Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. nóvembcr 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Lögregluríki í Kenya, eöa
hnignun þjóðfrelsishreyfinga
Fyrir um það bil fimmtán árum
tók hið pólitiska landabréf Afríku
örum breytingum. Hver nýlendan
af annarri hlaut sjálfstæði, og
margir góðir menn fögnuðu þvi,
að forystumenn i þjóðfrelsisbar-
áttu þessara landa fengju nú
tækifæri á að spreyta sig — við að
breyta samfélaginu og tæknileg-
um grundvelli þess á eigin for-
sendum.
Það var snemma ljóst, að eins-
konar einsflokkskerfi tók við i
flestum hinna nýju höfuðborga,
en það var af mörgum talin frem-
ur eðlileg þróun. Basil Davidson,
sem skrifaði vinsamlegar bækur
um Afrikumál, sagði sem svo,að i
hinum þjóðlegu einingarsamtök-
um lifði áfram sú hefð ættflokk-
anna, að ræða málin innbyrðis
allt þar til samnefnari væri fund-
inn. Hin ný ju riki væru sterkari til
átaka við óteljandi verkefni en ef
reynt væri að koma á t.d. margra
flokka kerfi. Vegna þess að fyrr-
verandi nýlenduherrar mundu
eiga auðveldara með að koma sér
upp erindrekum i sliku kerfi —
auk þess mundi flokkaskipting
ekki eiga sér neinar skynsam-
legar pólitiskar forsendur, heldur
verða áframhald þeirra vand-
kvæða sem skapaðist af þvi, að
nýlenduveldin stjórnuðu gjarna
með þvi að mismuna einstökum
þjóðum innan nýlendunnar.
Margra flokka kerfi yrði þvi fyrst
og fremst endurspeglun á hlut-
föllum milli þjóða i rikjum, sem
höfðu til orðið innan tilviljunar-
kenndra landamæra nýlendu-
timans, og gæti þvi fylgt hætta á
„balkaniseringu”, þ.e.a.s. að
stórveldi og sterkari nágrannar
gætu bútað rikin niður með þvi að
efna beint og óbeint til fjandskap-
ar milli þjóða og þjóðabrota.
Úrkynjun
Þess i stað vonuðu menn, að hin
ungu Afrikuriki mættu taka
félagslegum framförum undir
forystu einingarsamtaka, sem
um leið varðveittu rétt til gagn-
rýni og annað sem i lýðræðisátt
gengur innan sinna vébanda. Þvi
miður hafa þessi einingarsamtök
eða flokkar illa staðist prófraunir
þessar. Það er einna helst flokkur
sá sem stjórnar Tansaniu TANU
og hefur Nyerere i forsæti, sem
hefur getið sér nokkurn orðstir,
þótt ekki sé hann flekklaus. Viða
hefur herinn kippt stjórnmála-
samtökum úr sambandi með
valdaránum. 1 öðrum rikjum
hafa hin pólitisku samtök úrkynj-
ast, orðið blátt áfram að valda-
tæki nýrrar yfirstéttar, sem sem-
ur sig i flestum greinum að lifn-
aðarháttum hinna fyrri hvitu
herra, sem þeir hafa efnt til
margháttaðs félagsskapar við um
arð af auðlindum álfunnar.
Kenya, eitt helsta riki álfunnar,
og þaö sem hefur keypt pólitiskt
sjálfstæöi sitt einna dýrustu verði
(styrjöld breta við Mau Mau), er
eitt þeirra landa, þar sem þessi
hnignunarsaga virðist komin að
dapurlegum leiðarlokum.
Þingmenn hverfa
Fyrir skömmu höfðu óein-
kennisklæddir menn á brott með
sér úr þingsölum i Nairobi
Seroney, varaforseta þingsins, og
skoðanabróður hans, Shikuku.
Þeir höfðu gagnrýnt stjórnina og
sinn eiginn flokk, KANU, eina
flokkinn i landinu. Þeir verða
„einangraðir” um óákveðinn
tima. Enginn hefur spurt hver
hafi rétt til þess. Blöðin hafa
aðeins skýrt hlutlaust frá atburð-
um, en enginn hreyfir andmæl-
um.
