Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. DJÚÐVIUINN MALGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meft sunnudagsbiaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar: Skólavörftust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaftaprent h.f. BÍLLINN OG MANNSLÍFIÐ Um siðustu áramót voru hér á landi yfir 70 þúsund bifreiðar og hafði þeim fjölgað á fimm árum um hvorki meira né minna en 28 þúsund. Fjárfesting i þessum tækjum er ógurleg; ef gert er ráð fyrir að hver bifreið kosti á núvirði um 300.000 að meðaltali kostar allur bilaflotinn 21 miljarð króna, eða álitlegan hluta af samanlögðum þjóðarauði landsmanna, sem talinn er nema um 300 miljörðum króna. I fyrra fluttu islendingar inn bila fyrir um þrjá miljarða króna og eyddu þannig dýrmætum gjaldeyri i þessa vöru. Vissulega ber að viðurkenna að bifreiðar eru nauðsynleg tæki, en sú peningaeyðsla sem notkun þeirra fylgir er engu að siður mjög tilfinnanleg að ekki sé fastar að orði kveðið. Og fullvist er að þessi bifreiða- innflutningur er langt umfram raunveru- legar þarfir; innflutningur bifreiða og kaup þeirra hefur orðið einn stærsti óskapnaðurinn i þvi neysluæði sem hér á landi hefur verið viðvarandi um hrið. Þessi neyslustefna er ekki neitt óvið- ráðanleg vandamál; hún er hluti af verð- bólgunni þar sem fólk tekur að sækjast eftir verðmætum sem ekki eru jafn- forgengileg og peningaseðlarnir, sem eru helmingi verðminni i dag en i gær. En hinn gifurlegi bilainnflutningur hefur alvarlegri hliðar en kostnaðar- hliðina. Það hefur komið fram i slysatiðn- inni að undanförnu; það sem af er þessu ári hafa 29 islendingar látist i umferðar- slysum. Sú tala segir þó ekki alla söguna, þvi að tugir manna búa við örkuml vegna umferðarslysa. Á undanförnum átta árum hafa 146 manns látist i umferðinni hér á landi sem er ólýsanleg fórn fyrir okkar litla samfélag. En tölurnar segja enn ekki nema brot þessarar sögu; þúsundir fjöl- skyldna verða fyrir sársaukafullum ástvinamissi við þessi dauðaslys eins og önnur; þúsundir fjölskyldna verða fyrir margvislegum erfiðleikum i lengri eða skemmri tima vegna meiðsla og slysfara. Einhverjir kunna að halda þvi fram að tölur um bilainnflutning og gjaldeyris- eyðslu i þessu samhengi séu smekkleysan einber. En þvi fer fjarri. Það er augljóst samhengi milli dauðaslysa i umferðinni annars vegar og fjölgunar bifreiða hins vegar; á síðustu átta árum hefur bifreiðum fjölgaðhér á landi um 63,5 % en á sama tima fjölgaði slysum i umferðinni um 48,4 %. Árið 1968 urðu 6 dauðaslys i umferðinni hér á iandi, en i ár hafa 29 týnt lifi vegna umferðarslysa. Hérna er um augljósa samfylgd talna að ræða eins og við mátti búast. Þegar svo er komið hlýtur hverjum einasta manni að vera ljóst, að einkabila- eign landsmanna er orðin verulegt þjóðfélagslegt vandamál. Verði ekki brugðist við þvi tafarlaust verður vanda- málið aðeins enn stærra og fer vaxandi. Við slikum vanda verður að bregðast rneð þvi að móta jákvæða alhliða umferðarpólitik og samgöngustefnu. Þetta hefur aldrei verið gert hér á landi og enginn hefur haft tilburði til sliks. Þess vegna hefur einkabilisminn orðið þjóð- félagslegur óskapnaður. Samhliða slikri