Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 9
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sölve Skagen og Malte Wadman — og viöfangsefni þeirra, Tyssedal, I baksýn. AÐ GEFA FÓLKINU FJÖLMIÐIL Oddvar Bull Tuhus (t.v.) og Halvor Næss kvikmyndatökumaður viö gerö myndarinnar „VERKFALL”. Eftir eitt heitasta sumar i sögu norskra veðurmælinga, hefur haustiö nú haldið innreiö sina hér meö nær látlausu regni. Þaö er oröiö nokkuð áliöiö kvölds, þegar ég leita afdreps á heimili Oddvar Bull Tuhus i þeim tilgangi að ræða viö hann um kvikmynd hans VERKFALL (Streik), og einnig er mættur hér til leiks Sölve Skagen, en kvikmynd hans og Malte Wadman „HVER A TYSSEDAL?” var frumsýnd fyrir nokkru hér i Osló. Frá þessum myndum var sagt hér i blaðinu sl. sunnudag. Þegar viö höfðum komið okkur fyrir i hinni rúmgóðu vinnustofu Oddvars, beinast umræðurnar að norskum kvikmyndaiðnaði vitt og breitt. Oddvar: Flest það fólk sem fæst viö kvikmyndagerð hér i Noregi, er lausráðið kvikmynda- geröarfólk (free-lance). Kerfiö byggist á nokkrum fyrirtækjum með fastráðnu skrifstofufólki, en allt skapandi kvikmyndagerðar fólk er lausráðið þ.e.a.s. það selur hugmyndir sinar og vinnu til þessara fýrirtækja. Um það bil tiu leiknar kvikmyndir eru gerðar i Noregi á ári og allar af laus- ráðnu fólki, og svo ein og ein kvik- mynd af sjónvarpinu, sem hefur á aö skipa fastráðnu fólki. Svo má nefna 5 til 6 kvikmyndir sem gerðar eru af einkaaöilum. Svo skýtur einni og einni kvikmynd upp fyrir utan allar venjulegar leiðir, eins og kvikmynd þeirra Sölve og Malte um Tyssedalinn. Hvað um aðsókn? Spurning: Af hverju eru svo fáar verkalýðskvikmyndir fram- leiddar og hver er skýringin á þvi, að þær virðast hljóta slæma aðsókn? (VERKFALL var sýnd i þrjá mánuði og hlaut dræma aðsókn, þrátt fyrir mikið lof gagnrýnenda). Oddvar: Svarið er að finna i norskri þjóðfélagsuppbyggingu. Norskt kvikmyndagerðarfólk hefur ekki haft áhuga á gerð kvik- mynda um verkafólk. Sú kynslóð, sem kom fram fyrir 5—6 árum, var sú fyrsta sem beindi sjónum sinum að þjóðfélaginu og skil- greiningu á félagslegum vanda- málum. Þegar við tölum um dræma aðsókn, verðum við að hafa i huga, að fólk hefur „lært” að horfa á kvikmyndir út frá þvi sem i boði er i kvikmyndahúsum. Hér er um menningareinokun að ræða. Auk þess ber þess að gæta, að 90% sýningargesta eru á aldrinum 18 — 25 ára. Þessar staðreyndir svo og áhugaleysi kvikmyndagerðarmanna um framleiðslu verkalýðskvikmynda hafa innbyrðis áhrif og verkanir. Sölve: Það er erfitt að svara þessari spurningu á viðunandi hátt án þess að gera þverskurð á norsku kvikmyndalifi og nánari skilgreiningu á innyflum þess. Það sem hefur verið ábótavant hjá „framsæknu” kvikmynda- geröarfólki er eimitt könnun á norskum kvikmyndamarkaði. í Sviþjóð t.d. er kvikmyndafram- leiðslan i höndum fjársterkra einkafyrirtækja og sjónvarps, þannig að „prógressivir” kvik- myndageröamenn urðu að standa sameinaðir til að eiga upp á pallborðið hjá almenningi. Þannig varð Svensk Filmcentrum til. Þar eru lika linurnar mikið skýrari, Filmcentrum er andhverfa kvik- myndaframleiðslu auðhring - anna. Hér i Noregi er ástandið mikið þokukennndara.