Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. nóvember 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
með tilkomu talkennslunnar og
stuðningskennslunnar. Stuðn-
ingskennarar hafa enga fasta
deild en sjá um 3—4 deildir hver.
Kjarvalshús og
opna kerfiö
Jafnframt þvi sem skólinn er
kominn i nýtt húsnæði hefur upp-
bygging hans breyst, þvi auk
skólans hér rekum við forskóla i
Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi
fyrir börn sem nefnd eru fjölfötl-
uð. Þar fer fram frumgreining á
verst settu einstaklingunum.
Reyndar höfum við einnig 2 fá-
mennar deildir mjög fjölfatlaðra
barna hér i skólanum.
Aðstaðan i Kjarvalshúsi er alls
ekki góð auk þess sem það er
aðeins augnabliksafdrep. Húsið
er ætlað listamörinum og þeir eru
ekkert hressir yfir að það skuli
vera tekið til annarra nota. Þegar
búið verður að ljúka við 2. áfanga
þessa skóla gæti þessi starfsemi
fengið þar inni til bráðabirgða en
framtiðarlausnin er uppbygging
sérkennslumiðstöðvar hér eins og
ætlunin er. Þar gæti auk kennslu
verið heimili fyrir foreldra utan
af landi, stöð fyrir fullorðna sem
haldnir eru málhelti eða eiga við
aðra erfiðleika að striða, grein-
ingarstöð þar sem haldin er
spjaldskrá yfir alla þá sem þurfa
eða likur benda til að þurfi á sér-
kennslu að halda. Þar þyrfti að
taka erfiðleikana fyrir strax á
forskólaaldri. Núna er allt of al-
gengt að vandamálin séu tekin
fyrir of seint og þvi hætta á að
ýmsir möguleikar til að leysa
vandann séu að eilifu glataðir.
Það má nefna sem dæmi að i
haust fengum við sendan 25 ára
gamlan mann utan af landi fyrir
milligöngu endurhæfingarráðs.
Þessi einstaklingur er greindur
en vegna lömunar hefur hann
enga skólagöngu fengið heima
hjá sér.
Við höfum hugleitt hvort opna
skólakerfið henti fyrir svona
skóla. 1 fyrra fóru tveir kennarar
til Englands og kynntu sér
samskonar skóla sem er opinn.
Þeir voru mjög bjartsýnir á þetta
kerfi þegar heim kom og þvi höfð-
um við samráð við arkitekt
skólans um að hafa opnanlegan
vegg á einum stað og opið rými á
öðrum sem hólfað er sundur með
trönum og fjölum. Þar höfum við
svamp og dýnur á gólfinu og þrir
kennarar kenna þar 30 börnum.
Þau eru stundum öll saman,
stundum á flakki og stundum
aðskilin. I þessu höfum við yngstu
börnin þvi það þarf að venja þau
við þetta frá upphafi. Það er
meira verk að venja nemendur
okkar við þetta kerfi þvi þau hafa
yfirleitt minni félagslegan þroska
en önnur börn. Við förum hægt af
stað við þessar tilraunir.en ef þær
gefa mun betri raun en gamla
kerfið verður horfið til opna
kerfisins smátt og smátt.
Utanbæjarfólk á
nú jafnan rétt
— Nú er aðeins einn áfangi af
þremur risinn úr jörðu, hvað með
framhaldið?
— Ég er dálitið hræddur við
það. A fjárlagafrumvarpinu er
áætlað að verja aðeins 4.6 miljón-
um til byggingarframkvæmda
við skólann. Þetta er allsendis
ófullnægjandi og ég vona að þing-
Guðmundur Þórarinsson leiðir áhugasama nemendur I allan sannleika um rafmagnsborinm
Þessir piltar undu sér við leirmótun og bilaleik.
Að störfum.
ið bæti svona 1—2 núllum aftan
við þessa upphæð áður en f járlög-
in verða samþykkt.
