Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. SVAVAR GESTSSON: í þágu þjóðar eða gróða Lyfjaverslun rlkisins býr viö óforsvaranlegan húsakost á sama tima og einkaabilar sem flytja inn lyf velta sér f gróba. forsjá efldrar miöstjórnar lyfja- framleiðslunnar hér á landi. bó að Lyfjaverslun rikisins framleiöi nú yfir 50% innlendra lyfja átti rikið ekki að verða meirihluta- aöili i innlendu framleiðslufyrir- tæki. Rikið skyldi eiga 20% fyrir- tækisins — einkaaðilarnir 80%! Var þetta raunar i samræmi við afstöðu Apótekarafélagsins. Það þurfti Alþýðu- bandalagið Ekkert aðhafðist viðreisnar- stjórnin i lyfsölumálunum annað en að láta semja umrædda skýrslu. Sat þó viðreisnarstjórnin i 12 ár og i henni var Alþýðuflokk- urinn, þvi miður. Það þurfti stjórnaraðild Alþýðubandalags- ins, frá miðju sumri 1971, til þess að þessi mál væru tekin fyrir af alvöru. Magnús Kjartansson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, Aætlað er að á þessu ári 1975 verði flutt hingað til lands sérlyf fyrir um 600 milj. kr. cif.-verð. 15% toilur er á lyfjum þannig að kostnaðurinn með tolli á þessu ári fyrir heildsöluálagningu verður um 640 milj. kr. Heildsölu- álagningin er 14%; þannig fer upphæðin yfir 672 milj. kr. 20% af þessum lyfjum fara beint til sjúkrahúsanna en 80% eru seld i smásöluverslunum með 59% smásöluálagningu. 1 smásöluá- lagningu fara þvi um 258 milj. kr. Kostnaður verður þá kominn i 696 milj. kr. á þessum innfluttu sér- lyfjum sem I innflutningi kostuðu 450 milj. kr. Ofan á þessa summu apótekanna, 696 milj. kr. bætast siðan 20% i söluskatt. Þar með er upphæðin komin i 835,2 milj. kr. frá apótekunum. En ekki er þetta allt sem greitt er fyrir lyf á Is- landi og lætur liklega nærri að i ár verði greidd fyrir lyf og hjúkrun- argögn 1,5 miljarðar króna á Lyfjaverslun fyrir einn og hálfan miljarð í ár bau svið eru sem betur fer til i islenska þjóðfélaginu sem gróða- öflunum hefur aldrei verið hleypt inn á. Þar er til dæmis um að ræða heilbrigðisþjónustuna og sima- og póstþjónustuna. bó hef- ur einkabraskið um langt árabil haft undir forsjón sinni einn þátt heilbrigðisþjónustunnar þar sem er lyfjainnflutningur, lyfsala i apótekum og lyfjaframleiðsla. Er þó allur þorri almennings á einu máli um að óeðlilegt sé að einka- aöilar hafi slika þjónustu á sinum snærum: eðlilegast sé að ábyrgð- in af þessum málaflokki hvili á herðum rikisins, almannavalds- ins. Nær þessi skilningur inn i alla flokka i landinu og á visast meiri- hlutafylgi að fagna i þeim öllum. Samt sem áður hefur ekkert gerst að marki i þá átt að tryggja bætta félagslega forsjá með þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar. Treysta á skilning lyfsala 23. febrúar 1967 stofnaði þáver- andi heilbrigðisráðherra nefnd „til þess að rannsaka og gera til- lögur um skipulag og fjölda lyfja- búða og hagræðingu i rekstri þeirra.” 1 nefndina voru skipaðir þeir Árni Vilhjálmsson prófessor, Guðmundur Einarsson, verk- fræðingur (skipaður i samráði við Apótekarafélag tslands), Guð- mundur Steinsson, lyfjafræðingur (i samráði við Lyfjafræðingafé- lag Islands), Oddur C. Thoraren- sen, lyfsali á Akureyri og Jón Thors, deildarstjóri i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nefnd þessi komst að mörgum athyglisverðum niðurstöðum. Gaf hún út skýrslu dagsetta 26. júli 1968. I henni gefur að lita nið- urstöður nefndarinnar og kemur ma. fram að það eru hagsmunir lyfsalanna sem þar hafa verið meginleiðarljósið, og er sjaldan minnst á sjúklingana, viðskipta- vini lyfsalanna, nema til þess að undirstrika að hægt sé að græða á þeim: „Frumforsenda þess, að nýr iyfsali geti yfirleitt vænzt nokkurra viðskipta, er, að læknir taki á móti sjúklingum i næsta nágrenni lyfsölunnar.” (Bls. 5). 