Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Móöir marskálksfrúarinnar sparkar I æruiegan islenskan þræl: þá get
ég i eyðurnar.
Vatn og brauð
Og svo þeir ærulausu. Ég hefi
komist að einu, sem danir sjálfir
hafa valkókað yfir i sinum skrif-
um. Það er, að allir þrælar voru
sveltir fyrsta árið i slaveriinu,
höfðu aðeins vatn og brauð. Það
má sjá af bréfum að hér er um út-
rýmingaraðferð að ræða. Til
dæmis deyja af einni haustkomu
islenskra fanga 25 menn frá
hausti til næstu útmánaöa. Þá
skrifa yfirvöld Stokkhússins
fagnandi um að nú sé pláss fyrir
fleiri. Obbinn af föngunum eru
ungir menn, um eða innan við tvi-
tugt, svo þetta er mikiö mannfall.
Þeir voru langsveltir að heiman
og lenda siðan i ársvelti þarna, og
það er meira en menn þola. Sú
hagspeki virðist óþekkt, sem
grikkir til forna þekktu vel: að
það borgaði sig að fara vel með
þræla.
— Hvert er framlag þessara
þræla til rekstrar danska rikis-
ins?
— Islendingar voru tiltölulega
mjög stór hluti af þeim þrælum
sem unnu i Tugthúsi, Spuna- og
Rasphúsi, sem ásamt Gullhúsi
mynduðu stóra fabrikku sem sá
danska hernum fyrir klæðum. Is-
lendingar kunnu betur til ullar-
vinnu en aörir, og ullin mun hafa
verið islensk mestan part. í
Rasphúsi, þarsem litarefnin voru
unnin, var mjög ill vist, fangarnir
blinduðust fljótt. En meðferð
fanga i spuna og vefnaði var betri
en á þeim sem sátu i Stokkhúsinu,
þeir voru dýrmætt vinnuafl. Þeir i
Stokkhúsinu voru teknir til hrein-
gerninga og kamarmoksturs, en
stærstur hluti þeirra vann viö að
þurrka upp siki og tjarnir viö
borgina, sem var i vexti. Þeir
unnu lika i akkersmiðju konungs
og viðar. Stokkhúsið stóð reyndar
beint á móti húsi Jóns Sigurðs-
sonar, við göngum fram hjá þvi
þegar við heimsækjum þann stað,
en það var lagt niður um 1860.
Þrælarnir voru svo grafnir i
þrælareit utan borgarmúra, þar
sem nú er hundakirkjugarður. Ég
átti i baxi meö að finna þennan
reit, þar sem kannski hvila fleiri
islendingar en i nokkrum öörum
staö — en ég gat staðsett hann
meö tilstyrk bæklings sem slátr-
ari einn i Slagelse gaf út 1863, en
hann hafði verið grafari i Kaup-
mannahöfn og skrifaði um sögu
kirkjugarða þar i bæ.
— Er eitthvað sem erfitt er að
finna heimildir um?
— Nei, það er hægt að komast
að flestu. Ég veit hvenær hver
fangi er settur i land og hvar,
hvaða refsingum hann sætir,
hvað verður um hann, um náð-
unarbeiönir og afgreiðslu þeirra,
mataræði o.fl. (Björn sýnir til
sanninda bókhald sitt yfir refsi-
fanga frá sögutimanum, þar sem
allt þetta er skráð innvirðulega,
helsta heimild eru þrælaskrár,
Schlawenrollen, sem færðar voru
á þýsku, og eru enn óútgefnar).
Það vantar læknaskýrslur Stokk-
hússins, en ég hefi slikar skýrslur
úr norskum fangelsum sem
stjórnað var með sama hætti og
dönskum.
Skáldskaparívaf
—- En hvaö um skáldskapar-
ivafið i sögunni?
— Þar er fyrst og fremst um aö
ræða leyfileg likindi. I sumum til-
vikum, eins og i dæmi Guðmund-
ar Panteleónssonar, þar koma
fram vissir hlutir i bréfum og
skjölum, þar sem tengslin eru
ekki uppfyllt — þar reyni ég að
fylla i eyður og búa tií persónur
sem áður eru bara nöfn. — að
slepptum þeim upplýsingum um
persónuna sem yfirheyrslur fyrir
rétti gefa. Það má t.d. sjá af
skjölum, að Guðmundur
Panteleonsson er búinn að þjóna
rúmt ár hjá von Numsen mar-
skálki. Strax daginn eftir að hann
deyr skrifar ekkjan bréf og vill
taka hann til sin, vill hafa hann
hjá sér frjálsan mann upp á sina
ábyrgö. En frændi hennar,
Rentzau greifi, tekur Guðmund
svo af henni og sendir til Finn-
merkur — semsagt i blóra við
konu, sem er talin einn æðsti
kvenmaður i danska rikinu, næst
drottningu. Þetta kemur svo lik-
indareikningnum af stað og úr
verður sú saga sem ég segi.
