Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 24
DWÐVIUINN
Sunnudagur 23. marz 1975.
Jafnframt var birt ályktun
sem samtökin höfðu samþykkt
og fjallaði um málefni Fjöl-
fötlunarskólans en hann er i
Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi. 1
ályktuninni segir ma.:
„Öngþveiti rikir i málefnum
skólans þetta ár, vegna hús-
næöisskorts. Nú þegar er vitað
um 40-50 börn, sem þarna þurfa
á skólavist að halda, en hús-
rýmið leyfir ekki fleiri en 22
nemendur og er þá þröngt set-
inn bekkurinn. Starfsfólk er
varla nóg til að sinna þessum
nemendum, en þvi er heldur
ekki hægt að fjölga vegna skorts
á húsrými.”
Krafist réttinda
Á öðrum stað segir:
„Loks viljum við benda þeim,
sem með stórn þessara mála
fara, á það að sú þróun, sem hér
er að verða á málum barna með
sérþarfir verðurekki stöðvuð og
það er tilgangslaust að stinga
höfðinu i sandinn, heldur verður
að gera ráðstafanir i tima. Við
erum að krefjast réttinda til
handa börnum okkar, sem við
höfum verið svikin um i mörg
ár. Og við munum svo sannar-
lega sjá til þess, að foreldrar,
sem eiga eftir að standa i okkar
sporum, lendi ekki í þeim ógöng
um, sem við höfum lent i, jafn-
vel þó að mörg okkar eigin
bama séu að missa af tækifær-
inu, vegna þess hvað timinn lið-
ur hratt.”
Formaður þessara samtaka
er Helga Finnsdóttir. Blaða-
maður átti nýlega við hana eft-
irfarandi samtal.
— Hvenær eru samtökin
stofnuð?
— Þann 17. október 1973 og
hlutu þá nafnið Foreldrafélag
fjölfatlaðra barna. Aður hafði
ekkert slikt félag starfað. Hins
vegar voru til foreldra- og kenn-
arafélag við Höfðaskólann og
foreldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra barna. Við vild-
um ekki stofna styrktarfélag
heldur koma á samvinnu for-
eldra i baráttu fyrir réttindum
slnum og barna sinna. Við vor-
um niu foreldrar i upphafi og fé-
lagið var eiginlega stofnað út úr
sárri neyð. Við höfðum fjölfötl-
uð börn I huga en þau komast
hvergi i skóla. Nú erum við orð-
in 80 talsins með 40 börn á fram-
færi. Við ákváðum nýlega að
breyta nafninu á félaginu og
kom það til af þvi að það eru
fleiri en fjölfatlaðir sem þurfa á
hjálp aðhalda og ástæðulaust að
flokka fólk niður heldur þarf að
berjast fyrir kennslu þeirra
allra.
Þarf að
byrja snemma
Þróun þessara mála i ná-
grannalöndunum hefur verið i
átt til þess að öllum börnum
með sérþarfir er kennt i al-
mennum skólum og stjórnun
þessara mála hefur verið færð
yfir á menntamálaráðuneytin.
Þetta er mikil breyting frá þvi
sem áður var þegar börnin voru
flokkuð niður eftir tegund
fötlunar og sett á hæli. Þessi
þróun hófst i Bandarlkjunum og
á Norðurlöndum upp úr 1970 og
er að troða sér inn hér núna.
Annars eru ekki nema fimm-
tán ár siðan kennsla vangefinna
bama hófst svo nokkru nemi.
Teknar hafa verið I notkun nýj-
ar aðferðir við rannsóknir á
heilarýrnun og — skemmdum
og þær hafa leitt I ljós að miklu
fleiri eru haldnir þessum sjúk-
dómum en áður var talið. I ljós
hefur komið að mun ódýrara
fyrir þjóðfélagiö er að kenna
bömunum ef snemma er byrjað
heldur en að láta þau á hæli og
er þá að sjálfsögðu ekki tekinn
með i reikninginn tilfiiininga-
Helga Finnsdóttir.
Fyrir nokkru skaut
upp á reykviskan
fréttahimin nýju nafni:
Foreldrasamtök barna
með sérþarfir. Greint
var frá þvi að samtök
þessi hefðu ópnað fé-
lagsheimili að Braut-
arholti 4 þar sem einnig
skyldi vera gistiað-
staða fyrir börn með
sérþarfir af lands-
byggðinni og foreldra
þeirra.
Þaö þarf
að breyta
við-
horfinu
Rætt viö Helgu Finnsdóttur formann
Foreldrasamtaka barna meö sérþarfir
i skólum og á dagvistunarstofn-
unum hvort sem þau hafa fulla
greind eða ekki. En I millitiðinni
þarf eitthvað að gera.
Skólinn i Kjarvalshúsi hefur
nú starfað undanfarin tvö ár.