— Hver ber kostnaðinn af
rekstri skólans?
— Honum er skipt milli rikis og
borgar og borgin stóð fyrir bygg-
ingu þessa húss. En þetta er að
breytast og rlkið tekur sennilega
allan kostnaðinn að sér um ára-
mótin. Með þvi að rikið tekur að
sér reksturinn eiga utanbæjar-
nemendur jafnan rétt til að ganga
i skólann og reykvikingar, en fram
að þessu hafa þeir siðarnefndu
gengið fyrir. En það hafa lengi
verið nemendur af landsbyggð-
inni i skólanum og oft hafa for-
eldrar þeirra flutt búferlum til
Reykjavikur beinlinis vegna
skólagöngu barna sinna. Við höf-
um reynt að koma til móts við
utanbæjarfólk með þvi að koma á
fót fjölskylduheimilum og nú rek-
um við eitt slikt i Kópavogi þar
sem eru 6 börn, mjög fjölfötluð.
Einnig höfum við haft milligöngu
um að útvega börnum af lands-
byggðinni húsnæði hér i bænum á
einkaheimilum. Nú er allt að
þriðjungur nemendanna frá öðr-
um stöðum en Reykjavik, en að
visu eru margir þeirra úr ná-
grannabyggðunum. Loks má geta
þess að við látum aka mörgum
börnum i skólann og heim aftur,
td. biður strætisvagn á Hlemmi
eftir þeim börnum sem koma úr
Breiðholti og Árbæjarhverfi.
Geta gegot
ýmsum störfum
— En hvað tekur við hjá
nemendunum þegar þeir hverfa
héðan?
— Þeir eru nú misgamlir, en
sumir fara ekki fyrr en eftir að
þeir hafa náð tvitugsaldri. Það er
gifurlega erfitt vandamál að
finná þeim störf, það vantar
starfsnámsskóla en hann er nú á
áætluninni. Þó fleiri eigi erfitt
með að finna sér starf við sitt hæfi
eru okkar nemendur einna verst
settir. Það vantar vinnustaði
fyrir þá. Vinnustaðir eru yfirleitt
ekki tilbúnir að taka við þessu
fólki, það verður gjarnan að skot-
spæni og gefst þá upp. Það er
ótrúlega viða til fólk sem reynir
að hefja sjálft sig upp á þeirra
kostnað, etv. er það eini mögu-
leikinn fyrir það. En hér finnum
við lika fyrir skorti á félagsráð-
gjafa sem gæti aðstoðað
nemendur okkar við útvegun
vinnu, þeir bera sig nefnilega
ekki eftir björginni.
Okkar nemendur geta sinnt
ýmsum störfum. td.fellurþeim oft
vel við ýmiss kor.ar hússtörf. Nú,
mér dettur i hug allt það gamla
fólk sem vantar aðhlynningu og
félagsskap, þar gætu nemendur
okkar gegnt sinu hlutverki.
Erlendis er svona fólk viða eftir-
sóttur starfskraftur. Það er
samviskusamt og skiptir ógjarn-
an um vinnustað. Enda er
reynslan sú að þeir atvinnurek-
endur sem byrja á að ráða til sin
svona fólk sækjast eftir að fá
fleira.
Ég minnist drengs sem var hjá
okkur i Höfðaskólanum. Hann var
mikið fyrir blóm og vissi mikið
meira um þau en við kennararnir
og hefði hvergi átt betur heima en
i garðyrkju. En garðyrkjuskólinn
var honum lokaður. Það vantar
trú á þetta fólk og kannski ekki
siður dálitið hugmyndaflug til að
leysa vanda þess. —ÞH
HÖFUM OPNAD TEPFAMARKAD í BORGARTÚNI29 S:85822
það er hægt að gera góð
kaup á gólíteppum núna
NÝJAR VÖRUR: ACRYLTEPPI N/ELON-TEPPI
ENSK- ULLARTEPPI SOMMER -GÓLFDÚKAR