Þjóðviljinn - 14.01.1976, Side 11
Miðvikudagur 14. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ll
STARFSMAÐUR KAUPFÉLAGS ÁRNESINGA SEGIR FRÁ:
Þar sem brottför mina af skrif-
stofu verkstæða Kaupfélags Ár-
nesinga á Selfossi bar að með
allóvenjulegum hætti tel ég rétt
að gefa venslafólki minu og vin-
um svo og almenningi nokkra
vitneskju þar um.
Til glöggvunar skal það upp-
lýst að kaupfélagsstjóri er
Oddur Sigurbergsson, en fram-
kvæmdastjóri verkstæða er
Ölafur Haraldsson. Starfssaga
min hjá K.A. er alllöng. Ég
byrjaði i trésmiðju i april 1956
og vann þar til 1959. Þá varð ég
að hætta erfiðisvinnu vegna
bilunar i baki og fór þá að vinna
á skrifstofu i sömu smiðju.
Haustið 1974 voru skrifstofur
trésmiðju og bilaverkstæðis
sameinaðar; vann ég þar, þar til
á s.l. sumri.
Hinn 1. april s.l. tók ég á móti
svohljóðandi bréfi:
„Hr. Halldór Arnason,
Birkivöllum 1.
Selfossi.
Vegna skipulagsbreytinga á
skrifstofuhaldi á Smiðjum K.Á.,
Selfossi, er þér hér með sagt
upp starfi frá og ineð 1. april
n.k.
Uppsagnarfrestur er þrir
mánuðir.
Virðingafyllst
pr. pr. Kaupfélag Árnesinga
Oddur Sigurbergsson.’
færi að vinna i Trésmiðju K.Á.
að loknum uppsagnarfresti.
Endanlega varð það úr að Ölaf-
ur réði mig munnlega til sömu
starfa og áður. Ég fór i sumar-
leyfi 21. júli og byrjaði aftur að
vinna 18. ágúst.
Svo skeður það 20. ágúst að
Ólafur Haraldsson tilkynnir
mér að veru minni á skrif-
stofunni sé lokið, og er það atvik
tilefni þessa skriftar. Ég áttaði
mig ekki alveg strax á hvað hér
var að gerast en sá þó fljótt að
hér var um óvenjulega aðferð
aðræða, við að fjarlægja mann
úr starfi, þó maður hafi kynnst
ýmsu af þvi tagi. Ég hef ekkert
bréf upp á eigið ágæti og gat þvi
skeð að ég hefði brotið eitthvað
af mér eða sýnt vitaverða van-
rækslu i starfi. Hefði það verið
átti ég allavega rétt á að vita i
hverju slíkt væri fólgið. Annars
sýnir þessi „uppsögn” eða öllu
heldur brottrekstur takmarka-
laust virðingaleysi við
samninga og fyrir mannlegum
samskiptum hjá Ólafi Haralds-
syni. Endurráðning og uppsögn
þessi minna ekki litið á þegar
hinn sterki reisir hinn fallna til
þess eins að geta barið hann
niður aftur. Það eru oft likindi
til að menn fái fljótt atvinnu við
sitt hæfi, þó þeim sé sagt upp
starfi, en það er ekki liklegt að
atvinnuveitendur sækist eftir
starfskröftum, sem fengið hafa
uppsögn og brottrekstur á rúm-
um fjórum mánuðum.
Ég átti tal um þetta við for-
mann Verslunarmannafélags
Arnessýslu. Ekki fór ég fram á
meira við hann en hann
jjDlMfHífi ’IIMilfD®!
.SELúDSSE
25/3 3975..
Hr. Haíidór í.rnason, ,
Birki vöil'im 1,
sétpbssi.
Vo'ina skipwlagsbrsytinga á skrifstoÉuhaldi A
ilð ivm K.A., í’iíifoss i., er þér hér moð sagt upp starfi
og m-.’ð 1 .aprll n.k.
