Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. Erlendar fréttir Georg V o.fl. Margur hefur fyrr og siðar þótt krita liðugt um kynni sin af útlöndum, auk þeirra margvis- legu hugmynda sem menn höfðu stundum i flimtingum um er- lend efni, fregnir og nýjúngar, þar sem oft hafa farið saman gaman og alvara, grunnhyggni og furðufróðleikur. Séra Árni Þórarinsson segir frá vinnumanni sinum Arna nokkrum Árnasyni: „Almennt var Árni talinn ógreindur. Það var sakir kæruleysis, sem mjög gætti i tali hans. Hann þóttist allt vita, alls staðar hafa verið og alla hafa þekkt. Ef nefndur var á nafn einhver látinn mað- ur, hver sem hann var og hvar sem hann hafði átt heima á jarðarhnettinum, var Arni van- ur að segja: „Ég þekkti hann”. Hann hafði verið við jarðarför Abrahams og fylgt Jóhannesi skirara til grafar. Hann reri með Lúther i Girndavik, þó ekki á sama skipi. „Lúter var enginn sjómaður. Alltaf að snuðra i bókum, þegar hann var i landi. Seinn að gera að. Ófær flatn- ingsmaður”. — Ég spurði Árna, þegar ég frétti, að Georg fimmti hefði tekið við konungdómi i Bretlandi: „Þekktirðu Georg bretakon- ung, Árni?” „Hann Geggja? Já, ég held ég hafi nú þekkt hann. Hann reri i Grindavik, þegar ég var þar til sjós. Og þeir kölluðu hann prins”. Þá kom einhver inn i baðstof- una, og annar, sem hlustað hafði á Árna sagði: „Hann Árni segist hafa róið i Grindavik á sama skipi og hann Georg V. bretakonungur”. Þá svarar Árni: „Það er lygið mál. Ég sagði það aldrei, að ég hefði róið á ugur persónulega erlendum stórmennum og Árni vinnumað- ur. „Einu sinni kom karl i búð á Skagaströnd, eins og ekki er frásöguvert. t búðinni hékk mynd af Kristi, og rak karl augu I hana. Hann spurði, af hverjum myndin væri, en búðarmennirn- ir gerðu það af bölvun sinni að segja að hún væri af Nikulási rússakeisara, sem þá réð rikj- um á Rússlandi og margar hárðneskjusögur fóru af. Karl starði lengi á myndina og virti fyrir sér i krók og kring, til þess er hann sagði: „Já, satt er það sem sagt er. Andskoti er hann illmannlegur”. Já, satt er þaft sem sagt er.... Tv: Jesús Kristur, td. Nikulás I. sama skipi og hann. Hann reri á öðru skipi þar. En viö fórum margar ferðir saman inn i Keflavik að sækja salt og bárum það á bakinu. Ég hvildi hann oft með pokann, sem hann bar. Hann viki góðu að mér, ef ég fyndi hann”. Um Karl XII. sagði Árni: „Hann var skratti fimur að henda. Þeir kalla það leikfimi núna”.” Kristur og Rússakeisari Karl nokkur nyrðra virðist ekki hafa verið jafn gjörkunn- Brasilía Nokkra hugmynd hafa tvær þingeyskar kerlingar gert sér um heiminn samkvæmt eftir- farandi skrýtlu: „Skömmu eftir að ferðir hóf- ust frá Islandi til Brasiliu voru kerlingar tvær i Þingeyjarsýslu, sem heyrðu sagt frá þvi, hvað gott væri að vera i Brasiliu, þar sprytti til dæmis kaffi og sykur. Kerlingunum þótti kaffi fjarska gott og töldu paradisarsælu að vera þar sem nóg væri af þvi. Vildu þær nú fyrir hvern mun fara til Brasiliu. Þær afréðu þvi að fara þangað og tóku að afla sér upplýsinga um leiðina. Var þeim þá sagt að þær þyrftu fyrst ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÖK SAMAN að iara til Akureyrar. Þá þótti kerlingunum óvænkast ráð sitt, þvi að þær vissu að þá gátu þær ómögulega komist hjá þvi að fara yfir hana Fnjóská, og viö svo erfiðum farartálma höfðu þær alls eigi búist á veginum til Réri I Grindavtkinni — Georg V. Brasiliu. „Nei, það er svo fyrir- kviðanlegt að fara yfir hana Fnjóská, að við verðum að hætta við ferðalagið”, sögðu kerlingarnar, og þar með var á- ætluninni um Brasiliuferðina lokið”. Stríðsfréttir Karl einn sagði svo frá tiðind- um: „Það er sagt að það sé mesta harrík og svarrik milli allra kónganna, það er Dan- merkurkóngur, Kaupmanna- hafnarkóngur og íslandskóng- ur, og viðbúið að hérkóngur slá- ist i leikinn með!” Séra Arni Þórarinsson segir i ævisögu sinni frá Benedikt bónda Björnssyni i Krossholti. Eitt sinn á striðsárunum siðari varð Benedikt rætt um styrjöld- ina og mælti: „Hann er vondur þessi karl suður i löndum, þessi Hitler, sem