Þjóðviljinn - 28.03.1976, Page 13

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Page 13
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 < Gisela May kemur á lista- hátíö Austurþýska söngkonan Gisela May verður gestur á Listahátið i sumar, en hún er heimskunn fyrir túlkun sina á söngvum hins mikla leikhúsmeistara Bertolts Brechts. Gisela May. sem einnig er leik- kona, hefur farið með Brecht- söngva um fjölda evrópskra stór- borga og hlotið frábærar viðtök- ur. Hans Eisler, tónskáldið sem hefur ásamt Paul Dessau skrifað mestalla tónlist viðtexta Brechts, uppgötvaði hæfileika Giselu May til Brechttúlkunar 1957: hún söng öðruvisi en vant var að syngja i óperum og þá er fariö var með þjóölög. Söngvar þeir sem Brecht skaut inn i leikrit sin eru yfirleitt póli- tisks eðlis, ætlaðir til þess að vekja upp skilning á samhengi i samfélagi sem kannski ekki ligg- ur i augum uppi, útlegging með nýjum hætti á þeim tiðindum sem eru að gerast á sviðinu. Til að túlka þessi ljóð með áhrifasterk- um hætti er krafist fulls trúnaðar við áform bæði skálds og tón- skálda, sem nota bene sömdu músik sina i beinni og náinni samvinnu við skáldið. Þessum kröfum er Gisela May sögð full- nægja með ágætum: túlkun henn- ar er nákvæmnisleg, þaulhugsuð — hver nóta, hvert orð kemst vel og ótvirætt til skila. Rödd hennar er sterk og glæsileg, agi og yfir- ...fer meö texta eftir Brecht vegun einkenna túlkun hennar. sem engu er jafnfjarlæg og til- finningavellu Hans Eisler og Paul Dessau eru báðir þekktir og sérstæðir fulltrúar nútimatónlistar. Landsbankinn, Seölabankinn og Búnaöarbankinn i llafnarstræli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.