Shikuku hafði sagt i þingsölum :
„KANU er dauður flokkur”, og
Seroney hafði tekið undir. Þetta
atvik var stjórninni kærkomið
tækifæri til að loka munni siðustu
gagnrýnenda sinna sem létu að
sér kveða opinberlega.
Félagslegar andstæður fara
vaxandi i Kenya. Atvinnuleysi,
matvælaskortur, gróft brask og
okur á húsnæði, firnaleg pólitisk
spilling og fjármálaspilling — allt
er þetta hlutskipti mikils meiri-
hluta landsmanna. En erlendir
fjárfestingaraðilar og litill hópur
áhrifamikilla keniskra fjöl-
skyldna á sér aftur á móti náðuga
daga. 220 evrópskar fjölskyldur
eiga 800.000 hektara af landi, en
70 þúsundir landlausra afriku-
manna, sem meðan á sjálfstæðis-
baráttunni stóð voru fluttir i
svonefnd „varnarþorp” búa enn I
tjaldbúðum.
Misrétti
Jomo Kenyatta, hinn aldni
forseti landsins — 83 ára — og
kona hans, Mama Ngina, hafa
sjálf gengið á undan i eignasöfn-
un. Kenyatta hefur á 12 ára
stjórnarferli komið sér i tölu
10—12 rikustu manna heims að
þvierblaðamennhafa reiknað út.
Hann á jarðeignir firnamiklar og
hlutabréf i fjölda fyrirtækja bæði
heima fyrir og erlendis. Hann
hefur komið ættingjum og vinum
fyrir i öllum veigamestu embætt-
um stjórnkerfis landsins, og er
það lið afar dýrt á fóðrum eins og
liklegt er.
Hið félagslega misrétti brýst
fram meðal annars i miklum
glæpafaraldri og eftir þvi öflugu
lögregluliði. Um 17.000 manns eru
i lögreglunni, en auk þess hafa
bankar. fyrirtæki og villuhverfi
komið sér upp sérstökum varð-
sveitum gegn ræningjum. Engu
að siður er ránsskapur daglegt
brauð. Hinsvegar verða menn
ekki mikið varir við tilraunir til
að skipuleggja pólitiskar hreyf-
ingar til að berjast gegn misrétti,
enda mun óspart leitast við að
kæfa slika viðleitni i fæðingu.
Rannsókn á moröi
Þar til þeir Shikuku og Seroney
voru á brott færðir var þingið,
þrátt fyrir takmarkað valdsvið,
þrátt fyrir allt vettvangur þar
sem nokkur gagnrýni gat komið
fram.
Þeir tvimenningar voru reyndir
striðshestar á þingi. Þeir töldu sig
fyrst og fremst bundna af kjós-
endum sinum, en það þýddi i
kenisku samhengi að þeir teldu
sig fyrst og fremst umbjóðanda
þeirrar þjóðar sem kjördæmi
þeirra byggði. Shikuku taldi sig
ekki vera uppreisnarmann gegn
stjórninni. I viðtali sem birt var
skömmu áður en hann var á brott
leiddur sagði hann sem svo: „Ég
er ævifélagi i' KANU og hefi veitt
flokknum og stjórninni eindreg-
inn stuðning. Hefði ég verið i
uppreisnarhug gegn stjórninni þá
gengi ég ekki laus i dag. Ég hefi
stundum látið i ljós gagnrýni á
vissa hluti, innan þings og utan,
og það hefi ég gert fyrst og fremst
skv. óskum kjósenda minna”.
Hér á Shikuku við abalújaþjóð,
sem hann sjálfur tilheyrir, en hún
er Jiriðja stærsta þjóð kenya,
næst á eftir hinum rikjandi
kikújum (2,2 miljónir) og lúlóum
(1,5 milj). A Kenya-þingi eru 18
abalújar af 158 þingmönnum.
Hin raunverulega „sök” þeirra
Shikuku og Seroneys var sú, að
þeir hafa barist gegn spillingu og
reynt að standa á rétti þingsins.
Shikuku var fyrir skemmstu for-
maður þingnefndar, sem átti að
rannsaka spillingu meðal leiðtoga
landsins, en eins og búast mátti
við fór sú rannsókn aldrei langt.