hefur komiö af stað strið- inu. Og ekki er hinn betri”. En Skratti fimur aö henda. — Karl XII. Rússlandi lýsti Benedikt svo: „Notagott land Rússland, þó litið sé, með eyjunum, Bret- landseyjum”. Ranglæti heimsins Morð Bernadotte greifa var til umræðu i húsi hér i bænum fyrir allmörgum árum. — Þá varð gamalli konu að orði: „Já, það var meiri háðungin að myrða Bernadotte greifa — þennan á- gætismann, en láta skömmt- unarstjórann hérna lifa”. (Ævisaga séra Arna Þórarinssonar, þjóðsagnasöfn o.fl.). Hann hafði verið einn af heims- ins frægustu skemmtikröftum og vinsæll eftir þvl. En nú var hann sem sagt dauður og fór sem leið lá til sánkti Péturs. Þar var tekiö vel á móti honum. Hann fékk herbergi með sérinn- gangi og allt sem heiti hafði. Allt var ósköp indælt til að byrja með, en svo fór, að þessum fræga manni fór að leiðast meðal þessara engla, sem geröu ekki annað en að syngja sálma i tima og ótima. Eina helgina fór hann svo I heimsókn til helvltis, og þar var sannarlega fjör á ferðinni. Allir gömlu vinirnir hans veltust um með vln og fagrar konur, og höfðu það alveg stórkostlegt. Vinur vor eyddi með þeim einni viku, og svo fór hann. — Ég ætla bara að skreppa uppeftir og ná i farangurinn minn — svo kem ég aftur! fullvissaði hann vini sina um. Tveim dögum siðar barði hann aftur aö dyrum i helviti með allar slnar ferðatöskur, en þá var allt oröið breytt: Nú var þarna reyk- ur og eimyrja og grátur og gnlstran ta’nna. Þarna voru sam- an komnar allar hörmungar hins veraldlega heims. — Hvað er eiginlega á seyði? spurði hann fjandann, sem stóð við dyrnar. — 1 siðustu viku var hér lif og kátir dagar — og sjáðu hvernig allt litur út núna! — Já, já, glotti fjandinn ill- kvittnislega. — I slðustu viku vor- um við að taka auglýsingakvik- mynd. Maður nokkur var ákærður fyrir heimabrugg. Akærandinn kallaði fyrir sig fjölda vitna, þar á meðal nágranna syndaselsins. — Fenguð þér nokkurn tima á- fengi hjá honum? — Nei, aldrei. — En fenguð þér eitthvað hjá dóttur hans? Stutt þögn. — Erum við enn að tala um á- fengi? — Hvaða munur er á reiðu tigrisdýri og reiðri konu? — Tlgrisdýrið hefur fallegri feld. — Hvað er klukkan? — Korter yfir. — Korter yfir hvað? — Veit það ekki. Búinn að týna litla vlsinum. Yndisfögur stúlka lá I rúminu slnu og dreymdi að engill kæmi og tæki hana með sér til himna. Hann lagði hana á undur-mjúkt rúm. — Hvað gerist nú? hvislaði stúlkan. — Það veit ég ekki, svaraði engillinn, — þetta er þinn draum- ur!! Faðirinn: — Hvað sagði kenn- arinn um stilinn, sem ég skrifaði fyrir þig? Sonurinn: — Að hann væri býsna góður miðað við að hann væri skrifaður af tiu ára barni.... Jens og stóri bróðir hans verða — vegna hinna margumtöluðu húsnæðisörðugleika — að sofa i sama rúmi. Það er Jens satt að segja ekkert ánægður með. — Það er ekki nokkur leið að sofa I sama rúmi og þessi risi, sagði hann við móður sina. — Hvaða vitleysa. Það er nóg pláss þegar þig hafið hvor sinn helming af rúminu. — Já, en hann tekur alltaf miðjuhelminginn! Helena var i öngum sinum. Hún átti von á barni. — En það er einmitt svo yndis- legt Helena, sagði vinkona hennar og reyndi að lifga hana upp. — Ekki þegar maður veit ekki hver faðir þess er... — Veistu það ekki? Hugsa sér, en spennandi! Það verður gaman að sjá hvort það líkist einhverjum sem maður þekkir! — Hefurðu heyrt að Lára er bú- in að opinbera með röntgensér- fræðingi’? \ — Nei, en ég er ekkert hissa á þvi. Hann er sjálfsagt sá eini sem getur séð eitthvað við hana. Ungi nýliðinn mætti I vinnuna, vel klæddur og vinnufús. — Velkominn, sagði yfirmað- urinn. — Þú getur byrjað á að sópa lagerinn. — Já, en... en ég er stúdent! — Allt I lagi. Biddu hann Jónsa að syna þér hvernig á að hand- fjatla kúst. Eitt er þó gott við frjálsræði unga fólksins i kynferðismálum. Þau fara snemma i rúmið! — Óli var að segja mér að þú værir kvæntur. Það var bara spaug, er það ekki? — Það er rétt hjá honum, ég ei kvæntur, en það er sko fjanda- kornið ekkert spaug!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.