Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. brenndu þorpi vinnuafl fyrir herraþjóðina, átti að svipta þær menntun og helst fækka þeim að nokkru. Slik „grisjun” var sérstaklega reynd i Hvitarússlandi. Það er augljóst af frásögnum um þorpin 600, sem brennt var og ibúum útrýmt, að eitthvað annað og meira var á seyði en að ,,refsa” fyrir skæru- hernað eins og gert var i öllum hernumdum löndum með gisla- töku og fjöldaaftökum. Það var beinlinis stefnt að útrýmingu fólks i stórum stil. Hér fara á eftir nokkur sýnis- horn af frásögnum þessarar skeifilegu samantektar, sem birt var i timaritinu Oktjabr, no. 9 og 10 i fyrra. Konan sem myrt var tvisvar Fyrst fer frásögn konu sem Fekla heitir Krútlova frá þorpinu Oktjabrski. Dag þann sem hún segir frá var hún „drepin tvisv- ar”, og komst samt lifs af, ein af þúsund manns. Hún er nú 65 ára að aldri. „Ég átti þá heima þarna á móti verksmiðjunni. Ég hljóp þangað og undir reykháfinn. Ég skreið þar inn og þar sitja þá i strompin- um fjórir af okkar körlum. Einn var meira að segja skæruliði, hin- ir ekki. Maðurinn minn var i hernum en börn átti ég ekki, ég var ein. Þarna sit ég um stund og þá kemur þar að nágranni minn. Hann hét Grib. Hann kemur sem- sé og segir: — Þið skulið skriða út, þjóð- verjar dreifa miðum og ætla að láta ökkur fá te og brauð. Komið þið, það er allt i lagi með þá, það er sagt að þeir gefi mönnum að reykja. Þessir menn tóku sig til og skriðu út. Þeir voru siðan teknir og farið með þá i klúbbinn. Ég sat lengi lengi i reykháfin- um og hugsaði: ætti ég ekki held- ur að koma mér heim i skúrinn minn. En við áttum skúra sem stóðu i röð við verksmiðjuna. Þegar ég var rétt komin að skúrnum sá ég að þjóðverjar voru þar fyrir með kúahóp sem þeir höfðu rekið saman. Ég hugsa þá með mér: best að ég standi hjá þessum kúm. En þar voru fjórir menn og litu eftir kúnum. Ég hugsa þá með mér: best ég reki kýrnar svo þeir sjái ekki að ég er konan i húsinu. Þvi þeir spurðu marga og mig lika: — Sáuð þér ekki húsfreyjuna úr þessu húsi? Ég sagði: — Hún er farin sú, hún er ekki hér. En þarna var ég sjálf komin. Þvi ég var hrædd i strompinum, hélt að þjóðverjar mundu kasta sprengju þangað, sprengja verk- smiðjuna og þá hefði ég farist þar. Betra að deyja þar sem frjálsara er um mann en i þvi járnarusli. Ég gekk inn i skúrinn minn og þar var þá þjóðverji fyrir, en ég ætlaði að fela mig þar. Ég leysti þá kúna mina, rak hana út og stóð við hópinn og vonaði hann þekkti mig ekki ef ég færi.að reka kýrn- ar. En þjóðverjarnir komu og tóku mig og ráku mig á undan sér. Ég velti þvi fyrir mér, hvert þeir væru að fara með mig. Við komum að klúbbhúsinu og var ég rekin þangað inn. 1 klúbbhúsinu sitjum við svo lengi lengi, um tvö hundruð manns. Þá segi ég: — Kerlingar, þýskararnir drepa okkur hérna. — Ó, nei. Þarna var Grib lokaður inni lika, sá sem hafði kallað á okkur út úr strompinum. Og þá segi ég: — Hann Grib kom og kallaði á son sinn og okkur öll þaðan. Þá segir hann: — Vertu ekki hrædd. Þeir eru að leita að fjölskyldum skæruliða. Það verður fundur. Nú, við biðum svo eftir þessum fundi. Klukkan er fimm og enginn fundur. En þjóðverjarnir liggja allir upp á járnbrautaruppfyll- ingunni. Og miða vélbyssunum á klúbbhúsið. Við horfum á þá út um gluggana og þeir liggja þarna. Með hauskúpumerki... Hérna var eitthvað hvitt saumað á búninginn. Svo voru þeir með einskonar flöskur við beltið, gul- ar, á við brennivinspela. Þessum flöskum hentu þeir i klúbbhúsið og það kviknaði i. Enginn fundur. Það var kveikt i okkur