Þegar ég t.d. segi frá gleðskap
hjá islenskum embættismönnum
á Þingvöllum, þá notfæri ég mér
lýsingar frá sama tima sem til
eru á öðrum hliðstæðum fyrir-
bærum. Vissa menn mála ég I
sterkum litum, eins og t.d. Jón
Árnason á Ingjaldshóli — en það
gerði samtiminn lika. Samtiöar-
menn höfðu alveg eins gaman af
honum og ég þessum náunga sem
sagt var að þvægi sér ekki upp úr
vatni heldur vini, svæfi i silki-
tjaldi o.s.frv.
En ég læt fylgja utanmáls-
greinar svo að lesandinn viti hve-
nær ég er á brautum heimilda, og
hvenær ég er að auka i eða tengja
saman — svo hann þurfi ekki að
trúa mér frekar en hann sjálfur
vill.
Mannfjöldi
— Varstu ekki smeykur við alla
þessa mannmergð þegar þú
varst að setja saman bókina?
* — Jú, hann var minn aðalvandi,
ég var hræddur um að þetta yröi
eins og rússnesku skáldsögurnar,
sem maður þarf að byrja á aftur
upp á nýtt til að vita hver er hver.
Þarna koma tæplega 200 manns
við sögu. Þessvegna er lika þetta
skáldsöguivaf, með þvi eina móti
get ég látiö vissar persónur ganga
i gegnum bókina alla, binda hana
saman. Mér finnst þetta æins og
tré sem er breiðast að neðan en
mjókkar þegar ofar dregur —
þannig að undir bókarlok eigi
menn að þekkja vel þá persónu-
skrá sem ber þetta allt uppi.
Mannfjöldinn gegnir lika þvi
hlutverki, aö hann gerir allt við-
ara, sægurinn er tónninn i sög-
unni.
— Þú bræðir saman i sögunni
ýmsar tegundir málfars.
— Já, það má segja að i bókinni
séu fjögur mál-lög. Min frásagn-
arislenska, embættismál átjándu
aldar, sem er, nota bene, furðu
gott mál oft, almúgamál þess
tima — sem ég reyni að viða mér
úr orðréttum yfirheyrslum, verð
þó að gera ráð fyrir að það komi
dönskuskotnar úr penna réttar-
skrifara en það var senr mælt
mál. Og svo þýsk-dönskublend-
ingur, sem ég legg i munn kon-
ungs og erlendra embættis-
manna, sem sumir voru reyndar
einvörðungu mæltir á þýsku.
Þrælaskrárnar i Stokkhúsinu eru
t.d. allar færðar á þýsku.
Af hverju
Finnmörk
— Þú lýkur þar bókinni að 12
fangar, eða allir þeir sem þá voru
i haldi i Höfn, eru fluttir til Finn-
merkur. Var einhver pólitisk
nauðsyn að baki þeim flutning-
um?
— Heldur betur. Hún var sú, að
árum saman hafði verið starfandi
landamæranefnd rússa og dana,
sem fjallaði um það, hvar draga
ætti mörkin milli rlkjanna þar
norður frá, en Noregur tilheyrði
þá Danmörku eins og menn
muna. Nefndin komst að þeirri
niðurstöðu aö meirihluti nafna,
norrænna eða rússneskra, skyldi
ráða hvar landamerki yröu dreg-
in. 1762, sumariö fyrir þessa
flutninga, veröur Pétur af Hol-
stein rússakeisari. Hann þykist
eiga harma aö hefna á dönum og
fer óðar aö ybba sig við þá. Þá
kemur neyðaróp frá Finnmörk til
Kaupmannahafnar — nú sé um að
gera að sanna sina eign á Var-
angursskaga með þvi aö bæta
þangað mönnum með norrænu
nafni. Islendingar eru þarna not-
aðir sem peð i stórpólitisku skák-
tafli.
Onnur ástæöa og nærtækari var
sú, að þetta vor, 1763, var tslensk-
finnmerska verslunarfélagið
stofnað. Og vegna þess, að mark-
aðsverð á finnmerkurfirski var
langt undir verði á íslenskum
fiski, kröfðust kaupmenn þess að
fá islenskt vinnuafl þangað norö-
ur. Vorið eftir má þegar sjá i
skýrslum, að farið er að verka
saltfisk á islenskan máta og veiða
og verka hákarl ,,með vestfirsk-
um hætti”.
1 þessu ljósi er það liður i þjóð-
ernisbaráttu, þegar þeir Skúli
fógeti og Magnús Gislason amt-
maður gera tillögur um stofnun
tugthúss heima á Islandi. Slikir
menn vilja meðal annars stöðva
þessa utanflutninga — kaupmenn
höfðu reyndar einnig beðið um að
fá að flytja einnig frjálst fólk, ó-
dæmt, til Finnmerkur.
