Þjóðviljinn - 23.03.1975, Page 13

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Page 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. Sunnudagur 23. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 <1 Una Einarsdóttir. — Við höfum enn ekki reynslu af þvi hér að hafa mikla vinnu til margra ára. Það gæti orðið geysi- legt álag og ég held að fólk mundi þá ekki endast til að vinna svona samfleytt, það færi þá að taka sér almennilegt sumarfri. En hingað til hefur það vart tiðkast að fólk tæki raunverulegt fri, það hefur látið götin inná milli vinnunnar duga sem fri. Stundum hefur verið rætt að reyna að skapa fjölbreyttari at- vinnumöguleika og þá ekki sist með eldra fólkið i huga, sem á erfitt með þessar miklu stöður i frystihúsinu auk þess sem björtu ljósin á borðunum fara ill með sjónina og eldra fólk þolir þau Fastráðning gæti flýtt fyrir kaupum á öðru skipi Yfirskrift þessa viðtals kann að vekja furðu einhverra, en sú sem þessu heldur fram er Una Einars- dóttir, fyrsta konan í hreppsnefnd og fulltrúi verklýðsfélagsins þar (þvi hér bauð verkaiýðsfélagið fram móti svokölluðum óháðum og Sjálfstæðisflokknum). Og Una rökstyður þessa skoðun sina á samhengi fastráðningar og tog- arakaupa með þvi, að ef verka- fólkið i fiskinum réði sig fast og ætti þá rétt á nokkurra daga kaupi þegar vinna félli niður, mundi það ýta á eftir skipulagn- ingu jafnari vinnu, sem aftur kallar á, að hraðað yrði meira þvi brýna verkefni að fá annað skip til veiðanna. — Þvi það getur aldrei orðið samfelld vinna i fiskinum ef að- eins eitt skip landar á staðnum, segir Una. Þá koma alltaf eyður i vinnuna i frystihúsinu. Hinsvegar nær vinnan saman i saltfiskinum ef sæmilega vel afast og miðað er við hæfilega stóran vinnuflokk og góða skipulagningu á vinnunni. Þetta eina skip sem leggur upp fisk til vinnslu á Vopnafirði á vet- urna er Brettingur og eftir hvert skipti sem togarinn kemur inn er rúmlega viku full vinna i frysti húsinu en hann kemur kannski ekki nema á 10-14 daga fresti eft- ir þvi hvernig aflast. Á milli er ekkert fyrir fólkið að gera og það er kauplaust, þvi yfirleitt er eng- inn fastráðinn og fær þá ekki heldur þriggja daga dagkaupið sem fastráðningin tryggir. Nú er þar að auki komið i lög, að fyrir þessa fyrstu þrjá daga er ekki greiddur atvinnuleysisstyrkur, þeir dragast frá styrktimabilinu. 1 vetur voru vopnfirðingar sér- staklega óheppnir, þvi þetta eina skip, sem allt stendur og fellur með, bilaði og enginn fiskur barst á land frá 18. desember til febrú- arloka. Afleiðingin: Um og yfir 50 atvinnulausir, meirihlutinn kon- ur. — Ef loðnan hefði ekki komið til hefði talan orðið 70-80 og yngra fólkið hefði farið burt, telur Una. M.a. þessvegna mótmæltum við hér loðnuskipinu, en lika vegna þess að búið yar að undirbúa loðnuverksmiðjuna allt sl. ár og stofna i þvi sambandi til miljóna- kostnaðar. Við óttuðumst að fá ekkert. Það hefur oft komið lang- varandi norðaustan bræla á ver- tiðinni og þá kemur litið sem ekk- ert hingað svo við vitum hvað það þýðir. Að þessu sinni hefur allt gengið geysilega vel og verk- smiðjan haft fyllstu afköst. — Hversvegna notfærir verka- fólk sér ekki fastráðningará- kvæðið? Hefur það ekki rætt mál- ið, hefur verklýðsfélagið ekki rekið áróður fyrir þvi? — Það er að visu kynnt, en ekki