Þjóðviljinn - 03.12.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Side 13
IYliðvikudagur 3. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Landsleikurinn: Ísland-Noregur 17:19 Markvarsla Olafs bjargaði íslenska liðinu frá stórtapi íslenska liöiö átti hroðalegan leik í fyrri hálfleik og var sex mörkum undir í ieikhléi Oft hefur maður séð islenskt landslið i handknattleik fara neðarlega í leik sinum,en sjaldan eða aldrei eins og i fyrri hálfleik gegn norðmönnum i gærkveldi. Það eina sem stóð uppúr var markvarsla ólafs Benediktssonar og hefði hans ekki notið við...maður þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda. En hann átti þó eftir að gera enn betur og bæta enn einu stórafrekinu i safn sitt sem markvörður i handknattleik. Staðan i leikhléi var 13:7 norðmönn- um i vil,og maður átti ekki von á miklu hjá isl. liðinu. En það átti þó eftir að rétta úr kútnum og það svo um munaði. Og enn var það Ólafur sem lagði grunninn að þeim ágæta leik. Hann hreinlega lokaði markinu i siðari hálf- leikog félagar hans mögnuðust upp við stórleik hans og tóku að skora hvert markið á fætur öðru, uns þeir náðu að jafna 15:15 þegar aðeins 11 minútur voru liðnar af s.h. Þarna sýndi islenska liðið hvers það er megnugt þegar vel gengur, en það er varla hægt að ætlast til þess með sanngirni að ólafur verji oft svona vel, enda var þetta engu likt. Já, það var ekki hátt risið á isl. liðinu i fyrri hálfl. Bæði vörn og sókn var i molum, og þvi meira var afrek Ólafs i markinu að vörn in fyrir framan hann var á núlli. Þar að auki voru hinir ömurlegu sænsku dómarar mjög hliðhollir norðmönnum og gáfu þeim hvert vitakastið á fætur öðru, sem voru i hæsta máta vafasöm, einkum þau sem dæmd voru þegar menn voru að fara innúr hornunum. Fjögur af þessum 13 mörkum i fyrri hálfleik voru skoruð úr vita- köstum. Þar við bættist svo að vörn norðmanna var góð og mark- varsla Pal Bye frábær. Að visu fékk hann nokkur skot til að verja, sem voru nánast hlægileg, skot af löngu færi og varla fastari en sending milli manna. En hvaö um það, staðan i leik- hléi var 13:7 norðmönnum i vil og menn allt annað en bjartsýnir, þrátt fyrir góða markv. Ólafs, enda varla sanngjarnt að ætlast til þess að hann bætti miklu við sig. En það var einmitt það sem hann gerði. t heilar 15 min. i s.h. fékk hann aðeins á sig 2 mörk, þar af annað úr vitakasti en þó hafði hann varið m.a. eitt vitakast. Og þessi stjörnuleikur hans lyfti fé- lögum hans uppúr öldudalnum. Þeir Páll Björgvinsson og Ólafur Einarsson sem litið hafði kveðið að i f.h. fóru nú loks i gang og mörkin hlóðust upp. Þegar staðan var svo 16:16 var Ólafi E. visað af leikvelli i 5 min. en það dugði ekki heldur hjá dóm- urunum til að tryggja norskan sigur, landinn barðist eins og ljón og staðan var enn 16:16 þegar Ólafur kom inn. Þegar svo staðan var 17:16 norðmönnum i vil mis- notaði Páll vitakast og i staðinn skoruðu norðmenn sitt 18. mark og siðan sitt 19. mark og þá skömmu siðar misnotaði Ólafur E. vitakast, þannig að lánið var ekki með isl. liðinu þegar mest á reið. Um það hvaða maður bar af á vellinum þarf ekki að deila; það var Ólafur Benediktsson, kannski besti handknattleiksmaður ís- lands i dag. Af útileikmönnum báru þeir Páll Björgvinsson, Ólafur Einarsson, Jón Karlsson og Stefán Gunnarsson af, þeir voru i sérflokki. Arni Indriðason gerði margt laglegt, en var ó- venju lélegur i vörninni og réð ekkert við hinn snjalla horna- mann Allan Gjerde. Björgvin sást litið og það var sama sagan með hann þegar hann átti að gæta Gjerde,, Björgvin réö ekkert við hann. Friðrik Friðriksson fékk alltof litið að vera inná, en hins- vegar var Viggó mikið með.þótt hann næði sér aldrei á strik. 1 norska liðinu báru þeir af, Pal Bye markvörður, Allan Gjerde og Jan Hauger, en annars er þetta norska lið skemmtilegt lið, leikur hraðan og fastan handknattleik, en nokkuð einhæfan.og var furðu- legt hvað isl. liðið var lengi að setja fyrir lekann i vörninni. Dómararnir voru sænskir, sennilega versta sending sem við höfum fengið frá svium á iþrótta- sviðinu. Mörk tslands: Páll 9 (3) Ólafur 4, Jón K. 3, og Stefán 1 mark. Markahæstur norðmanna var Gjerde með 8 mörk (5). _s.dór Björgvin Björgvinssyni mistekst linuskot. (Ljósm. G.Jóh.) Ólafur Einarsson reynir markskot Fyrri hálfleikur gerði útaf við okkur sagði Viðar Símonarson landsliðsþjálfari eftir leikinn — Þessi slæmi leikur okkar i fyrri hálfleik og sú útreiö sein við fengum þá geröi útum þennan leik og var sá draugur sem við þurftum að glima við i siðari hálfleik þegar við loks náðum okkur upp, sagði Viðar Simonarson landsliðsþjálfari eftir leikinn. — Annars er þessi útkoma sæmileg tölu- lega séö; en hefðum við leikið allan leikinn eins og I s.h. þá hefði ekki þurft að spyrja um hvort liöið hefði sigrað. V'ið hljótum að gera betur i kv,öld, ég trúi ekki öðru. — Ég var ósammála dómur- unum i vitadómum þeirra á okkur þegar norðmennirnir voru að fara innúr hornunum; mér fannst þeir of gjafmildir á þau. Jú, þér er óhætt að hafa það eftir mér að ég er bjart- sýnn á leikinn i kvöld, sagði Viðar. Ólafur Benediktsson: — Ég er sæmilega ánægður með minn þátt, en það var sárt að tapa þessum leik úr þvi sem komið var, eftir að við höföum jafnaö. Annars var seinni hálfleikur jafn góður hjá okkur og sá fyrri var öm- urlegur, sagði þessi bjarg- vættur islenska liösins, og vissulega er það ekki sterkt til orða tekið að vera sæmilega ánægður með þátt sinn I leikn- um. Ólafur Einarsson Fyrri hálfleikurinn gerði út- um leikinn, munurinn sem þeir náöu þá var of mikill, þrátt fyrir að við næðum okk- ur upp I seinni hálfleik. Og ef við leikum allan leikinn I kvöld eins og við geröum i seinni hálfleik nú, þá vinnum við leikinn i kvöld. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.