Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Gott kvöld, góðir hlustendur. NU i upphafi kvennaárs 1975 gekk dómur i Hæstarétti Islands, Ut af atvikum, sem gerðust hér á landi fyrir 11 árum siðan. Ég efa ekki, að þessi gömlu málsatvik og nýja dómsUrlausn hafa vakið spurningar og efa- semdir hjá fleirum en mér, enda kristallast i máli þessu réttleysi einstaklingsins, þess einstakl- ings, sem enga tryggingu hefur fyrir réttri málsmeðferð óvið- komandi embættiusmanna, er hann á allt sitt undir að sækja, jafnvel þótt lögin sjálf séu ský- laus I hans tilfelli. Ég vil gera þetta mál sérstak- lega að umtalsefni hér, fyrir þær sakir, að það snýst um sjálfræði konunnar i samfélagi okkar, rétt hennar og frelsi innan marka lag- anna, til að vernda heilsu og heil- brigði sjálfrarsin og barna sinna. Sagan hefst á þvi, að kona veik- ist af rauðum hundum i upphafi meðgöngutima sins, nánar til tek- ið hinn 21. janúar 1964. HUn fer strax til heimilislæknis sins, sem jafnframt er sérfræðingur i fæð- ingarhjálp og kvensjukdómum, og hann gefur henni vottorð um veikindin 9 dögum siðar, eða 30. janUar 1964. Þann sama dag sæk- ir konan um leyfi til fóstureyðing- ar til landlæknis og leggur inn beiðni um legurúm á fæðingar- deild Landsspitalans. Hér var á ferðinni alvarlegt hættuástand fyrir móðurina, en þó sérstaklega fyrir fóstrið. Hættuástand, sem enginn getur betur gert sér ljóst, en sU kona, sem fyrir sliku verður. Sam- kvæmt lögum frá 1935 mátti af- létta þessu hættuástandi með fóstureyðingu, en þó að tilskyldu leyfi réttra yfirvalda. Leyfið var veitt. Eftir stöðuga eftirgrennslan og eftirrekstur koms konan lokst upp á skurðarborðið hinn 22. febrúar 1964. En þá neita 3 læknar fæðing- ardeildarinnar að framkvæma fóstureyðinguna, með þeirri hrottalegu röksemd, að það sé orðið of seint, að það sé of langt liðið á meðgöngutimann, eða 14 vikur. Það er ekki auðvelt að setja sig i spor konu, sem þannig er ástatt fyrir, henni er visað Ut af spital- anum, hún gengur með sitt fóstur og elur fullburða barn, sem var, eins og búast mátti við, andlega vanheilt. 1 ályktun Læknaráðs tslands, rúmlega 10 árum seinna, eða 13. nóvember 1974, segir orðrétt: „Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, virðist ljóst, að drengurinn hafi smitast af rauð- um hundum á fósturskeiði. Yfir- gnæfandi likur eru til þess, að vanheilindi drengsins séu afleið- ingar þeirrar smitunar”. Þetta er ljót saga. Ég get auðvitað ekki dæmt um það, hvort foreldrar drengsins hafa farið rétt að i málssókn sinni á hendur rikinu eða ekki, en málaferlin sjálf skoða ég sem á- kæru á hendur embættismanna- valdinu og sem leit foreldranna eftir ábyrgðaraðila þess, og skaðabótagrundvelli. Hæstiréttur íslands stóð dyggi- lega vörð um þetta kerfi og sýkn- aði það af öllum kröfum foreldr- anna. 1 þessum fráleita hæstaréttar- dómi, er það þó talið nauðsynlegt, að „stjórnvöld, sem fjalla eiga um slíka umsókn til fóstureyðing- ar leysi greiðlega úr slikum er- indum”, og viðurkennt er að „öll gögn skorti um það, hvað olli hinni afdrifariku töf á fram- kvæmda mála”. Einnig er talið „aðfinnsluvert”, að dómari i undirrétti þingaði einn i málinu, fjórum sinnum, eftir að samdóm- endur höfðu þó verið til kvaddir. Viðurkennt er og, að ekki hafi komið fram í málinu, hvort nokk- uö sé um það bókað á skrifstofu Rikisspitalanna, hvenær umsókn um legurúm hafi borist þangað, né hvort landlæknir hafi sent bréf um leyfi sitt til fæðingardeildar- innar. Og engin gögn komu fram um það, hvenær nefndarmenn veittu leyfið til aðgerðarinnar, né hvenær þeir skýrðu landlækni frá niöurstöðu sinni. Skrifstofa land- læknis skráði ekki viðtökudag umsóknarinnar, og svo mætti lengi telja. Ef þetta eru ekki stórfelld af- glöp embættismanna, að mati Hæstaréttar Islands, þá fyrst sannast hin fleygu orð: „VONT ER ÞEIRRA RANGLÆTI — EN