Menn og myndir
Mér finnst reyndar, að Magnús
Gislason hafi stækkað með hverju
bréfi sem ég hefi séð frá hans
hendi, ég held að hlutur hans i
sögunni hafi hingað til veriö mjög
fyrir borð borinn. Þetta er maður
sem er frjáls af valdabaráttunni,
auðugur, vel menntaöur og hann
litur á það sem hlutverk sitt að
halda þessum sýslumanna-
ribböldum i skefjum — þaö er
blátt áfram æsilegt að sjá hvernig
hann tugtar þá til. Svona menn
eins og hann og Skúla reyni ég að
gæða vissu holdi, annars verða
þeir nafnið eitt — annar er hóg-
vær og ihugull, hinn er dálttiö
ofsafenginn framkvæmdamaður.
Ég held aö þessi einkenni komi
íika fram á teikningu Hilmars Þ.
Helgasonar af þeim — en mynd-
irnar sem han hefur gert viö bók-
ina eru hinar prýðilegustu, mjög
vel útfærðar og trúar .stað og
stund....
Sporður Fláajökuls, suðaustan i Vatnajökli, gífurlega sprunginn.
Tignarheimur
frosts og funa
Gripið niður í
ritgerð Sigurðar
Þórarinssonar í
nýju vatna
jökulsbókinni
þeirra Gunnars
Hannessonar
//Svo þiö ætlið ykkur á
Vatnajökul. Þaðan komið
þið aldrei lifandi, því
Vatnajökull er djöfulleg-
asta svæði á jarðríki".
Með þessum orðum var þátt-
takendum sænsk-islenska leiö-
angursins 1936 heilsað af skip-
herranum á varðskipi þvi er flutti
þá frá Reykjavik til Hornafjrðar.
Að sannleikskorn væri i þessari
staðhæfingu fengu leiðangurs-
menn að reyna, er þeir skömmu
siðar urðu veðurtepptir i næstum
þrjár vikur upp af Hoffellsjökli
þar sem siðan heitir Djöflaskarð.
Þó mun það svo að veðurfar inni á
hjarnsvæðum Vatnajökuls er,
amk. á sumarhelft ársins, mun
betra en fólk almennt álitur, og
Vatnajökulsferðir geta trauðla
orðið svo háskalegar svaðilfarir
ef fararstjórar eru starfi sinu
vaxnir og bilar og tjöld i lagi,
svefnpokar hlýir og fólk vel klætt
ytra sem innra....
Grímsvötn
Eftir hlaup er ferlegt um að lit-
ast i Grimsvötnum. Hjarn- og is-
þekjan hefur þá sigið frá 80 upp i
amk. 120 metra svo að þar getur
að lita svimháa ishamra, græn-
bláa og setta gjóskuröndum frá
fyrri eldgosum. Viða eru dauða-
djúpar sprungur, en upp úr hjarn-
þekjunni vestast á vötnunum ris
móbergskollurinn Naggur með
jaka stórai sem hús á herðum
sér. Hefur þess verið til getið að
léttir sá á vatnsþrýstingi sem
verður i Grimsvötnum er þau
hlaupa eigi þátt i að koma af stað
þeim gosum sem þar verða, og
vist er að gosin eruekki aðalorsök
hlaupanna eins og áður var hald
manna þvi alloft kemur hlaup úr
Grimsvötnum án þess að þar
gjósi...
Kverkf jöll
Þegar fariö er norður yfir
Vatnajökul þar til sér 'norður af
jökulbungu Kverkfjalla vestri,
blasir hann við, þessi furðulegi
dalur, i öllu þvi skrúði gulra,
rauðra og grænna litbrigða, sem
einkenna leirhverasvæði. Hvar-
vetna stiga reykir frá gufuholum
og bullandi leirhverum og lokast
dalurinn næstum i nroðaustri þar
sem hann er þrengstur af gufum
úr stærsta hvernum. Dalurinn er
umkringdur meira en til hálfs af
tindrandi hvitum hjarnjökli og i
suðvesturenda hans er sporösku-
laga lón með grænbláum isveggj
um. öller þessi sýn svo óvirkileg
að jökulfarinn sem kemur sunnan
að trúir vart sinum eigin aug-
um...
Jöklafræði fyrrum
1 þeim bókum sem fjalla um
sögu jöklarannsókna og þróun
jöklafræði er tslands að litlu sem
engu getið og það eru nær ein-
göngu Alpalöndin sem þar koma
við sögu. Þetta er skiljanlegt þvi
fram á 19. öld voru nær öll rit um
jökla sem lesin urðu utan sins
heimalands, byggð á athugunum
á Alpajöklum. En staðreynd er að
fram til loka 18. aldar stóðu is-
lendingar alpaþjóðum jafn-
framarlega og raunar stundum
framar i þekkingu og skilningi á
jöklum, enda þótt litið af þeirri
þekkingu bærist til annarra landa
sökum einangrunar þjóöarinnar.
Það var fyrst og fremst sambúð
skaftfellinga við skriðjökla
Framhald á 2 2. siðu.
Tjaldbúðir við Pálsfjail.