Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 2
Margrét R. Bjarnason fréttamaö- ur segir frá ráö- stefnunni „Um konur og fjölmiöla” 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Umsjón: Vilborg Haröardóttir. Launa- og stööumismunun í norrænni blaöamanna- stétt ÓRAUNVERULEG KONUMYND FJÖLMIÐLANNA Þær Friöa og Margrét fóru á vegum Kvenréttindafélags Is- lands, sem fékk boð um þátttöku, en sex þátttakendur voru frá hverju hinna landanna, þaraf þrir útnefndir af blaðamannafélögum landa sinna og þrir af kvenrétt- indafélögunum. Alls urðu þátt- takendur 26 frá Danmörku, Nor- egi, Finnlandi, Sviþjóð og Islandi, allt konur sem starfa að ein- hverju leyti við fjölmiðla, en tvær sem von var á frá Færeyjum, komust ekki þarsem þoka haml- aði flugi. Ráðstefnan var haldin i Voksenásen, rétt fyrir ofan Holmenkollen við Oslo, og stóð i þrjá daga. Efni ráðstefnunnar var skipt i tvennt, sagði Margrét, og fjallað annarsvegar um starf kvenna við fjölmiðla og hinsvegar um mynd konunnar i fjölmiðlum. Voru flutt erindi og siðan unnið i starfshópum. — Torild Skard, forseti lög- þingsins, sem er önnur af tveim deildum norska þingsins, hélt inngangserindi, sem hún kallaði „Konur og vald” og fjallaði mjög skemmtilega um valdastöðu eða öllu heldur valdleysisstöðu kvenna á hinum ýmsu sviðum þjóðlifsins, allt frá her, lögreglu og dómstólum til kirkjunnar, — i efnahagslifinu, verklýðshreyfing- unni, stjórnmálum, menntakerf- inu og i fjölmiðlum. Það kom fram hjá henni m.a., að á norska stórþinginu eru nú 16% þing- manna konur og hlutfall kvenna i rikisstjórninni hefur aldrei farið yfir 1/5. Af æðstu stöðum i ráðu- neytum, frá skrifstofustjórum og uppúr hafa konur hæst komist i 6%. Fjögra vikna athugun sem gerð var 1973 leiddi i ijós, að konur voru innan við fjórðungur þeirra sem töluðu i sjónvarpi og útvarpi og athugun á menntakerfinu sýndi, að af stúdentum, sem hófu háskólanám voru 29% konur, en af þeim sem luku náminu voru konur aðeins 17%. Torild benti á, að engar konur væru i ritstjórastöðum dagblað- anna, hinsvegar væri meira um það hjá vikupressunni og reyndist hið sama gilda i hinum löndunum þegar fulltrúar gerðu grein fyrir launum og starfskjörum kvenna i fjölmiðlum i hverju landi fyrir sig. Hlutfall í stéttinni Við samanburð á hlutfalli kvenna i blaðamannastétt liggur tsland nokkurnveginn i miðju. Konur eru 14,6% félagsmanna i norska blaðamannasambandinu, 15,1% i þvi danska, tæplega 20% á íslandi, 27% i Sviþjóð og 30% i Finnlandi. Konur eru i svipuðu hlutfalli I yfirmannastöðum fjöl- miðla i Finnlandi og er ástandió að þvi leyti skást þar. Sú almenna mynd sem norrænir fjölmiðlar draga upp af konunni er brengluð og óraunveruleg og verður að breytast. Þetta var ein- róma niðurstaða ráðstefn- unnar „Um konur og fjöl- miðla" sem nýlega var haldin í Noregi með þátt- ? ■ HIN ALSÆLA EIGINKONA MEÐ GÓÐA FYRIRVINNU, GOTT HÚS, GÓÐAN BÍL, GÓÐ BÖRN... I Sviþjóð höfðú verið könnuð laun karia og kvenna i blaða- mennsku i þrem aldursflokkum og kom þar i ljós, að ungar konur i starfinu, 22—23 ára, höfðu heldur hærri laun en jafngamlir karlar, sömuleiðis 32—34 ára, en þær sem voru 40—44 ára höfðu ekki nema töku blaðamanna frá fimm Norðurlandanna. Þar var einnig borin sam- an staða karla og kvenna í blaðamennsku og reyndist mismunun allmikil, eink- um í sambandi við stöðu- veitingar, en einnig hvað snertir launakjör víðast hvar, nema helst á íslandi. 91% af launum jafnaldra sinna af karlkyni. En einsog annarsstaðar eru það karlmennirnir sem verða rit- stjórar i Sviþjóð, og svo langt gengur það að af 22 sérstökum kvenna- og fjölskyldublöðum rit- stýra konur aðeins helmingnum eða 11, við hin 11 eru karlar rit- stjórar. A 100 dagblöðum i Svi- þjóð finnst ein kona sem er rit- stjóri, 5—6 konur skrifa ritstjórn- argreinar og nokkrar eru ritstjór- ar menningarsiðna dagblaðanna. ...en þeir fylgja ekki eiginkonunum! Fyrir utan ritstjórastöðurnar er áberandi mismunur kynjanna i erlendum fréttaskrifum og sjald- gæft i öllum löndunum að konur annist þau. En ástæðan er ekki mismunandi áhugamál eða hæfi- leikar, heldur hin, að erlendir fréttamenn Norðurlandablað- anna og