Þjóðviljinn - 20.01.1976, Side 3

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Side 3
Þriðjudagur 20. janúar 1976. þJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Kelduhverfi: Jarðskjálftar með minnsta móti í gær Að sögn Björns Karlssonar i Hafrafellstungu voru jarð- skjálftar með minnsta móti i Kelduhverfi og Axarfirði i gær- dag. Um helgina var nokkuð um snarpa kippi, en rétt að menn fundu hreyfingu i gær. Fólk það sem flúði heimili sin að Ærlækjarseli, Skógum og Núpi á dögunum er nú allt komið heim. Björn sagði að vatnsmagnið i kilnum sem myndaðist við Skóga væri með ólikindum. Búið er að grafa framrás til sjávar, þannig að húsin liggja ekki lengur undir skemmdum vegna vatnsins, en svo mikið vatn er þó i kilnum að það liggur alltaf við að útúr hon- um flæði inni húsin þrátt fyrir framræsluna. Björn sagði menn ósköp fegna þvi að fá smá hvild, frá jarð- skjálftunum eins og var i gær. —S.dór Loðnuverð ákveðið: Lítið hærra fyrra en í 1 fyrrinótt var ákveðið loðnu- verð frá þvi loðna barst fyrst á land i ár þann 17. janúar og skal það gilda til loka janúarmánaðar. Er verðið krónur 3.50 fyrir kilóið að viðbættum 10 aurum af hverju kílói i loðnuflutningasjóð. Verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum skal vera 10% lægra. Verð þetta var ákveðið af fulltrúum seljenda og af odda- mánni gegn atkvæðum kaupenda, þeas. bræðslueigenda. Létu kaup- endur bóka eftir sér eftirfarandi: ,,Með þessari verðlagningu er sýnt að margar verksmiðjur muni ekki hafa vinnslutekjur fyrir breytilegum kostnaði miðað við fyrri reynslutölur um nýtingu og miðað við þær sölur á loðnuaf- urðum, sem þegar hafa farið fram og mótmæla þvi harðlega þessari verðákvörðun.” 1 yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Páll Guðmundsson og Tryggvi Helgason af hálfu loðnuseljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnús- son af hálfu loðnukaupenda. Til samanburðar má geta þess, að janúarverð á loðnu i fyrra var 2,80 kr. pr. kg. Sé það verð reiknað til þess gengis, sem nú er á bandarikjadollar, kemur i ljós, að það samsvarar 3,35 krónum fyrir hvert kiló. Hefur þvi raun- verulegt verö á loðnu hækkað um 15 aura kilóið. —úþ Samninga' fundir Samninganefndir Alþýðusam- bands Islands og atvinnurekenda sátu á samningafundi frá kl. 14 i gær og lauk fundinum kl. 19. Ann- ar fundur hefur verið boðaður kl. 14 i dag. Stjórn Blaðamanna- félags íslands hefur sent lögreglustjóra bréf, þar sem því er lýst yfir, að hún Ifti það mjög alvar- legum augum, að lögregl- an hindraði einn af blaða- mönnum Þjóðviljans í starfi 15. þessa mánaðar. Jafnframt hefur stjórnin óskað eftir viðræðum við lögreglustjóra um sam- starf lögreglu og blaða- manna. Bréf Blaða- mannafélagsins fer hér á eftir: „Hr. lögreglustjóri Sigurjón Sigurðsson. Stjórn Blaðamannafélags Islands hefur borist bréf frá blaöamönnum á ritstjórn Þjóðviljans vegna þess atburð- ar sem átti sér stað 15. janúar Stjórn Blaðamanna- félags íslands: Lögreglan að brjóta upp hurðir.a að Garðastræti 12. Mjög alvarlegt mál 1976, þegar einum af blaða- mönnum Þjóðviljans var visað frá, þar sem hann var að taka myndir af þeim atburðum, er áttu sér stað á skrifstofu Varð bergs. Stjórn Blaðamannafélags Islands litur hvert það atvik mjög alvarlegum augum, þar sem komið er i veg fyrir á einn eða annan hátt að blaðamenn geti sinnt störfum sinum með eðlilegum hætti. Stjórn félagsins gerir sér grein fyrir þvi að i ört stækkandi þjóðfélagi er ekki lengur hægt Sendir lögreglustjóra bréf vegna framkomu lögreglunnar við blaðamann Þjóðviljans að ætlast til þess að lögreglu- þjónar eða aðrir þekki það fólk i sjón. sem starfar á fjölmiðlun- um, og vill stjórnin þvi benda á að Blaðamannafélag Islands gefur út passa til félagsmanna sinna og er ætlast til að þeir séu sýndir þar sem á þarf að halda. Ef það mætti verða til þess að koma i veg fyrir að slik atvik