Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. marz 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 19 FRÍMERKJAÞÁTTUR Minnismerki sjóorustu Viö skulum hverfa 61 ár aftur i timann, eöa til desember 1914. Þá var heimsstyrjöldin fyrri byrjuö fyrir nokkrum mánuö- um. Atomsprengjur og £ld- flaugar voru óþekkt fyrirbrigöi i þann tima, en eigi aö siöur voru til allstórar fallbyssur og bryn- varin herskip. Falklands-eyjar eru eyjaklasi á landgrunni Suöur-Ameriku, 500 km. austur frá Magallnes- sundi. barna suöur frá er núna hásumar, en svo sunnarlega eru þessar eyjar, að loftslag og veörátta er öllu óstööugri og kaldari en hjá okkur hér á Is- landi. Eyjar þessar, sem eru um 100 að tölu, eru flestar mjög strjálbýlar, eða óbyggöar, þvi að ibúafjöldi þeirra allra er aö- eins um 3 þúsund. Aðalatvinnu- vegur er landbúnaður og einnig hval- og selveiöar. Það var 8. desember áriö 1914. 1 höfuðborg eyjanna Port Stan- ley voru stödd nokkur ensk her- skip, sem voru að auka við kola- forða sinn. — Þá barst skyndi- lega sú frétt, að þýsk flotadeild væri að nálgast. Ensku skipin létu þegar úr höfn og rétt viö eyjarnar hófst darraðardans- inn, ein af mestu sjóorustum sögunnar, svo að segja fyrir, augum eyjarskeggja. Eins og kunnugt er, biðu þjóöverjar þarna hiö mesta afhroð, misstu 4 skip, Scharnhorst, Gneisenau, Nurnberg og Leipzig. Flotafor- inginn þýski Von Spee féll, ásamt 2200 sjóliðum. Aöeins eitt skip þjóðverja komst burt úr hildarleiknum, það var Dres- den. Bretar voru sem áður drottnarar hafsins. Óvenjulegt atvik kom fyrir meðan á sjóor- ustunni stóð. Allt i einu birtist stórt seglskip á fullri ferð, sem sigldi inn á orustusvæðið. Seinna kom i ljós að skipverjar höfðu ekki hugmynd um, að striðið var byrjað fyrir nokkr- um mánuðum. 1 tilefni af þessu 50 ára afmæli sjóorustunnar gaf póststjórn Falklandseyja út minningarfri- merki. Ekki hafa þau borist hingað, en hér er mynd af fri- merki, sem kom út 1933 og sýnir minnismerkið um orustuna. Þetta minnismerki stendur i Port Stanley og var reist 1927. SALON GAHLIN — Hugsa áður en maöur talar? Þá kæmist maður aldrei að með eitt orö. VÖLUNDAR- HÚSIÐ Hvern innganganna fjögurra þarf að nota tii að komast inn i miðju vöiundarhússins? Af hverju? Já, af hverju skyldi nú þessi mynd vera? jnifiio pjj .19 issaci iB§3[UI§I9 QI(j Qnpiaq QBAH !§U’ -unqjB§jos i bjöa ja Bjja<j: jbas (á hvolfi) Svar: Auðvitað fill, sem er að reyna að ná uppi glugga með rananum. Skúli Pálsson, Bræðratungu 25 i Kópavogi, sendi þessa. Takið þátt i grininu og sendið myndir i þessum stil. Nógu ein- faldar. Það skiptir ekki máli, hvort þið „kunnið” að teikna eða ekki. Skrifið utaná til Sunnudagsblaðs Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, R. apótek Reykjavik Kvöld- nætur- og helgidaga- varsla apótekanna vikuna 21. mars til 27. mars verður i Garðsapóteki og Lyfjabúðinni Iöunni. Kópavogur Kópavogsapótek er opiö virka daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á hádegi á laugardögum. Hafnarfjörður Aöótek Hafnarfjarðar er opið virka daga frá 9 til 18.30 laugar- dag 9 til 12.30 og sunnudaga og aöra helgidaga frá 11 til 12 f.h. slökkvilið Slökkvilið og sjúkrabilar t Reykjavik — simi 1 11 00 t Kópavogi — simi 1 11 00 t Hafnarfiröi — Slökkviliðið simi 5 11 00 — Sjúkrabill simi 5 11 00. lögregla Lögreglan I Rvik—simi 1 11 66 Lögreglan I Kópavogi — simi 4 12 00 Lögreglan IHafnarfirði—slmi 5 11 66 læknar Slysavarðstofa Borgarspital- ans: Slysavarðstofan er opin allan' sólarhringinn. Simi 8 12 00. — Eftir skiptiborðslokun 8 12 12 Kvöld- nætúr- og