ÁLFHEIDUR INGADÓTTIR, LÍFFRÆÐINEMI: Alfheiður Ingadóttir Ákvörðunin hjá þeim sem ábyrgð ina hefur og afleiðingum tekur Erindi „um daginn og veginn” Flutt í útvarp 17. mars VERRA ER ÞEIRRA RÉTT- LÆTI”. Ein ljósskima er þó f þessu myrka réttarfari og virkar hún þó einsog samviskubit, þegar það er sárast, en það er sératkvæði eins af dómendum Hæstaréttar, Ein- ars Arnalds, en hann telur, „að töfin á veitingu leyfis og dráttur- inn á því að konan fengi inni á fæðingardeildinni hafi valdið þvi að fóstureyðingin var ekki fram- kvæmd”. Hann telur, „að hér hafi orðið á mistök i stjórnsýslu við- komandi stofnana, sem rikið eitt beri ábyrgð á”. Þarna er þó einn af dómendum Hæstaréttar i takt við réttarmeðvitund almennings. Þennan dæmalausa hæstarétt- ardóm ættu menn að lesa, og læt ég hér Utrætt um hann að sinni. Þannig hafa þau sinnt verkefni sinu Ég sagði áðan, að konan hefði fengið tilskilið leyfi réttra yfir- valda til fóstureyðingar. Hver eru þessi réttu yfirvöld? Það er ráð- gjafanefnd landlæknis, skipuð þremur embættismönnum og sér- fræðingum, sem starfar sam- kvæmt gömlu lögunum um fóst- ureyðingar frá 1935. En hvernig hafa þessi réttu yfirvöld sinnt verkefni sinu? Ég hef gluggað i skýrslur um störf þeirra, og get ekki stillt mig um að taka 3 dæmi um þau. Fyrst ætla ég þó að geta þess, að i þeim faraldri, af rauðum hundum, sem gekk hér i ársbyrj- un 1964, sýktust fleiri vanfærar konur, en sú sem hér að framan er nefnd. Það er furðulegt til þess að hugsa, að i raun og veru mátti sú kona teljast heppin að fá leyfið, þvi að á sama tima var 11 öðrum konum, sem sýkst höfðu, synjað um slikt leyfi. Auk þessarar konu, fengu 10 aðrar konur, sem eins var ástatt fyrir, og leyfi höfðu, aðgerðina aldrei framkvæmda. Hin 3 dæmin um störf þessara réttu yfirvalda eru þessi: Arið 1968 sækir 41 árs gömul kona um leyfi til ófrjósemisað- gerðar. I sjúkrasögu hennar er þetta skráð: „Hún hefur 13 þung- anir að baki, 9 fæðingar, 3 fóstur- lát, eggjahvitu i þvagi, háan blóð- þrýsting, mjög lélegar æðar i fót- um. Konan þolir ekki getnaðar- vamir”. Henni er umsvifalaust synjað um ófrjósemisaðgerð. Arið 1967 sækir 30 ára gömul ó- gift kona um fóstureyðingu. t sjúkrasögu hennar er þetta skráð: „Hefur gert tilraun til ó- löglegrar fóstureyðingar á stofu læknis, lá vikuna á eftir með háan hita, en fékk ekki fósturlát. Lögð inn á fæðingardeildina niðurbrot- in andlega af ótta við að fæða vanskapað barn.” Nefndin synjaði beiðni hennar með þeim rökstuðningi, að sjúkdómur móður væri ekki þess eðlis, að hann gæti haft skaðleg áhrif á fóstur. Arið 1966 sækir 25 ára gömul kona um fóstureyðingu og ófrjó- semisaðgerð. 1 sjúkrasögu henn- ar er þetta skráð: „Konan er geð- klofi (skizofren). Hefur margoft verið á hælum. Barnsfaðir er geð- veikur. Konan verður svipt sjálf- ræöi. Hefur 4 sinnum verið þung- uð, 1 fósturlát, 2 fæðingar. Hvor- ugtbarnið i hennar umsjá. Konan tiðum á Kleppi og á Sólheimum”. Einnig beiðni þessa vesalings synjuðu hin réttu yfirvöld. Ég ætla ekki að hafa þennan lestur lengri. Það sem ég hef rak- ið hér að framan, sýnir ótrúlegt virðingarleysi stjórnvalda fyrir rétti og tilfinningum einstaklings, og sýnir að auki, hvernig löggjaf- inn, framkvæmd laga og réttar- farið sjálft gengur i berhögg við réttarmeðvitund þjóðarinnar. Umræður fremur af skapbræði en skynsemi En, hvað á þá til bragðs að taka? Og er ég þá komin að þungamiðju mins máls. A árunum 1935 og 1938 þegar núgildandi lög um fræðslu um getnaðarvarnir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir voru sett, voru þau lög talin einna frjáls- lyndust i álfunni. Þau dæmi sem ég hef rakið hér að framan sýna berlega, að bæði eru lögin sjálf orðin Urelt, og að framkvæmdir innan marka þeirra orka margar tvimælis. Þessilög hafa nú verið i endur- skoðun i rétt 5 ár, og i júni 1973 skilaði nefnd, sem I