alhliða umferðarpólitik og nýrri samgöngustefnu verður að koma til öflug jákvæð fræðsla til þess þó að gera allt sem unnt er til að draga úr þeim ægilegu vandamálum sem umferðinni þegar fylgja; slikt verður vafalaust gert best með fræðslustarfi, en það kostar fjármagn og það kostar skynsemi. Einhliða hræðsluáróður leysir ekki vandann á þessu sviði fremur en öðrum. Þegar hin alvarlega slysaalda gengur yfir er að sjálfsögðu skylt að gera tafar- lausar ráðstafanir; mörkun samgöngu- stefnu tekur lengri tima. Þessar tafar- lausu ráðstafanir hljóta að felast i öflugu áróðurs- og kynningarstarfi. En á sama tima og þörfin er himinhrópandi birtast fréttir af þvi i blöðum að starfsemi umferðarráðs sé algerlega lömuð vegna fjárskorts; ekki hafi verið greiddir reikningar á þess vegum siðan i september og laun hafi ekki fengist greidd handa starfsfólki ráðsins. Hér er um ákaf- lega alvarlega vanrækslu að ræða af hálfu stjórnarvalda að ekki sé meira sagt og verður tafarlaust að bæta úr. Jafnhliða þarf að taka að undirbúa mótun alhliða stefnubreytingar i samgöngumálum á íslandi. —s. AödráttarafIið fer minnkandi VÍSINDI OG SAMFÉLAG Það dregur úr þyngdar- aflinu með tímanum. Menn hafa hingaðfil haldið að þau þyngdaröfl, sem eru virk milli allra hlufa ög gera það m.a. að verkum að jörðin heldur áfram á brautu sinni um sólu, að jörðin splundrast ekki og að menn koma alltaf niður aftur þegar þeir stökkva að þessi öfl breytist ekki með tíð og tíma. Og menn gerðu ráð fyrir því, að þetta þyngdar- eða að- dráttarafl milli tveggja ' hluta væri alltaf hið sama. En mælingar á hreyfingu tungls umhverfis jörðu, sem birtar hafa verið, sýna einmitt að þetta er ekki rétt. I timans rás minnkar aðdráttaraflið, til dæmis milli jarðar og tungls — en reyndar mjög hægt. Og áður fyrr hafa þessi ofl verið sterkari en nú. Þyngdarstuðull Senn eru 300 ár siðan Isaac Newton setti fram kenningu sina um aðdráttarafl. Þessi kenning gerði mönnum kleift að ákvarða aðdráttarafl milli tveggja hluta, ef menn þekktu fjarlægðina á milli þeirra, og massa þeirra („þyngd”). Þessar stærðir mátti tengja við óbreytilega stærö til að fá út þyngdarkraftinn. Það er þessi stærð sem kölluð er þyngd- arstuöull, sem gefur til kynna þyngdarkraft milli tveggja hluta, ef menn þekkja fjarlægðina á milli þeirra og massa þeirra. Ef að þessi stuðull breyfist i tima, þá gera þyngdaröfl þaö einnig. Bandariski stjarnfræðingurinn Thomas C. Van Flandern, hefur nýlega sýnt fram á það, að þessi stuðull brestist i reynd i timan- um. Braut tungls stækkar Hann sýndi fram á þetta með þvi að kanna ýtarlega feril tungslins. Ef það dregur úr þyngdaraflinu, þá mun tunglið færast hægt og hægt frá jörðu. Menn hafa lengi vitað að tungliö er að fjarlægjast jörðu, og það stafar af þvi, að þeir sjávarfalla- kraftar, sem tunglið skapar á jörðunni hljóta að sinu leyti að leiða til þess, að braut þess um jörðu stækkar. Van Flandern hefur hinsvegar sýnt fram á það, að hringur tungls um jörðu stækkar meir en sjávarföll geta útskýrt. Menn hafa ýmsar kenningar aðrar um það, aö braut tungls geti lengst, en aðeins sú sem byggir á þvl að það dragi úr þyngdaraflinu fær staðist þegar betur er skoðað. Braut tungls