Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
best á þvi að bera saman annars
vegar visitölu vöru og þjónustu og
hins vegar visitölu elli og örorku-
lifeyris á fjórum siðustu valdaár-
um viðreisnarflokkanna og á
þeim fjórum árum sem Alþýðu-
bandalagið kom við sögu i stjórn
landsins. Með þessum samanb.
— sjá töflu — kemur fram að
kaupmáttur elfi- og örorkulif-
eyris nærri tvöfaldaðist þrátt
fyrir þá miklu verðbólgu sem þá
gekk yfir, en var þó — sjá enn
töflu — fyrst og fremst vegna
gifurlegra erlendra verðhækk-
ana.
tslenskir sósialistar voru áreið-
anlega einhverjir einlægustu
stuðningsmenn vinstristjórnar-
innar; þeir gerðu blátt áfram allt
sem i þeirra valdi stóð til þess að
starfa þar af heilindum og
myndarskap. Störf ráðherra
flokksins, þeirra Lúðviks og
Magnúsar, i vinstristjórninni
voru með einstæðum glæsibrag,
ekkert minna. En sósialistar
viðurkenna lika og vita að með
vinstristjórninni tókst ekki að
leysa allan vanda. Þvi fór fjarri.
Sérstakiega á þetta við um efna-
hagsmálin og er þá átt við
úrlausnir sem hafa varanlegt
gildi. Þar strandaði enn á
Framsóknarf lokknum.
Hvern einasta dag
Þær skyldur sem islenskir
sósialistar verða nú að axla eru
miklar og i þvi sambandi eru
efnahagsmálin efst á blaði verk-
efna dagsins i dag. Nátengt þeim
er vissulega landhelgismálið þar
sem samningaglapræði getur leitt
til efnahagslegs hruns þjóðarinn-
ar, ef landsmenn verða svo
ógæfusamir að NATO-hlýðin
rikisstjórn afhendi útlendingum
áframhandandi aðgang að mikil-
vægustu auðlindum okkar, fiski-
miðunum innan 50 milna mark-
anna.
En i þeim málum sem i daglegu
tali eru kölluð efnahagsmál
verður að móta heildarúrræði
sem unnt er að fylkja fólki um
þannig að vald verkalýðshreyf-
ingarinnar og þeirra þjóðfélags-
afla sem eru henni hliðholl verði
svo ótvirætt að auðstéttin verði að
knékrjúpa verkalýðsstéttinni, i
stað þcss að deila og drottna eins
og henni hefur þvi miður tekist
allt of lcngi.
Þessi brýnu vandamál fjallar
Alþýðubandalagið um um þessar
mundir; það setur sér það mark-
mið að koma núverandi rikis-
stjórn frá og það óttast ekki mik-
inn þingstyrk hennar. Vald
verkalýðshreyfingarinnar getur
verið miklu meira en mikils
meirihluta stjórnarflokkanna, ef
þvi er beitt af festu, styrk og viti.
Alþýðubandalagið leysir ekki
mál sin á einum fundi; flokks-
ráðsfundurinn er aðeins einn
fundur af ótalmörgum, örlitið
brot mikils starfs sem framundan
er. Þetta starf beinist, sem fyrr
segir.að uppbyggingu og innri efl-
ingu flokksins, en það beinist
einnig að eflingu áhrifa hans og
verkalýðsstéttarinnar i landinu i
heild.
Alþýðubandalagið hefur allar
forsendur til þess að eflast enn að
styrk og fólkið i landinu — fylgis-
menn allra flokka — munu taka
fagnandi tillögum sem geta
sannanlega leyst fram úr þeim
brýna vanda sem við er að etja.
Áreiðanlega verður flokksráðs-
fundur Alþýðubandalagsins til
þess enn að auka baráttuhæfni og
þrek flokksins i glimunni við við-
fangsefnin; en starfsfundi okkar
islenskra sósialista er aldrei slit-
ið. Hann er haldinn hvern einasta
dag.