utan frá. Þeir sprautuðu á klúbbinn og hann logaði allur. Einn af okkur, sem var bókhaldari á skrifstof- unni, braut upp gluggann og stökk út með syni sinum. Og svo ein- hver kona. Alls stukku þarna út fimm manneskjur. Um leið og þau stukku út sendu þjóðverjarn- ir við járnbrautina skothrið yfir þau. Þau hlupu hvert á eftir öðru eins og gæsir og öll féllu þau. En ég var fyrir aftan, datt hálfvegis út um gluggann. Þarna var skurður og runnar. Undir glugg- anum var vatn og snjór undir. Ég lá i þessum skurði. Ef að eldurinn hefði staðið á mig þá hefði ég brunnið þarna i skurðinum. En vindurinn var af hinni áttinni og stóð á geymslurnar. Þær brunnu lika. Þarna lá ég, en fólkið æpti og veinaði og ýlfraði. Þau voru að deyja. öllum röddum, það var alveg óbærilegt. ...Þarna lá ég lengi og hugsa. Best ég fari til Rúdno, þar á ég kunningja, kannski felur mig ein- hver. Kannski eru einhverjir eftir á lífi þar. Ég stóð á fætur. Ekki einu sinni kött að sjá eða spörfugl, grafar- kyrrð um allt... Gat það verið að ég væri éin eftir i heiminum? Ég hugsa sem svo: betur að þjóð- verjar skjóti mig, eða ... Annars verð ég að lifa ein i heiminum. Jæja ég hugsa mér að ég skuli fara til Rúdnó. Enga þjóðverja var að sjá, þeir höfðu brennt Oktjabrsk og voru farnir. Ég var öll blaut. Skuplan min hafði orðið eftir klúbbhúsinu og skóhlifar af flókastigvélunum og þau höfðu blotnað upp i vatninu... Af mér leggur gufu eins og reyk. Ég hélt það hefði kannski kviknað i mér, fallið á mig brandur úr klúbbnum. En það var ekki. Þangað kom ég berhöfðuð. Ég gekk að skúr einum við hús i út- jaðri þorpsins. Þar stend ég og heyri óp.... Þvilik óp, drottinn minn, þvilik óp. Þeir höfðu þá ráðist inn i þorpið hinum megin frá og voru að reka fólkið á undan sér, konurnar allar. Og flugvélar fóru að skjóta á landið. Ég stend við þessa hlöðu og hugsa sem svo að ég skuli gá hvað er að gerast. Þjóðverji kom auga á mig um leið og ég gægðist fyrir hornið. Aha, hann hljóp til min og fór að berja mig með byssu- skeftinu. Það blæddi úr kinn og vörunum og tennurnar i mér skekktust allar. Munnurinn var fullur af blóði. Ég þurfti að ná blóðinu út úr mér með fingrunum til að anda. Ég var rekin inn i skrifstofuhús samyrkjubúsins. Fólkið, sem þar var, sagði eins og hafði verið sagt hjá okkur, að þjóðverjarnir mundu velja úr og skjóta þá sem eru skæruliðar en sleppa hinum. Þá segi ég: — Góðurnar minar, það er búið að hafa svoleiðis fund hjá okkur, það er enginn á lifi, allir brunnir inni. Svo að það fer eins fyrir okk- ur öllum, verið alveg róleg... Nú, þarna var okkur haldið lengi lengi. Þeir byrjuðu á karl- mönnunum, þeim sem voru i öðru herbergi. Þjóðverjarnir spurðu einn pólitsæja (svo voru kallaðir innfæddu kvislingar sem gegndu lögregluþjónustu hjá þjóðverj- um): — Hvar er þessi maður sem kann þýsku? Þier kölluðu hann upp með nafni. Hann gaf sig fram og sagði eitthvað á þýsku. Þeir tóku undir axlir hans, fóru með hann burt og drápu hann. Annan fundu þeir sem hafði verið, held ég, i Þýska- landi i fyrra striðinu. Búmm, þeir sendu kúlu i hausinn á honum. Þá réðust karlmennirnir á dyrnar. Ef að þeir hefðu gert það i tima þá hefðu þeir getað hrifsað til sin rifflana. Ef þeir hefðu bara vitað... Þeir brutu upp dyrnar, fimm menn gátu skotist út og sluppu. Þeir flugu eftir akrinum. Nú, þeir drápu hina karlmenn- ina og við heyrðum að þeir skip- uðu eklunum fyrir: — Takið af þeim treyjur, ný flókastigvél og gamósiur og húf- urnar. Þeir tóku af þeim drepnu húfur og treyjur, settu þetta á þrjá vagna. Svo