Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Ljóö er þaö sem er borið fram sem Ijóö Rauð glóð, svört nótt Heimurinn er fullur af bókum eins og menn vita og eru furðu margar þeirra islenskar ljóða- bækur. Ekki minnkar hlutur þeirra við það, að offsetprentun gerir útgáfu þeirra auðveldari og ódýrari. Þessi útgáfuháttur hvetur ein- mitt marga nýliða til að ýta úr vör. Einn þeirra er Jón Laxdal, 24 ára akureyringur, sem hefur tek- ið saman ljóð sin frá sl. fjórum árum og gefið út. Heitir hún Myrkur f hvítri örk. Jón er nú við heimspekinám i háskólanum. Helgi Vilberg hefur myndskreytt bókina og hannað hana og hafa þeir félagar tekið stefnu á sam- hæfingu texta og mynda. Jón Laxdal fer af stað með ung- lingsleg kvæði og er sögn þeirra kannski smá, hugsun þeirra óná- kvæm en beinar smekkleysur eru fáar. Það er vikið að ástum og landslagi, lærimeistarar ýmsir eru á kreiki, Stefán Hörður kannski, Einar Bragi, þjóövisan, — og er það ekki amaleg skóla- ganga. Ljóðræn varfærni virðist næst eöli höfundarins: Avallt slöan er svo undarlegt aö fara höndum um perlaðar silfur- trefjar mosans uppi f gljúfrinu.... En stundum freistast hann til að stefna á seiðsterkt andrúms- loft með þvi að raða saman eins- konar öfhvörfum og tekst það miður: Iðan brosir Víöáttan öskrar Hlustirnar fyllast af þögn Möskvar af blóði i augum. Jón rifjar upp veröld bernsk- unnar og gengur best i fyrsta kvæði þess bálks sem byggir á einföldum hliðstæðum stórheims og smáheims: Klofvega á stjörnu langt langt úti f geimnum eða á tréhestinum frá frænda I Ameriku Þessu næst situr hann á „Kaffi- húsi” og raðar saman raunsæi- legum svipmyndum af þeim vett- vangi og tekst stundum að kom- ast af með góða sparsemi: Maular kandis með vondu kaffi og fitjar kvöldið upp á prjónana. þó er sem vanti herslumun i út- hald i þessu kvæði, það er einhver keimur af ofsögn i miðju þess („tregans fölnuðu bros”),. en úr þvi finnst manni að hinn „rétti” tónn sé kominn aftur. Það er viss stigandi i bókinni og er nú komið að stórmálum i lifi ungra manna (og ekki bara ungra) i kaflanum Óp. Þessi bálkur er misjafn eins og aðrir i bókinni, en oftar en ekki bregður Jón upp heiðarlegum og gagnorð- um myndum af hinum eilifu val- kostum: Að fylgja róttækum vilja, mundu að timar og menn breytast, segir á einum stað, á öðrum segir að ef „ég” væri mál- ari myndi ég festa á mynd: rauða glóð byltingarinnar Hinsvegar fer freisting hinnar hlédrægu sjálfskoðunar, „ég” veit ekki hvert ferðinni er heitið segir i Afturhvarf og tek það til bragðs að Axla byrðar siðustu ára og held af stað inn i sjálfa mig Þessu fylgir svo hinn ljúfi hroll- ur bölsýninnar, sem fer um loka- kvæðið: Svört er nóttin og stjarnlaus svartir hestsins hófar. Kannski er uppgjörið skil- merkilegast orðað i kvæðinu Skúlptúr, þar sem samanfléttast heimsádeila og sjálfsgagnrýni kynslóöar á mjög nakinn hátt: Hve oft hefur mig ekki langað aö búa til list að sýna ykkur skúlptúr magnaðan lffi fólksins og hve oft hef ég ekki látið mér nægja að hugsa til manns sem kveikti i sér til að lýsa upp myrkrið. Leikur meö ívitnanir Stefán Snævarr kallar fyrsta kver sitt Limbórokk.nafnið teng- ir það poppmenningu og visar beint á ýmsa texta í kverinu — þar er t.d. saga Englands i áratug sögð með því að telja upp heiti á fjórum popparalögum. Drjúgur hluti af kverinu er helgaður leik að fvitnunum og minningum um Lenin og dada- ismann og leikskáldið Biichner. Það er ekki unnið úr þeim í þeim