Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJODVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976 Hvernig stendur á þvi, spurði gesturinn, að það er skrúfa i kjöt- bollunni minni? — Tja, þarna sjáiðþér, sagði þjónninn — billinn þrengir jafnt og þétt að hestinum. Frúin er að skoða tólftu gæsina og leggur hana tU hliðar ypptandi öxlum. Afgreiðslukonan réttir henni þrettándu gæsina og segir: Ef að maðurinn þinn hefði verið svona kræsinn þá værir þú ógift enn. Djöfullinn og CIA, bandariska leyniþjónustan, eiga það sam- eiginlegt, að bæði eru þau alls- staðar nálægt. — SUddeutsche Zeitung. Hann er nú 75 ára. Enblýantur og ritvél eru samt enn hans daglegt brauð. —■ úr afmælis- grein. Dr. med. Jörgen B. Dalgaard, ,prófessor i réttarlækningum við Háskól- ann i Árósum flytur fyrirlestur um Umferðarslys og varnir gegn þeim mánudaginn 29. mars kl. 17.00 i Norræna húsinu. Allt áhugafólk velkomið. Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum Læknadeildar Háskóla Islands Umferðar- ráðs, og Norræna hússins. NORRÆNA HÚSIÐ Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 30. mars 1976, kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Volvo 144 fólksbifreið árg. 1973 Volvo 142 fólksbifreið árg. 1970 Volga Gaz 24 fólksbifreið árg. 1972 Willys Wagoneer torfærubifreið árg. 1971 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1972 Land Rover'bensin árg.1970 Til sýnis á athafnasvæði Pósts og sima að Jörfa: Volvo vörubifreið árg. 1961 með 2ja tonna vökvakrana. Bedford vörubifreið 4x4 2ja drifa árg. 1966 með spili, ógangfær. David Brown drátttarvél árg. 1964 með vörulyftara. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17:00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 „Trilla” óskast Óska eftir að kaupa 11/2 til 3 tonna trillu. Þarf að vera með góða vél. Upplýsingar i sima 23762. INGIBERG MAGNÚSSON SKRIFAR UM MYNDLIST: Draumur og veruleiki Saga Steinunnar ,,Á árunum upp úr 1920 bjó i Reykjavik verkakona, sem hét Steinunn. Hún vaskaði fisk úti á vetrum. Þegar ekki var vinna við fiskþvottinn, vann hún við kola- burð til jafns við karlmenn. Hún sá fyrir lömuðum eiginmanni sin- um og fjórum börnum þeirra. ör- orkubætur og fjölskyldubætur þekktust ekki þá. Sjálfstætt fólk varð að bjarga sér eftir bestu getu. Myndirnar eiga að segja sögu Steinunnar og um leið sögu ann- arra verkakvenna á þessum ár- um. Við sjáum Steinunni við vinnu sina, i fátæklegu stofunni sinni, og við sjáum hana i hópi syrgjenda við kirkjudyr, þegar hún hefur misst son sinn i sjóinn. Sex aðrir fórust i það skiptið. Sorg Steinunnar er harmur okkar allra, litillar þjóðar sem horfir á eftir sonum sinum i haföldurnar, öld af öld, ár frá ári. Sorgin sú er jafn nærri i dag og hún var i gær.” Þessa sögu segir Maria H. ólafsdóttir i máli og myndum, á sýningu sinni i Norræna húsinu. Maria er vel menntuð og vel ög- uð listakona með langan náms- og starfsferil að baki. Hún hefur búið i Danmörku um áratuga skeið, en þó eru myndefni hennar rammis- lensk. Þess sér viðast stað i verk- um Mariu að lifsbarátta þeirrar kynslóðar sem hún kynntist i æsku, er henni enn ofarlega i huga. Þessar myndir dregur hún sterkum raunsönnum dráttum. Með þungum litatónum túlkar hún fyrir okkur ofurþunga þeirra erfiðleika sem fólk varð að glima við i harðbýlu landi. (Mynd no. 2 Fiskþvottur i Reykjavik) En Mariu er ekki einungis lagið að lýsa erfiðleikum. I myndinni Nýir timar leyfir hún okkur að skyggn- ast inn i heim vonar um betri tima. Kolakraninn er risinn, burðinum er lokið, fólkið hefur tekið tæknina i sina þjónustu. Það fer ekki milli mála að liturinn er sterkasta hlið listakonunnar i málverkunum. Séu þær tvær myndir sem ég hef nefnt bornar saman, kemur þetta glöggt i ljós. Annars vegar þungir næstum myrkvir litir i myndinni af þreytulegu fiskþvottakonunum, hins vegar leikandi létt spil lita i mynd af glöðu fólki sem eygir bjartari framtið. Eins og oft vill verða með þá sem burtfluttir eru, sér Maria hlutina hér i öðru ljósi en við sem höfum þá daglega fyrir augum. t myndaflokknum um Reykja- vik sést, að hún staldrar einkum við það sem hróflar við minning- unum. Þannig sveiflast myndsýn hennar milli draums og veruleika og ber sterkan svip þjóðsögu, jafnvel ævintýris. Auk málverk- anna sýnir Maria nokkrar pastel- og svartlistarmyndir. Fróðlegt hefði verið að fá tækifæri til að sjá meira af vinnu hennar á þvi sviði, einkum svartlistarmyndum. Þæí- örfáu dúk- og tréristur sem á sýningunni eru vekja vissulega forvitni um meira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.