1 nefndarálitinu segir að sú hafi orðið „meginniðurstaða nefndar- innar að treysta bæri á skilning lyfsala á þvi, að hagsmunum þeirra væri best borgið með ár- vekni og stöðugri viðleitni til hag- ræðingar.” ,,.... vist, að . bein afskipti hefði lamandi áhrif á frumkvæði og framtak lyfsala.” Þessi makalausa meginniður- staða nefndarinnar hefur augljós- lega verið þáverandi heilbrigðis- ráðherra mjög að skapi þvi hann aðhafðist ekkert frekar i lyfsölu- máium og sat þó sama stjórnin allt til ársins 1971. Sjálfsagt hefur heilbrigðisráðherrann einnig ver- iðsammála þvi áliti nefndarinnar og hagur lyfsalans ætti að sitja i fyrirrúmi og skyldi tekinn fram yfir hag sjúklingsins ef þetta tvennt rækist á: „Aðalatriði er þó, að hver einstakur lyfsali hlyti (!) nær fullan ávöxt viðleitni sinnar til að auka rekstrarhag- kvæmnina.” (Bls. 2). Þrátt fyrir traust sitt á skilningi lyfsalanna og fróðlegan skilning sinn á stöðu sjúklingsins i kerfinu kemst þessi nefnd að þeirri niður- stöðu að eðlilegt sé að hafa heild- arstjórn á lyf jaframleiðslu: „Nefndin álitur, að mjög sterk rök mæli með aukinni miðskipun á þessu sviði”. (Bls. 3). Verður vikið að þvi siðar. Traust nefndarinnar á skilningi lyfsalanna byggðist þó ekki á góðri reynslu hennar af starfsemi þeirra. Eins og kunnugt er, er starfandi lyfjaverðlagsnefnd. Hún á að fá skýrslur um rekstur apótekanna, en lyfsalarnir eru af- ar tregir til þess að skila þessum skýrslum ( — og enginn getur fullyrt að þær séu alltaf skilgetin afkvæmi sannleikans). Nefndin viðurkenndi þetta (og þó á sæti i henni sérstakur fulltrúi lyfsala): „Nefndinni er kunnugt um, að mikil brögð hafa verið að vanskii- um á rekstrarskýrslum til Lyfja- verðlagsnefndar. Vanskilin hljóta að hafa komið i veg fyrir, að Lyfjaverðlagsnefnd hafi getað hagað störfum sinum i samræmi við ákvæði laganna. begar við bætist, að engar fastar reglur hafa gilt um það hvenær Lyfja- verðlagsnefnd skyldi endurskoöa verðlag, má vera ljóst, að með- ferö lyfjaverðlagsmála hefur ver- ið óviðunandi, — fyrst og fremst fyrir lyfsala.” (Bls. 11) Fyrst og fremst fyrir lyfsala — en sjúk- linga? Þeirrar spurningar er að visu aldrei spurt i þessari skýrslu, hver áhrifin verði á hag sjúklingsins og lyfjakaup hans. Um leið og lýst er þannig sér- stakri ánægju með skilning lyf- salanna og trausti á hann þrátt fyrir þá mótsögn sem siðan kem- ur fram með yfirlýsingunni um vanskil rekstrarskýrslna, krafð- ist nefndin þess að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að bæta að- stöðu lyfsalanna þannig aö þeir gætu orðið sér úti um hagkvæm- ara húsnæði. Var þess krafist að stofnaður yrði sérstakur lána- sjóður vegna húsnæðis handa lyfjasölum. Skyldi sjóður þessi lána 80% af hæfilegu kaup- eða kostnaðarverði. Af lánunum áttu engir vextir að reikn- ast fyrsta áriö eftir lántöku, og lánið átti að endurgreiðast með jöfnum ársgreiðslum með 8% vöxtum á 30 árum! Rikissjóður átti að leggja sjóðnum til fasta árlega upphæð — möo. var