fréttastofanna þurfa mikið að ferðast og titt, að þeir hafi bækistöð i útlöndum 2—3 ár. En konur i blaðamennsku eiga venjulega erfiðara með að kom- ast að heiman en karlar og þar að auki gefa ritstjórar sér þá for- sendu varðandi búsetu erlendis, — og hafa þar sjálfsagt nokkuð tií sins máls, — að eiginmenn blaða- kvenna segi ekki svo glatt upp störfum sinum til að fylgja kon- unum i útlegðina, þótt alltaf sé Þátttakendur héðan voru tveir, þær Fríða Björns- dóttir blaðamaður á Tím- anum og Margrét R. Bjarnason fréttamaður út- varpsins, og fékk jafnrétt- issiðan Margréti til að segja frá helstu atriðum ráðstefnunnar. náttúrlega gengiðað hinu visu, að kona fylgi eiginmanninum hvert sem hann fer og hvernig sem á stendur um hennar störf. Launamismunun Launamismunun er hvarvetna áberandi nema helst hér hjá okk- ur og t.d. i Danmörku þar sem samið er um sömu lágmarkslaun, en siðan yfirleitt yfirborgað, er þessi svokallaða „persónulega aukagreiðsla” eða yfirborgunin alltaf hærri hjá körlunum. Þeir fá þannig i yfirborgun að meðaltali 17,79% af launum, en konurnar að meðaltali 12,81% i almennri blaðamennsku. Meðal ritstjórn- arfulltrúa er yfirborgun karla að meðaltali 21,51%, en kvenna 13,3%. 1 Finnlandi eru fleiri konur starfandi blaðamenn en i nokkru hinna landanna og þá jafnvel i yfirstöðum, en samt kom fram i athugun sem gerð var hjá útvarpi og sjónvarpi 1971, að 67% stjórn- enda þátta voru karlar. Laun kvenna i þessum störfum eru að meðaltali 4% lægri en karla og þykir gott miðað við annað, þvi þar kom fram við rannsókn, að laun kvenna yfirleitt eru að með- altali um 30% lægri en karla, — t.d. fá konur i iðnaðinum aðeins 72% af launum karla við iðnaðar- störf. Arslaun norskra kvenna i blaðamennsku eru að með- altali 9% lægri en karla i stéttinni. Við athugun á verkaskiptingu kom i ljós, að af þeim konum, sem vinna við dagblöðin eru 3% i hærri stöðunum, 2% á miðlungs- stiginu og 95% i lægst metnu störfunum, en meðal karlanna voru tilsvarandi hlutfallstölur 15%, 13% og 72%. Á vikublöðum og timaritum voru hlutföllin þannig að af konunum voru 13% i hærri stöðunum, 8% miðlungs og 79% i lægst metnu stöðunum, en af körlunum voru 39% i þeim hæstu, enginn miðlungs og 61% i neðsta flokknum. Og hvernig lítur þetta út á Islandi? — Ég vil taka fram, að sú taln- ing sem ég gerði fyrir ráðstefn- una var mjög gróf, segir Margrét, — en eftir þeim upplýsingum sem ég aflaði mér frá blöðunum, hljóðvarpi og sjónvarpi taldist mér til, að á ritstjórnarskrifstof- um dagblaðanna ynnu rúmlega 100 manns og þaraf 25 konur, flestar blaðamenn, nokkrar handrita- og prófarkalesarar og einstaka við ljósmynda- og filmu- arkiv o.þ.h. Við dagblöðin eru samanlagt um 20 ritstjórar, ritstjórnarfull- trúar og fréttastjórar — enginn þeirra er kona! En á öðrum deild- um blaðanna, þ.e. við skrifstofu- störf, auglýsingar, afgreiðslu, hreingerningar, akstur og pökkun eru starfandi kringum 90 konur og karlar um 50. A rekstrardeild- um blaðanna má telja 20 stöður yfirmannastöður eða „stjórastöð- ur” (framkvæmdastjórar, skrif- stofustjórar, auglýsingastjórar, gjaldkerar o.s.frv.) og i 4 af þess- um 20 eru konur. Gróf talning hjá hljóðvarpi og sjónvarpi leiddi i ljós, að af 23 stjórnunarstöðum skipa konur 5 og auk þeirra eru i fulltrúastöðum i háum launaflokkum 4 konur, en fulltrúar við rikisútvarpið eru annars i mörgum mismunandi launaflokkum. Af 8 fréttamönn- um sjónvarpsins eru 2 konur og af 11—12 fréttamönnum hljóðvarps- ins 4 konur auk fréttastjórans sjálfs og er tiltölulega hæst hlut- fall kvenna við blaðamennsku- störf á fréttastofu útvarpsins. önnur lausleg talning hjá rikis- útvarpinu sýndi, að af þeim sem eru i 20. launaflokki eða hærri eru 77% karlar og 23% konur, en neð- an við 20. launaflokk eru 45% karlar og 55% konur. Konur i blaðamennsku hér fá yfirleitt sömu laun og karlar fyrir sömu störfin, en mikið vantar á varðandi stöðujöfnun einsog töl- urnar sýna. Konur hafa öðru hverju ritstýrt vikublöðum, en mesta framför i þvi efni að und- anförnu er kannski að kona var ráðin ritstjóri tslendings, sem er pólitiskt fréttablað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.