Þjóðviljinn - 03.12.1975, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. desember 1975
New York, 25. nóv.
Það hefir verið allfjörugt i
sumum nefndunum hér á alls-
herjarþinginu þessa siðustu
viku. Stór orð hafa fokið yfir
suma salina. Háskóli S.Þ. hefir
verið til umræðu og i þvi máli
flutti fastafulltrúi okkar, Ingvi
Ingvason sendiherra, ágæta
ræðu. Skrifa ég kannski nánar
um það mál sérstaklega.
Pólitískir fangar.
Eitt þeirra mála, sem hvað
mesta athygli hafa vakið i vik-
unni, er tillaga Bandarikjanna
um að allir pólitiskir fangar
verði látnir lausir. Er það mál
manna, að hún sé fram borin
sem andsvar við samþykkt
ályktunarinnar frá þvi um dag-
inn að lýsa sionisma kynþátta-
Helgi Seljan:
Að fengnum
skilaboðum
Ofbeldi útvarpsins gagnvart
samtökum launafólks á dögunum
með fullri blessun menntamála-
ráðherra hefur vakið mikla at-
hygli. Góður kunningi minn
eystra, sem er lika góður kunn-
ingi ráðherrans heimtaði vit-
neskju um þessa blessun á dögun-
um og hún kom svo sannarlega.
En um leið og honum var gert
þetta ljóst, þá sagði hann mér
sögu, sem hann bað mig koma á
framfæri og skal þaö gert hér.
Hann var að greina mér frá við-
brögðum verkafólks á hinum
ýmsu vinnustöðum i hans heima-
bæ og tveim þeim næstu. Hann
vildi gjarnan mega koma þeim
að, svo lærdómsrik þóttu honum
þau viðbrögð vera fyrir stjórn-
völd.
Það voru nefnilega þeirra eigin
menn, sem töluðu. Og þeir töluðu
enga tæpitungu — þeir og þær,
svo ekkert fari milli mála. Þetta
fólk lagði ekki niður vinnu, þó svo
flest segðist algerlega andvigt þvi
að gera nokkra samninga, þeir
yrðú bara ekki umflúnir úr þessu.
En hvers vegna sagðist fólkið
ekki vilja — eða réttara sagt geta
lagt niður vinnu. Rökin voru ein-
föld en ljós. Launakjör okkar eru
slik i dag, að við megum engan
vinnudag missa. I raun engan
vinnutima, sem mögulegt er að
fá. Stefnani landsmálumleiðir til
atvinnuleysis — Það er okkar ótti
— sagði sama fólkið.
Þá er nógur timi til að taka sér
fri frá störfum. Þess vegna er
best að vinna þennan dag, meðan
enn er vinnu að fá.
Áfengisbann á Indlandi?
Indverska stjórnin hefur birt
áætlun um að koma á algeru
áfengisbanni á Indlandi. í ráði
er að banna áfengisveitingar á
opinberum stöðum, svo og
áfengisauglýsingar og sölu
áfengis i grennd við vinnústaði.
Þá er gert ráð fyrir að sala
áfengis verði bönnuð á
almennum útborgunardögum
og i athugun er að banna að
opna ný ,,riki”. I tveimur
rikjum i Indlandi er nú áfengis-
bann, en hin 20 hafa til þessa
ekki talið sig geta misst af
teljum af áfengissölu. Nú hefur
Indhira Gandhi lofað að bæta
þeim upp tekjumissinn af
áfengisbanni.
Krókur á móti
bragði—en geigaði
stefnu. En eins og fram hefur
komið, vakti samþykkt þessar-
ar tillögu ákaflega mikla reiði i
Bandarikjunum — og raunar
mikla hneykslun i mörgum
vestrænum rikjum.
Ýmsir túlka þessa tillögugerð
um pólitisku fangana svo, að
með henni hafi Bandarikin
ætlað að láta krók koma móti
bragði og koma höggi á ýmis
þeirra rikja, sem samþykktu
sionismatillöguna, þar eð þau
halda mörg hver pólitiskum
andstæðingum hjá sér undir lás
og slá.
Nú i vikunni fór að rigna
Helgi Seijan
Kunningja minum þótti hér um
ófagran vitnisburð að ræða og
hann var sagöur enn sterkari
orðum en hér er komið að.
Hitt sagði svo þessi kunningi
minn, að sér hefði þótt lakara, að
samhengið hefði vantað milli
þessarar röksemdarfærslu og
þeirra afleiðinga, sem stjórnar-
stefnan i samningamálum varð-
andi landhelgina mun af sér leiða,
einmitt gagnvart þessu sama
fólki.
Þá fyrst mundi fara að þrengj-
ast fyrir dyrum og einn vinnudag-
ur til eða frá nú skipti þar litlu.
En hvað sem þvi liður er þessum
upplýsingum hér með komið á
framfæri, þvi þær segja sina sögu
svo sannarlega.
Þetta voru andsvör stuðnings-
manna núv. stjórnar — álit þeirra
á kjörum sinum undir ihalds-
stjórn. Til umhugsunar mætti það
vera til viðbótar þessa dimmu
nóvemberdaga.
breytingatillögum við hina
bandarisku frá ýmsum þeirra
rikja, sem henni var beint gegn.