um jörðu, lengist um ca. einn sentimetra á mánuöi hverjum, og þetta geta menn séð frá jörðu með þvi að tunglið hreyfir sig milli stjarna ögn hæg- ar en áður. Aðrar kenningar Ýmsar kenningar sem á þess- ari öld hafa verið bornar fram, og striða gegn afstæðiskenningu Einsteins, hafa einmitt spáð þvi, að menn gætu mælt nokkra minnkun á þyngdaraflsstuðlin- um. Hugmyndin er komin frá enska eðlisfræðingnum P.A.M. Dirac, sem stakk upp á þvl þegar áriö 1938, að það væri náið samband á milli stærðar geimsins og t.d. massa þeirra eininga sem mynda atómið. Þar eð geimúrinn er að stækka hlyti massi atómpartanna að minnka, og þar með gagn- kvæmt aðdráttarafl þeirra. Ekki gerðust margir til þess að aðhyllast kenningu Diracs, til þess var hún of langsótt, eða sýndist svo. Bandarisku eðlisfræðingarnir C. Brans og R.H. Dicke, komu ár- ið 1961 fram meö aftæðiskenn- ingu, sem var nokkuð önnur en sú sem Einstein haföi sett fram. Þessi kenning fól i sér minnkandi þyngdaraflsstuöul. En sú minnk- un á þyngdaraflsstuðli, sem þess- ir tveir menn gerðu ráð fyrir, er 100 sinnum minni en sú raunveru- lega minnkun, sem Van Flandern telur sig hafa mælt. Massahugtakið Englendingarnir J.V. Narlikar og Fred Hoyle færðu fyrir nokkr- um árum rök að minnkun þyngd- araflstuðulsins, sem er svipuð þeirri sem Van Flandern hefur nú mælt. Tillögur Narklikars og Hoyles byggöu á heimsmyndar- kenningu, sem er um margt öðru- visi en þær hugmyndir sem við fáum úr hefðbundinni eðlisfræði. I venjulegri heimsmynd er mass- inn skoðaöur sem eitthvað sem eingöngu er háð þeim hlut sem massa þennan hefur — til dæmis hefur tiltekinn steinn sama massa alltaf og alls saöar. En Hoyle og Narlikar stinga upp á þvi, að massinn sé ekki að- eins háður hlutnum heldur og um- hverfinu. A öðrum tima, annars- staðar i geimnum verður massinn annar, enda þótt steinninn sé hinn sami. Enginn stór hvellur Kenning þeirra Hoyles og Narlikars felur og það i sér, að hin útbreidda kenning um Stóra hvellinn stenst ekki. Stórahvells- kenningin felur það i sér, að geimurinn hafi að minnsta kosti einu sinni verið i þvi ástandi, að ailt efni og öll orka var saman söfnuð i einum punkti, og var þá ekki i gildi neitt af þeim lögmál- um eðlisfræði sem talin eru gilda i dag. Hoyle og Narlikar halda þvi fram að geimurinn hafi aldrei verið i sliku „núllástandi”. Jörðin stækkar Hoyle og Narlikar hafa bent i ýmis fyrirbæri sem má útskýra með þvi að þyngdaraflstuðullinn fari minnkandi. Jarðfræðingar hafa t.d. getað slegið þvi föstu, að meginlöndin eru að fjarlægjast hvert annað. En mönnum hefur ekki tekist að útskýra, hvaöan orka sú er tekin sem þarf til að slikir landflutningar eigi sér staö. En Hoyle og Narlikar hafa reikn- aö það út, að ef þyngdaraflið minnkar i svipuðum mæli og Van Flandern hefur reiknað út, þá geti þetta útskýrt tilfærslu megin- landa. Þvi jörðin mun stækka ef það dregur úr aðdráttaraflinu. Það getur haft viðtækar afleið- ingar fyrir eðlisfræði og geimvis- indi að þyngdarstuðullinn er að falla. Það striðir t.d. gegn af- slæðiskenningu Einsteins að þessi stuðull lækkar á hverju ári um brotið 0,000.000 .000, .8. (Information)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.