Þjóðviljinn - 07.12.1975, Síða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Síða 11
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvikmyndakompa Gagnrýni Með gagnrýni er yfirleitt átt við fræðilega greiningu verka og ein- hverskonar mat á þeim. Sú kvik- myndagagnrýni, sem algengust er hér á landi, er hvorki fræðileg né greining og telst þvi tæpast til raunverulegrar gagnrýni. Það mætti fremur nefna umsagnir, og byggjast þær á þvi, að greinar- höfundur segi skoðun sina á við- komandi kvikmynd. Með þvi að lesa umsagnirnar að staðaldri kynnast lesendur greinarhöfundi og læra að geta sér til um kvik- myndir eftir skoðunum hans. Umsögnin verður oftast til á þann hátt að greinarhöfundur fer á bió eins og hver annar og lifir sig inn i kvikmyndina. Siðan segir hann frá áhrifunum, sem hann varð fyrir. Niðurstaðan er óneit- anlega mikið undir smekk mannsins og hugarheimi komin, og getur verið hin furðulegasta. Nýlegt dæmi er um það, að „gagnrýnandi” skrifaði langt mál um franska fjáraflakvik- mynd og lýsti henni sem miklu listaverki. Myndin gengur út á það að sýna fallegt fólk, sem hefur ekki annað fyrir stafni en að finna kynhvötinni útrás. Hið þægilega og áhyggjulausa um- hverfi kvikmyndarinnar er heill- andi fyrir áhorfandann og þegar hann verður næst illa haldinn af lifsleiða fer hann og finnur svaríö við spurningunni, sem kvikmynd- in vekur: Hvaða ferðaskrifstofa selur ferðir til Bankok? í gagn- rýni af þessu tagi getur allt gerst. Á meðan umsagnarmaðurinn lifir sig inn i sýninguna eins og áhorfandi, horfir gagnrýnandinn á myndina utan frá með köldum skynsemisaugum visindamanns- ins. Hann skoðar kvikmyndina oftar en einu sinni og tekur hana jafnvel i klippiborð til þess að rannsaka einstaka myndkafla. Hann þarf að hafa þekkingu á kvikmyndasögu og helst þekkja fyrri kvikmyndir höfundarins. Hann lýsir kvikmyndinni með orðum og greinir siðan verkið hvaðsnertirinnihaldogform bæði i heild og smærri einingum. Hann rekur forsendur þess og tilgang og leggur einhverskonar mat á hvernig til tekst. Þó er ekki nauðsynlega markmið gagnrýni að meta verk.Hins vegar er næstum ómögulegt að komast hjá þvi, að i greiningunni felist eitt- hvert mat. Þetta er sú tegund gagnrýni, sem ekki er beinllnis háð kvik- myndaiðnaðinum (nema hvað hann framleiðir hráefnið). Hún er birt i sérfræðiritum fyrir þrönga hópa og oft skrifuð af fólki, sem hefur varið mörgum árum til þess að læra kvikmyndafræði við há- skóla. Fyrir gagnrýnandanum vakir alls ekki að leiðbeina áhorf- endum svo þeir finni myndir við sitt hæfi. Tvær samhliða tilhneigingar eru greinilegar I gagnrýni eins og hún er stunduð i nágrannalöndum okkar. Annars vegar greining, sem beinist að smæstu einingum kvikmyndarinnar undir áhrifum táknfræði (semiólógiu) og málvisinda, og hins vegar athug- un á félagslegu og sögulegu sam- hengi. Gagnrýnin beinist bæði að máli kvikmyndarinnar og einnig að kvikmyndinni sem félagslegu fyrirbæri (áróðurstæki). Þessi tegund gagnrýni tengist mjög rannsóknum á kvikmyndalist sem slikri, enda hvorutveggja oft stundað af sömu mönnum. Aður fyrr voru það mestmegnis skapandi kvikmyndagerðar- menn, sem stunduðu rannsóknir á kvikmyndinni og skrifuðu kvik- myndafræði, en nú hefur komið