Þar eru 22 börn og segja má að
skólinn starfi á 22 vegu þvi hvert
bam þarf sérstaka meðferð. Nú
er verið að reisa öskjuhliðar-
skólann fyrir vangefin börn en
áætlað er að skólinn i Kjarvals-
húsi flytjist þangað haustið 1976
og verði 2. áfangi hans. Þessi á-
ætlun verður að standast þvi við
missum Kjarvalshús sama
haust.
Við gengumst fyrir þvi að
skólanum voru gefnar stórar
gjafir. Meðal annars gaf Vina-
hjálp eina miljón til stofnunar
svonefnds legoteks. Þar fá for-
eldrar lánuð heim uppeldisleik-
föng samkvæmt ráðleggingum
sérfræðinga. Þetta legotek
starfar nú i Heymleysingjaskól-
anum en þar er bara einn
starfsmaður. 1 svona stofnun
þarf óstru, sérkennara þroska
þjálfa o.fl. sérfræðinga en þá
rekum við okkur á að mikill
skortur er á sérmenntuðu fólki.
Erlendis hefur reynslan orðið sú
að nýtt fyrirkomulag á meðferð
bamanna hefur kallað á sér-
menntað fólk. Hér er hins vegar
engin aðstaða til menntunar
sliks fólks og erlendir skólar eru
lokaðir Islendingum þvl þar er
þörfin lika mikil.
Jafnréttisbarátta
Barátta okkar er fyrst og
fremst fyrir félagslegu jafn-
rétti. Samkvæmt öllum lögum
og mannréttindaskrá Samein-
uðu þjóðanna eiga börn okkar
heimtingu á aðstoð.En i okkar
þjóðfélagi er ekki gert ráð fyrir
frávikum og þvi þarf að breyta.
Það verður að koma til móts við
foreldra og innlima börnin i
kerfið. Það má ekki senda þau i
burtu eða fela þau heldur eiga
þau að verða eðlilegur hluti af
umhverfinu. Núer allt gert fyrir
hjartasjúka og fólk með aðra
sjúkdóma en vangefin börn eru
látin deyja andlegum dauða i
friði. Þessu þarf að breyta.
—ÞH
legur ábati barnanna og að-
standenda þeirra þvi hann verð-
ur ekki metinn til fjár. Þá hafa
rannsóknir sýnt að börnin
staðna á hælunum og fer aftur.
Það verður að gripa þau á
— Hvað um Höfðaskólann?
— Hann er bara fyrir börn á
skólaskyldualdri og að auki
einungis vangefin börn. Til
skamms tima hefur það við-
beri að gera fyrir þau. Einnig er
nauðsynlegt að stofna fjöl-
skylduheimili þar sem börn ut-
an af landi geta dvalið. Slikt
heimili er til i Heyrnleysingja-
skólanum og við höfum komið
Kjarvalshús á Seltjarnarnesi. Þar er rekinn skóli fyrir fjölfötluð börn en hann er þegar oröinn alit
of lltill.
mesta þroskaskeiði þeirra þvi
hver dagur sem liður áður en
hafist er handa er glataður. Það
er ekki hægt að bæta það upp
siðar á ævinni.
Það er hryllileg staðreynd að
foreldrar hafa hingað til orðið
að horfa aðgerðarlaus upp á
börn sin glata öllum tækifærum
eða aö setja þau á hæli. Þarna
vantar valkost á milli. Nú eru
heymardauf börn tekin inn I
heyrnleysingjaskólann fjögurra
ára gömul samkvæmt reglu-
gerð. Slik ákvæði þarf að setja
um öll börn með sérþarfir: að
þau komist i kennslu svo fljótt
sem sérfræðingar telja þurfa.
gengist þar eins og i öðrum
löndum að börnin voru greind-
armæld og ekki tekin inn nema
þau hefðu vissa lágmarks-
greind. Þetta hefur nú verið af-
numið og auk þess hafa rann-
sóknir leitt i ljós að hægt er að
kenna börnum með mun minni
greind og meiri fötlun en áður
var talið ef snemma er byrjað.
Það sem gera þarf er að koma
upp fullkominni dagvistunar- og
kennsluaðstöðu fyrir þessi börn
einsog önnur. Það þarf að koma
upp greiningarstöðvum með
starfandi sérfræðingum þar
sem foreldrar geta komið með
börn sin og leitað ráða um hvað
upp visi að þvi I Brautarholtinu
af miklum vanefnum þó og i
öðru formi. Þessar stofnanir
eiga ekki að starfa hver út af
fyrir sig heldur tengjast hver
annarri.
Blandaðir
skólar framtiðin
Það þarf að breyta viðhorfi
yfirv. þannig að öll börn njóti
sömu réttinda. Það má ekki
setja upp kerfi sem fötluð börn
eiga að falla að heldur þarf að
aölaga kerfið þeim. Þróunin
þarf að beinast I þann farveg að
bömunum verði blandað saman