Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. Sölutregða á rauðvíni Paris 25/3 — Landbúnaðar- málaráðherra Frakklands, Jacques Tirebouchon, hélt nýlega blaðamannafund i Paris, þar sem hann skýrði blaðamönnum frá þeim miklu erfiðleikum, sem franskur landbúnaður á nú við að etja. Sagði hann að sölutregðan á frönskum landbúnaðarafurðum væri svo mikil, að neyðarástand rikti i mörgum héruðum landsins, og mætti búast við bændaupp- reisnum viða ef þessu héldi áfram. Ráðherrann sagði að þótt frönsk yfirvöld hefðu aldagamla þjálfun i þvi að berja niður bændauppreisnir, væri þó ekki vafi á þvi að ólgan i landbúnaðar- héruðunum væri bein ógnun við lýðræðið i Frakklandi og jafnvel i Evrópu. Hann taldi að aðalástæða þess- ara erfiðleika væri sölutregða á frönsku rauðvini þvi að Norður- evrópubúar drykkju sáralitið af vini miðað við Frakka og þess vegna væri þar enga markaði að finna. Nefndi hann það sérstak- lega sem dæmi að islendingar drykkju tiu sinnum minna en frakkar og sagði að ástandið væri litið betra annars staðar. Ráð- herrann sagði að enginn vafi léki á þvi, að féllust Norðurevrópubú- ar á að auka vinneyslu sina svo að hún næði sama marki og i Frakk- landi myndu opnast svo miklir markaðir fyrir franskan vinút- flutning, að það eitt nægði til að rétta landbúnaðinn við — og bjarga e.t.v. Evrópu frá hreinu öngþveiti. Hann sagði að lokum að hann hefði rætt málið óform- lega við ráðamenn ýmissa landa, og hefðu þeir fallist á, að ef á- standið versnaði enn i Frakk- landi, væri varla annað að ræða en hefja stórfellda áróðursher- ferð fyrir aukinni vindrykkju á Norðurlöndum, lækka verðið á rauðvini til muna og reyna að koma þeim sið á, að hver fullorð- inn maður drykki a.m.k. einn litra af vini á dag, eins og nú er talið hæfilegt i Frakklandi. Svo gæti hæglega farið að þetta reyndist eina leiðin til að viðhalda efnahagslegu og stjórnmálalegu jafnvægi i Evrópu. Örkin hans Nóa fundin Hinn kunni þýski blaðamaður og íslandsvinur Bergur Mann (launsonur rithöfundarins Tómasar) hefur haldið þvi fram i blaðagreinum, sem vakið hafa mikla athygli, að örkin hans Nóa hafi hvergi annars staðar strand- að en á Mælifellshnjúk i Skaga- firði. Fékk hann þessa merku hugmynd, þegar hann las i bibliu- skýringum Muggeridge að Ara þýðir mælir á hebresku og rat fellshnjúkur á fornesperantó. Hann fór siðan i könnunarferð til íslands i fyrrasumar, en á leið- inni rófubeinsbrotnaði hann i sundlauginni i Varmahlið, svo að' hann komst aldrei á leiðarenda. Nú er hann að semja greinar um þetta mál til að safna fé i leiðang- ur, sem væntanlega verður farinn næsta sumar i þvi skyni að finna örkina. Bergur Mann hefur farið þess á leit við þáttinn Á stangli að hann gangist fyrir fjársöfnun á íslandi til að styrkja leiðangur- inn, og mun dálkurinn fúslega taka við fjárframlögum. Næst- komandi sunnudag mun ritstjóri dálksins einnig grafa 100 brenni- vinsflöskur við hátiðlega athöfn við fætur Mælifellshnjúks, þar sem Nói saup sem kunnugt er, leiðangursmönnum til hressingar og hvatningar, og eru allir skag- firðingar velkomnir. Þott myndasagan sem sænski málarinn Jörg AAuller segir með lista- verkamöppu sinni, 20 ár, fjalli um byggðaþróun í hans heimalandi,á sú „þró- un" svo margt sameigin- legt með því sem hefur verið að gerast hér á ís- landi síðustu áratugina að myndirnar eiga ekki síður erindi til okkar. Sagan snýst um smáþorp, lítið bleikmálað hús og reyndar lika um hvítan kött, en þar sem við getum því miður ekki birt myndirnar í litum sést litla hvíta kisa varla nema sem hvítur punktur á einstaka mynd. Einu sinni var smáþorp. Nokkur hús og lítil kirkja. Kringum þorpið voru kýrn- ar á beit innanum fífla og sóleyjar og bóndinn plægði frjósama moldina. Krakk- arnir hlóðu stíflu í læknum og létu pappírsbáta sigla á tjörninni. Hvítur köttur spásseraði eftir götunni og allt var rólegt kringum litla, bleikmálaða húsið. Nokkur ár eru liðin og komin girðing kringum bleika húsið. Kýrhaginn hefur breyst í akra, lækur- inn rennur gegnum steypt ræsi og í stað gömlu stein- brúarinnarer kominn mal- bikaður vegur. Það er á- gætt að baða sig í tjörninni og hægt að keyra í bíl alvea niður að henni. Nokkur hús hafa bæst við og járn- .brautarferðirnar eru orðn- ar þéttari. En enn leikur litla hvíta kisa sér hjá kornakrinum. Hvað nú? Þeir eru farir að fella trén þar sem krakk- arnir voru í tarsanleik við akurinn þar sem hagi kúnna var áður. Ný hljóð hafa komið til sögunnar, meiri skellir í lestinni og gerast? Bleika húsið bíður í ofvæni, en krakkarnir leika sér enn á malarveg- inum og hvíta kisa situr girðingarstaur, svolítið hissa. kannski olíutankar gnæfa yfir það og vöruflutningarnir með lestinni eru alltaf að auk- ast. Fleiri reykháfar rísa yf ir þorpið og reykurinn úr þeim virðíst ekki beinlinis hreinn. Þungar vélskófl- ur grafa í moldinni frjóu. Bleika húsið virðist hafa minnkað. Tveir risastórir En ennþá er plc snjókarl krakk; kráka gargar í tc trésins. Völdundur, stúd. theol.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.