fram stór hópur manna frá kvik- myndafræðideildum háskólanna, sem fjalla um kvikmyndina sem fræðigrein án þess að vera skap- andi. Skapandi fólki virðist vísindamennirnir stundum fara langt yfir skammt og gera ein- falda hluti flókna, þegar þeir eru að reyna að koma einhverju kerfi á aðferðir, sem skapandi listamenn hafa ræktað með sér og virðast ekki þarfnast skýringa. Listamanninum nægir að vita, hvort aðferðin hafi áhrif eða ekki. En enginn vari vafi er á þvi að þessi gagnrýpi, sem reyndar er ekki enn orðin söluvara, á eftir að verða kvikmyndalistinni til fram- dráttar. Algengt er að kvikmyndir, sem hafa fengið illa útreið hjá gagn- rýnendum, nái vinsældum meðal almennra áhorfenda. Gagnrýnin virðist þvi ekki hafa teljandi áhrif á fjárhagslega velgegngi kvik- mynda, sem slá i gegn eins og sagt er. Kynningarstarfsemi á vinsælustu myndunum fer nefni- ' Slippfélagið íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 lega öllu fremur fram i slúður- dálkum blaðanna. Þar er efni úr kvikmyndaheiminum (drauma- heiminum) vinsælt og skrifað um dýrar kvikmyndir og hamast við að gera eftirsótta leikara aðguðlegum fyrirbærum. Fulltrúar kvikmyndaiðnaöar- ins (bióeigendur hér á landi) vilja náttúrulega helst að gagnrýnend- ur fylgi þessu eftir með blaðri i sama anda fyrir áhugafólk um kvikmyndir. Þeim mislikar, ef gagnrýnendum geðjast ekki að kvikmynd, sem verið er að sýna. Dæmi eru um það að þeir hafi beitt áhrifum sinum til þess að stöðva óhagstæða gagnrýni með hótunum um að hætta auglýsing- um o.s.frv. Sum dagblöðin láta undan þeim þrýstingi. Vonandi heyrir slik framkoma bióeigenda sögunni til. Á meðan gagnrýnendur eru að eltast við að skrifa gagnrýni eða umsagnir um formöngunarfram- leiðsluna þá breytir það ekki miklu fyrir kvikmyndaiðnaðinn, hvort gagnrýnin er hagstæð eða óhagstæð. Það jafnar sig upp með timanum og sú aðsókn, sem tap- ast á einni kvikmynd, vinnst á annarri. Þessi skrif um kvik myndir eru hins vegar til þess a kynna þær almennt og vekja áhuga á bióferðum. Auk þess beina gagnrýnendur mismunandi hópum áhorfenda á kvikmyndir, sem hverjum hópi hæfir, þ.e.a.s. koma i veg fyrir að horfendur verði fyrir vonbrigðum með myndir. 1 þessu felst m.a. að hóp- urinn, sem hefur áhuga á vönduð- um kvikmyndum, fær stundum vitneskju um þær með hjálp gagnrýnenda. Með einhverskonar röksemda- færslu er sennilega hægt að halda þvi fram, að dagblaðagagnrýn- endur hér á landi séu kvik- myndalistinni til framdráttar. Hitt er vist, að þeir eru kvik- myndaiðnaðinum til mikils gajns. En kvikmyndaiðnaðurinn er einmitt einhver versti dragbit- urinn á framfarir i kvikmynda- list. Þessi mótsagnakennda að- staða veldur eflaust einhverjum velmeinandi gagnrýnendum sálarflækjum. Nýr Ford Escort 1976 árg. af Ford Escort er komin til landsins Nýtt glæsilegt útlit Ný innrétting Mýkri fjöðrun Rúmbetri og bjartari Sparneytinn bíll Eftirtaldar tegundir af Ford Escort árg. 1976 eru til afgreiðslu nú þegar: Escort 1100 2d. verð kr. 1.045.000 Escort 1100 4d. verð kr. 1.090.000 Escort 1300L 2d. verð kr. 1.192.000 Escort 1300L 4d. verð kr. 1.237.000 Sýningarbílar í salnum SVEINN EGILSSON hf. Ford-húsinu Skeifunni 17 Simi 85100.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.