helgidaga- varsla: t Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig. Ef ekki næst i heim- ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til 17.00 mánud. til föstudags, simi 1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi- dagavarsla, simi 2 12 30. Tannlæknavakt: Tannlæknavakt er I Heilsu- verndarstöðinni frá 17—18 alla laugardaga og sunnudaga. — A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á Göngu- deild Landspitalans, simi 2 12 30. — Upplýsingar um lækna og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram I Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmisskirteini. Ónæmisaðgerðin er ókeypis. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur. Kynfræðsludeild Heilsuverndarstöövar Heykjavikur Deildin er opin tvisvar i viku fyrir konur og karla, mánudag kl. 17-18 og föstudaga kl. 10-11. fh. — Ráðleggingar varðandi getnaðarvarnir og kynlifs- vandamál. Þungunarpróf gerð á staðnum. sjúkrahús Heimsóknartimar: Landakotsspitali Kl. 18.30—19.30 alla daga nema sunnudaga kl. 15—16. A barna- deild er heimsóknartimi alla daga kl. 15—16. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15—16 virka daga kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspitalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30— 19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30—14.30 og kl. 18.30— 19. Endurhæfingardeiid Borgarspitalans: Deildirnar Grensási — virka daga kl. 18.30. Laugardagg og sunnudaga kl. 13—17. Deildin Heilsuverndarstöðinni — dag- lega kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild Kleppsspitala: Daglega kl. 15.30—17. Fæöingardeildin: Daglega 15—16 og kl. 19—19.30. Hvitabandiö: Kl. 19—19.30 mánud,— föstud. Laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Landspitaiinn: Kl. 15—16 og 19—19.30 alla daga á almennar deildir. Fæðingardeiid: 19.30— 20 alla daga. Barnadeild: Virka daga 15—16, laugardögum 15—17 og á sunnu- dögum kl. 10—11.30 og 15—17. Kleppsspitalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Fæðingarheimili Reykjavikurborgar: Daglega kl. 15.30—19.30. Heilsuverndarstööin: Kl. 15—16 og kl. 19—19.30 dag- lega. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15—17 á helg- um dögum. Sólvangur, Iiafnarfirði: Mánud. — laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. bridge Hér kemur svolitið próf. Og fljótur nú, þvi að þú ert kominn i timahrak, keppnisstjórinn stendur yfir þér og þér verður refsað ef þú ert lengur en eina minútu að spila spilið. Austur opnaði á einum spaða og þú dembir þér i fimm tigla, sem varö lokasögnin. Út kom spaða- fjarki. Austur lét kónginn, og þú tekur á ásinn. Fljótur nú. Hvernig viltu spila spilið? Tigulkóng, siðan tígulás og spaðasvining? Góö tilraun, en einn niður, þvl að Vestur á þrjá tigla og einspil I spaöa: A 4 ¥ 109872 ♦ 952 * AG74 4 KG9875 ¥ KDG ♦ 3 * D109 Nú, auðvitað. í öðrum slag spil- arðu bara lágspaða, að heiman. Austur er inni, spilar tigli, sem þú tekur heima. Siöan trompar þú spaða með tigulásnum, ferð heim á hjartaásinn, og brosir út i annaö munnvikið. brúðkaup * 63 V 6543 * Á4 * 86532 AD102 ¥ A ¥ KDG10876 * K Þann fjórtánda desember sl. voru gefin saman I hjónaband i Selfosskirkju af séra Sigurði Sigurðssyni Guðrún Sigriður Ingvarsdóttir og ómar Heiðar Halldórsson. Heimili þeirra er að Seljavegi 6, Selfossi. — Ljós- myndastofa Suðurlands, Sel- fossi. FINNIÐ ÞIÐ HANN? Skyldi ég geta lagt bilnum minum þarna undir? hugsar maðurinn sem er að skoða húsið. Sjáið þiö manninn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.