Þjóðviljinn - 26.10.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. október 1975. DIÖÐVIUINN MALGAGN sOsíalisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, n.uglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÓTÍÐINDIN FRÁ LONDON Fréttirnar sem berast fyrir helgina frá London um viðræður islensku viðræðu- nefndarinnar og þeirrar bresku eru vægast sagt iskyggilegar. Þó að Einar Ágústsson utanrikisráðherra segi að engar niðurstöður hafi fengist er það ef til vill rétt en má þó ekki verða til þess að fólk liti fram hjá aðalatriðum málsins. Þau aðalatriði eru að islenska viðræðu- nefndin hefur þegar fallist á að ræða við bretana um veiðar innan 50 milnanna og jafnframt leggur utanrikisráðherra áherslu á það að viðræðunum þurfi að Ijúka fyrir 13. nóvember er núverandi samningur við breta fellur úr gildi. Jafn- framt verða menn að taka vel eftir þvi að breskir fjölmiðlar, þar á meðal fréttastof- an Reuter, leggja áherslu á það að islenska viðræðunefndin hafi verið mun ,,sveigjanlegri” en verið hafi á síðasta fundi í Reykjavik og er það ills viti. En það sannar einnig ákaflega vel að meðan rikisstjórnin hefur islenskt almenningsálit vakandi allt i kringum sig þá er hún ragari við að gera samninga en hún nú er þegar hún er fjarri islenskum aðilum i viðræð- unum i London. Sé það rétt hjá breskum fjölmiðlum að islenska viðræðunefndin sé nú „sveigan- legri ” en áður getur það ekki þýtt neitt annað en það að viðræðunefndin hafi tekið upp þá stefnu undir forsæti Gunnars Thoroddsens og Einars Agústssonar að ræða um veiðar breta innan 50 milnanna eftir 13. nóvember. Þessi afstaða er þeim mun furðulegri þegar hugsað er til þeirrar skýrslu fiskifræðinga, sem nýlega hefur verið birt i blöðum. 1 þessari skýrslu kem- ur fram að þorskstofninn er i stórfelldri hættu og verði ekkert að gert getur stofn- inn orðið hreinlega uppurinn eftir skamm- an tima. Samkvæmt ummælum fiskifræð- inga gera þeir ráð fyrir, að hrygningar- stofn þorsksins verði aðeins 1/7 þess sem var 1970 eftir 4 ár verði ekki þegar i stað gripið i taumana. Þessi skýrsla islensku fiskifræðinganna er sögð hafa verið lögð til grundvallar við- ræðunum i London. En þvi trúa liklega ekki margir, þvi skýrslan felur i sér ein- dregna kröfu um að útlendingar verði úti- lokaðir af fiskimiðunum við Island strax. Skýrslan hefði þvi átt að hafa þær afleið- ingar að islenska viðræðunefndin lýsti þvi þegar yfir við upphaf viðræðnanna að eng- ar veiðar útlendinga kæmu til greina inn- an fimmtiu milnanna. Þá hefði viðræðu- fundurinn ekki staðið nema örskamma stund. íslendinga krefjast þess nú að rikisstjórnin hafi manndóm i sér til þess að neita að selja framtið islensku þjóðar- innar með samningum um veiðar útlendr inga i landhelginni. Slikir samningar jafn- giltu þvi að islendingar væru að afhenda bretum af framfærslueyri sinum — og það er hlálegt ef sú rikisstjórn gerir það sem einlægt klifar á þvi að þjóðartekjur séu að dragast saman. Furðurlegast alls við þessar Lundúna- viðræður er þá staða Framsóknarflokks- ins. Einar Ágústsson hefur marglýst þvi yfir, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki enn endanlega ákveðið hvort hann samþykkir veiðar innan 50 milnanna. Er sagt að málið sé i nefnd! Augljóst er af Lundúnaviðræðunum að Einar Ágústsson fer gjörsamlega á svig við þessa afstöðu nema að Framsóknarflokkurinn sé þegar