Þjóðviljinn - 23.03.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Page 15
Sunnndagur 23. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Vantar texta — Mynd 1 Nýmæli hefst í blaðinu i dag. Við ætlum okkur að birta und- ir fyrirsögninni „Vatnar texta” ljósmyndir ýmiss konar, semeiga þó að hafa það sameig- inlegt, að þær bjóða upp á marga möguleika fyrir lesendur blaðsins að þeir setji saman hnyttna texta sem passi ein- hvern veginn við myndina. Fyrsta myndin birtist i ó g, og hún mun birtast aftur eftir hálfan mánuð ásamt þeim til- lögum sem við höfum fengið skemmtilegastar (mega vera margar). Við biðjum ykkur að spara ekki hugvitið og mannvitið og skopskynið og hringja.i okkur eða senda texta i bréfi til Sunnu- dagsblaðs Þjóðviljans. HAGNÝT BÓK OG ÞÆGILEG Uppsláttarbækur af ýmsu tagi eru ævinlega vinsælar á mark- aði heimsins, eins og vinsældir heimsmetabókar Guinness sýna. Nú hefur bretinn Patrick Robertson sent frá sér bók sem hann nefnir Book of Firsts og hefur eins og nafnið ber með sér að geyma skrá yfir þá sem fyrstir hafa orðið tii alls milli himins og jarðar undanfarin nokkur hundruð ár. t bókinni fáum við að vita að George Crum varð fyrstur til að framleiða franskar kartöflur, eins og þær eru kallaðar, árið 1853: „Manchester Jack” var fyrsti ljónatemjarinn (1835), M. Jolly-Bellin var fyrstur til að þurrhreinsa fatnað (1849) og William Kemmler varð fyrstur þess vafasama heiðurs aðnjót- andi að deyja i rafmagnsstóln- um (1890). Þegar á heildina er litiö er með þessari bók kominn Lakasti inn- brotsþjófur í heimi fundinn Allison Cargill, fyrsti kvenskát inn, 1908. LONDON, —Dómari einn í Lond- on hefur kveðið upp úr með það hver sé lakasti innbrotsþjófur heims. Ileitir hann John Wilkes og er tæplega þritugur og hefur sótt um endurskoðun á þriggja og háifs árs fangelsisdómi. Geoffrey Lane dómari skýrði frá þvi, að Wilke hafi um þriggja ára skeið lagt stund á að brjótast inn i hús. Það eina sem hann hef- ur haft upp úr krafsinu eru 300 gjafamiðar sem fylgja vissum sigarettupökkum og eru miðar þessir samantaldir um eins sterl- ingspunds virði. Dómarinn skar refsidóminn niður i 18 mánuði og lét þess getið að Wilkes þjáðist af þunglyndi og drykkjufýsn og væri sýnu hættu- legrisjálfum sér en samfélaginu. Fyrsti barnavagninn, 1733. á markaðinn ákjósanlegur og aö þvi er virðist óvéfengjanlegur deilumálasættir, hvað þetta efni snertir. Hafi maður þessa bók milli handanna, þarf maður ekki að fara i grafgötur með það, hver a) stofnsetti fyrstu stórverslunina, b) fann upp verjuna, c) var fyrsti kven- knapinn, og d) hvaða iþrótta- keppni var fyrst sjónvarpað. SVÖR: 'T£61 ‘PIM9X I buubipms nnma iiIS izbmv 3o auioSmsn. Illim luddai] ( HBqasBq) -BiioqBUJoq p T081 ‘ipuB[3ua B Mj°A qpuXaiM Bpuv (3 ‘OSST mn ‘Bn -pBj i smdonBa puqBO (q ‘Zi91 sjjbj i ‘Tubibd aimiavi (b HVERRI ÁTTINNI Betra að sofa 1 Englandi fæst verkeyðandi lyf fyrir ungbörn með eftirfar- andi áletrun á flöskunni: „Getur valdið syfju. Eftir notkun ættu neytendur ekki að aka bil né stjórna vélum”. Fagurt mannlíf Prestsfrúin býr sjálf til lifrar- kæfu, rúllupylsu og aðra rétti til morgunverðar. Lifrarkæfu býr hún til sjálf allt árið um kring vegna þess að Snuffy, hundur- inn hennar hviti, étur ekki lifr- arkæfu úr búð. Bornholmeren. Lögleg nauðvörn Um leið og Leon Reymond i Brussel sté út úr lyftunni i skrif- stofubyggingunni þar sem hann vinnur kyssti hann ungu stúlk- una, sem stjórnar lyftunni. En viðbrögðin við hinum miður æskilegu ástarhótum að hennar dómi voru að hún beit framanaf nefinu á þessum 69 ára aðdá- anda sinum. Monsieur Rey- mond kærði, en dómarinn kvað upp: „Þegar karlmaður kyssir stúlku gegn vilja hennar má hún bita stykki úr neíinu á honum.” Málvísindi Ég tala spönsku við guð, i- tölsku við konur, frönsku við karlmenn og þýsku við hestinn minn. Karl keisari 5 Gaman fyrir nágrannana! 