skilningi að ivitnanirnar, beinar og óbeinar, gangi hver inn i aðra með slagsmálatilburðum heldur eru þær settar niður hver við hlið annarrar, að þvi er virðist án annars samhengis en þeirrar til- viljunar sem setti Bíichner, dada- ismann, Lenin og bankavaldið niður i sömu borg, Zurich i Sviss. Þá er að þvi spurt, hvort eitthvað gerist með klippingunni sjálfri, hvort hin lauslegu tengsli i rúmi skapi einhver ný tengsli, ýti mönnun til þeirrar syntesu sem minnst er. á i lokin: vorið 1968 heimta marxistar i Paris „hugar- flugið i öndvegi”. Kannski. For- dæmi Stefáns sýnir að það sakar ekki að reyna. Sama aðferð i dokúmentalisma er notuð i kvæðinu Af hálfþritug- um rafvirkjum: þar eru blátt á- fram nefndir tveir menn sem ekkert eiga annað sameiginlegt en það sem felst i fyrirsögninni : en annar er svii og er meistari i skiðagöngu, hinn er liflátinn i Saigon, „fyrir meint morðtilræði við Robert McNamara”. t öðrum tilvikum eru ivitnan- irnar haföar til að breyta þekktri merkingu þeirra, hafa á þeim endaskipti. Stjarnan, sem vitr- ingarnir i Austurlöndum finna, boðar ekki fögnuð heldur er hún atómbomba sem springur þegar nær er komið. Með þessari með- ferð nást stundum drjúg irónisk áhrif, eins og þegar Mikki mús er sendur til Vietnam eða Sókrates mætir ekki til samdrykkjunnar. Þetta hér hefur höfundur fram að færa „t minningu rasjónalism- ans”: Fimm bogmenn I kroppi mér leynast búnir tiðfleygum örvum að deyfa hið óþekkta með. (Sá sjötti er taiinn byggja höllina „Allsstaðar-hvergi”. Umflotna viskunnar siki). Það gaman sem lesandinn hef- ur af Limbórokki er einkum tengt þeirri meðferð mála sem að ofan var rakin. í siðari hluta kversins hefur höfundur meira hugann við algengari viðfangsefni, „svokall- aða ást” og ýmsar „myndir úr lifi skálda”. Eins og fyrrnefnd kvæði njóta þau góðs af viðleitni Stefáns til samþjöppunar, til að forðast málalengingar. En þau eru hversdagslegri innan um aðra höíunda, dettandi öðru hvoru ofan Í einhverja óvissu. En þar eru lika sprettir sem sóma sér alveg nógu vel á hlaupabrautum islensks samtimakveðskapar: i trjákrónum hanga haustsins lungu turnsvala mánans flýr gráský gullnum vængjum og trúður norðurljósa fer með ærslum himnahvcl Gamalkunnar staðreyndir ljóðs- ins hanga á \regg og það er reynt að strjúka af þeim finheitin, fira þeim niður i blæbrigðastiganum. Brimrót og leöjugrjót Þriðji nýliðinn er eldri en þeir tveir sem fyrst voru nefndir og þar settur i samfélaginu sem á- byrgð tekur mjög að þrútna: hann er kennari, þeir nemendur. Bók Eyvindar (Eirikssonar) heit- ir Hvenær? og ris á kápu hennar Hallgrimskirkjuturn sem firna- • legt reður, heitið og teikningin minna á að bókin einkennist meira af óþreyju og óþolinmæði en þær sem nú voru taldar. Bókin hefst á hugleiðingu um steina sem liggja i botnleðju við ströndina — en þar ber við að „harðskeytt alda” kemst að þeim og þyrlar upp leirnum. „Þið til- heyrið flest þessum rótföstu steinum með fúla leðjuna sem andrúmsloft”, segir höfundur og lofar Hornstrandabrim sem skol- ar grjótið (ykkur), mylur það og slipar. Likast til er þetta stefnuskrá og þá vill höfundur vera partur af þessu brimi sem rótar upp i til- veru manna. Það er hægara sagt en gert eins og menn vita, en Eyvindur vill ekki láta deigan siga, vera hress i máli og ótviræð- ur: Við skulum bölva þessari sótsvörtu nótt brjótast um og þrauka berja okkur og halda á okkur hita þar til dagurinn kemur A þessar nótur er slegið i