þess krafist að almenningur stæði und- ir fjárfestingarkostnaði apótek- anna! bessi itarlega greinargerð um skýrslu nefndar viðreisnar- stjórnarinnar er birt hér til þess að sýna fram á hvernig nefnd er skipuð og hvernig nefnd vinnur undir ihaldsstjórn. „Miöskipun” lyfjaframleiðslu Áður er að þvi vikið að nefndin hafi talið rétt að komið yrði á aukinni miðskipun lyfjafram- leiðslu. Ekki tók nefndin þetta upp af sjálfsdáðum — heldur vegna þess að dóms- og kirkju- málaráðuneytið óskaði eftir þvi að nefndin léti i ljós álit sitt á bréfi Apótekarafélags Islands um stofnun lyfjaframleiðslufyrirtæk- is. Voru viðhorf nefndarinnar já- kvæð: „Rekstur einnar lyfja- verksmiðju, sem kæmi að veru- legu leyti I stað framleiðslu i apó- tekum, gerði kleift að fullnægja strangari kröfum um gæöi lyfj- anna.” (Bls. 27) „Miðjun lyfja- framleiðslu skapaði mjög bætta möguleika til aðstöðujöfnunar milli lyfjabúða svo sem með þvi, að öll lyf verksmiðjunnar yrðu seld á sama verði, cif. til lyfja- húða.” (bls. 27) Þrátt fyrir þessa afstöðu var nefndin þó i rauninni andvig þvi að um yrði að ræða félagslega skipaði 3. febrúar 1972, nefnd „til þess-að endurskipuleggja lyfja- verslunina með þvi að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn.” Um sama leyti var sett á stofn sérstök lyfjamáladeild inn- an heilbrigðisráðuneytisins og var þar með viðurkennt af stjórn- arvöldum að lyfjasalan teldist til heilbrigðisþjónustunnar i land- inu. Var timi til kominn. Samhliða skipan nefndarinnar, 3.2 1972, fól Magnús Kjartansson Kjartani Jóhannssyni, verkfræð- ingi, núverandi form. Alþýðu- flokksins að semja greinargerð um lyfjamálin almennt. Greinar- gerð þessari skilaði Kjartan 10.2. 1973. Greinargerðin er um 74 sið- ur og tekur til margra þátta lyfja- innflutnings, lyfjaheildsölu og lyfjaframleiðslu. Einn og hálfur miljarður Verða nú rakin nokkur atriði um lyfjasölu hérlendis Innlend lyfjaframleiðsla fer fram hjá 12 aðilum. Þrir aðilar eru stærstir: Lyfjaverslun rikis- ins, Pharmaco og Stefán Thorar- ensen hf. Auk þess hafa mörg ap- otekin meiri eða minni lyfjafram- leiðslu. Meðal þeirra var veruleg framleiðsla i 5 eða 6 apótekum. 1 lyfjasmásölu voru starfrækt 15 apótek á höfuðborgarsvæðinu, þar af 13 i Reykjavik sjálfri, en 16 utan höfuðborgarsvæðisins. t 15-20 læknishéruðum fer af- greiðsla lyfja fram á vegum læknanna. þessu ári. Þetta er mikil upphæð og engin furða að fólkið i landinu skuli krefjast þess út frá beinu hagkvæmnissjónarmiði að fylgst sé með fjárútlátum til lyfja- kaupa. Lyfjaverölag Alls munu verða um 1100 sérlyf og sérlyfjaform á markaðnum hér á landi, en talið er að i hverju stóru apóteki séu um 2000 vörutegundir á boðstólnum. Lyfjaverðlagsnefnd veröleggur lyfin. Bundið verð er á lyfjum og er ekki heimilt að breyta um verð á lyfjum nema með samþykki lyfjaverðlagsnefndar. Nefndin er þannig skipuð, að Hagstofa ís- lands, Tryggingastofnun rikisins, Lyfjafræðingafélagið og Apótek- arafélagið skipa einn mann hver aðili. Formaður nefndarinnar er lyfsölustjóri, forstjóri Lyfja- verslunar rikisins. Nefndin á að yfirfara eftir föstum reglum for- sendur lyf javerðs. Litur þetta allt mjög vel út á pappirnum en við athugun kemur fljótt i ljós að nefndin hefur enga aðstöðu til þess að rækja verkefni sin: hún hefur ekki aðgang að starfs- mönnum til útreikninga nema að mjög takmörkuðu