Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 13
12 SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Sunnudagur 16. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Dagstund með bifvélavirkjum á Bifreiða- verkstæðinu Stilling EIGUM ALDREI FRÍ liragi Stefánsson — Flestir menn ciga fri frá störfum þegar þeir eru komnir heim til sin á kvöldin eða um helgar, en viö bifvélavirkjar eig- um aldrei fri. Við getum ekki sest inni stofu heima hjá okkur utan hins venjulega vinnutima i ör- uggri vissu þess að eiga frikvöld eða helgi. Maður er ekki fyrr bú- inn að koma sér fyrir, fyrr en siminn fer að hringja og þá eru það annaðhvort kunningjar eða viðskipta vinir verkstæðisins, sem maður á eða vinnur hjá. Þeir þurfa nauðsynlega að komast þetta eða hitt, en biilinn fer ekki i gang, eða Ijósin virka ekki eða þá eitthvað annað. Kannski er þetta mest þreytandi fyrir mann við þetta starf að vera bifvélavirki og ég veit að svona er þetta hjá öll- um i stéttinni, að meira eða minna leyti. Það er Bragi Stefánsson eig- andi Bifreiðaverkstæðisins Still- ing, sem þetta segir en við stóðum við á verkstæðinu hans dagstund fyrir skömmu til að fræðast um það þýðingarmikla starf i bil- væddu þjóðfélagi nútimans — bif- vélavirkjun. Bragi Stefánsson er búinn aö reka eigið bifreiðaverkstæði frá árinu 1958. — Ég byrjaði með verkstæði vestur á Hringbraut, i húsi Jóns Loftssonar, siðan flutti ég mig enn vestar, eða á Ægissið- una og loks hingað aö Grensás- vegi 11. — Allir atvinnurekendur barma sér, Bragi, sumir segja það búmánnsbarlóm, en hvernig gengur þér að reka bifreiðaverk- stæði i dag? — Já, þú segir nokkuð, en ég hygg að það sé enginn búmanns- barlómur þótt ég segi að það sé erfitt. Og erfiðleikarnir stafa af þvi að útseld vinna er of lágt reiknuð i dag. I slikri óðaverð- bólgu sem geisað hefur hér und- anfarin misseri höfum við ekki fengið að hækka útselda vinnu i takt við hækkanir sem orðið hafa. t dag er útseld vinna tæplega þús- und krónur á timann, en það hef- ur verið reiknað út að hún þyrfti að vera tæplega 1200 kr. á timann og ég held þvi fram að hún þyrfti að vera um 1300 kr. á timann til þess að eitthvað vit sé i að reka svona verkstæði. Allur fasta- kostnaður hefur hækkað svo gif- urlega að við erum orðnir langt á eftirhvað þessu viðkemur. Og við þær aðstæður sem verkstæðin eru rekin um þessar mundir verður ó- eðlilega mikið álag á starfsmenn- ina. — Er ekki árstiöasveiflur eða „tarnir” eins og það er stundum kallað, hjá bifvélavirkjum? — Jú, það er alltaf lang mest að gera yfir sumartimann. Bæði er Starfið getur sjálfsagt lika verið skemmtilegt Kriðþjófur Friðþjófsson, útlærður kjötiðnaöarmaður, en núverandi bif vélavirkjanemi \ÍÓ|l( and aflm Q/ i Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum \ og litum. i Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200 Kikt undir bilinn að þá eru allir rólfærir bilar á ferðinni og eins hitt að mjög margir, einkum fullorðið fólk, leggur bilum sinum yfir veturinn, þannig að álagið verður mest á okkur yfir sumarið. Einnig kem- ur þar auðvitað til að menn aka meira yfir sumarið, en veturinn og slit á bilum þvi eðlilega meira. Og svo kemur það einnig til aö bifreiðaskoðun á sér stað yfir sumarið, eða frá vori og fram á haust. Allt þetta veldur þvi að meira verður að gera yfir sumar- ið en veturinn. — Er vinnuaflsskortur i bif- vélavirkjun? — Ég veit það ekki nákvæm- lega, i það minnsta hef ég aldrei þurft að kvarta yfir þvi að hafa ekki getað fengið mannskap og svo mikið er vist að færri komast að við að læra bifvélavirkjun, en vilja. Ég hygg þess vegna að það sé ekki vinnuaflsskortur i grein- inni. — Er bifvélavirkjun erfitt starf? — Það má hiklaust telja hana það á þessum venjulegu verk- stæðum. Mjög mikil pressa er á mönnum að ljúka tilteknu verki fyrir ákveðinn tima, eigendur bif- reiðanna standa jafnvel yfir þeim á meðan verið er að gera við bil- inn Hinsvegar hygg ég að það sé ekki svo erfitt að vera á verk- stæðum hjá ákveðnum fyrirtækj- um, þar sem aðeins er gert við bifreiðar viðkomandi fyrirtækis. Þá verður vinnan jafnari og álag- ið á mannskapinn minna. — Ekki verður það nú samt af bifvélavirkjuninni skafið að það er óhreinleg vinna? — Þvi er ég ekki sammála. Það fer allt eftir hverjum og einum. Sumir menn eru slik snyrtimenni að það sér aldrei á þeim, aðrir eru óhreinir frá hvirfli til ilja næst- um ihvaða starfi sem er. Aðstaða öll á bifreiðaverkstæðum nú til