Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1«. nóveniber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 tNIELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Opiö bréf til þín Komdu fagnandi! Ég verð að senda þér linu i skammdeginu, til þess að fá út- rás, til þess að létta á hjartanu . Það ku vera svo heilnæmt að skammastog rifast, það hreinsar sálina og gerir likamann sveigj- anlegri i aðvifandi vindum. En kannski er það þó mannskemm- andi að nöldra á prenti, ég veit það ekki, en þjóðfélagið er svo yfirmáta alvarlegt og þungt i vöf- um, andlegheitin upphafin og inn- römmuð eins og skiliri af heilög- um anda, að smávegis hliðarhopp af veginum mjóa hljóta að orka á einhvern svo hann raskist i deyfð- inni, verst ef sami maður truflast af lestrinum. En það er nú svo, þegar endurtekningin frá þvi i fyrra og hitteðfyrra riður húsum, að maður óskar þess heitast að vera gæddur kristilegu um- burðarlyndi, og mikið væri það dásamlegt að geta samsamast þessari lamandideyfð i menning- unni um stund, — þangað til búið er að skrapa saman i farareyri til annarra landa. Veistu það, að endurminning- arþjóðfélagið islenska er lýsandi dæmi um minnimáttarkennd gagnvart andlegum afrekum, all- ir eru svo fjarskalega ánægðir með sitt, i vitundinni um forn af- rek, rósrauður bjarmi þátiðar- innar skin ætið við þegar kikt er út um kofadyrnar, — framtiðin er eitthvað sem stjörnuspekingar fjölmiðlanna bera ábyrgð á. Vig- reifir menn eru þagðir i hel, það þykir út i hött að hugsa upp á nýtt, næstum þvi sjálfsmorð að skipta um skoðun. Minnimáttarkenndin birtist i ó- trúlegustu myndum, t.d. er deilan um Klambratúnshúsið skýrt dæmi um það hvernig saman- þjappað afl fjöldans slær vopnin úr höndum ráðandi manna. Litil- magninn, hinn fyrirlitni og út- skúfaði, verðurpersónugervingur almennings, sá miðpunktur sem snUist er um. Þjóðin er nefnilega svo langt á eftir i timanum, svo illa meðfarin af vanhugsuðu skólakerfi og uppeldisháttum, að hið nærtækasta úr þekkjanlegu umhverfi verður hennar hald- reipi. Engu má fórna, ekki taka áhæ ttu. Það eralltaf eilif hræðsl- an við endurskoðun gamalla gilda, það vantar kjark til að kú- venda. Ef þú hefur lesið Innan- sveitarkróniku kannastu við þessa klausu: „Þvi hefur verið haldið fram að islendingar beygi sig litt fyrir skynsamlegum rökum, fjár- munarökum varla heldur, og þó siður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sin með þvi að stunda orðhengilsháttog deila um titlingaskit sem ekki kemur mál- inu við, en verði skelfingu lostnir ogsetji hljóðan hvenærsem kom- ið er að kjarna málsins. Afturá- móti klífa þeir þritugan hamarinn til að verða við bænarstað vina og frænda, enda mundi landsbygð á íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo. Þó er enn ein röksemd sem is- lendingar eru fúsir að hlita þegar alt um þrýtur, en það er fyndni, má vera aulafyndni.” Langhundurinn i kringum Klambratúnshúsið er orðin ansi slitin aulafyndni, báðir aðiljar hafa andskotast i málinu, af litlu viti og með enn minni fyrir- hyggju, ekki sist vegna þess að báðir hóparnir eru fulltrúar arg- asta afturhalds og ihaldssemi. Það er ekkert undarlegt þótt mönnum hlaupi kapp i kinn þegar verja þarf innprentað listmat, stuðningur hvers liðsmanns er nauðsynlegur þáttur i baráttunni gegn þeim sem ráðast á þetta list- mat, annars vegar á raunveru- leikadýrkunina og náttúrustæl- ingarstefnuna, hins vegar á einn- aráttar-akstur forhertrar kliku, fámennrar en samhentrar sem ráðskast hefur með myndlistar- mál þjóðarinnar um langan ald- ur. En þessi barátta fer ekki ein- göngu fram i sýningarsölum, les- endabréfum dagblaðanna og i munnlegum viðræðum, heldur smeygir hún öngum sinumi hvern þann kima sem hýsir myndlist af einhverju tæi. A sunnudaginn var fór fram uppboð á innrömmuðum myndum i Súlnasal Hótels Sögu, að viðstöddu fjölmenni, þ.á.m. mátti kenna mörg þekkt andlit úr pólitik og viðskiptum, svokallað- an peningaaðal borgarinnar, ný- rika sem gamalgróna, sem fjár- festir Mistum. Ég stóð við i rúma tvo tima og kynnti mér þetta undarlega fyrirbrigði, skráði verðið á góssinu og virti fyrir mér fólkið. Þarna voru myndir á fleygiferð upp og niður sýningar- skerm, skvaldur og glasaglaum- ur, sterk ljós og röggsamur stjórnandi sem manaði fólkið til að kaupa, kaupa og kaupa. Allt þetta minnti furðumikið á vöru- markað eða rýmingarsölu í ein- hverju stórmagasini, yfirborðs- glans á öllu, sérlega lélegar myndir glæstum römmum, og lagerinn seldist upp. ömurlegasti þáttur sjónarspilsins gerðist strax i upphafi þegar væmin mynd eftir