leyti, og þegar verðbreytingar erlendis og innan- lands verða nær daglega segir sig sjálft að útreikningsvinnan er svo mikil að nefndin hefur enga að- stöðu til þess að fara ofan i saum- ana á rekstrarskýrslum apótek- anna, ef þær þá koma inn, sbr. hér á undan. Virðist ekki vanþörf á að notuð verði lagaheimild um að ráðherra úrskurði handa nefndinni heimild til þess aö rannsaka bókhald apótekanna og aö um leið verði bætt starfsliði við nefndina. Eins og nú standa sakir er starfsemi nefndarinnár áreið- anlega mestanpart sýndar- mennska. Auk lyfjaverðlagsins, sem myndast á sérlyfjum, eins og rakiö var hér að framan, fá öll apótekin sérstakt fast afhend- ingargjald á hvern lyfseðil, sem er 60 kr. á seðilinn: líklega alls 90- 100 milljónir króna á þessu ári! Milliliöakostnaður „Nær helmingur sérlyfja- sölunnar fer um tvö fyrirtæki, sem eru iangstærstir lyfja- innflytjendur og hafa hvort um sig upp undir 1/4 markaöarins.” (Skýrsla K.J. bls. 38). Þau fyrir- tæki, sem hér um ræðir eru annars vegar Stefán Thorarensen h f. og hins vegar Pharmaco, sem er samsteypa nokkurra aðila. Liklega hefur þó þetta breyst frá þvi að KJ samdi skýrslu sina: má telja vist að fyrirtækið G. Olafsson hf. sé ámóta stórt ef ekki stærra en Stefán Thorarensen hf., — stærra ef miðað er við skattagreiðslur sl. ár. En annars eru margir aðiiar við lyfjainnflutning hérlendis. „Gera verður ráð fyrir að smæðin hindri ýmsa hagkvæmni, sem nást myndi með aukinni stærð. Má i þvi sambandi benda á hugsanlegan magnafslátt, annars vegar og hins vegar þá óhag- kvæmni i innflutningi lyfjahrá- efnis frá erlendum heildsölum... Milliliða og umpökkunarkostn- aður slikra smáinnkaupa er vafa- litið hærri en nauðsyn bæri til við stærri innkaup.” 30 miljónir í umboðslaun Fyrsti aðilinn við innflutning á lyfjum — en innflutt lyf eru um 80% lyfjanotkunarinnar — er umboðsmaður hins erlenda lyfja- framleiðslufyrirtækis. Lyfjainn- flytjandi hefur tjáð mér að umboðslaun séu aldrei innan við 5%. Þar með eru komnar 30-40 miljónir handa umboðsmönnum. 1 skýrslu Kjartans Jóhannssonar kemur fram að hann telur hag- felldara að hafa umboðsmann til þess að vera milligönguaðili lyfja framleiðandans erlendis og heild- salans hér á landi. Höfundur þessarar greinar dregur slikt mjög i efa —- hitt mun ástæðan að lyfjaframleiðslufyrirtækin ákveða sjálf hvernig umboðs- mennsku fyrir þau er háttað og þau myndu hvað sem innlendum ákvörðunum liði hafa hér umboðsmann . Þannig að það er erlendi aðilinn sem að sjálfsögðu kýs aö kaupa sér umboðsmann þar sem hann hyggst selja vöru sina. Innflytjandi lyfjanna þarf siðan að snúa sér til lyfjaskrárnefndar til þess að fá heimild til þess að skrá lyfið. Aður var lyfjaskráning mjög reikul hér á landi, en i ráð- herratið Magnúsar Kjart- anssonar var þeim þætti málanna gjörbreytt. Skráning lyfja hér á landi fer fram i heilbrigðisráðu- neytinu og er i öllum tilvikum kannað hvernig viðkomandi lyf er samansett og einnig er kannað verð á þvi, — stundum einnig hjá framleiðendum erlendis. Reglur um skráningu lyfja eru sist vægari hérlendis en á Norður- löndunum og er umsóknum um innflutningsleyfi á lyfjum iðulega hafnað. Aður en þessi starfsemi tók til starfa var algengt að hér væru á markaðnum óskráð lyf og að i almennum verslunum fengjust allskonar lyf sem mega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.