VETRARTÍSKAN i
Ullarkápur
Flauelskápur
Tweedkápur
Terylenekápur
Jakkar
Úlpur
Loöhúfur
Hattar
Húfusett
Langir treflar
Nýjar vörur
í hverri viku
þernhard lax^al
m KJÖRGARÐI
SIGURÐUR
BLÖNDAL
SKRIFAR:
AÐ BÍÐA
DÓMS
Tregða meirihluta Alþingis að
taka til umræðu, hvað þá sam-
þykkja frumvarpið um þjóðar-
eign á háhitasvæðum landsins
leiðir hugann að frekari um-
ræðu um starfshætti þingsins,
sem fjallað var um i pistli á
þessum stað i Þjóðviljanum
einu sinni i sumar.
Þar var bollalagt um það,
hvernig Alþingi hefir smátt og
smátt glutrað niður hlutverki
sinu sem löggjafarsamkoma
með frumkvæöi og selt það — ó-
beint að visu — i hendur em-
bættismanna, sem eiga mestan
þátt i að semja öll veigamestu
lagafrumvörp, sem rikisstjómir
bera fram.
Þetta hefir gerst þrátt fyrir
það, að alþingismenn eru nú
launaðir allt árið, en með þeirri
skipan staðfestu þingmenn
sjálfir i verki þann skilning, að
þingmennska sé fullt starf.
Samt eru fjölmargir þeirra að
vasast i öllu mögulegu öðru en
þvi, sem ætti að vera hið raun-
verulega hlutverk þeirra. Þann-
ig gegna nokkrir samhliða þing-
mennskunni þýðingarmiklum
störfum i opinberri þjónustu. Sú
fráleita skipan hefir ekki einu
sinni leitt til umræðna i þing-
salnum, þótt tillaga um að af-
nema hana hafi tvisvar á und-
angengnum þremur árum verið
um það flutt. Hún hefir aðeins
hlotið sætan svefn i nefnd.
Auk þess sem áður var að vik-
ið um það, að verið væri að fela
framkvæmdavaldinu i landinu
undirbúning löggjafar, birtist
oft tilhneiging á Alþing til þess
að skjóta sér undan vanda og
koma honum yfir á dómsvaldið.
Ég minnist þess að hafa heyrt
málsmetandi alþm. segja, þeg-
ar tiltekin mál hafa verið á dag-
skrá, sem löggjafarsamkoman
ætti að marka stefnu i:
„Mál af þessu tagi er einmitt
nú fyrir dómstóli. Við skulum
biða, þar til dómur er genginn i
þvi”.
Þessi afstaða birtist einkum,
þegar um er að ræða svokölluð
„viðkvæm” eignarréttarmál.
Nú má aðeins staldra við og
minnast þess, eftir hverju dóm-
stólar dæma. Þeir dæma eftir
þeim lögum, sem i gildi eru eða
venjum, ef lög eru ekki til. Þetta
er gott og blessað og vonandi
tekst dómurum oftast að grunda
dóma sina bærilega.
En þá eru það lögin. Hvað
spegla þau? Það er algengt við-
kvæði, að ýmis gildandi lög
stangist á við siðgæðisvitund
samtiðarinnar. Lögin spegla
vilja þeirrar stéttar, sem ráð-
andi var i þjóðfélaginu, er þau
voru sett. Þegar sú staðreynd
blasir við, að til eru lagaákvæði,
sem geta verið 100 ára gömul,
enn eldri — jafnvel Jónsbókará-
kvæði, þá er ekki furða, þótt
eitthvað stangist á við samtiö-
ina.
Mér er tjáð, að hér sé einmitt
oft um að ræða ákvæði, er varða
eignarrétt. Raunar stendur i
stjórnarskránni, að eignarrétt-
urinn sé friðhelgur. Það er auð-
vitað eins og hvert annað spari-
bros. Mjög mikið af lögum, sem
Alþingi samþykkir, felur i sér
skerðingu á eignarétti i ein-
hverri mynd. Manni verður þá
fyrst hugsað til þess, sem mest
skerðing hefir reynst siðustu
áratugina. Að visu ekki skerð-
ing nema fyrir suma i þjóöfé-
laginu, jafnmikil aukning fyrir
aðra. Ég á hér við það, þegar
rikisstjórnir og Alþingi sam-
þykkja gengisfellingar, svo að
maður, sem átti þúsund kr i
banka i g*r> á kannski ekki
nema fimm hundruð kr. i dag að
raungildi. Samt telst gengisfell-
ing ekki stjórnarskrárbrot. En
þar með er sýnt, að menn taka
þetta með eignarréttinn skv.
stjórnarskránni ekki svo hátið-
lega.
