Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16, nóveniber 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3
Hræddar viö
kvenréttinda-
stimpilinn?
Framkvæmdastjóri Blaða-
mannasambands Finnlands, Eila
Hyppönen lögfræðingur, flutti eitt
af fjórum meiriháttar erindum á
ráðstefnunni og talaði um starf
kvenna i stéttarfélögum. bar kom
fram margt af þvi sem við þekkj-
um héðan, þ.e. að konur eru ekki
nógu virkar og telja sig ekki hafa
tima til að sinna fundahöldum og
fleiru sem til þarf. Hún ræddi
þetta aðallega útfrá þrem punkt-
um: Um konuna sem launtaka i
fjölmiðlum. Um konuna i verka-
lýðshreyfingunni og þá sérstak-
lega i blaðamannafélögunum. Og
hvernig blaðamannasamtökin
gætu leyst þau vandamál sem
stæðu konum sérstaklega fyrir
þrifum.
Ekki svo, að hún hefði lausnina
á borðinu, en hún gerði saman-
burð á stöðu kvenna i blaða-
mennsku og i öðrum störfum og
var þeirrar skoðunar að þótt þær
væru tiltölulega frjálsari við
blaðamennsku en annarsstaðar
væru þær eftir sem áður fangar
kynferðis sins.
Konur krefðust þess ekki nógu
hart, fannst henni, að þeirra sér-
vandamál væru tekin til meðferð-
ar i félögunum. Vegna þess hve
hugsanaháttur og sjónarmið
karla væri rikjandi gengi konun-
um illa að tala um vandamál sin
og óttuðust þar að auki að fá á sig
kvenréttindastimpil, enda væri ó-
spart þaggað niðri þeim með þvi
að segja þeim að hætta þessu
kvenréttindastagli.
Að lokum benti Eila Hyppönen
á, að ástæðan fyrir slælegri þátt-
töku kvenna væri ekki sist sú, að
vegna heimilis og barna ættu þær
oft mjög erfitt með að standa i
löngum samningafundum, nætur-
vökum og öðru sem fylgdi, krefj-
andi hádegisverðarfundum
o.s.frv. Margir væru auk þess á
þeirri skoðun, að konur gætu
hreinlega ekki samið um sin laun
og sú skoðun væri ekki bundin við
karla; fjöldi kvenna áliti þetta
lika.
Áhrif
myndarinnar
t erindi um mynd fjölmiðla af
konunni og um lesendur, áhorf-
endur og hlustendur i hópi kvenna
sagði Anita Werner háskólakenn-
ari i Osló (við Institutt for
Presseforskning) frá könnun á
notkun fjölmiðla, ekki ósvipaðri
þeirri og hér var gerð i félags-
fræðideild háskólans. Kom þar
fram við samanburð, að i Noregi
horfa konur á sjónvarp að meðal-
tali i 1,38 klst. á dag, en karlar
1,43 klst. Konur reyndust hlusta
meira á útvarp og lesa meira af
vikublöðum en karlar, en karlar
aftur horfa meira á sjónvarp og
lesa meira i dagblöðum en konur.
Var i þessu sambandi bent á, að
konur geta hlustað á útvarpið
meöan þær eru að vinna heimilis-
störfin. Minnst allra reyndust úti-
vinnandi konur horfa á sjónvarp,
— 25% þeirra aldrei, en aðeins
10% heimavinnandi kvenna horfa
aldrei á sjónvarp. Þarna kom lika
fram, að 90% allra fréttadag-
skráa útvarps og sjónvarps er
stjórnað af karlmönnum.
Anita Werner talaði mikið um
hvaða áhrif sú mynd sem fjöl-
miðlar halda á lofti gæti haft og
hvort hún hefði áhrif til eftir-
breytni. Er t.d. konumynd viku-
ritanna, — hin alsæla eiginkona,
sem á góða fyrirvinnu, gott hús,
góöan bil og góð börn, — sem
haldið er að ungum stúlkum frá
upphafi, sú fyrirmynd sem þær
læra að keppa að?
