Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975. v A til hnifs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Á áttunda hundrað tonnaf kexiá 9 mánuðum Þaö er mikið talað um gjaldeyrisvandræði okkar íslendinga, um tóman gjaldeyrisvarasjóð og leiðir til að spara gjald- eyri. Það er líka mikið talað um það þessa dag- ana. að við ættum að hemja dálítið viðskiptin vð Bret- land, að minnsta kosti þau viðskipti sem við höfum takmarkaða eða kannski enga þörf fyrir. Ein af þeim vörutegundum sem við kaupum í ríkum mæli frá Bretlandi er kex af ýmsu tagi, en rúmur helmingur af innflutningi okkar á kexi á þessu ári er einmitt frá Bretlandi. Við skulum nú líta nánar á þessar tölur. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptaráðuneytisins er innflutningur frjáls á kökum og kexi, og því erfitt að henda reiður á þeim fjölda tegunda, sem flutt- ar eru inn i landið. Hjá Hagstofunni fengum við hins vegar upplýsingar um magn i kg og verðgildi þessara vara, en vörur sem tilheyra tollskrár- númer 19.08 eru „kökur, kex og aðrar iburðarmeiri brauðvörur, einnig með kakói að meiru eða minna leyti.” Frá janúar til septemberloka á þessu ári voru flutt inn 743.128 kg. af fyrr- greindum vörum, eða á áttunda hundrað tonn. Af þessu magni komu um 405 tonn frá Bretlandi. Verðgildi þessara vara var 190 miljónir, 910 þúsundir, svokallað CIF verð (án tolla, sölusk. vörugj. • Meira en helmingurinn frá Bretlandi • 17 miljónir í gjaldeyri til Bretlands fyrir kex á einum mánuöi • Yfir 60 teg- undir af sætu kexi í einni verslun heilds. og smás. álagningar) Þetta er sem sagt verðgildi vörunnar að utan með flutnings- gjöldum.Bretland fær rúmar 100 milljónir fyrir þessa vöru sina frá1 okkur i gjaldeyri, en ekkert land kemst i námunda við Bretland hvað magn snertir. 1 októbermánuði á þessu ári er magnið alls yfir 11 tonn, verðgildið yfir 30 milljónir, og þar af fara tæpar 17 milljónir til Bretlands á þessum tima. Nýrri tölur eru ekki komnar, en mánuðirnir fyrir jól eru jafnan lang hæstir hvað snertir magn og verð á þessum vörum. Samanborið við árið i fyrra (jan.-sept) höfum við i ár eytt nærri helmingi meiri gjaldeyri i kr.tölu i kexið þótt magnið sé nú heldur minna. Koma hér til gengisfellingar og einnig er hugsanlegt að um aðrar vöruteg- undir (og dýrari) sé að ræða i ár. Jan.-sept. i ár er upphæðin 190.910 þús. en var á sama tima i fyrra 108.285 þúsundir, og þá einnig meira en helmingur frá Bretlandi. Flestar af þessum vörutegund- um eru i raun óþarfar og að eyða dýrmætum gjaldeyri i sætt kex, sem þar að auki er framleitt hér á landi, er svo furðulegt, að það er ótrúlegt að nokkur mæli þvi bót i alvöru. Að hafa úr að velja tugum tegunda af rándýru og óhollu kex- meti, er valfrelsi, sem er harla litils virði. Danskar smákökur fylla nú einnig hillur verslana, að ógleymdum tertubotnunum. Þótt við kunnum að telja tertubotna nauðsynlega, sem mjög eru þó skiptar skoðanir um, eru þeir einnig framleiddir hér á landi og við eigum þvi kost á þeim nýjum frá innlendum framleiðendum. Nú má búast við að enn erfiðara verði fyrir innlenda framleiðend- ur að keppa við þá erlendu nú eftir áramótin, en þá lækka tollar á þessum vörum i 55% frá löndum utan EFTA og i 30% frá EFTA löndunum. Tollarnir eru i dag 65% frá löndum utan EFTA og 40% frá EFTA löndunum. Til þess að gera mér einhverja hugmynd um fjölda þeirra teg- unda, sem hér eru á markaðinum af sætu kexi og smákökum, gekk ég inn i eina stóra og eina litla matvöruverslun og taldi tegundirnar. 