búinn að samþykkja að til greina komi að heimila útlendingum veiðar innan 50 milna markanna. Ekki hefur verið skýrt frá þeirri nýju samþykkt framsóknar tyrr, en þá er lika ástæða til þess að krefjast þess að flokkurinn geri þegar i stað grein fyrir afstöðu sinni. Andstaða þjóðarinnar við veiðiheimildir handa út- lendingum innan 50 milnanna má heita al- gjör og yfirgnæfandi. Þessi andstaða hef- ur þegar komið fram, en augljóst er af hinum óhugnanlegu tiðindum frá London, að rikisstjórn hefur enn ekki skilið þessa afstöðu þjóðarinnar nógu greinilega. Þess vegna þarf enn að herða á. — s. Líffræðingar stöðva hættulegar tilraunir T V; ; '■ * r . ..lí-A . ■/ ' ' i&Rí : - .... .ÆM:"' Þessi forngrfska mynd sýnir viöureign manns og kentárs, en kentárar voru hálfir menn og hálfir hestar. Viö birtum hana til aö vekja athygli á nýlegum möguleikum liffræöinga: þeir geta skorið sundur litningaraöir og blandaö sainan erföastofnum ýmissa lífvera. Það vakti allmikla athygli nú i haust, þegar nokkrir forvigsmenn mólekúlliffræði lögðu á sjálfa sig nokkrar hömlur að þvi er varðar framkvæmd á ákveðnum tegund- um tilrauna. Hér er um að ræða tilraunir, sem fela að i sér að erfðastofnar úr mismunandi lifverum séu tengdir saman (i svokölluðu DNA-blendingsmólekúl) Fyrr á árinu söfnuðust 140 vis- indamenn sem við slikar tilraunir fást saman i Asiiomar i Kali- fomiu til að taka afstöðu til á- framhalds þeirra. Þessi ráð- stefna var að þvi leyti einstök i sögu visindanna að á henni voru gerðar öryggisráðstafanir gegn enn óþekktri áhættu sem hugsast getur að nefndar tilraunir hafi i för með sér. Hinsvegar hafa þær ráðstafanir sem stungið er upp á ekkert laga- gildi, þvi það er mál hverrar rannsóknastofu hvort þær eru virtar. En einn helsti tilgangur ráðstefnugesta var einmitt sá að verða á undan löggjafarvaldinu og leggja sjálfir á sig hömlur frekar en biða eftir þvi að þær yrðu á þá lagðar ofan frá — og þá ef til vill i' einhverskonar kreppu- ástandi. Hin löngu DNA-mólekúl geyma erfðaupplýsingar frumanna. Ein- stöku arfgengir eiginleikar em i litningum,sem skipa sér I röð eft- ir DNA-mólekúli. I frumunum eru ýmisleg en- sym, sem hvert þeirra um sig stjórnar ákveðnum efnafræðileg- um ferlum. Með nýjum tegundum ensyma eiga menn þess nú kost, að klippa DNA-mólekúlin allnákvæmlega niður I smábúta, sem hver um sig geyma svo sem tvo litninga. Og þeir eru klipptir i sundur á þann hátt, að það er siðan hægt að raða þessum DNA-bútum saman aftur að vild. Þegar horft er lengra fram i timann gera menn ráð fyrir þvi að unnt verði að tengja saman DNA-búta, og þar með erfiða- stofna sem tilheyra mismunandi lifverum, og þá verða til áður- nefnd kynblendingsmólekúl DNA. Sllkt blendingsmólekúl gæti til dæmis innihaldið litninga úr spendýrum með heitu blóði sem tengt væri veirulitningum. Menn hafa sérstakan áhuga á möguleikanum á þvi, að tengja þá litninga sem menn viija kanna t.d. við veirupart. Veiruagnir hafa þann eiginleika, að þær geta brotist inn i framandi frumu (og taka áfest iitninga með sér). Það er hægt að haga tilraunum þann- ig, að utanaðkomandi DNA verð- ur áfram traust eining i gest- gjafafrumunni og tvöfaldast við hverja frumuskiptingu með að- stoð ensymakerfis gestgjafa- frumunnar. Slik tækni býður m.a. upp á það i framtiðinni, að hægt sé að setja þá litninga sem fram- leiða hormónann insúlin i bakteriufrumur, sem