Uppsagnarfrestur. e:r þr.ír mánuöir.
yi.rði ngaf.yllst
pr. pr. Kaupf^J-ag Arrj»sj.hga
fCCs .________ _ _ __-_____
Oddur. 5i 'írn'bergslwt *
Uppsagnarbréfið
Þannig var mér sagt upp, síðan
endurráðinn og sagt upp aftur
Það er kaupfélagsstjórinn en
ekki framkvæmdastjóri verk-
stæðanna sem undirritar bréfið
og ástæðan er skipulags-
breyting. Ég tel rétt að birta
mynd af bréfinu vegna full-
yrðinga um að i þvi sé tekið
fram að um endurráðningu geti
verið að ræða, en eins og bréfið
ber með sér er það ekki. Karl
Eiriksson og Kolbeinn Guðna-
son fengu samskonar „páska-
boðskap”;er mál Kolbeins enn i
minni. Starfsaldur þeirra hjá
K.A., er nálægt helmingi hærri
en starfsaldur minn hjá þvi
fyrirtæki. Eins og bréfið ber
með sér var uppsagnarfrestur
þrir mánuðir. Á þeim tíma var
mér boðin vinna við sima-
þjónustu á aðalskrifstofu K.Á.
Ég mun hafa svarað þvi að ég
mæti meira sálina en likamann
og lýsir það nokkuð áliti minu á
þessari stöðu.
Einnig komst þá til tals á milli
okkar Ólafs Haraldssonar, að ég
hlutaðist til um að ég fengi
heiðarlega uppsögn og þar með
samningsbundinn uppsagnar-
frest þvi að hann hafði ég
skilyrðislaust áunnið mér. Taldi
hann hagsmunum minum best
borgið með þvi að gera ekkert i
málinu og má það rétt vera að
vissu leyti. Þætti mér þó eðli-
legra að ef slikt mál kæmi
fyrir aftur að það yrði tekið
öðrum tökum. Og aftur átti ég
kost á simaþjónustunni á aðal-
skrifstofunni, en andúð min á
þeirri stöðu jókst i réttu hlutfalli
við fjölda „uppsagna” og lái
mér það hver sem vill.
Ég mátti lika byrja að vinna
strax á verkstæði Tré-
smiðjunnar en ég átti eftir
nokkra daga af sumarleyfi
minu, að þeim loknum treysti ég
mér ekki til að vinna erfiðis-
vinnu,og að læknisráði vann ég
ekki i u.þ.b. þrjár vikur.
Svohljóðandi bréf sendi ég
Ólafi Haraldssyni 30. ágúst.
„Hr. ólafur Haraldsson.
Kaupfélag Arnesinga.
Miðvikudaginn 20. þ.m. til-
kynntir þú mér inunnlega á
skrifstofu þinni að störfum mfn-
um á skrifstofu kaupfélags-
smiðjanna væri lokið. Hætti ég
vinnu þar sama dag. Við atliug-
un hefi ég komist að þvi að
„uppsögn” þessi er ekki i sam-
ræini við uppsagnarákvæði i
kjarasamningum verslunar-
manna viö atvinnurekendur og
er þvi markleysa ein. Ég vil
minna þig á að ég hef unnib 16 ár
á skrifstofum smiðjanna eða
siðan 1959. Ilinsvegar hafa kon-
ur þær sem nú vinna þau störf er
ég vann þar aðeins unnið
skamman tíma, önnur fá ár, hin
fáa mánuði. Ég mótmæli þvi
þessari ráðstöfun. Þó ég hefji
vinnu i Trésmiðju K.A. eins og
viö höfum rætt um, áskil ég ntér
öll réttindi samkv.
kjarasamningi verslunar-
manna.
Virðingafyllst
Ilalldór Árnason.’
Þessu bréfi hefur aldrei verið
svarað.
Það skal tekið fram að konur
þær er ég minnist á i bréfinu
eiga ekkert nema gott skilið frá
minni hendi. Ég vinn nú á verk-
stæði Trésmiðju K.A. Hvort ég
endist lengi til þess er óvist, þar
sem éger öryrki, ég ætti vist að
vera ánægður með að geta eitt-
hvað gert — og halda kjafti
hlýða og vera góður, en við
vissar aðstæður hefi ég aldrei
kunnaö þrjú siðustu atriðin og
svo er enn.
Samandregin aðalatriði:
1. Kaupfélagsstjórinn segir
mér skriflega upp starfi 25.
mars 1975.
