Þjóðviljinn - 14.01.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Side 13
Miðvikudagur 14. janúar 1976. 1 JVII.JINN — SIÐA 13 Bylur og skaf- renningur í Reykjavík í gær: Þrátt fyrir að ekki sé nema vika liöin frá þvi að vanbúnir bilar til vetraraksturs lokuðu allri umferð i Reykjavik að kalla, virðast menn ekkert hafa af þvi lært. 1 gær gerði aftur mjög slæmt veður i borginni, hvassviðri með ofan- komu og skafrenningi og urðu flestar götur þegar Utfyrir mið- borgina kom, illfærar, samt voru Bílar sátu fastir á öllum götum menn að reyna að brjótast áfram á smábilum, keðjulausir, jafnvel ekki einu sinni á snjódekkjum og auðvitað gat ekki nema eitt gerst, þeir sátu fastir um alla borg og lokuðu hverri götunni á fætur annarri. Og svo slæmt var veðrið, að ef menn á velbUnum bilum þurftu að stoppa vegna skussanna, þá skóf i skafla fyrir framan og aftan bil- ana þannig að vont var að ná sér af stað aftur. Snjóplógar, heflar og mokst- urstæki voru á þeytingi um alla borg að ryðja götur og tókst gatnahreinsunarmönnum furðu vel að halda aðal leiöum i borg- inni opnum, þannig aö sæmilega fært var til Uthverfanna. Veðrið gekk niður um kl. 17 i gær og þvi fór allt betur en i siðustu viku þegar menn voru fleiri klukku- stundir að komast heim til sin i Uthverfi borgarinnar. —S.dór MIÐNEFND HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA: Enn sannast að herinn er ekki hér til varnar 1 yfirstandandi fiskveiðideilu hefur enn einu sinni komið á- þreifanlega iljós það, sem fyrir löngu var vitað, að bandariski herinn er ekki hérlendis Islandi til varnar. Breski flotinn hefur ráðist á islenskt varðskip innan islensku fjögurra milna land- helginnar og áreitt islenskt haf- rannsóknaskip án þess að bandariski herinn hér á landi hafi gripið til nokkurra gagnað- gerða. Þetta sýnir ótvirætt, að stað- setning Bandarikjahers hér- lendis og þátttaka tslands i Nató er eingöngu miðuð við hags- muni Bandarikjanna og stór- velda Vestur-Evrópu, ekki sist Bretlands sem vegna baráttu is- lendinga fyrir yfirráðum yfir fiskimiðum sinum hefur verið það riki, sem Islandi hefur staf- að mest hætta af siðan siöari heimsstyrjöld lauk, og hefur þrivegis farið með herflota á hendur islendingum á þvi timabili. Jafnvel þótt sivaxandi andUð islendinga á Nató og á banda- risku herstöðvunum hérlendis, knýi valdhafa Nató til að kalla bresku herskipin af Islandsmið- um, mun slikt aðeins gerast gegn þvi að islenska rikisstjórn- in semji við breta um veiði- heimildir i islenskri fiskveiði- lögsögu. Ljóst er að Bretland hlýtur að tapa þessu þorskastriði, ef is- lendingar sýna einurð og sam- heldni i baráttunni, meðal ann- ars vegna þess, að liklegt er að alþjóðleg viðurkenning á 200 milna fiskveiöi- og auðlindalög- sögu sé skammt undan. Vara ber þvi við þeim blekkingaleik, sem islensk stjórnarvöld eru að setja á svið i þeim tilgangi að gefa Nató heiðurinn af fyrirsjá- anlegum sigri islendinga i fisk- veiðideilunni. Um leið og miðnefnd her- stöðvaandstæðinga fagnar vax- andi baráttu islenskra sjó- manna og annarrar alþýðu, jafnt gegn samningum um veiðiheimildir sem og gegn Nató og herstöðvunum og lýsir yfir samstöðu með aðgerðum viðsvegar um land i þessu skyni, varar hUn við öllum hug- myndum um að nota Nató og herstöðvarnar sem skiptimynt i deilunni við bresk stjórnarvöld. Rétt er aö benda á þá stað- reynd, að tilgangur Nató er að vera hernaðarleg brjóstvörn auðvaldsins i heiminum og heimsvaldastefnu þess. Hlut- verk Nató er að tryggja valda- kerfi auðvaldsins og berjast gegn tilraunum smáþjóða og þróunarlanda til eignarréttar á auðlindum sinum, hvar sem slik barátta fer fram, — nU hér á Is- landsmiðum, þar sem breskt Ut- gerðarauðvald stundar rán- yrkju i skjóli Nató-herskipa. Barátta islendinga fyrir lifs- hagsmunum sinum er þvi óhjá- kvæmilega jafnframt barátta gegn Nató og herstöðvum þess hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.