þekktan föndrara var hengd á skerminn: ung kona bauð 5000 krónur i gripinn, fullorðinn maður hækkaði um 1000 krónur. Konan stóð rétt hjá mér og var fróðlegt að fylgjast með henni þegar fram liðu stundir: fyrst var hún glaðleg og spennt á svip, þá smádökknaði andlitið af of öru blóðstreymi, loksins var hún komin með hitasóttargljáa í aug- un. Varirnar voru strengdar, nas- irnar flenntar, röddin skrærk og hátónúð, hún neri saman höndun- um af æsingi, — ef einhver hefði rétt henni simaskrána mundi hún hafa rifið hana i sundur! Myndin var svo slegin manninum á rUm- ar 80.000 krónur. Það kostuleg- asta vjö þetta allt saman var þó það, að nákvæmlega eins mynd má kaupa i hvaða „málverka- verslun” sem er fyrir 3000 krón- ur! En hér er það náttúrulega aðalatriðið að þoka ruslinu i hærri flokká, láta það standa jafnt þvi sem kállað er gild list og er ófor- gengileg , fróðlegt verður að sjá hverjú fram vindur i þessum efn- um. Meríningarvitar og fagurkerar samfélagsins voru yfirleitt náföl- ir af hneykslun, alveg dolfallnir á þróuninni, og angistin i röddinni var áiakanleg þegar þeir hvisl- uðu: þetta er ekki hægt, ekki hægt! Einn fagurkerinn skilaði séráliti við hvert verk sem boðið vartilsölu: „Þessi maður er einn af okkar mestu snillingum, besti fuglamálarinn okkar, ég skil ekk- ert i þvi hvers vegna hann selst ekki hærra,”! eða „Þetta er byrj- andisem ekkert kann, og hann fer á tugi þúsunda, eins og litil sérvétta eftir Kjarval.”! Einn og einn listamaður, sem glapist hafði af draumsýninni um skjóta frægð af háum prisum, læddist skömmustulegur með veggjum út þegar sál hans var slegin litilfjör- legri krónu. Þér finnst þetta kannski fyndið, ferlega skemmtilegt? Látum það vera. En svona kaldhæðnislegt grin birtistá fleiri stöðum, dálitið frá- brugðið og hálla i framsetningu, — á ég hér við skrif minna ágætu kollega i dagblöðin. Þeir eru svo hörundsárir og viðkvæmir að ekkert skeyti geigar, heldur negl- ist i hjartastað og situr þar fast. Þér er auðvitað kunnugt um hvernig þetta gengur fyrir sig: grein birtist i Dagblaðinu, henni er svarað i Visi, Morgunblaðið hefur viðtal við annan málsaðil- ann, loks kemur svo svar við þvi samtali i Dagblaðinu. Þetta er bara dæmi um gang mála i ein- földustu mynd, stundum er þetta miklu flóknara og smeygist inn i útvarpið og þaðan annan hring á blöðunum o.s.frv. Látum það nú vera, en hverjir fylgjast svo með þessum skrifum, varla fer al- menningur að kaupa blöðin dag eftir dag til þess að rugla sig i kollinum, það eru i mesta lagi rit- ræpumennirnir sjálfir sem lesa þetta, og svo auðvitað sérvitring- ar eins og ég sem halda þessu saman fyrir framtiðina, og hlæja sig máttlausa þegar illa liggur á þeim! öfgarnar eru svo yfir- gengilegar að engu tali tekur, oft- ast eru orð málsaðilja rangtUlkuð og krafist afsökunar á rangtúlk- uninni, aðalatriðin gufa upp en málsmeðferðin verður númer eitt og tvö með persónulegum svi- virðingum og dellu. Hér má minnastdeilu bofgarlögmanns og listfræðings Visis um árið, þegar þeir voru æsifréttaefni viðkom- andi blaðs, daglegir gestir i les- endadálkunum, eins og fram- haldssagan. Þessi árátta að búta sundur hugverk á prenti og færa það upp á öðrum stað, allt úr lagi fært og brenglað, er hvimleiðasti sjúk- dómur sálarlifsins sem ég þekki. væri nær að viðkomandi menn settust niður i ró og næði og ræddu ágreiningsefnin þar til sameigin- lég yfirlýsing er fullmótuð og til- búin til prentunar. ,,Og þó er það svo aðveröldin virðist vera yfir- full af eingetnum sértrúarvilling- um, og með afbrigðum þröngsýn- um, er alla vilja frelsa frá villutrú og glötun.”! Jæja, leiðist þér? Ég fer að hætta þessu skrifi. Ég er búinn að fá dálitla útrás i bili og er allur orðinn léttari! Kannski ég endi þetta bréf á þvi að minnast aftur á Listasafn Islands. Það háeðla fólk sem ræður þar húsum ætlar vist að humma alla gagnrýni af sér og halda áfram að sofa ofan i kaffibollann? Safnráðið ætlar vist að biða þess að einhver þing- maðurinn beri fram óþægilegar fyrirspurnir á Aiþingi. Eigum við þá ekki að biðja hann i leiðinni um að grennslast fyrir um málverka- safnið sem danski listaverkasai- inn býður okkur islendingum að gjöf? Með vinsemd og kveðjum Niels Hafstein rnrnm MaisECijMg rfínrnrn 1 ''ffi ' í i JL' 1 i 1 ■ i |gBf|i m m í WSBm Í ' : 4ÉBY/ f tm Stóraukið . j teppaúrval m nii íi.ii:K.iAU3vj>iA iK ■mmm SSIv# aJMdAHHJT SIO .mSBSf-A Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornun af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Sími 10-60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.