i raun og veru lagt að fólki né skýrt, að þetta væri verulegur hagnaður fyrir það. Margir segja lika sem svo: Þá getum við ekki farið frá þegar við viljum. Það eru ekkert siður karlar en konur sem svona tala og það menn sem láta sig aldrei vanta i vinnu með- an nokkur vinna býðst. Nú, sama er svo sem að segja um konurnar, þær eru yfirleitt ekki að taka sér fri og koma alltaf til vinnu nema það séu veikindaforföll. Una segist ekki vita af neinni konu sem sé fastráðin i fiskvinn- unni. Sjálf er hún það ekki heldur, en er ákveðin eftir reynsluna i vei ur að fastráða sig hið fyrsta. En sinnuleysi um þetta atriði segir hún kannski lika mega rekja tii þess hve mikil vinna hefur verið undanfarin ár, t.d. i fyrra var alltaf 10 tima vinna og oft nætur vinna og jafnvel kom fyrir, að unnið væri um helgar. Þessi mikla vinna er sérstaklega á sumrin þegar bátarnir róa lika Þegar svona er, samfara ákveðn- um þrýstingi á fólk að leggja fram vinnu til að bjarga aflanum er kannski ekki von, að það sé endilega að hugsa um að ráða sig fast. — En ofbýður þessi stöðuga yf- irvinna ekki fólki? — Þetta er orðið að vana hjá sumum. Margir hinna eldri kæra sig þó ekki um yfirvinnuna en það er öðruvisi með þá sem eru ungir og hraustir eða þá sem hafa stór heimili. Þeim veitir ekki af, vegna þess að daglaunin eru i raun og veru svo lág, að það er ill- mögulegt að lifa af þeim einum. Hjá konunum vill vinnudagur- inn verða óskaplega langur, þvi margt er eftir að gera heima fyr- ir, þegar þær koma úr frystihús- inu. Og þótt þær séu ekki á vinnu- staðnum yfir helgina notast hún siður en svo til hvildar, segir Una, þvi þá fara þær að þvo þvott og baka og þrifa húsin. varla. En þessar umræður hafa strandað á, að i rauninni er fólkiö 1 þorpinu ekki fleira en rétt til að halda fiskinum gangandi og hefur ekki þótt timabært að koma upp annarri atvinnu og eiga á hættu að vanta vinnuafl I fiskinn. Svona geta málin orðið flókin i smábæ. Una segir, að eldri konurnar taki gjarna til bragðs að vinna svokallaðar skiptivaktir, 4 tima fyrir hádegi annan daginn og 6 tima siðdegis hinn ef unnið er til kl. 7. Sama er um konur með ung börn, þær skiptast þá gjarna á um að passa hver fyrir aðra. Ekkert dagheimili fyrir börn er i bænum, en leikvöllur með gæslu er rekinn 2 til 2 1/2 mánuð á sumrin þegar mest er að gera i fiskinum. Það var kvenfélagið á staðnum sem kom upp leikvellinum og tók það ein 8 ár. — Þvi við vorum fjárvana og fengum yfirleitt ekki áheyrn hjá neinum, hvorki hreppnum né öðr- um. Þetta þótti óttaleg vitleysa, — leikvöllur væri alger óþarfi, það væri nóg pláss handa börnun- um að leika sér á! En viðhorfið breyttist og bæði hreppurinn og Fiskvinnslan hafa lagt til styrk til að reka leikvöll- inn. Hinsvegar er aðstaðan ekki nógu góð og vantar bæði leiktæki fyrir börnin og skýli á völlinn, en við höfum aðgang að barnaskól- anum hinum megin götunnar og leikvöllurinn er aðeins takmörk- uð lausn. Hann tekur ekki við börnunum strax kl. 8 þegar vinna hefst og eins hefur það valdið á- rekstrum við verkstjóra þegar einstæðar mæður hafa þurft að fara að sækja börnin kl. 6 til að koma þeim annað þar til vinnu- tima væri lokið. Þar sem ekki er dagheimili er það mjög erfitt fyr- ir mæður ungra barna að taka þátt i vinnunni þó þær hafi fulla þörf fyrir það