Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. OF SEINT BRUGÐIST VIÐ VANDANUM Kennsla vangefinna og fatlaðra barna hefur löng- um verið mikil hornreka í islensku þjóðfélagi. i 14 ár mátti eini skólinn fyrir slikt fólk hírast í algerlega ófullnægjandi húsnæði við Sigtún í Reykjavík/ þe. Höfðaskólinn. Nú er að rætast úr þessu# skólinn er fluttur i nýtt húsnæði i sunnanverðri öskjuhlið gegnt kirkjugarðinum og hófst kennsla þar um miðj- an október. Skólastjóri öskjuhlíðar- skólans er Magnús Magnússon. Þjóðviljinn sótti hann heim fyrir skömmu og átti við hann eftirfarandi viðtal um Öskjuhliðarskólinn. starfsemi skólans og ann- að sem henni viðkemur. — Þá eruð þið loksins flutt. — Já.reyndar var nú ætlunin aö byrja hér 1. september, en vegna seinkunar á byggingafram- kvæmdum sem segja má að sé si- gild hófst kennsla ekki fyrr en hálfum öðrum mánuði síðar. Hús- ið er ekki tilbúið enn, hér eru iðnaðarmenn að störfum og verða vart búnir fyr en um áramót. Það er búið að malbika skólalóðina en eftir að girða hana. Girðingin er i smiðum,en meðanhún er ókomin setjum við foreldrum það i sjálfs- vald hvort þau senda börnin sin hingáð. Samkvæmt áætlun átti að vera búið að loka Hafnarfjarðar- veginum fyrir neðan kirkjugarð- inn en það er enn ógert og feikna- mikil umferð um hann. Aðstaða til sér- fræðiþjónustu — Eru það ekki mikil viðbrigði að vera komin i þetta nýja hús eftir öll þrengslin og aðstöðuleys- ið i Höföaskóla? — Jú.þviverðurekki neitaö. Að visu er þetta þó aðeins þriðjungur þess sem á aö veröa, þe. aðeins einn áfangi af þremur hefur verið byggður. Fullbyggður á skólinn aö rúma 200 manns, það er talið fullnægjandi fyrir allt landið. En i þessum þriðjungi erum við með 115 nemendur svo þrengslin eru ekki úr sögunni. Ég varð td. þvi miður að segja nei við foreldra sem vildu koma barni sinu að hér núna fyrir skömmu. En vissulega hefur aðstaöan stórbatnað og margir möguleikar opnast sem ekki voru fyrir hendi áður. Hér getum við haft ýmsa Öskjuhlíöarskóli sóttur heim og rætt viö skólastjórann Magnús Magnússon sérþjónustu og læknisþjónustu en i fyrra fengum við ekki einu sinni skylduskoðun á börnunum. Núna höfum við hjúkrunarkonu hálfan annan dag i viku, lækni sem sér um skólaskoðun, geðlækni, sér- fræðing i barnalækningum, orku- lækni, sjúkraþjálfara. Þetta fólk er þó ekki hér allan daginn heldur gegnir hér hlutastarfi. Hins vegar hefur okkur ekki tekist að fá hing- að sálfræðing eða félagsráðgjafa. Við höfum auglýst eftir þeim, en enginn svaraöi. Það stafar etv. af þvi að hér er um sérhæfö störf að ræða. En það er brýn þörf á að fá sálfræðing til að sinna einstökum tilfellum sem upp koma. Kennar- ar hafa hvorki tima né menntun til að sinna þeim. Sömu sögu er að segja um félagsráðgjafa, hann þyrfti að vera hér sem tengiliður heimilis og skóla og ekki sist til að aðstoða nemendur sem fara burtu við að koma sér fyrir. Skólamáltíðir teknar upp Nú, svo höfum viö fengið ýmiss konar húsnæði sem við höfðum ekki áður. Það er verið aö ljúka við leikfimisal sem að visu er þó i bráðabirgðahúsnæði, i framtfð- inni Verður hann handavinnu- stofa. Skólaeldhús er einnig á lokastigi og verður það hið fyrsta i sögu sérkennslu hér á landi. Viö höfum fengið hússtjórnarkennara frá Húsmæðraskóla Reykjavikur til að kenna börnunum matseld, þvotta, ýmsa smáþjónustu við föt oþh. 1 þessu eru hópar úr elstu deildunum, af báðum kynjum að sjálfsögðu, og nýtur þetta mikilla vinsælda. Við höfum einnig komið á föst- um máltiöum einu sinni á dag. Enn sem komið er getum við ekki boðið upp á annað en- samlokur og mjólk en þegar eldhúsið er komið i gagnið verður reiddur fram heitur réttur og súpa. Foreldrar barnanna greiða hráefnið en hið opinbera annan kostnað. Þetta ætti þvi ekki að verða dýrara en að borða heima. Slikar máltiðir eru mjög nauðsynlegar þvi solt- inn maður lærir ekki. A öðrum nýjungum má nefna aðstöðu fyrir leirgerð og mynd- listarkennslu, við fáum sennilega brennsluofn þegar fram liða stundir. Fram til þessa hefur litil aðstaða verið til söngkennslu en nú höfum við fengið söngstofu sem reyndar er einnig notuð sem almenn kennslustofa. Þá hefur skólinn fengið yfirkennar'a i fyrsta sinn. Þvi starfi gegnir Jóhanna Kristjánsdóttir sem hef- ur kennt við skólann i mörg ár. Loks má geta þess ab nú hefur skólastjóri fengið persónulegt afdrep i fyrsta sinn. — Hve margir kenna við skól- ann núna? — Það eru alls 29 manns sem afskipti hafa af kennslunni. Þar af eru nokkrar fóstrur og sumir eru ekki i fullu starfi. Við skiptum börnunum niður i deildir og höf- um tvær deildir i hverri stofu til að koma við einsetningu. Tveir kennarar sjá um hverja deild en einnig getum við tekið hluta hóps- ins i sérstök hópherbergi sem fylgja hverri stofu. Við eigum einnig betra með að koma stuðn- ingskennslu við og getum tekið 1—3 nemendur út úr hópnum til sérkennslu. Þá höfum við fengið talkennara i fyrsta sinn en hann gegnir 2/3 úr starfi. Það er mikil breyting og góö þvi nemendur okkar eru oft málhaltir sem staf- ar af talfæragalla, heilagalla, orðfæð, hugtakafæð og fleiru. Nú getum við frekar lagað það Minning um liðna tið: teikning þriggja nemenda af Hö.fðaskólanum gamla. Iðnaöarmenn að vinnu við leikfimisalinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.