1 litlu versluninni voru þær rúmlega 30, en yfir 60 talsins i stóru versluninni, og á þó væntanlega eftir að bætast enn i safnið fyrir jólin. Ekki gat ég séð að i versluninni væri annað eins úrval af nokkurri annarri vöru, og ekki tókst mér heldur að koma auga á nokkurra vörutegund i þessari verslun, sem mér fannst ónauðsynlegri. tækinu. Sumir hafa keypt máln- ingu sem þeim er sagt að aðeins þurfi að mála með tvisvar, en siðan kemur i ljós að 4 umferðir duga ekki. Oftast er það vegna þess að liturinn þekur illa, eða að undirliturinn er allt annar en sá sem málað er með. Ýmsir lit- ir sem blandaðir eru með rauðu t.d. rauðgult, getur þurft að mála með 5—6 umferðir áður en liturinn þekur fyllilega. Þess vegna er rétt að spyrja alltaf um viðkomandi lit, áður en maður festir kaup á málningu, þar sem málning frá sama merki getur þakið mjög mis- jafnlega eftir þvi um hvaða lit er að ræða. Léleg málning Hún var ekki hress kunn- ingjakona min, sem eyddi heilli helgi i að mála yfir stofuna hjá sér. Þegar verkinu var lokið, kom i ljós að málningin var göll- uð og stofan öll röndótt eftir tvær umferðir (af hvitu yfir hvitt). Hún fór auðvitað i versl- unina og kvartaði og fékk sem betur fer aðra málningu i sára- bætur, en nú þarf hún að eyða heilli helgi i viðbót til þess að mála yfir rendurnar. Vert er að vara fólk við að kaupa máln- ingu, sem er i ómerktum um- búðum (þessi var i plastfötu), nema það sé að kaupa grunn- málningu eða þessháttar. Best er að halda sig við hin viður- kenndu merki, ef mála á t.d. yfir eldri málningu og ef máln- ingin reynist gölluð, sem alltaf getur komið fyrir, á að sjálf- sögðu að fá það bætt hjá fyrir Að kunna að gera við Það verður seint metið til fjár, hvers virði það er að vera handlaginn og kunna að gera við eitt og annað sem aflaga fer á heimilinu. Og þeir eða þær sem eru svo lánsöm að geta gert við smáræðis bilanir i tækjum af ýmsu tagi, eru vis til að spara heimilinu þúsundir. S.P. nokkur hringdi og sagði okkur dæmi um hvað það kostar að fá við- Látið frá ykkur heyra Við viljum hvetja lesendur til þess að skrifa okkur eða hringja ef þeir hafa hug- gerðarmann i nokkrar minútur til að gera við smáræði i elda- vélinni (engir varahlutir inni- faldir). Jú það getur kostað rúmar tvö þúsund krónur og er þó aðeins taxtinn samkvæmt upplýsingum sem hann fékk, að viðbættum aksturskostnaði. Hvernig væri að kenna fólki ein- földustu viðgerðir i sky:ldu- náminu svo að það komist hjá svona kostnaði. Ódýrar súpur 1 Kronverslununum fást nú mjög ódýrar súpur, þær kosta aðeins 44 krónur pakkinn i Kron • i Breiðholti og er verðið væntan- lega það sama annars staðar hjá Kron. Þessar súpur eru frá Royco og eru til i ýmsum teg- undum, en best þykir mér tómatsúpan. Pakkasúpur eru vissulega hvorki sérlega hollur eða næringarrikur matur, en með t.d. eggi og brauði er þetta ágætis máltið og sérlega ódýr. Hver pakki endist þó varla nema i tvo sæmilega súpudiska. myndir i sparnaðarhornið, geta t.d. bent á skemmtilega heimatilbúna hluti, ódýra vöru o.s.frv. og einnig ef þeir vilja kvarta undan einhverju (t.d. verðlagi, þjónustu, vöru) og komum við þvi þá á fram- færi i „gæti verið betra”.Látið heyra frá ykkur, siminn er 73586 og ef þið skrifið þá merkið bréfin „Til hnifs og skeiðar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.