og vilji það. Una segir, að svo tiltölulega stutt sé siðan vinna fór að vera fyrir hendi i þorpinu bæði sumar og vetur, að fólk hafi varla aðlag- ast þvi enn. Áður var enga vinnu að hafa nema yfir sumarið meðan trillurnar reru. Á veturna fóru karlmennirnir burt á vertið og stúlkurnar fóru kannski i vist eða annað starf fyrir sunnan. — Þetta er allt i mótun hjá okkur ennþá, sagði hún að lokum. —vh Horft af vegarbrúninni út á Tangann, eins og Vopnfirðingar kalla þorpið. Það var 8 stiga hiti og vorblíða í lofti þegar blaðamaður Þjóðviljans brá sér til Vopnafjarðar um síðustu mánaðamót. Eftir snjóþungan vetur var farið að leysa, hestar og ær hnusuðu í túnunum, þykk- ur reykurinn frá loðnu- bræðslunni steig beint upp í loftið og í þorpinu var von á togaralöndun — þeirri fyrstu síðan um miðjan desember — og þarmeð at- vinnu fyrir þá tugi kvenna sem verið höfðu atvinnu- lausar frá sama tíma. Hér á opnunni birtast viðtöl við nokkra Vopn- firðinga, sem rabbað var við í ferðinni, en í síðari hluta segir frá flakki um héraðið. Gert klárt I saltfiskverkuninni til að taka á móti aflanum. Atvinnuleysi ér aö Ijúka Engin vinna var i frystihúsinu á Vopnafirði frá þvi fyrir jól til loka febrúar og þvi margir komnir á atvinnuleysisskrá þegar loks var von á Brettingi, skut- togara staðarins til að landa um mánaðamótin. Það lá þvi vel á þeim sem voru að vinna i salt- verkunarstöðinni og undirbúa móttöku aflans, þótt verkafólkið þar hefði reyndar ekki orðið eins fyrir barðinu á atvinnuleysinu og frystihúsfólkið. Sama fyrirtæki, Fiskvinnslan hf., rekur bæði hús- in. — Mestöll vinna á staðnum byggist upp á Brettingi, sagði Friðrik Höjgaard verkstjóri, og þegar hann bilaði á versta tima varð litið um vinnu. Aflanum er skipt milli frystihúss og saltfisk- verkunar og vinna féil niður i frystihúsinu, en saltfiskfólkið var aðklára fram yfir miðjan janúar. — En það vinna mun fleiri i frystihúsinu, einkum konur, enda var mikill meirihluti skráðra at- vi'nnulausra konur. Fyrir utan Bretting róa sex bátar frá Vopnafirði, en ekki yfir háveturinn og stendur þvi allt og fellur með þessum eina skut- togara og eru flestir á þvi að til að tryggja atvinnu og jafna henni þurfi að fá annan togara á staðinn. —vh Friðrik verkstjóri Meira í samræmi viö nútíma hugsunarhátt Refstaður er eina búið i Vopna- firði þar sem rekinn er félagsbú- skapur. Það eru þeir bræðurnir Gunnar og Þórður Pálssynir sem reka og eiga búið saman og allt sem þvi tilheyrir, vélar, gripir og hús, er sameign, enda telja þeir eðlilegast, að búskapurinn allur sé i eigu þeirra sem við hann vinna i stað þess að keyptur sé vinnukraftur af einum eiganda. — Félagsbúsfyrirkomulagið er meira i samræmi við nútima hugsunarhátt en einyrkjabúskap- urinn, sagði Þórður i viðtali við Þjóðviljann. Þegar þau hjónin Agústa Þorkelsdóttir og Þórður Pálsson á Refstað voru spurð um kosti og galla félagsbúskapar gátu þau helst enga galla fundið, en kostina töldu þau augljósa: — í fyrsta lagi er hægt að reka stærri einingu en þegar bóndi býr einn, sagði Þórður. Stærri eining gefur ýmsa kosti, bæði varðandi tekjur og haganlegri rekstur. Vélar verða t.d. miklu minni þátt- ur útgjaldanna, þvi það dugar svo til sami vélakostur á sameig- inlegu búi og hvor um sig þyrfti ef skipt væri i tvennt. Þá nýtist lika