Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvetnber 1975. SVAVAR GESTSSON: ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Frá stofnfundi Alþýðubandalagsins haustiö 1968. Um þessa helgi er haldinn flokksráðsfundur Alþýðubanda- lagsins. Er fundurinn haldinn i Kópavogi i myndarlegu félags- heimili Alþýðubandalagsmanna þar i bæ. Þetta er i annað sinn sem flokksráðsfundur er haldinn þar. Flokksráðsfundir eru haldnir tvisvar sinnum á milli lands- funda, sem eru þriðja hvert ár. Alþýðubandalagið hefur nú haldið þrjá landsfundi, en flokkurinn var stofnaður snemma i nóvember 1968. Aðdragandinn var erfiður á marga lund, en upp úr þeim jarð- vegi sem myndast hefur og upp úr fortið sósialiskrar hreyfingar á Islandi er að spretta stjórnmála- flokkur sem fer sivaxandi að styrk og getu til þess að glima við viðfangsefnin. Alþýðubandalag- ið er nú stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og sterkasti flokkurinn i verkaiýðshreyfingunni. Flokk- urinn er stærsti andstöðuflokkur ihaldsins i Reykjavik og viða úti á landi hefur flokkurinn eflt stöðu sina mjög verulega að ekki sé fastar að orði kveðið. Viðsvegar um landið hefur flokkurinn mikil áhrif i sveitarstjórnum og forusta sósialista i Neskaupstað er jafn- traust og fyrr. Þess ber einnig að geta hér, þvi það sýnir meðal annars styrk flokksins, að Þjóðviljinn, mál- gagn islenskra sósialista, hefur á siðustu fimm árum stóraukið út- breiðslu sina. 10.000 eintaka upp- lag blaðsins er á næsta leiti, ef vel er unnið. Allt er þetta sem hér er talið ákaflega ánægjulegar staðreynd- ir, en islenskir sósialistar hafa samt engan áhuga á þvi að berja sér á brjóst og hrósa starfi liðins tima. Starfskrafa dagsins er efst á blaði. Alhliða efling flokksins út á við á undanförnum áratug hefur kostað mikið starf allmikils hóps manna um allt land. Starfið sem það fólk hefur lagt á sig er ótrú- legt; þær fórnir sem þetta fólk hefur tekið á sig eru blátt áfram óskiljanlegar mönnum i öðrum flokkum og jafnvel stuðnings- mönnum sem álengdar standa. 1 þvi sambandi má minna á Þjóðviljahúsið við Siðumúla; bygging þess fram að þessu hef- ur einvörðungu verið fjármögnuð af þessum fórnfúsu félögum — og þannig hefur það jafnan verið við mikii átakaverkefni. Menn taka ekki þátt i sósialiskum fiokki vegna þess að þeim finnist umbun á næsta leiti fyrir sig og sína, menn taka ekki þátt i starfi flokksins þrúgaðir af einhvers- konar misskilinni fórnarlund. Menn taka þátt i baráttunni fyrir sósialisma á íslandi fullir hug- sjóna og bjartsýni, fagnandi þvi að fá að taka þátt i þvi að gera sitt til þess að byggja upp sósialiska hreyfingu, sósialiskt ísland. Alþýðubandalagið í Reykjavík Og einmitt þess vegna hljóta islenskir sósialistar i sifellu að spyrja sjálfa sig hvort þeir eru á réttri braut; hvort eitthvað megi betur fara i daglegu starfi og stefnumótun. Af þeirri ástæðu eru sósialistar hér i höfuðborginni nú að leggja drög að stórefldu starfi flokksins i Reykjavik. Nýlega ákvað aðalfundur Alþýðubanda- iagsins i Reykjavik að festa deildaskiptingu félagsins. Er félaginu nú skipt i sex deildir sem hver hefur sina stjórn og með þessum hætti virkjast miklu fleiri félagar beint i flokksstarfinu en verið hefur áður i borginni. A félagsfundi i Alþýðubanda- laginu i Reykjavík á miðvikudag kom fram eindreginn áhugi á starfi félagsins, starfi