dags er orðin það góð, húsakynni stór, björt og hreinleg, að menn geta unnið við þetta starf án þess að vera svartir uppfyrir haus. Eins þekkist það varla lengur i það minnsta á stærri og betur búnu verkstæðunum að menn liggi á pappaspjaldi eða hlera undir bilum. Nú eru notaðar lyft- ur ef vinna þarf undir bil og þá geta menn staöið uppréttir við vinnu sina. En auðvitað fer aldrei hjá þvi að eitthvað sjái á mönnum i þessu starfi, það er þess eðlis. — Þar sem bifreiöum hefur fjölgað mjög mikið á siöustu ár- um hér á landi er kannski ekki ó- eðlilegt þótt spurt sé hvort verk- stæðum hafi fjölgað i hlutfalli viö það? — Sennilega hefur þeim ekki fjölgað i hlutfalli við bifreiöa- fjölgunina hér á landi. Að visu hefur hinum svo nefndu sérhæföu verkstæðum fjölgað nokkuð, verkstæöi sem eingöngu gera viö til að mynda bremsur eða raf- kerfi o.s.frv. En samt held ég aö fjölgun þeirra hafi ekki haldið i við fjölgun. — Er betri afkoma hjá þeim verkstæðum sem sérhæfa sig? — Sennilega er þaö nú. Með þvi móti næst meiri vinnuhraði en Hvíli mig á þessu þegar ég lýk prófi sagði Sigurður Geirsson sem lýkur prófi í bifvélavirkjun næsta vor k — Blessaður vertu, þetta er helvltis drulludjobb og ég er á- kveðinn i að hætta I þessu þegar ég lýk prófií vor, sagði Sigurður Geirsson, lærlingur I bifvéla- virkjun hjá Braga Stefánssyni er við ræddum við hann um starfið. — Hvað er svona leiðinlegt við þetta starf? — Æ, þetta er allt hálf leið- inglegt, annars er þetta kannski ekki verra en margt annað, maður fær bara leiða á hvaða starfi sem er þegar til lengdar lætur. Svo er það lika að maður er bundinn við starfið i þessi fjögur ár sem maður er að læra og finnst kannski það frjálsræði sem fæst þegar náminu lýkur svo mikilvægt. — Finnst þér starfið erfitt? — Ekki svo mjög, það getur auðvitað verið það á stundum, en yfirleitt er þetta ekki erfiðis- vinna. — Kannski sóðalegt? — Nei, alls ekki, þaö fer bara eftir hverjum og einum. Sumir eru svartir uppfyrir haus þótt ekki sjái á mönnum sem vinna við hliðina á þeim. Bæði er það aö húsnæðið er orðið það gott og tækni svo mikil við viögerðir að menn geta verið sæmilega hreinir við þetta starf. — Hvernig er kaup hjá lær- lingum núna? — Iss, þetta er skitakaup. Ég hef lært á lærlingskaupi og hugsa að það borgi sig þegar allt kemur til alls. Með þvi móti fær maður skólann greiddan, en ef menn læra á verkamannakaupi eins og sumir gera, þurfa þeir að greiða skólann sjálfir. Hins vegar held ég að kaup bifvéla- virkjasveina sé all þokkalegt miðað við aðrar starfsgreinar. Sigurður Geirsson nær og Þórir Þarna með Sigurði var að vinna ungur piltur sem er að hefja nám i bifvélavirkjun. Hann heitir Þórir Jónasson og er á svokölluðum reynslutima sem er þrir mánuðir, en á þeim tima á meistarinn að gera það upp við sig hvort honum likar við lær'linginn og lærlingurinn hvort honum likar við meistar- Jónasson ann og starfið. Þórir sagði að honum likaði starfið mjög vel, þætti vinnan skemmtileg og væri ákveðinn i að halda áfram. Annars sagðist hann litið hafa fengið að koma nálægt viðgerð- um ennþá, bara fylgst með og hjálpað til eins og gengur hjá lærlingum I iðnaði á fyrstu mán- uðunum. —S.dór þegar menn vinna við margs- konar viðgerðir, en þess ber einnig að geta, að vinnan verður enn sveiflukenndari hjá þeim verkstæðum sem sérhæfa sig. Við til að mynda vorum upphaflega aðeins með stillingar, en það var ekki nóg,þannig að við höfum tek- ið að okkur hvers konar viðgerðir. — Nú fer það i vöxt að skorað sé á bifreiðaeigendur að koma með bifreiðar sinar til reglubund- innar skoðunar á verkstæði, er þetta til hagsbóta fyrir bifreiða- eigendur? — Alveg tvimælalaust. Með þvi MYNDIR OG TEXTI S.DÓR móti má koma i veg fyrir alls- konar smábilanir sem geta skemmt út frá sér auk þess sem þær geta valdið þvi að menn eru stopp hingað og þangað. Þá vita menn lika alltaf I hvaða ástandi bifreiðin er, hvað má bjóða henni og þurfa ekki að leggja i neina tvisýnu, þurfi þeir að fara eitt- hvað út fyrir bæinn á þeim. Mönnum er ráðlagt að koma með bifreiðar sinar til eftirlits á 10 þúsund km fresti og ég býst við að það sé nokkuð nærri lagi, fer að visu nokkuð eftir stærð, og teg- undum bila en almennt hygg ég að þetta sé réttur mælikvarði. Ég þori alveg að fullyrða það, að með reglubundnu eftirliti á bilum sin- um spara menn sér stórfé i við- gerðarkostnaði þegar frá liður, sagði Bragi aðlokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.