2. Framkvæmdastjórinn
endurræður mig munnlega i
sama starf áður en
uppsagnarfrestur er liðinn —
og rekur mig eftir 50 daga.
(Fullkomið skipulag?)
3. í starfi þvi sem ég hafði hefir
verið frændkona kaupfélags-
stjórans. Hver ráðið hefir
hana þar veit ég ekki, enda
ekki gott að átta sig á hver
ræður hverju, en skipulags-
breyting kaupfélagsstjórans
er þar komin i framkvæmd.
Og þetta er látið óátalið af
stjórn Verslunarmannafélags
Arnessýslu. Atvinnuöryggið
og félagsverndin eru á sömu
bókina lærð. Ef framanrituð
frásögn gæti komið i veg fyrir
að þetta endurtaki sig hér,
eða annarstaðar, tel ég að
ekki sé til einskis unnið.
Það er alllangt siðan þetta var
skrifað. Af vissum ástæðum hefi
ég dregiðað birta þetta, en sé nú
ekki ástæðu til að fresta þvi
lengur.
Ferðaalmanak frá Útsýn
Ferðaskrifstofan Ctsýn hefur
gefib út mjög vandað litprentað
almanak fyrir árið 1976, og er
þetta almanak sérstætt að þvi
leyti að á þvi er getiö um alla
brottfarardaga hópferða feröa-
skrifstofunnar á þessu ári.
Dagatalið er prýtt myndum frá
öllum helstu sólarbaðstöðum sem
Útsýn hefur ferðir til, einkum frá
Spáni og Italiu.
Ingólfur Guöbrandsson for-
stjóri Útsýnar sagði að nú þegar
væru farnar að streyma inn pant-
anir i sólarlandaferðir næsta
sumar og vinsælasti ferðatiminn
væri að verða uppseldur hjá
skrifstofunni. Hann taldi að hálfs-
mánaðarferðir myndu hækka um
20% á þessu ári, sem þýðir 8 til 10
þúsund kr. hækkun á tveggja
vikna ferð.
Janúnr-1970
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
A siðasta ári flutti ferðaskrif-
stofan Útsýn nær 13 þúsund far-
þega, sem er um 2 þúsund
farþega aukning frá árinu áður.
—S.dór
Ráðherrar fengu niðxir-
stöðu sjódóms í gær
Ráðherrar fengu I hendur nið-
urstöður sjódóms i gærkvöldi. A
miðnætti í fyrrakvöld barst sjó-
dómsniðurstaða austan frá Seyö-
isfirði, og i gær var verið aö vél-
rita hana. t gær var þingað i sjó-
dómi i höfuðborginni og þá
kvaddir fyrir dóm þeir, sem voru
um borð i gæsluflugvélinni er Le-
ander sigldi á Þór á dögunum, en
auk áhafnar var þar um borð
norskur fréttamaður.
Til þess að stytta réttarhöld i
gær var það vélritað beint, sem
fram kom fyrir réttinum, en þeg-
ar tekið upp á segulband, sem
venja er til. Niðurstöður réttar-
haldanna i gær átti svo að senda
rikisstjórninni strax og þær lægju
fyrir.
1 morgun átti svo áð vera fund-
ur i rikisstjórninni, og klukkan 11
fh. var boöaður fundur i utanrik-
ismálanefnd alþingis, þar sem
greina átti frá þvi hvað rikis-
stjórnin hyggðist gera vegna á-
siglinga á islensk varðskip og
veiöiþjófnaðar breta. —»iþ
45 bretar við landið og 16 v-þjóðverjar
45 breskir veiðiþjófar voru hér
við land i gær. Voru þeir allir á
svipuðum slóðum suðaustur af
Ilvalbak. Á þeim miðum var
veður að ganga upp og komin 11
vindstig seinnipart dags og þvi al-
deilis ófært veiðiveður. Herskipin
og „aðstoðarskipin" voru i
hnappnuin með togurunum.
Þá munu hafa verið 16 v-þjóð-
verjar hér við land i gær. Sex
þeirra voru á svipuðum slóðum
og tjallinn. Voru þjóðverjarnir
einungis á þeim svæðum, sem
rikisstjórnin samdi við þá um að
þeir skyldu fá að veiða óáreittir á.
—úþ