og aftur starfi i fullvissu þess að öflugt félag i höfuðborginni sé höfuðfor- senda þess að flokkurinn i heild nái þeim innri styrk sem hann þarf að ná. Deildaskipting Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik hefur þann tilgang að sem flestir félagar verði virkir við ákvarðanatektina i flokknum, sósialiskur flokkur skilur sig frá borgaralegum flokkum á margan hátt, en eink- um á þann hátt að hann hlýtur að leggja höfuðáhersluna á það að ákvarðanirnar i flokknum séu teknar af sem flestum beinum þátttakendum. Sósialiskur flokkur eins og Alþýðubandalagið skilursig einn- ig frá öðrum stjórnmálaflokkum að þvi leyti að það leggur megin- áherslu á starfið i verkalýðs- hreyfingunni, sjálfa stéttabarátt- una, kjarnann i öllu starfi sósialista. Þess vegna telja islenskir sósialistar að starf flokksins megi á engan hátt ein- skorðast við þátttöku i þeim stofnunum þjóðfélagsins sem byggjast á svonefndu fulltrúalýð- ræði. Lýðræði felst ekki i þvi að afhenda einhverjum fámennum hópi manna öll völd á fjögurra ára fresti; lýðræði er vald lýðsins, sifellt og viðvarandi. Þjóðfélagslegt vald Alþýðu- bandalagsins kemur þvi ekki einasta fram i styrk hans á alþingi og i byggðastjórnum; vald hans kemur fram i virkri þátttöku i hagsmunasamtökum fjöldans; verkalýðshreyfingunni i viðtæk- ustu merkingu þess orðs. Verðbólgan f islenska þjóðfélaginu i dag eru miklar skyldur lagðar á herðar islenskra sósialista. Þjóðfélagið er i upplausn, segja borgarablöðin, og eiga við það að rikisstjórn borgarastéttarinnar, hægri aflanna, fær ekki við neitt ráðið. Verðbólgan er eina and- svar auðstéttarinnar við þeim þjóðfélagsvandamálum sem til verða á hverjum tima, og verð- bólgan er birtingarform stétta- baráttunar, andsvar auðvaldsins við landvinningum verkalýðsins. En sú óðaverðbólga sem rikir nú hér á landi er miklu alarlegri meinsemd en oft áöur. Verðbólg- an eyðileggur verðmæti verka- fólks eins og sparifé þess, at- vinnuleysistryggingasjóðinn og lifeyrissjóðina. Þó að launafólki takist að koma sér upp ibúðum „með hjálp verðbólgunnar” eins og það er orðað stundum, segir það ekki nema brot af sögunni. tbúðirnar eru aðeins brotabrota- brot þess sem auðstéttinni hefur tekist að ræna með öðrum hætti. Auðstéttin veður i bankakerfinu i axlir, festir lánin i allskonar eign- um, sem hún afskrifar og fyrnir siðan, borgar engan skatt af þeim eða tekjum sinum, og stendur siðan uppi með gifurlegar eignir — vegna verðbólgunnar. Sá verö- bólguhugsunarháttur sem oft er talað um er afleiðing þess ástands sem verið hefur; fólk keppist um að koma peningum sinum i neysluvörur, þvi útborgunin þin i dag er einskis virði á morgun. Þetta veldur aftur ásókn i fölsk verðmæti, fölsku gildismati, veldur þvi að margur maðurinn hefur peningahyggjuna til vegs, en missir átta og verður fórnar- dýr hringiðunnar. Og auðstéttin græðir og græðir meira. Trúin á kreddur En jafnframt þessum almennu vandamálum verðbólguþjóð- félagsins hafa ný bæst við sam- fara þvi að verðbólgan hefur vax- ið hröðum skrefum; óðaverðbólg- an hefur sporðreist allt efnahags- lifið. Nú er svo komið vegna stjórnleysis rikisvaldsins að islendingar eyða gjaldeyri langt umfram það sem eðlilegt er. Þetta er gert samkvæmt trú ihaldsaflanna á eldgamlar úrelt- ar borgaralegar kreddur um inn- flutningsfrelsi, sem eigi að leysa allan vanda. Þessi ofurtrú