Prófsteinn á hana var morðið á
Josiah Kariuki, sem hafði haft
aðgang að leyndarmálum helstu
ráðamanna landsins og hafði
reynst þeim um leið óþægur ljár i
þúfu. Kariuki fannst myrtur úti i
skógi fyrir utan Nairobi — þeir
sem sáu lögreglu færa hann á
brott nokkru áður hafa sjálfir
horfið, eða verið fengnir til að
þegja. Shikuku reyndi að beita
netod sinni til að upplýsa mál
þetta — en yfirvöldin gerðu hvað
þau gátu til að hindra rannsókn
og gera hana að sýndarmennsku
einni, enda lágu sporin til yfir-
manns lögreglunnar og eins
helsta trúnaðarmanns Kenyatta
forseta.
Seroney var einnig meðlimur.
nefndarþeirrar, sem rannsaka átti
þetta pólitiska morð, og hann var
einnig formaður þingnefndar,
sem átti að vinna að þvi að
treysta stöðu þingsins og friðhelgi
þess. Sem slikur hafði hann með
ótviræðum hætti veist að háttsett-
um mönnum,semneituðu að bera
vitni fyrir þingnefndum og lagt til
að þeim yrði refsað.
Arið 1971 átti að kjósa til þings
(menn geta ekki valið flokk, en
höfðu val á ýmsum frambjóðend-
um sem buðu sig fram á grund-
vellistefnuskrárKANU),en þeim
kosningum hefur enn verið skotið
á frest. Hreinsanirnar i flokknum
eiga sumpart rætur að rekja til
vaxandi óánægju Kenyatta með
þá sem dirfast að andmæla hon-
um, en sumpart eru þær tengdar
fálmkenndri viðleitni manna úr
forystuklikunni til að tryggja sér
völdin eftir að landsfaðirinn
Kenyatta er allur.
Nokkru eftir hreinsanirnar
samþykkti þingið stuðnings-
yfirlýsingu við Kenyatta lands-
föður og KANU. Um leið lögðu
tveir helstu legátar hans það til
að „hreinsa” ætti landið alveg af
„uppreisnarmönnum” eins og
þeim sem lýstu flokkinn
„dauðan”.
Annar þeirra sagði á þá leið að
Kenya væri frjálst land „þar sem
menn gcta keypt sér tiu
Mercedesbila ef þeir bara hafa
peninga, eða hundruð erkra af
landi, án þess að nokkur blandi
sér i það. Hvað er frelsi annars?
Hvað er það sem sumir menn
vilja?”
Ummæli þessi lýsa vel valda-
stéttinni: frelsið er frelsi þeirra
riku til bílifis og fjárfestingar.
Jarðnæðismálin, sem legáti þessi
kom inn á, eru reyndar mála eld-
fimust i Kenja. Þegar kikújúar
sóru hver öðrum eiða og hófu á
sinum tima skæruhernað gegn
hvitum landnemum i Kenya, þá
voru þeir fyrst og fremst að
berjast fyrir endurheimt lands
feðra sinna. Kenyatta hefur visað
á bug á þingi ásökunum um að
hann og klika hans hafi sölsað
undir sig gifurlega mikið af hinu
besta landi með tilvisun til þess,
að það sé heimskulegt að tala um
landeignir afrikumanna meðan
enn sé til mikið af rikum evrópsk-
um gósseigendum! Slikur mál-
flutningur er ekki annað en und-
anbrögð — enda ber Kenyatta
sjálfur ábyrgð á þeirri stefnu að
hin evrópsku óðul eru enn til.
Skæruhernaöur
á ný?
Spurt er hinsvegar, hve lengi
bændum verður haldið upp á
snakki. öðru hvoru heyrast hót-
anir um að kikújubændur muni
aftur „snúa til skóganna”, það er
að segja til þess svæðis, þaðan
sem þeir háðu árangursrikan
skæruhernað gegn bretum. Það
gerðist snemma á þessu ári, að
kveikt var i hveiti á 700 ekrum á
einum af búgörðum Kenyattas —
minnir það atvik að sjálfsögðu á
baráttu kikúja á Mau Mau timan-
um. Um leið urðu menn varir við
flugrit með upplýsingum um
eignir Kenyattafjölskyldunnar
hér og þar i landinu.