flest- um textum þessarar bókar, sem er margbreytileg i formi. Þarna eru ýmiskonar æfingar með mál og stil og einnig rimaö á mjög hefðbundna visu. Það er farið með pólitiskar dæmisögur i prósa, sem varla eru nógu lævis- legar, ismeygilegar, eins og t.d. einu sinni var, sem er um mann- inn sem gaf fjandann i öll tiðindi sem honum fannst ekki koma sér við, þar til vetnissprengjan dembdi sér yfir hann. Það eru sagðar pólitiskar skrýtlur og stundum óþarfar þvi við finnum ekki i þeim púðrið. En það er lika viss hnyttni i þessari lýsingu i langri keðju kúgunarinnar: Eigandinn sparkar i verkstjórann verkstjórinn sparkar i manninn maðurinn sparkar i konuna konan sparkar i krakkann krakkinn sparkar i köttinn Og kötturinn heldur ræðu — kettir allra landa sameinist... Það er lika stefnt á það að bregða upp herfilegum pólitisk- um sýnum með blöndu úr nokkr- um málssviðum: auglýsingamál, vigorð, háðsleg meðferð á trúar- legum minnum (Járn á báru). Þeirri linu er oft fylgt eftir i sér- kennilegasta parti kversins sem heitir einu nafni Stök.Þarna eru æfingar með ensku og skandina- visku, götumál, sem Eyvindur eys upp af kunnáttu eins og t.d. i töffarakvæðinu um Iryllitækin. Inntak stakanna er oftast nær pólitiskur glannaskapur og hálf- kæringur um ýmsar tegundir af ræðumennsku eða hugsunarhætti sem höfundur vill reka horn sitt i. Hann hleypir sér þá i mestan æs- ing með kynferðislegu dári og spéi um Hallgrimskirkjuturn, sem kallaður er Hallgrimsböllur, „frjósemistákn isiensks trúleysis og náttúruleysis” og þar fram eftir götum. Hér verður sú nátt- úra höfundar að segja heldur fleira en færra honum mest til ama. Manni finnst tilefni kvæð- anna risi ekki undir ofsanum. ( Það spaugilega við umrædda kirkjubyggingu er kannski það, að við munum liklega sætta okkur við hana, einmitt af þvi hve fá- ránleg hún er og þar með engum mannvirkjum lik, raritet i stöðl- uðum heimi eins og rjómatertur Stalins). En hressilegust er póli- • tisk mælskulist stakanna I kven- réttindakvæðinu Samfóra: Kúgum konuna! Glápum á hana, eltum hana, gripum hana, kreistum hana, lok- um vitum hennar uns henni liggur við köfnun, tætum af henni fötin svo hún standi berstripuð og varnarlaus, fleygjum henni um koll, leggjumst ofan á hana, klip- um hana og bitum, þjösnumst á henni þar til hún missir allan mátt, þar til hún blæs upp, látum hana kjaga áfram þunga og ó- lögulega, svo hún aö lokum hnig- ur niður og veinar af sársauka, og þegar hún loks hefur jafnað sig, leikum þá sama leikinn. Kúgum konuna! Og það eru lika aðrar tónteg- undir og yrkisefni i þessari bók. Eyvindur getur til að mynda rim- að mjög haglega, til að mynda i tveim kvæðum, tengdum bernskuslóðum — i öðru er hinn hefðbundni rimaði tregi ómeng- aður (Systir) i hinu blandinn sjálfhæðni (Það er ekki vist). t Stökum er lika vikið að ástum og annarri hlýju i mannheimum og sækir nú algeng feimni að höfundi eins og fleirum, nú vill hann held- ur segja færra en fleira, aðgát skal höfð. Kannski freistast hann þá til að prófa aftur öfgafullan talsmáta en i léttum dúr: Ég ætla að skrifa Elsku Astin Mln á ótal hundraðkaila og betrekkja með þeim stofuna Eða þá láta upp hlýja strauma með þvi að minnast ókunnugs vegfaranda á þennan hátt: Ég sá hann ekki nógu snemma þvi fékk hann ekki jafn stórt bros og hann átti skilið. X Þrjár bækur af mörgum. Eru þær góðar eða vondar? Þvi miður verðskulda fáar bækur svo af- Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.