafa alla þá listamenn, hverra verk hanga af einhverjum ástæðum á veggjum ihaldsmanna i Reykjavik, á móti sér. Og um það leyti sem ihaldið velti fyrir sér að rétta listamönnum hönd- ina, þá spillti bévitans kálfurinn öllu. Alfreð Þorsteinsson rauk upp með tillögu um að koma á lagg- irnar stjórnmálamannaráði, og skyldu þeir ráða öllu um skipan og málefni listar i borginni. og umla þar rólegan i kjarn- fóðri. Dæmi um það er meðferðin á fóstureyðingafrumvarpinu. Frumvarp þetta fór þvert fyrir brjóstið á ihaldinu. Framsókn vissi hins vegar ekki hvað var þar á ferðinni. Nú, þegar ihaldið hafði stutt sig við kálfinn og komist til valda, setti það kaup- mannssoninn og knattspyrnu- kappann Ellert Schram til að endurskoða frumvarpið, draga út úr þvi öll þau atriði sem báru keim af endurbótum. Ellert fékk sér til aðstoðar strák af Austfjörðum, Halldór Asgrims- son. Halldór þessi er ekki ógeðug- ur maður, nokkuð þykkur undir hönd og ber yfirbragð hins hálf- upplýsta sveitamanns, gáfur svona manna eru stundum svo- litið tregðukenndar. Sjálfsagt hefur hann fljótlega fundið hveitilyktina af Ellert, sem alinn er upp i nægtabrunni hins reykviska kaupmanns, og innan veggja vöruskemmunnar eru menn ekki vandir á að hugsa sérstaklega um þarfir annarra einstaklinga en sjálfra sin. Þeir Ellert og Halldór migu nú eftirminnilega i skó sina, þeir standa uppi i fararbroddi með kerlingum og væru þeir aörir eins auglýsingamenn og Alfreð, hefðu þeir látið mynda sig á hátiðarfundi hjá kvenfé- laginu Hvöt —holdtekju þeirrar þjóðfélagsbæklunar sem skil- greind er með orðinu kerling, en það orð á i þeim skilningi jafnt við um karlkyns verur og kven- kyns. Morgunblaðið, hið hlutlausa og óháða fréttablað allra lands- manna, sló met um daginn, þeg- ar það sagði frá stjórnsömum aðgerðum rikisstjórnarinnar i gjaldeyrismálum. 1 haust skýrði Þjóðviljinn frá þvi, að fjöldi einstaklinga hefði brotið lög um gjaldeyrisvið- skipti, hefði m.a. keypt fast- eignir á Spáni bak við lög og reglur. Nú hefur Ölafur við- skiptaráðherra farið að ráðum ihaldsins og birt snjalla auglýs- ingu. Þar segir að hafi menn svindlað með gjaldeyri og varið honum i fasteignir erlendis, eigi þeir að láta vita fyrir 1. ágúst i sumar. Svo fylgir sögunni, að verði menn góðir og segi frá eignum sinum erlendis, verði „ekki tekið þungt á þessum brotum”, segir moggi, enda varla ástæða til, þvi blaðið gefur i skyn að það séu ekki eigendur þess, hinir sjóðriku og dyggu sjálfstæðismenn sem steli gjaldeyri af löndum sinum, heldur námsmenn. 1 viðtali við mogga segir Björgvin Guð- mundsson, skrifstofustjóri i ráðuneyti ólafs Jóhannessonar: Ráðuneytið hefur orðið vart við þann misskilning, m.a. meðal sjómanna, flugmanna og náms- manna, að heimilt væri að verja fengnum gjaldeyri svo sem þeim þóknaðist... Blaðamenn hafa margir sér- kennilega afstöðu til viðfangs- efna — en i seinni tið hefur ekki annar eins fréttaskýrandi sést á blaði eða varpi, sem Haukur Helgason af Visi, sem spurði MacGiolla, forseta „official" arms IRA, sem hér var um dag- inn: Mr. MacGiolla, are you pcrsonally against killing,? —GG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.