^Lausráðið kvikmyndagerðarfólk á þess kost að fá opinberan styrk frá kirkju- og menntamálaráðneytinu til kvikmyndagerðar, og fólk er búið að venjast þvi að taka það sem gott og gilt að standa i röð, og þegar þeir eru búnir að fá sinn skammt (ef heppnin er með), þá mega þeir búast viö aö töluverður timi geti liðið þangað til þeir eigi möguleika á styrk aftur. Það vantar einfaldlega samstöðu hjá norskum kvikmyndagerðar- mönnum, bæöi til fræðilegra skilgreininga og verklegra breytinga. Oddvar: Þó margt sé ógert, þá má kannski benda á, aö norskir kvikmyndagerðarmenn hafa aldrei' verið jafnsameinaðir og núna (sem segir nokkuð um ástandið fyrir nokkrum árum), Filmförbundet, sem er stéttar- félag allra sem fást við kvik- myndagerð, vinnur að nýrri skipulagningu kvikmyndagerðar; lausn verður að finna á hinu gifurlega atvinnuleysi sem rikir meðal kvikmyndagerðarfólks þrátt fyrir það að árið i ár hefur verið það rikasta i sögu norskra kvikmynda. Norsk kvikmynda- gagnrýni Sölve: Mig langar til að skjóta hér inn i dæmi um hinnn ótrúlega skort á-undirstöðuþekkingu hjá kvikmyndagagnrýnendum. I einu norsku dagblaðanna skrifaði formaður Félags Norskra Kvik- myndagagnrýnenda um mynd okkar og sagði m.a. að ef við hefðum klippt myndina niður i 20 minútur hefðum við átt miklu stærri möguleika að ná til fólks. Það er gott og blessað, bara að 20 min. kvikmyndir eru hvergi sýndar i Noregi nema ef til vill i sjónvarpi og sem aukamyndir fyrir náð einhvers brjóstgóðs bióeiganda út á landi. Annar gagnrýnandi sagði að 16 mm vélin væri ónothæf i hreyfanlega kvikmyndatöku! Myndin hefur verið hafin til skýjanna og tröðkuð niður i sandinn og alllt þar á milli hjá gagnrýnendum dagblaðanna. Það sýnir vel þá ringulreið sem rikir, þegar mynd með pólitiskum — þar að auki innlendum — broddi kemur á markaðinn. Lenín og kvikmyndaflæði Spurning: Hvað með kvik- myndina sem pólitiskan áhrifa- vald? Oddvar: Kvikmyndin er fjölmiðill og áhrifavaldur. Hins vegar er kvikmyndin aðeins einn hluti af stéttabaráttunni, ef hún er notuð i þágu hennar. Margir sem hafa séð VERKFALL hafa tjáð mér, að þeir hafi orðið fyrir pólitiskri upplifun; sjálfur vil ég ekki setja myndina það hátt, en ég hef reynt að vinna ekki að áróðursmynd, heldur endursegja vissar staðreyndir veruleikans, en látið áhorfandann sjálfráðan um túlkunina. Kvikmynd er áhrifavaldur, en þessum áhrifum á ekki að beina i heilaþvott heldur i þágu upplýsinga. Sölve: Ein einstök kvikmynd skiptir engu máli nema i einstökum tilfellum, eins og t.d. þegar við sýndum mynd okkar i Tyssedal, þar sem fólk horfði á sig sjálft og skildi þau vandamál og þá baráttu sem myndin lýsir úr eigin lifi þess. Margt þeirra kom til okkar að lokinni sýningu og sagðist nú skilja betur sam- hengi hlutanna. En annars skiptir ein einstök kvikmynd engu máli. Vanalegar kvikmyndir eru fram- leiddar til að skemmta fólki, gefa þvi „hvild frá hversdagsleikan- um” m.