Hvað mun Kenyatta gera? Efla
enn lögregluna? Eða herinn, sem
hefur verið frekar litill til þessa?
Svo mikið er vist, að hann lét
mikinn manngrúa hafa eftir sér
svardaga á siðasta þjóðhátiðar-
degi um að útrýma beri, „þjófum
og ræningjum”, taka þá af. Við
keniskar aðstæður er hægt að
teygja vel úr skilgreiningunni
„þjófur og ræningi”. Hingað til
hefur Kenyatta ekki „refsað”
pólitiskum andstæðingum, heldur
„einangrað” þá, eða sett þá niður
þar sem þeir geta ekki haft sig i
frammi. Hann leyfir t.d. Oginga
Odinga, sem var i haldi um hrið
fyrir tilraun til að starfrækja
stjórnarandstöðuflokk, að stunda
búskap við Viktoriuvatn. En slik
„mildi” heyrir liklega fortiðinni
til — aðferðir hins grimulausa
lögreglurikis sækja fram.
I hvaða
átt?
Hér verður ekki að sinni farið
ýtarlega út i forsendur þeirrar
hnignunar sem sýnir okkur eina
af hetjum hins ófrjálsa þriðja
heims sem var, Jomo Kenyatta, i
hlutverki girugs landabraskara
og lögreglustjóra. Það er al-
gengast að skella skuldinni á arf-
leifð nýlendutimans, sem verður
til þess, að byrja verður á fjöl-
mörgu i framkvæmdum og
félagsmálum, sem aldrei var
áður reynt. A nýlendustefnuna
nýju, sem hélt efnahagslegum
tökum á Afriku hvað sem leið
pólitisku sjálfstæði og ól einfald-
lega upp innlenda yfirstétt i stað
þeirrar hvitu. Þegar afríkuvinur
eins og Basil Davidson, sem áður
var nefndur, rakti þær vonir sem
menn tengdu við afriskt sjálf-
stæði, þá voru þær mjög tengdar
þvi, að hægt væri að byggja á
vissum jafnréttis- og sam-
ábyrgðarhefðum hins gamla
afriska ættbálkafélags — og
sameina hana nokkrum lærdóm-
um sósialisma. Hitt var jafnljóst,
að ef þessari hefð var hafnað, og
þess i stað hleypt af stað kapp-
hlaupi um eignarrétt og sérleyfi,
þá mundi hin þjóðlega eining,
sem til verður i sjálfstæðisbar-
áttu, innan skamms ekki verða
annað en skopmynd af sjálfri sér.
Snúast upp 1 sýndarmennsku,
sem felur viðleitni nýrrar yfir-
stéttar til að tryggja völd sin og
frelsi „til að kaupa tiu Mercedes-
bila.”
Ööru
vísi þróun
Vonir um „öðruvisi” þróun i
Afriku eru nú um stundir einkum
tengdar tveim fyrrverandi
nýlendum portúgala, Mósambik
og Gineu-Bissau. Það er einmitt
hin langvarandi vopnaða barátta
þjóðfrelsishreyfinga þessara
landa sem ýtir undir þessar von-
ir, þótt undarlegt megi virðast. 1
þessari baráttu urðu hreyf-
ingarnar, nauðugar viljugar, að
koma upp eigin stjórnkerfi, eigin
menntastofnunum, eigin félags-
legri þjónustu osfrv. á þeim svæð-
um sem frelsuð höfðu verið —
byggja upp heillegt samfélag á
eigin forsendum og þá i anda þess
jöfnuðar sem skæruhernaði fylg-
ir. 1 þessum löndum ættu þvi
a.m.k. að vera fleiri möguleikar
en viðast annarsstaðar á þeim
afriska sósialisma, sem mjög var
til umræðu fyrir röskum tiu ár-
um. Um Angólu verður þvi miður
ekki hið sama sagt, svo mjög sem
það land er sundur tætt af
hjaðningavigum.
\.H. tók saman.Upplýsingar um
Kenya eruúr Inforniation.
Landsfaðirinn Jomo Kenyattaj einn af hetjum þriðja heimsins i hópi
tólf rikustu manna heims.
Frelsi
Mercedesanna