4* Undir fyrirsögninni „Leik- föng” mátti nýlega lesa eftir- farandi auglýsingu i einu Vinar- dagblaðanna: „Til sölu: tvö litið notuð pia- nó,dálitið fölsk, en upplögð fyr- ir smábörn til að æfa sig á.” VISNA- ÞÁTTUR S.dór. Tilbreytingin þætti þurr.. Rauðsokka hefur sent okkur ágæta visu sem svar við kvennaársvisunni hans Adolfs Petersen: Tiibreytingin þætti þur þá unaðst nálgast stundir, kynni enginn karlmaður konu að liggja undir. Flóin. Þessu getur þú Adolf ekki lát- ið ósvarað. Þá ætla ég að halda áfram að birta visur úr bréfinu sem Hannes Hjartarson á Akranesi sendi þættinum. Guömundur Einarsson, faðir hins kunna stjórnmálamanns Valtýs Guðmundssonar orti þessa vlsu sem hann nefnir Of- jarl: Þó að hyggi I krás fá krækt karl I brögðum skæður. Þar að stela er þeygi hægt er þjófur húsum ræður. Jón S. Bergmann kvað svo um Þorstein Erlingsson: Þótt hann skorti gullin gjöld og glit sem hofmenn prýða fyrir krónu og konungsgjöld kaus hann ekki að skrlða. Kristján Ólafsson frá Húsavlk nefnir þessa visu sina örlög: Finnst mér örlög fari þá fyrst til stáls að sverfa þegar orðið áttu frá ekki neinu að hverfa Þá koma hér tvær gátuvlsur: Ég er djarfur mund I manns mér oft hvarf þó forsjón hans er mitt starf að eyða stans allt I þarfir húsbóndans. Fjalladýrið át ég upp og engu leyfði. i djúpi hafsins hús það hafði með heiti manns ég út það krafði. Lausnirnar birtum við i næsta blaði. Nú tinum við til sitt úr hverri áttinni. Menn riðu eitt sinn fram á pilt og stúlku i faðmlögum, þá orti Bjöm Sigurðsson Blöndal: Að sér gáði ei æskan bráð ástar kljáði vefinn. Þar var áð og unað náð atlot þáð og gefin. Benedikt Valdemarsson frá Akureyri orti: Öls við bikar andi skýr á sér hiklaust gaman. Augnabliksins ævintýr endast vikum saman. Lilja Gottskálksdóttir orti: Færðin bjó mér þunga þraut, þrótt úr dró til muna. Ilreppti ég snjó I hverri laut hreint I ónefnuna. Gestur Ólafsson frá Akureyri orti um mann: Gegnum lifið liðugt smaug hann j likur júðanum. Einu sinni ekki laug h’ann enginn trúði h’onum. Dauður maður sem hafði ver- ið ölkær I lifinu kom til vinar sins i draumi og sagði: Helltu útúr einum kút ofan I gröf mér búna. Beinin min i brennivin bráðlega langar núna. Isleifur Gislason á Sauðár- króki orti um Eirik nokkurn sem fyrstur bruggaði landa i Skagafirði: Sykurgrautinn sýður hann sigur hlaut i landi. Allar þrautir yfir rann Eirikur brautryðjandi. Lúðvik Kemp orti: Þessi land er þrisoðinn af þeim sem verkið kunni, og sýnist vera samboðinn sveitamenningunni. Hjálmar Þorláksson úr Eyja- firði orti: Verum kátir öls við ál eyðum gráti og trega. Nú skal láta sál að sál svigna mátulega. Loks koma svo nokkrar drykkjuvisur: Vekjum hlátur, vekjum villast látum trega, brögðum kátir brcnnivín bara mátulega. grln. Finnst mér lifið fúlt og kalt, fullt er það af lygi og róg, en brennivlnið bætir allt, bara það sé drukkið nóg. Það er meira en meðalskömm mér að ncita um kraftinn: tvö hundruð og tiu grömm til að væta kjaftinn. Höf. ókunnii Þetta hversdagsleiða líf lamar sálarkraftinn, að hafa hvorki vin né vlf að verma á sér kjaftinn. Bjarni Gtslason. Flaskan er tóm og féð er þrotið. Gleðin er horfin, glasið brotið. Segðu mér — hef ég nokkurs notið? Kjartan Gislason frá Mosfelli. Hefi veitt og verið stór, voryl seitt i muna. Nú ég þreyttur þamba bjór. Þessu er leitt að una. Jón Pétursson Látum fljóðin Hða skort, lemjum góða vini, fyrr en bjóðum frelsi vort falt i gróðaskyni. Guðmundur Sigurðsson Dregur grimu á dal og fjall, daufa skimu veitir. Leggur Tlmans lygaspjall likt og hrlm á sveitir. Jón Pálmason á Akri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.