siðan er hægt að fá til þess að framleiða insúlín I tonnatali. Lærisveinn galdramannsins Þvi miður hefur þessi tækni nokkrar þær hliðar sem leiða hugann að sögunni um lærisvein galdramannsins. Það er ekki hægt að afskrifa möguleika á þvi, að yfir heiminn flæði krabba- skapandi eða á annan hátt skað- legir bútar af DNA. eða veir- um. Margir telja þessar likur svo litlar að hægt sé að sleppa þeim, en þær eru allavega til umræðu. Hér stöndum viö andspænis einu af þeim dæmum sem veröa æ algengari með tækniþróuninni. Annarsvegar verða afleiöingarn- ar af þeim ákvörðunum sem viö tökum æ vfötækari, á hinn bóginn styttist sá timi jafnt og þétt sem viö höfum til yfirvegunar áöur en þessar ákvarðanir eru teknar. önnur dæmi má sækja i umræöu um kjarnavopn og i umhverfis- mál yfirleitt. Aðalhvatamaður áðurnefndrar ráðstefnu, Paul Berg frá Stan- fordháskóla, komst að þeirri nið- urstöðu að ekki mætti hunsa þær hættur sem á ferð gætu verið. Fyrirtveim árum tóksthonum að búa til DNA-blendinsmólekúl, sem innihélt „krabbaveirur” úr apa, sem nefnist SV-40. Enda þótt þessi blendingur yrði til i öðrum tilgangi, var talið fróðlegt að sjá, hvernig hann hagaði sér ef hann kæmist i kolibakteriu. Og þá var spurt: hvað gerist ef kolibakteria meö SV-40 sleppur laus og smitar mannfólkið? Kolibakteriur eru i þörmum okkarallra.ogenda þótt. svo virðist sem SV-40 leiði ekki til krabbameins i mannfólki, þá vit- um við samt alltof litið um það hvernig veira fer að þvi að fram- kalla krabbamein til að útiloka að þetta geti gerst við óhagstæð skil- yrði. Virkni einstakra erfðastolna er að verulegu leyti háð samspili þeirra innbyrðis, og þetta samspil hlýtur einmitt að vera óþekkt staðreynd þegar bútur af DNA eru settir inn i framandi sam- hengi. Paul Berg neitaði sér um að gera slika tilraun. En siðan er þessi tækni orðin að hversdags- legu fyrirbæri. Haglabyssuáhrif. Onnur tegund tilrauna sem menn hafa áhyggjur af er kennd við „skotvopn”. Þá er DNA ein- hverrar lifveru skorið i smábúta og þessir bútar eru hver um sig settir I bakterlur, sem hver um sig er látin mynda klon (klon er afurð endurtekinna frumuskipta — þ.e.a.s. allar frumurnar hafa sömu erfðaeigindir). Hér er hætt- an sú, að einn af klonum þessum innihaldi litninga hingaðtil ó- þekktrar krabbaveiru. Þessi hætta getur sýnst fjarlæg leik- mönnum, en ekki fagmönnum, sem hafa vanist ýmsu misjöfnu af veirum. Aðrar vafasamar tilraunir eru tengdar þvi, að litningar sem fela I sér mótstöðuafl gegn fúkkalyfj- um eða hæfni til að framleiða eit- urefni séu settir i bakteriur sem áður höfðu ekki slíka litninga. Þátttakendur Asomilarráð- stefnunnar komust að svo til ein- róma áliti um allstrangar öryggisreglur um áframhaldandi rannsóknir. Hættulegustu til- raunirnar voru bannfærðar, en aðrar tilraunir eiga að biða þar til komiö hefur verið á fót dýrum og sérhæfðum rannsóknastofum eða þess, að skapað sé lifrænt um- hverfi sem sé svo veikbyggt að það geti ekki lifað utan sérstakra aðstæðna rannsóknarstofu. Menn vona að þessi sjálfsagi visindamanna gefi okkur nokkuð svigrúm. Þörfin fyrir slikt svig- rúm kemur vel i ljós ef við t.d. minnum á reynsluna af bóluefn- inu gegn lömunarveiki. Nýlega kom það i ljós að bóluefni þetta var mengað af SV-40 veirunni. 1 það skipti vorum við heppin — við erum ekki apar. (Information)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.