vinnuaflið mun betur þegar tveir geta unnið saman og i þriðja lagi verða mestu annatimarnir i bú- skap þriðjungi léttari þegar tveir eru við verkin en ef þeir ynnu við helmingi minna hvor i sinu lagi. Þetta gildir td. um sauðburðinn og þegar verið er að reka fé eða þegar mikið af kúm ber um sama leyti. Agústa bendir á, að hæfileikar manna til vinnu séu mismunandi, þannig sé einn betur fallinn til á- kveðins verks en annar og svo öfugt varðandi önnur verk. Einn bóndi þarf helst að geta og gera allt, segir hún. Fæstir eru þó Myndir og texti: vh þannig að þeir séu jafnhæfir til alls, en þegar tveir eða fleiri starfa saman geta þeir skipt þessu á milli sin og þurfa litið sem ekkert að kaupa af vinnukrafti. Hún bendir lika á fleiri atriði: Þegar tveir búa saman er þeim mögulegt að leggjast i rúmið ef þeir verða veikir, en það er lúxus sem margur bóndinn getui helst ekki látið eftir sér! Ennfremur gefur þetta bændum tækifæri til að fara i sumarfri. Þegar minna er um að vera i búskapnum getur annar aðilinn annað þvi sem gera þarf og hinn farið i fri. A Refstað eru heimilin tvö i sama ibúðarhúsi, sem er mjög stórt. Niðri búa þau Þórður og Agústa ásamt börnum slnum þremur og uppi býr Gunnar bóndi ásamt foreldrum þeirra bræðra, Páli Methúsalemssyni og Sigriði Þórðardóttur, sem sjálf eru hætt búskap en hafa heimili með syn- inum, sem er ógiftur. — Væri sameiginlegt mötu- neyti hugsanlegt, td. ef hinn aðil- inn væri með konu og börn lika? — Vissulega væri það hugsan- legt, segir Ágústa, en þar komum við inná að þvi er virðist við- kvæmara svið en sjálfan búrekst- urinn. Það er oft reyndin þar sem skyldleiki eða náin tengsl eru milli fólks, að þá hætti tilfinn- ingalifinu til að fara allt i rugl ef fólkið þarf að búa saman á heimili. Mér hefur sjaldan sýnst ganga vel þar sem tvær hús- mæður hafa átt að halda eitt heimili saman. Og þar sem gefist hefur verið upp við félagsbúskap hefur það yfirleitt verið vegna þess að kvenfólkið hefur ekki get- að sætt sig við sambýlið eða allt hefur farið i loft upp úlaf börnum eða sliku. — Ertu ekki þarna að segja eitthvað ljótt um félagsþroska kvenna? — Ekki endilega. Fremur að heimili séu viðkvæmari fyrir sameign en annað. Áður en ég fór að búa taldi ég mig td. óskaplega mikla samvinnumanneskju, en þegar kom að þvi að stofna eigið heimili vildi ég hafa eins og smá- girðingu utanum mitt. — Þarf bú að vera af einhverri, lágmarksstærð til að þar sé hægt að reka félagsbú? — Helst þarf það að vera alltað helmingi stærra en bú sem einn maður eða ein fjölskylda lifir á, telur Þórður. Þó er hægt að komast af með minna og tveir menn gætu hugsanlega byrjað fé- lagsbú þótt það gæfi ekki fullar tekjur handa tveimur. Annar afl- aði þá búinu tekna með vinnu annarsstaðar hluta úr árinu með- an verið væri að koma búinu upp og stækka það. Allar tekjur sem þannig kæmu færu beint inn i fé- lagsbúið. A Refstað er afrakstrinum skipt þannig, að þeir Þórður og Gunnar reikna sér 40 þús. króna mánaðarlaun hvor fyrir utan hús- Framhald á bls. 18. Eldri hjónin á Refstað: Sigrfður Þórðardóttir og Páll Methúsalemsson. Yngri kynslóðin við bæjardyrnar. Þórður og Agústa ásamt sonunum Þorsteini, Páli og Skúla. A mynd ina vantar hinn bóndann, Gunnar Pálsson, bróður Þórðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.