áttu sæti prófessor Pétur heitinn Jakobs- son, en hann var formaður nefnd- arinnar, Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður, Tómas Helgason yfirlæknir og Vilborg Harðardóttir blaðamaður, nýju frumvarpi til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi barneignir og um öll þessi atriði fóru fram miklar opinberar umræður um svipað leyti. Þær umræður einkenndust að minu mati fremur af skapbræði en skynsemi, en einnig af miklum misskilningi innan þeirrar stétt- ar, sem mest reið á að legði eitt- hvað til þeirra, læknastéttarinn- ar. Umræðan varð mjög heit, og er kannski ekki að furða, þar sem á einu bretti átti að færa siðfræði ársins 1935 fram til gerbreyttra viðhorfa ársins 1973 og breyta i einu vetfangi svo stöðnuðum lög um f nútimahorf. Við samningu frumvarpsins var tekið tillit ti) sambærilegra lagaákvæða er lendis og reynslu af þeim. Undan tekningalitið voru þau öll mur frjálslegri en okkar gömlu lög, og furðar engan, einkum ef tekið ei tillit til þess, að viðast hvar er lendis hafa þessi mál öll verið stöðugri umræðu og endurskoður árum saman og löggjöf landanna hefur náð að þróast samfara breyttum skilningi og mati fólks gegnum árin. Ég tel einnig að umræðan hér hafi farið úr böndum einmitt vegna þess, að nefndinni tókst raunverulega að brýa þetta langa árabil stöðnunar milli áranna 1935 og 1973, og það á þann veg að duga má um þó nokkra framtið. Þvi var það, að eins og frum- varpið var lagt fram, afsprengi ársins 1973 i siðferðilegu og fé- lagslegu tilliti, að það snerti við- kvæma strengi i hjörtum vand- lætaranna einna, sem tiunduðu skoðanir sinar á þvi á opinberum vettvangi. Þeim, sem raunverulega höfðu gert sér ljóst það ófremdará- stand, sem rikt hefur hér á landi um árabil i kynlifsfræðslu- og fóstureyðingarmálum, kom ekki til hugar, að taka þyrfti til sterkra vama fyrir frumvarpið, svo sjálf- sagt og eðlilegt taldist það vera. Mikilvæg nýmæli Þvi að kostir þessa frumvarps voru nær óteljandi, ef grannt er skoðað, og brýna nauðsyn bar til aö það yrði að lögum. Meðal ný- mæla I þvi var viðurkenning á mikilvægri kynlifsfræðslu i skól- um. Ég er viss um, að ég er ekki sU eina, sem enn þann dag i dag man blaðsiðutalið, sem hlaupið var yfir i heilsufræðinni fyrir 12 árum slðan. Þær blaðsiður, sem eytt hefur verið i þessi mál i kennslubókum, eru þó óneitan- lega alltaf rýrar, en ekki bætir Ur skák að sleppa þeim alveg i yfir- ferð bókarinnar. Það ætti varla aö þurfa að deila um þetta atriði. Nægir þar að minna á, að slikri kennslu, ásamt samfélagsfræðslu er t.d. ætlað það að auka á- byrgöartilfinningu ungs fólks gagnvart foreldrahlutverkinu, og kannski sérstaklega gagnvart föðurhlutverkinu, enda ekki van- þörf á hér uppi á Islandi, þar sem við eigum heimsmet i hlutfalls- legum fjölda óskilgetinna barna. Annað mikilvægt nýmæli frumvarpsins var, að samkvæmt þvi skyldu félagslegar aðstæður konu metnar til jafns við heilsu- farslegar aðstæður hennar, og skyldu fóstureyðingar heimilaðar af félagslegum ástæðum einum saman, ef þær væru það erfiðar, að ekki yrði bætt Ur með félags- legri aðstoð. Þetta atriði ætti heldur ekki að þurfa að deila um, þvi að félags- legar aðstæður einstaklingsins eru svo samtvinnaðar heilsu hans, að enginn heldur likamlegri heilsu sinni óskertri með auknu á- lagi, ef félagslegar aðstæður allar eru i molum. Þriðja mikilvæga nýmælið i frumvarpinu var, að samkvæmt þvi þurfti sU kona, sem þarfnaðist fóstureyðingar ekki að eiga slika aðstoö undir leyfi embættis- mannanefndar, eins og hingað til hefur tiðkast, heldur skyldi hún sjálf meta aðstæður sinar og framtið óháð utanaðkomandi að- ilum. Nefndin, sem að þessu frum- varpi vann á skilið mikið hrós fyrir skilning sinn á eðli og vanda sins verks. Hún vann stórmerkar rannsóknir og safnaði gögnum Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.