var komið að okkur. Þeir komu með stóran kartöflu- kassa og settu á hann vélbyssu. öðru hvoru kom þjóðverji inn og sótti þrjár, fjórar, fimm mann- eskjur i einu, eins og hann gat ýtt út á undan sér. Þvi hver vill ganga undir byssukjafta? Nú, móðir tekur með sér sín börn, heldur utan um þau og fellur. Fjölskyldurnar faðmast og fallat Og þeir skjóta og skjóta úr vél- byssunni. Eg stóð fyrir aftan og lét ekki á mér kræla. Hinar horfa i glugg- ann og sjá allt. — Þarna brennur dóttir min og barnabörnin. Og það fór engin að gráta, hugsa sér. Þarna voru þeir að skjóta, en hinum megin var slökkvistöð þorpsins. Þar sátu ennþá karl- menn. Konurnar voru lokaðar inni sér til að skjóta þær og karl- arnir sér. Stærri börnin höfðu þeir lokað inni með körlunum en þau minnivoruhjá okkur. Þarna voru konur lika frá Bobrújsk sem höfðu flúið hingað til að bjarga sér. Við vorum aðeins sjö eftir, öil- um öðrum hafði verið hent út fyrir. A gólfinu voru stórar rifur. Ég tróð höndunum i eina rifuna og náði upp einni fjöl. — Komið þið hingað, segi ég. Sjálf var ég komin niður i gryfju undir húsinu. Og allar hin- ar á eftir mér. Þjóðverji kom að sækja okkur sem eftir vorum, en við höfðum falið okkur, i þessari gryfju. Þarna voru börn lika og hvað þau æptu, drottinn minn. Þjóðverjinn opnaði gryfjuna og öskraði: — Upp með ykkur. Við hreyfðum okkur ekki. Hver vill ganga undir byssukjafta? Hann fór þá að berja okkur i höf- uðið með byssunni. Þá fóru þær að skriða upp. Þær konur sem ekki gátu gengið út fyrir, voru skotnar beint uppi yfir okkur. En ég og önnur kona frá Rúdno, hún er enn á lifi, jáá, hún var með telpu, litla ennþá, á öðru ári, við skriðum lengra, undir gólfbita. Ég var öll i blóði og sandi, ég stakk andlitinu i sandinn til að hósta ekki.... Þarna liggjum við, gryfjan var opin og þeir ráku nið- ur hausana til að gá hvort að ein- hver væri eftir. Þeir sáu ekki til, það var dimmt orðið. Það var tunglskin, ég man það vel. Þeir skimuðu um og sögðu svo við ekl- ana. — Takið hálm og kveikið i. Eklarnir þorðu ekki annað, náðu i hálm og settu á gólfið bæði i þessu herbergi og hinu. Þá var kallað: — Berjið inn glugganaí Þeir gerðu það og lögðu þá og borðin og hurðirnar ofan á hálm- inn. — Kveikið i! Það var gert. — Snúið vöndla og hendið ofan i gryfjuna! Þeir héldu þar væri fólk enn og vildu kæfa það. En það slokknaði i hálminum og reykurinn náði ekki til okkar. Þarna lágum við undir gólfinu alla nóttina, og þeir skutu eld- flaugum svo það var bjart hjá okkur stundum svo að saumnál hefði sést. Hvað áttum við að gera, verslingarnir. Herra minn sæll og trúr! Þeir höfðu kveikt i og við heyrðum þegar strekha (mæniásinn) féll. En það var i slökkvistöðinni en ekki hjá okkur, eldurinn i okkar húsi slokknaði... Framhaid næsta sunnudag. FYRSTI HLUTI /»Ég er f'rá brenndu þorpi" heitir samantekt þriggja sovéskra rithöf- unda, Adamovitsj, Bril og Kolesnik, sem byggir á samtölum við um þrjú hundruð manns, sem á sín- um tíma komust lífs af þegar um 600 þorp í Hvíta- rússlandi voru brennd af sveitum Hitlers. Eins og menn vita ætluðu nasistar að útrýma gyðingum og gengu hart fram i þvi. Þeir höfðu einnig uppi áætlanir um afdrif slavneskra þjóða. Þær voru metnar af fræðimönnum Himml- ers og ákveðið lauslega hve mikið væri i þeim af ,,góðu” blóði (mest i tékkum), átti að gera það fólk að þjóðverjum. Að öðru leyti áttu slavneskar þjóðir að vera ódýrt Konan sem var myrt tvisvar Hvltarússland 1941 — úr albúmi þýsks liðsforingja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.