endurtaki sig, þá er stjórn félagsins reiðubúin að ræða þessi mál við yður við fyrsta tækifæri. Fyrir hönd stjórnar B.l. Bragi Guðniundsson." Almennur fundur um landhelgismál á Neskaupstaö: við Samningaviðræður breta eru útilokaðar i fyrradag gekkst Alþýðubandalagiö í Neskaupstaö fyrir al- mennum umræðufundi um landhelgismálið og flutti Lúðvik Jósepsson þar ýtar- legt framsöguerindi. Um sjötiu manns sóttu fund- inn, þar á meðal allmargir sjómenn. i fundarlok var samþykkt einróma svo- felld tillaga um landhelgis- málið. „Almennur fundur um land- helgismál, haldinn i Neskaupstað á vegum Alþýðubandalagsins 18. janúar ’76, telur aðekki eigi að ljá máls á neinum samningaviðræð- um við breta eftir ofbeldisaðgerð- ir þeirra innan islenskrar fisk- veiðilögsögu siðustu mánuði. Nýjustu upplýsingar fiskifræð- inga, innlendra sam erlendra Kópasker: Fólk fyrr en fer ekki heim vatnið kemur Að sögn þeirra Árna Itagnars- sonar og Auðuns Benedikts sonar á Kópaskeri, er unn ið að því að konia vatnslögn þorpsins i lag og er allt efni til hennar koniið norður. Það ligg- ur Ijóst fyrir að fólk kcmur ekki lieim aftur fyrr en vatnslögin er komin i lag, enda ekki fýsilegt að búa i vatnslausu þorpinu. Vegna frosts I jörðu verður að leggja vatnslögina ofan jarðar og þvi verður að vera sírcnnsli i plaströrinu dag og nótt svo ekki frjósi. Nú vinnur 15 manna hjálparflokkur úr Kelduhverfi og öxarfirði að viðgerðum á vatnslöginni á Kópaskeri og frá Akureyri er væntanleg vararaf- stöð til að halda vatnsdælunni gangandi dag og nótt en loforð hefur verið gefið fyrir þvi að stærri diselrafstöð vcrði send norður. Bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram á húsunum sem skemmdust og munu þau öll nema eitt vera ibúðarhæf, þ.e.a.s. það þétt að hægt er að búa i þeim. Það sem menn óttast nú mest að skolplögn þorpsins hafi gengið úr lagi, en það er ekki hægt að kanna fyrr en vatn er komið aftur i þorpið. Ljóst er að flestar ef ekki allar varanlegar viðgerðir á Kópaskeri hvaða nafni sem þær nefnast verða að biða vorsins. Um helgina komu nokkrir framámenn úr Reykjavik norð- ur á Kópasker með Matthiasi Bjarnason ráðherra i broddi fylkingar. Menn nyrðra eru afar óhressir með framkomu þessara manna, sem höfðu að- eins tima til að fá sér að borða Unnið að bráða- birgðaviðgerð á vatnslögninni — óttast að skolplagnir séu úr lagi gengnar engátu ekki gefið sér tima til að ræða við heimamenn, ekki einu sinni fulltrúana i almanna- varnarnefndinni. Þetta fannst heimamönnum furðulegt og eru vægast sagt reiðir þessum stór- mennum sem flugu á Kópasker til að fá sér að borða. —S.dór sýna ótvirætt, að ekkert er aflögu fyrir útlendinga á miðunum við landið og alltof langt hefur þegar verið gengið með samningum við vestur-þjóðverja til tveggja ára. Hvert tonn sem samið er um lil útlendinga, jafnt af þorski sem öðrum fisktegundum, rýrir hlut okkar og valkosti og bitnar beinlinis á lifskjörum alþýðu. nú og á næstu árum. Það væru hrapalleg afglöp og svik við islenskan málstað. að ætla að kaupa bresku herskipin út fyrir 200 milur með nauðungar- samningum um afla bretum til handa. Islensk stjórnvöld hljóta að gera þá lágmarkskröfu til Atlantshafsbandalagsins og bandarisks herliðs á Islandi að sjá til þess að bretar hætti hern- aði sinum gegn okkur skilyrðis- laust. ella hljótum við að lita á NATÓ og herinn sem samsek breska árásarliöinu. Jafnframt þarf það að vera ljóst, að það er ekki i verkahring NATÓ að skipta sér af islenskum innanrikismálum. og islendingar eru einfærir um að gera upp sin mál við breta og aðrar þjóðir. þegar hernaðarihlutun er úr sög- unni. Fundurinn gerir þá kröfu til islenskra stjórnvalda að þau taki tillit til skýlauss almenningsálits og lifshagsmuna þjóðarinnar. og hefji ekkert baktjaldamakk um sanininga við þá, sem sist hafa tíl þess unnið."

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.