Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Siguröur Guöjónsson: Þvi er haldið fram að yngri höf- undar nú á dögum, einkum ljóða- smiðir, yrki opið og sumir segja galopið. Af kynnum minum af yngra fólki i landinu — þar á með- al skáldum — kemur mér þetta sannarlega ekki á óvart. Fólk vill opna sig. Og það þráir að aðrir hlusti. En fyrst og fremst leitar það trausts. Mannleg hlýja og traust eru eiginleikar sem eru að deyja út i þjóðfélögum nútimans. Fólk er oröið að vélum sem hugsa, tala og starfa eftir á- kveðnum lögmálum er stefna i þá átt að forðast árekstra og fram- leiðsla og hagvöxtur gangi snurðulaust. Á yfirboröinu virðist allt ganga vel og áferöarfallega. En i hjörtum mannanna i kviku sálar þeirra, bærist áköf löngun til að nálgast náunga sinn sem bróður og vin, einstakling sem aldrei áð- ur hefur verið til og mun ekki vera lengur til eftir aö hann hverfur likamlegum sjónum okk- ar. Flestir deyfa þessa þrá með linnulausri vinnu, lestri dagblaða og afþreyingarrita, sjónvarps- glápi, félagsstarfsemi, skemmt- anal., kynferðisdellu, áfengis- drykkju og fikniefnaneyslu. Með þessum hætti auðnast þeim nokk- urn veginn að fullnægja þeim kröfum er þjóðfélagið gerir á hendur þeim. En nokkrir eru svo ógæfusamir að vera gæddir miklu dýpra næmi og innsæi á umhverfi sitt en gengur og gerist. Og þeim blöskrar að horfa upp á það hve manneskjan er orðin afrækt i lífi okkar. Sumir gefast upp og ganga inn á brautir sem i vitund venju- legs fólks er talið bera vitni um afbrigðil. sálarlif. Aðrir gera til- raun til að risa gegn lyginni og sýndarmennskunni og lifa lifi sinu án tillits til hvað sljótt al- menningsálitið hefur um atferli þeirra að segja. Og fordómar og skilningsleysi samfélagsins er oft og tiðum svo glórulaust að það hrekur þetta fólk út i fullkomna forherðingu, algjört ábyrgöar- leysi, grófa tækifærismennsku, ruddalega eigingirni. 1 ógæfu- sömustu tilfellum getur þetta leitt til glæpastarfsemi og óhæfu- verka. Islendingar stæra sig af þvi aö þeir séu bókmenntaþjóð. Það get- ur vel verið rétt. En ef við litum yfir bókmenntir tvo siöustu ára- tugi verður okkur ljóst að nútima- bókmenntir okkar eru fremur lit- ið merkilegar og bestu verkin hafa verið unnin af mönnum er fæddust fyrir, um og rétt eftir aldamótin. En þetta skiptir I sjálfu sér litlu eða engu máli. I núverandi þjóðfélagskringum- stæðum höfum við litil not fyrir það sem kallað hefur verið „góð- ar bókmenntir”. Það er allt ann- að sem við þörfnumst. Og það er innilegt handtak, persónuleg ná- lægð höfundar við lesendur. Hon- um ber aö ræða við þá-sem vinur og jafningi en ekki virðulegur, tyrfinn, skrúfaöur og afkáralegur huldumaöur, er leynist mörg ljós- ar að baki þeirra lina sem hann seturá blað. Aðeins andlega sjúk- ir uppskafningar hafa nautn af bókum sem skrifaðar eru sem gestaþrautir. Það er aö visu at- vinna gagnrýnenda að lofa slik lokkaraverk en venjulegt óspillt fólk fleygir slikum gráskinnum i eldinn með fyrirlitningu. A sið- ustu árum hefur orðiö algengt að ungir menn gefi út fjölrituð kver á eigin kostnað og annist sjálfir dreifingu þeirra, gjarna á stræt- um og gatnamótum, kaffihúsum og skemmtistöðum. Þetta hefur þótt löðurmannleg iðja þvi bækur þessar hreykja sér ekki hátt og eru þvi litilsmetnar af þeim sem meta andlega starfsemi eftir hæö, lengd