á skurðgoð viðskiptafrelsisins hef- ur svipt menn ráði og rænu; siðasta fórnarlambið á altari skurðgoðsins er Ólafur Jóhannes- son, viðskiptaráðherra og for- maður Framsóknarflokksins. Auðvitað stenst þessi kreddu- dýrkun engan veginnjþað sér hver maður. En svar rikisstjórnarinn- ar er ekki það að varpa skurð- goðinu i gin sorpeyðingarstöðvar- innar. Svar rikisstjórnarinnar er að skerða kaupmátt almennings þannig að skorturinn verði skömmtunarstjórnin. Þegar ihaldsstjórn missir fótanna gerir hún skortinn að bandamanni sin- um; aðalmálgögn skortsins tala um ánægjulegan og sársaukafull- an niðurskurð félagslegrar neyslu. Reynslan úr vinstristjórn in n i Þegar ástandinu i þjóðfélaginu er komið eins og raun ber vitni um nú skýrast mörg þjóðfélags- leg fyrirbrigði betur en áður. Þá sést hverjir það eru sem hafa hag af þvi að viðhalda rikjandi ástandi’ hverjir það eru sem fljóta ofan á soragrautnum hvernig sem slæst meðan þeir eru ekki afhjúpaðir. 1 þessu sam- bandi er Framsóknarflokkurinn ofarlega á blaði. Hann þorir aldrei að taka á nokkru vanda- máli. Hann getur ekki tekið á nokkru vandamáli. Þess vegna vill hann viðhalda rikjandi ástandi, þess vegna er hann bandamaður auðstéttarinnar. Þessu eðli Framsóknarflokks- ins kynntust sósialistar ákaflega vel i vinstristjórninni. Framsókn þorði þá aldrei að taka á neinu vandamáli; á henni strönduðu all- ar tillögur um félagslegar um- breytingar i þjóðfélaginu. 15 tryggingafélög, þrjú oliufélög — allt voru þetta heilagar kýr fyrir Framsóknarflokkinn. Eftir þá reynslu sem fékkst i vinstri- stjórninni er framsókn ekki lik- legur bandamaður sósialista til þess að breyta þjóðfélaginu. En talandi um vinstristjórnina; þar tókst engu að siður að koma fram ýmsum félagslegum umbót- um. Nægir i þvi sambandi að minna á tryggingamálin og þá er ekki úr vegi að nefna furðulegan leiðara sem birtist i Alþýðublað- inu á dögunum. Þar er þvi blákalt haldið fram að valdataka vinstri- stjórnarinnar hafi haft i för með sér beina kyrrstöðu i félags- og jafnréttismálum. Það strandaði á framsókn Þessi „kyrrstaða” sést kannski Innlendar og erlendar verðhækkanir A vinstristjórnarárunum, einkum 1973 varð veruleg hækkun á verðlagi og stóð sú þróun fram á árið 1974. Meginhluti þessara hækkana stafaði af verölagshækkunum erlendis. Eftirfarandi talnaraðir gefa nokkra hugmynd um það. í fyrsta dálki er visi- tala vöru og þjónustu miðað við 100 1967. I öðrum dálki er prósentuhækkun þessarar visitölu milii ára. í þriöja dálki er hráefnavisitala Reuters, alþjóðleg visitala, sem hefur áhrif á allt alþjóðlegt verðlag. Hefur visitala þessi verið kölluö visitala heimsmarkaðsverðs. Vara og Hækkun Reuters- Ar þjónusta frá f.ári vísitala Hækkun 1967 100 100 1968 116,2 16,2% 112,5 12,5% 1969 144,0 24% 122,3 8,5% 1970 164,8 14,3 127,7 4,3% 1971 176,9 7,3 122,2 -5,8 1972 202,4 14,4 137,2 14,2 1973 252,4 24,7 237,2 72,9 1974 358,8 42,7 300,0 26,5 Lífeyrir og verðbólga Visitala vöru og þjónustu sett á 100 1967, lifeyrir handa öldruð- um og öryrkjum einnig settur á 100 1967. Taianröðin sýnir þvf hina miklu kaupmáttaraukningu ilfeyris á vinstristjórnarárun- um. Ar Vara og þjónusta Lifeyrir 1967 100 100 1968 116,2 109,7 1969 144,0 128,4 1970 164,6 148,6 1971 176,9 182,3 1972 202,4 379,4 1973 252,4 456,9 1974 358,8 659,0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.