Voru þær þess eðlis, að
samþykkt þeirra hefði gert hina
bandarisku bitlausa. Eftir harð-
ar umræður á föstudag, þar sem
m.a. fulltrúi Kúbu lét skamm-
irnar dynja á bandarikjamönn-
um, fór svo að hinir siðarnefndu
drógu sina tillögu til baka rétt
eftir atkvæðagreiðslu, þegar
þeim var ljóst, að henni yrði
i komið fyrir kattarnef. Varð
þvi niðurstaðan sú, að krókur
bandarikjamanna krækti ekki,
heldur réttist úr honum!
Talsmáti fastafulltrúa
Bandaríkjanna.
Inn i þetta mál hafa nú dregist
óvenjulegar og satt að segja
einstæðar umræður um stöðu
fastafulltrúa Bandarikjanna hjá
S.Þ., Daniel P. Moynihan, fyrr-
verandi prófessors frá
Harvardháskóla, sem tók við
starfi sinu hér i júli sl.
Hann hefir verið miklu
skömmóttari um andstæðinga
sina en fyrirrennarar hans, svo
að reyndum diplómötum i utan-
rikisþjónustunni hefir þótt nóg
um — að sögn. Þannig kallaði
hann Amin Úgandaforseta opin-
berlega „kyn'þáttahatara og
morðingja” hér i haust, er Amin
var á ferðinni, og eftir
samþykkt tillögunnar um
sionismann sagöi hann, að upp
myndu risa „nýir spámenn og
nýir harðstjórar, sem réttlættu
gerðir sinar með hjálp þess
háttar orðhengilsháttar, er hér
hefði verið samþykktur i dag”.
Sérstaka athygli vakti nú i
vikunni, að fastafulltrúi breta
hjá S.Þ., Ivor Richard, beindi
undir rós i ræðu á fundi með
framkvæmdastjórum Félags
S.Þ., allharðri gagnrýni að hin-
um opinskáa talsmáta banda-
riska fastafulltrúans. Gaf hann i
skyn, að slikt myndi veikja SÞ.,
sem bretar litu á sem eitt sitt
mikilvægasta tæki á vettvangi
utanrikismála. — Menn hér i
S.Þ. þekkja fá dæmi þess, að
fulltrúi stórveldis hafi orðið
fyrir annarri eins gagnrýni af
hálfu „vinaþjóðar”.
A föstudaginn var svo komið,
að likur voru taldar á, að
Moynihan myndi verða að segja
af sér, en daginn eftir var þvi
lýst yfir af hálfu utanrikisráðu-
neytisins, að Kissinger hefði
fulla tiltrú til hans. Þeir kváðu
reyndar vera gamlir vinir frá
Harvard.
Ford styður Moynihan —
hann situr áfram.
í gær gerðist svo það i máiinu,
að Moynihan var kvaddur á
fund Fords forseta i Hvita hús-
inu. Forsetinn veitti honum full*
an stuðning og fékk hann til þess
að sitja áfram um „fyrirsjáan-
legan tima”. Kissinger utan-
rikisráðherra, sem nú lýsti þvi
yfir, að þeir væru gamlir vinir,
lýsti sig algerlega sammála
hinu hvassa orðalagi Moynihans
og sagði, að fastafulltrúinn hefði
tekið mjög óstinnt upp skeyti
það, sem breski fastafulltrúinn
beindi til hans fyrir viku.
Hafa málin nú snúist þannig,
aö það er hugsanlega sá breski,
sem er kominn i klemmu. Hann
sendi frá sér yfirlýsingu i gær,
þar sem hann reyndi að draga i
land, en komst þó svo klóklega
að orði, að það hefði aldrei verið
ágreiningur milli sendinefnda
þessara tveggja vinaþjdða ,,um
markmið, heldur aðeins um að-
ferðir”.
Nýtt riki á meginlandi
Ameriku.
I nefnd þeirri, sem ég sit i,
nýlendumálanefndinni, urðu
allhörð átök um land, sem nefn-
ist Belize, en var áður Breska
Hondúras. Það liggur að Guate-
mala. Á föstudaginn var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkv. i nefndinni að mæla
með þvi, að þvi yrði veitt fullt
sjálfstæði, en Belize hefir haft
heimastjórn i meira en 10 ár.
Guatemala hefir reynt að tefja
málið og sagt er, að þeir hafi
viljað innlima Belize. Beitti
fastafulltrúi Guatemala
málþófi, sem vakti mikla
hneykslun fjölda nefndar-
manna, enda fékk hann aðeins
11 riki með sér, en yfir 100 voru
á móti honum.
Guðrún Tómasdóttir
syngur í S.Þ.
Það vakti gleði meðal íslend-
inga hér, er fréttist, að Guðrún
Tómasdóttir söngkona ætlaði
að syngja hér i S.Þ. um hádegi á
mánudag. Það var starfs-
mannafélag S.Þ., sem gekkst
fyrir tónleikunum i samvinnu
við islensku fastanefndina hjá
S.Þ., sem fóru fram i litlum
samkomusal i byggingu Dag
Hammarskjöld- bókasafnsins.
Guðrún söng þarna i nær
klukkutima islensk þjóðlög og
lög i þjóðlagastil eftir islensk
tónskáld frá Sveinbirni Svein-
björnssyni til Jóns Þórarinsson-
ar af sinni alkunnu snilld og var
framúrskarandi vel tekið.
Aheyrendur hafa sjálfsagt
verið milli 50 og 100. Var þetta
skemmtileg tilbreyting fyrir
okkur frá fundaþrasinu.
—sibl.