Hún sagði, að erfitt væri að
skilja áhrif fjölmiðlanna frá öðr-
um áhrifum, en áreiðanlega
hefðu þeir geysileg áhrif við skoð-
anamyndun.
Ingrid Eide aðstoðarráðherra i
norska menntamálaráðuneytinu
ræddi siðan ýmis hugtök sem not-
uð eru i umræðum um fjölmiðla
og um hlutverk fjölmiðlanna —
hvort þeir ættu eingöngu að
spegla daglegt lif eða reyna að
hafa áhrif á það.
— Hvert verður svo framhald
þessarar ráðstefnu?
— Það var að visu nokkur skoð-
anaágreiningur á ráðstefnunni,
svarar Margrét, t.d. um það að
hve miklu leyti það væri karl-
mönnum að kenna og hve stóran
þátt konur ættu i þvi sjálfar, að
staða þeirra er ekki betri. Eins
var þrætt um hvort konur hefðu
annað tungutak en karlar og þá
hvort starfsfólk fjölmiðla ætti að
hafa það i huga þegar það útbyggi
sérstakt efni fyrir konur og hvort
reyna ætti að viðhalda þessu
tungutaki.
Hinsvegar voru allir á einu
máli um, að sú mynd sem dregin
er upp af konum i fjölmiðlum og
þá einkum i vikuritum sé harla ó-
raunveruleg og henni verði að
breyta. I þvi sambandi var t.d.
mikið rætt um meðferð á konum i
auglýsingum og skritlum þar sem
þær koma yfirleitt fram sem full-
trúar sins kyns, en ekki starfs-
greinar sinnar. Eins vorum við
sammála um, að fréttafjölmiðlar
gefa fremur lýsingu á heimi karl-
manna en kvenna, en það er
vegna starfsskiptingarinnar i
þjóðfélaginu. Þegar leita þarf á-
lits, umsagna eða upplýsinga um
fréttir er alltaf leitað til ráða-
manna á hverju sviði, þeirra sem
eru háttsettir i kerfinu og þeir eru
undantekningalitið karlar. Það
helst þvf i hendur, að mynd frétt-
anna getur varla breyst fyrr en
konur eru orðnar virkari þátttak-
endur i ráðandi störfum i þjóðfé-
laginu.
Niðurstaðan varð, eins og skýrt
hefur verið frá i fréttum, að koma
á laggirnar þessari samstarfs-
nefnd til bráðabirgða sem á að
starfa með vinnunefndum i
hverju landi. Hlutverk hennar er
að dýpka og breyta þeirri mynd
sem fjölmiðlar gefa af konum
með þvi t.d. að benda á hverju
okkur finnst ábótavant og stuðla
að þvi.að vekja konur til meðvit-
undar um hvernig fjallað er um
þær i fjölmiðlum.
—vh
Y erslunar-
og skrifstofufólk
Verzlunarmannafélag Reykjavikur held-
ur félagsfund i Vikingasal Hótels Loftleiða
sunnudaginn 16. nóvember 1975, kl. 14.
Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
A skíðum
í hlíóum Alpafjalla
Eins og síöastliöinn vetur bjóóum viö nú viku og
tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton
í Austurriki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum.
í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir
byrjendur, sem þá bestu. Þar er veriö á skíöum í
sól og góöu veöri allan daginn, og þegar heim er
komiö, bíður gufubaö og hvild, góöur kvöldmatur og
rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á
skemmtistað ef fólk vill heldur.
Morguninn eftir, snemma, er stigió á skíðin og
haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta
dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur.
Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti
meö fullkomnu ”aþré ski”.
Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvaliö
viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur.
Skíöafólk leitiö upplýsinga hjá söluskrifstofum
okkar, ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum.
Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu
^vcféi^c L0FTLEIDIR
ISLAJVDS