Þjóðviljinn - 20.01.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Síða 7
Þriðjudagur 20. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA í ALLT ORÐIÐ KLÁRT Rœtt við Gylfa Pórðarson formann loðnulöndunarnefndar um vertiðina sem nú fer i hönd Eitt sinn var haft eftir útlendingi hér i blaðinu að loðnuvertíð á islandi svipaði mjög til gullæðis- ins i Bandarikjunum — Klondyke— nema að hér vantaði alla rómantík i málið. Nú er þetta árvissa gullæði að hefjast enn einu sinni/ loðnan fundin og skipin að tínast á miðin. Ekki hefur þó enn fengist bein úr sjó þegar þetta er ritað enda bræla á miðunum. Meðan við biðum loðnufrétta tókum við tali Gylfa Þórðarson deildarstjóra i sjávarútvegs- ráðuneyti en hann hefur undan- farin ár verið formaður loðnu- löndunarnefndar. Sú nefnd skipuleggur löndunina, skráir afla skipanna, visar þeim á þær hafnir þar sem biðin er styst og hefur yfirsýn yfir allt ævintýrið. Við báðum Gylfa að segja okkur hvernig landsmenn væru i stakk búnir að taka við loðnunni þegar hún berst. óvíst um Norglobal — Siðan á vertiðinni i fyrra hafa tvær verksmiðjur bæst við. Hafsild á Seyðisfirði og Sildar- vinnslan i Neskaupstað. Þessar verksmiðjur skemmdust báðar i snjóflóðum rétt áður en vertiðin i fyrra hófst. Hafsild er þegar tilbúin en Sildarvinnslan á að komast i gagnið um mánaða- mótin. Sú fyrrnefnda afkastar 400 tonnum á sólarhring en sú siðarnefnda 700 tonnum. Þær hafa ekkert breyst en þróar- rými er þó aðeins minna á Nes- kaupstað núna en var fyrir óhappið. Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á verksmiðju- fjöldanum. Við vitum ekki enn hvort Norglóbal verður með að þessu sinni. Ráðuneytið hefur gefið sitt leyfi til þess að leitað verði samninga um leigu á skipinu, en það er stutt komið á veg. Ef samningar nást eru þeir háðir samþykki ráðuneytisins. Norglobal bræddi i fyrra um 74 þúsund tonn, sem var meira en nokkur ein önnur verksmiðja. Til samanburðar má nefna að verksmiðjur rikisins, sem eru fjórar talsins, bræddu saman- lagt aðeins meira en Norglobal. Við höfum gert könnun á svæðinu frá Siglufirði austur um til Hornafjarðar og þar eru allar verksmiðjur tilbúnar. Við höfum enn ekki kannað verk- smiðjurnar á Suður- og Vestur- landi enda koma þær ekki inn i dæmið fyrr en i fyrsta lagi þegar svona vika er af febrúar. I fyrra barst td. engin loðna til td. 50% aukning á bátafjöld- anum vegna hagstæðs verðs á loðnu til frystingar. En við erum allavega betur undir það búnir að fylgjast með „svindlinu” en áður. 10 farnir á miöin — Veistu hvað þeir verða margir bátarnir sem taka þátt i loðnuvertiðinni að þessu sinni? — Nei, það liggur ekkert fyrir um fjöldann núna en mér þætti gkki óliklegt að hann verði svip- aður og i fyrra, svona 100-115 bátar. Það fer þó eftir verðinu ains og ég nefndi áðan. Minni bátarnir hafa ekkert i þetta að gera nema til að veiða fyrir frystingu. — Er loðnuveiðin ekki háð neinum leyfum? — Nei, það þarf ekkert leyfi til að stunda loðnuveiðar nema 2f menn ætla að nota flotvörpu an hún er sáralitið notuð. Þess vegna getum við svo litið sagt jm fjöldann fyrirfram. Bátarnir eru að bætast við fram jftir allri vertið. Besta ráðið til að fylgjast með þessu er að lafa samband við tilkynninga- íkylduna þar sem bátarnir verða að tilkynna hvaða veiðar peir stunda. Á fimmtudags- tvöldið höfðu 10 bátar haldið til veiða en ég býst við að obbinn af dóru bátunum haldi á miðin nú im helgina. Ég vil að lokum minnast á lutningasjóð en hann hefur njálpað okkur verulega við að dreifa aflanum til fjarlægari bafna. Sá afli sem þannig fæst - er að meirihluta umframafli, þvi að öðrum kosti . myndu skipin liggja i höfnum og biða löndunar. —ÞH Faxaflóahafna fyrr en um 20. febrúar. Reynum að hindra „svindlið" — En hvað um starf loðnu- nefndar? — Móttakan hér i Reykjavik verður með mjög svipuðu sniði og i fyrra. Við verðum með skrifstofu okkar i Tjarnargötu 4 þar sem tekið er við aflatilkynn- ingum skipanna á fjarritara. Þar verður vakt allan sólar- hringinn og hefst starfið um leið og einhver afli fer að berast. Ég býst við að við byrjum strax eftir helgina, fyrst með dagvakt eingöngu en mjög fljótlega sólarhringsvakt. Þetta var mjög þægilegt i fyrra og olli því helst hve litið var fryst af loðnu. Á vertiðinni 1974 var hins vegar fryst mikið, um 20 þúsund tonn, og það skapaði okkur ýmsa erfiðleika. Þeir voru einkum fólgnir i þvi að reynt var að „svindla” á lönduninni. Þá voru nokkur brögð að þvi að bátar kváðust vera með frystingarloðnu og fengu löndun i gegnum frysti- húsin. En i mörgum tilvikum fór sama og ekkert i frystingu heldur var aflanum ekið beint i bræðslu. Þannig sluppu menn við að fara i löndunarröðina og það olli óánægju meðal þeirra sem þar þurftu