og breidd. Sumir hafa borið þessum höfundum á brýn aö til- gangur þeirra með þessum ódýru— og handhægu—útgáfum, sé sú von að krækja sér i hin um- deildu viðbótarritlaun. Þessir veslings menn eru orðnir svo gegnsýrðir af ábata— og verslun- aræði ,, velferðarþ jóðfélagsins ’ ’, að það hvarflar ekki einu sinni að þeim að manneskjur — og það meira að segja allar manneskjur — búiyfir sálrænni tjáningarþörf. Þankagangur af þessum toga er sönnun þess að þeir sem hugsa hann eru i raun búnir að glata trúnni á alla skapandi innri starf- semi. Þá er aðeins eitt skref yfir i vantrú á lifinu sjálfu. Og þegar það er stigið hefst forherðingin mikla sem geisar einsog illkynja pest um þjóðfélög nútimans. En það er afneitun lifsins og ofsókn gegn þvi með tilheyrandi skurð- goðadýrkun. Þeir sem trúa á lifið og vilja ganga götu þess verða að berjast af allri orku sálar sinnar gegn þeim er trúa á dauðann og feta hans myrka stig. Eina aðferðin til sigurs i þeirri baráttu er að lifa sjálfur hvert andartak, i hugsun, skynjun og starfi. Það leiðir af sér traust, virðingu, heiðarleika og ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þessar höfuðdyggðir eru nú á dögum hart nær eins sjald- gæfar og rósarunnar á suður- skauti. Fyrir þvi ræður andlegt og siðferðilegt stjórnleysi rikjum i daglegu lifi almennings. Og virðulegustu stofnanir þjóðfé- lagsins eru skaðvænlegustu gróðrastirur kæruleysis, spilling- ar og úrkynjunar. Þær eru skelfi- leg staðfesting andlegrar upp- gjafar. Það er sannfæring min, sem byggð er á siendurtekinni upplif- un, að sérhvert viðbragð okkar gagnvart öðrum hittir okkur aftur á nákvæmlega sama hátt og með jöfnum styrkleika. Sýni ég ná- unga minum traust vekur það traust i hans brjósti. Forherðist ég mun sú forherðing hitta sjálfan mig fyrir. Auðsýni ég skilning mun ég skilinn verða. Hati ég mun ég hataður verða. Elski ég mun ég elskaður verða. Ljúgi ég mun að mér logið verða. Sé ég glaður af hjarta mun ég aðra gleöja. Sé ég súr og beiskur mun ég aðra hryggja. Ef ég er virkur og skapandi af öllum mætti mun ég vekja dauða til lifsins. Og fremji ég eitt sálarmorð mun ég tortima sjálfum mér. Ég hygg að þetta lögmál verði öllum ljóst ef þeir skoða hug sinn og samskipti við meöbræður sina af raunsæi og heiðarleika. Það er þvi skoöun min, að þeir sem valið hafa sér það hlutverk aö opinbera hugsanir sinar al- menningi i rituðu máli, beri framar öllu að vera sjálfum sér trúir i ritmennsku sinni, koma til dyranna einsog þeir eru en ekki skýlast dulargervi. 1 styrjöldinni viö það þjóðfélagsskrimsli er beitir öllum mætti sinum til að breyta okkur i tölvur og linurit, veröur allur skáldskapur hversu haganlega sem hann er úr garði gerður, aðeins deyfilyf sálarinnar ef hann skortir þá einlægni og samkennd meö öllu er lifsanda dregur sem er forsenda þess að við getum verið raunverulega frjálsar manneskjur með ást á lifinu sem æðstu hugsjón og leið- arljós. Sigurður Guðjónsson. Einn kænn pólverji glottir... Teikningar þessar eru eftir pól- verjann Szymon Kobylinski. Hann hefur myndskreytt bækur og teiknaö skopmyndir fyrir ýmisleg pólsk blöö og timarit og kveðst mest „fást viö visindaleg efni, allt frá fornleifafræði, um félagsfræði, kynlifsfræði og iæknisfræði til veirifræði og æðri stæröfræði.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.