Sannleikurinn er sá, að þetta
með eignarréttinn er ákaflega
afstætt. Það er nánast eitt i dag
og annað á morgun.
Löggjafarsamkoman á hverj-
um tima — sem við skulum
segja, að sé fulltrúi ráðandi afla
i þjóðfélaginu — hefir á valdi
sinu að marka stefnu i slikum
málum, en þarf alls ekki að biða
dóms i þeim. Löggjafarsam-
koman þarf alls ekki að spyrja
að þvi, hvað Jónsbók kann að
segja um málið. Hins vegar ætti
hún gjarnan að spyrja sjálfa
sig, hvað hún telji siðferðilega
rétt. Hún mætti gjarnan spyrja
sjálfa sig, hvort hún telji sið-
ferðilega rétt að veita nokkrum
AF ERLENDUM
BÓKAMARKAÐ!
„Wedlock's the devil".
Byrons Letters and Journals.
Iídited by Leslie A. Marchand.
Volume 4. 1814—1815. John
Murray 1975.
Hér birtast bréf Byrons frá
1814—1815 Það ár trúlofaðist
skáldið Annabellu Milbanke og
kvæntist henni sama ár, hjúskap-
urinn stóð þó ekki lengi, rúmt ár.
Merkustu bréfin i þessu bindi eru
þau sem hann skrifaði trúnaðar-
vinkonu sinni Lady Melbourne,
forleggjaranum John Murray,
Hobhouse og Thomas Moore.
Bréfin til heitkonunnar frá i
september eru eftirtektarverð og
sýna nýja hlið þessa skálds. Þetta
ár kynntist hann Waiter Scott og
átti i bréfaskiptuni við Leigh
Hunt og Coleridge. Byron á ekki i
neinum feluleik i bréfum sinum
fremur en i lifsháttum sinum og
bréfin votta fremur öðru heiðar-
leika hans gagnvart sjálfum sér.
Útgáfa bréfanna er einstaklega
vönduð, og leggjast þar á eitt, sá
sem sér um útgáfuna Leslie A
Marchand og útgefandinn John
G. Murray. Murray forlagið gaf
út verk Byrons i fyrstu og hafa
þeir ættmenn haldið tryggð við
skáldið siðan og gera nú allt sitt
besta til þess að vanda bréfaút-
gáfuna sem mest.
Leslie A. Mrchand hefur einnig
skrifað ágæta ævisogu skáldsins.
mönnum greifatign af einhverj-
um stað, sem kannski heitir
Svartsengi, og láta þá fá nokkur
hundruð milljónir króna á silf-
urdiski með tigninni, af þvi að
ákvæði um það eru að finna i
nokkur hundruð ára gamalli
lögbók, kannski sjálfri Jónsbók.
Enda þótt verðmæti fyrirbæris
eins og jarðhita sé fyrst til kom-
ið á okkar dögum.
Hvernig hefði farið fyrir aum-
ingja Alþingi, ef Jónsbók hefði
kveöið svo á um, að gengisfell-
ing væri óheimil, með þvi hún
fæli i sér skerðingu á eignarrétt-
inum?
Sig. Blöndal.
Lady Susan, The Watsons,
Sandition.
Jane Austin. Edited with an
Introduction by Margaret
Prabble. Tbe Penguin Knglish
l.ibrary. Penguin Books 1974.
Nú eru komin út um hundrað
bindi i þessum bókaflokki hjá
Penguin. Hér er birt skáldsagan
Susan og tvö brot eftir þennan
vinsæla höfund. Ritin hafa
einkum þýðingu sem heimild um
þróun höfundarins og hafa einnig
gildi sem samtimaheimild þeirra
tima þegar þau voru skrifuð.
Inngangur er itarlegur.
Old Mortality
Sir Walter Scott. Edited witb an
Introduction by Angus Calder.
The Penguin English Library.
Penguin Books 1975.
Old Mortality kom fyrst út 1816.
Höfundurinn byggði söguna á frá-
sögnum umferðamanns. ltoberts
Petersons um trúardeilur i Skot-
landi seint á 17. öld. Sumir telja
að þessi saga sé með bestu sögum
Scotts. hröð atburðarás og
minnisstæðar persónur og mikil
spenna einkenna sögugerðina.