ö.o. stuðla að aðgerðar- leysi i hugsun og verki. Eimitt þess vegna þurfum við flæði af kvikmyndum i kring um sama efni til að vekja fólk. Við lifum i borgaralegu þjóðfélagi með borgaralegum viðhorfum. Eins og ég sagði áðan, þa éndur- speglar og styrkir hin vanalega leikna kvikmynd þessar borgar- legu hugmyndir og viöhorf. Til að mæta þessari flóðöldu, verðu kvikmyndagerðarfólk að sam- einast og ekki aðeins gera kvik- myndir fyrir bióin, heldur koma verkunum á framfæri á öðrum ptöðunu þjóðfélagsins, svo sem skólum, sjúkrahúsum, vinnu- stöðum og þar fram eftir göt- unum. Vekja umræður. Oddvar: Lenin sagði að kvik myndin væri þýðingarrhesta list- greinin i þágu byltingarinnar, og óhætt er að segja að sovéska kvikmyndin frá_þriðja tugi aldar innarhefur haft mikla þýðingu og áhrif á kvikmyndagerð yfirleitt. Hins vegar held ég ekki að einhver einstök aðferð eða lausn á gerð kvikmyndar sé betri en einhver önnur. Möguleikarnir eru ótæmandi. Endanleg útkoma myndar endurspeglar alltaf að miklu leyti viðhorf og skoðanir þess eða þeirra sem geröi kvik- myndina. Þannig var með VERKFALL. Bókin var skrifuð af marx-leninista, en sjálfur er ég ekki á þeirri linu, þannig að mörg marxleninsk viðhorf bókarinnar eru ekki til staðar i kvikmynd- inni. Atvinnukvikmyndæ leikarar ekki til Spurning: Stórhluti leikaranna i VERKFALLI hefur aldrei fengist við leik áður. Hvernig gekk samvinnan við þá? Oddvar: Þetta er þriðja leikna kvikmyndin sem ég geri, svo ég hef áður unnið með óvönu fólki, þannig að ég var að vissu leyti undirbúinn. t raun og veru eigum við norðmenn enga atvinnukvik- myndaleikara, við eigum aftur- ámóti marga stórkostlega leik- húsleikara, sem við notum i kvik- myndum. Þess vegna eru allir norskir leikarar i raun og veru áhugamenn sem komn fram i kvikmyndum. Þvi leikstýri ég leikurum og þeim sem aldrei hafa fengist við leik á sama hátt i meginatriðum. Ég hef fyrst og fremst tvð atriði i huga við leik- stjórn: að velja rétta persónu i rétt hlutverk (stundum tekst það miður og þá eru góð ráð dýr) og i öðru lagi að veita leikaranum sjálfsöryggi. Ef leikarinn er öruggur i hlutverki sinu þá bregst hann ekki. Að gefa fólkinu tækifæri Sölve:Þegar við gerðum Tysse dal-myndina vorum við ásáttir að gera heimildarmynd, ekki leikna kvikmynd. Við spurðum sjálfa okkur: Um hvað fjallar DNN ALUMINIUM-málið eiginlega? Svarið var: Smábæinn Tyssedal og ibúa þess. Við gengum meðal fólksins þar, létum það vera aðal- persónur myndarinnar, byggðum alla endanlegu útkomu myndar- innar á hugmyndum þessa um málið. Við vorum hlustendur, fólkið sagði álit sitt, á sinn hátt. Við gáfum þeim miðil. rödd til að tala með. Það greip tækifærið, og sýndi oft meiri skilning og rök- réttari hugsun en sérfræðingarn- ir: stjórnmálamennirnir sem Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.