Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. október 1975.
Fjölmennt í „opnu húsunum á meöan karlarnir
strituðu viö aö halda vinnustööunum gangandi
Þrátt fyrir kvenmannsleysiö átti Landsbankinn ekki I verulegum
erfiöleikum meö aö halda ölium deiidum sinum opnum. Oft komu
jafnvel „dauðir timar” eins og þegar myndin er tekin.
Kaffi
og
ekkert
meö því
Það var mikiö fjölmenni og
stemning i höfuðborginni eftir
að fundinum lauk og fram eftir
degi. í ,,opnu húsunum” kiktu
konur i kaffibolla og röbbuðu
saman milli þess sem nokkrir
hópar skemmtikrafta komu
fram. Ferðuðust þeir á milli
húsanna sjö, sem auglýst höfðu
kaffidrykkju. Auk þess mun
nokkuð hafa verið um það, að
einstök félög eða vinnuhópar
hittust að fundi loknum á
smærri samkomustöðum.
En kaffidrykkja og fridagur
kvenna kostaði nokkur átök á
vinnumarkaðinum. Þar voru
karlmenn viða undir miklu
álagi og þótt bankar og flestar
þjónustustofnanir hefðu verið
opnar viðurkenndu starfsmenn
að þaö gengi ekki neitt sérstak-
lega auðveldlega fyrir sig.
Grillstaðir og flestir aörir
matsölustaðir voru opnir.
Viðast var nokkuð mikið um
viðvaninga við störf, frændur
eigenda og vinir settu á sig
svuntu og steiktu hamborgara
handa viðskiptavinum, sem
voru að sögn öllu fleiri en
gengur og gerist. Raunar liktu
menn viða umferðinni á mat-
sölustaði við jólaösina, sem nær
þangað inn eins og annars
staöar.
t aöalbanka Landsbanka
íslands voru allar deildir opnar
en börn voru þar að leik i hring-
stigum og gjaldkerastúkum.
Sagði starfsmannastjórinn að
nokkuð væri erfitt að hafa allar
deildir opnar, kvenfólk vaéri
meira en helmingur starfs-
liðsins en þetta gengi nú samt
einhvern veginn. Afgreiðsla
væri e.t.v. nokkuð tafsöm en
menn þökkuðu bara fyrir að
ekki væri lokað.
Annars báru karlmenn sig
misjafnlega á föstudaginn. Er á
leið var hungrið farið að sverfa
að sumum, a.m.k. heyrðist
margur kvarta sáran yfir óþol-
andi aðgerðarleysi heima
fyrir og erfiðleíkum með „kell-
inguna”.
Þjóðviljinn leit inn á vinnu-
staði, opin hús og viðar og þar
voru meðfylgjandi myndir
teknir. — gsp
Karlkynskennnarar IMT reyndu af mætti að halda uppi kennslu en nokkrir tóku að sér barnagæslu fyrir
starfsfélaga slna. Er myndin af nokkrum barnanna undir öruggri gæslu kennaraliösins.
Illjómsveitin Hljómsveitin hlær var einn þeirra skemmtikrafta sem ferðaðist á milli opinna húsa og
skemmti kaffigestum. Myndin er úr Lindarhæ, þar sem troðfullur salur var allan daginn.
Frá opnu húsi að Hótel Sögu
Sjálfsafgreiösla var á kaffinu á Hótei Sögu og meðlætiö var aö sjálf-
sögðu ekkert, því konur voru i frii og höfðu ekki unnið kaffibrauð
fyrirfram.
Viða I skólum voru haldnir fundir með ncmendum, þar sem rætt var um málefni kvenna og fleira.
Gestir úr kvenréttindahreyfingum heimsóttu fundina. Hér undirbúa nemendur I Menntaskólanum við
tjörnina einn slikan.