að biða. Það voru einkum bátar sem voru gerðir út af viðkomandi frysti- húsum eða i tengslum við þau sem þetta iðkuðu. Við vitum ekki hvernig þetta verður núna. Það er ekki komið neitt verð á loðnu sem fer i frystingu en það ræður úrslitum um hvort talsverður fjöldi minni báta fer á loðnu. Arið 1974 varð Tónleikar Sinfóniusveitar Islands 15. janúar: Komið til móts við hlustandaim Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Charmian Gadd Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson Albumblatt (frumflutningur) Felix Mendelssohn Fiðlukonsert I e-moll op. 64 Ludwig van Beethoven Sinfónia nr. 5 i c-moli op. 67 Það fyrsta sem gripur huga manns við að hlusta á ,,A1- bumblatt” eftir Þorkel Sigur- björnsson, er hvað verkið er aðgengilegt, það er greinilega unnið í þeim anda sem nú rikir meðal islenskra tónskálda þ.e.a.s. að koma til móts við hlustandann; þó finnst mér Þorkell ganga þar hvað Iengst. Meðferð efnis er fremur hefðbundin, kanónisk úr- vinnsla stefja, notkun hljóð- færahópa til eftirlikinga og lit- breytinga og dillandi undir- leikur stirengjahljómsveitar- innar er áberandi. Þorkell set- ur saman i þessarri tónsmið bæði nýjar og gamalkunnar hugmyndir. Samsetning þessi er vel heppnuð og gefur léttúðugt yfirbragð? það veldur þó nokkrum óþægind- um þegar allt i einu skýtur upp kollinum úrklippa úr öðru tön- verki sem mér er hugstætt (Sinfónia nr. 2 eftir Sibelius 4. þáttur). þetta setti mig dálitið úr jafnvægi en hefur auðvitað ekki skipt neinu máli nema fyrir þá sem voru svo ólán- samir að þekkja ofangreinda sinfóniu. Höfundur segir i efnisskrá að smiði verksins hafi verið fólgin i niðurröðun hughrifa. Þessi niðurröðun hefir áreiðanlega ekki verið auðvelt verk, en höfundi tekst að koma þeim öllum undir sama þak, svo að i huganum situr eftir góð heildarmynd. Hljómsveitin lék verkið prýði- lega og hlýr undirtónninn var gott veganesti fyrir kalt við- mót Mendelssohns fiðlu- konsertsins i meðförum fiðiu- leikarans Charmian Gadd. Hún býr yfir afar tæknilegri fullkomnun hvað varðar tækni i þess orðs þrengstu merkingu. Það er algeng skoðun að orðið tækni þýði fingraleikfimi eða sú leikni sem getur skilað sem flestum tónum á sem skemstum tima, og i leik Charmian Gadd bar mest á þess konar tæknilegum stórvirkjum, aftur á móti bar minna á að túlkandinn hefði vald yfir þeim dramatisku svipbrigðum sem tónverkið útheimtir. Spilamennskan einkenndist þó af sannfæringu og sigurvissu sem sló i gegn, og þrátt fyrir nokkurn skort á hlýju og viðkvæmni var út- koman góð, Charmian Gadd tókst að vinna hug tónleika- gesta. Siðast á efnisskránni var fimmta sinfónia Beethovens, hið margrómaða upphafs- mótif sem stundum er kallað örlagamótifið var þvi miður of brothætt og skorti gerjun til að geta hleypt af stað þeirri skriðu sem þvi er ætlað;þannig var fyrsti kaflinn nokkuð stað- ur og þreytulegur og þetta á við um flutninginn i heild að undanskildum hæga kaflanum og fúgunni en þar komu nokk- ur ágæt augnablik. Það var áberandi hvað tónninn varð streitulegur þegar á leið; þetta Þorkell Sigurbjörnsson Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlist gæti stafað af þvi hve hljómsveitin hefur yfir tak- mörkuðu tónmagni að ráða; það var i tveim siðari þáttun- um eins og stjórnandinn væri að krefjast einhvers sem ekki var til og útkoman var eftir þvi. Égminntisthér að framaná þá athyglisverðu þróun sem nú á sér stað i verkum islenskra tónskálda. Á tónleik- um Sinfóniuhljómsveitar is- lands i haust hafa verið flutt nokkur verk sem öll bera þessari þróun sterk vitni. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera stutt afþreyingarverk. myndrænar karaktertón- smiðar; sum einkennast af nokkuð hefðbundnum vinnu- brögðum blönduðum nýju kryddi, og allar þessar tón- smiðar eru samdar með nokk- uð meinley sislegar og léttúðugar hugmyndir að baki sér. Þetta er mikil breyting frá þvi fyrir nokkrum árum þegar tónskáld litu á hlutverk sitt mun alvarlegri augum. og tónlistin var þeim mun flókn- ari og lítt aðgengileg. þá virtist lika vera meiri per- sónulegur munur á þeim tón- smiðum sem fram komu. nú aftur á móti fellur allt meira i sama farveg i hugmyndalegu tilliti. Ástæðurnar fvrir þessari stefnubreytingu eru án efa margar, ekki er til dæmis fráleitt að álvkta að eftir kulda og rótleysi áranna fyrir 1970 sem voru svo gegn- sýrð oftrú á nýjungum, sé heldur að hlýna og viðhorf séu að skjóta rótum sem fyrirlita ekki fortiðina heldur skoða hvern lið sögunnar sem stall til að byggja á. Það er vissu- lega jákvætt þegar skapendur leitast við að svala forvitni fólksins og tala máli sem það skilur.' Hreinritað sunnudaginn 18,jan, 76 Sigursveinn Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.