Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 15
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Árið 1975 var það blóm- legasta sem um getur í ís- lenskri plötuútgáfu. Alls komu út rúmlega 20 stórar plötur, og það merkilega gerðist að allar báru sig; markað- urinn tók þessu flóði eins og ekkert væri. Augljós- asta ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er vitaskuld tilkoma stúdíósins í Hafnarfirði, Hljóðrita h.f. Hún gerir alla plötugerð mun öruggari en þegar tón- listarmenn þurftu að fara úr landi til að taka upp. 1 fyrra kom nýtt útgáfufyrir- tæki fram á sjónarsviðið og haslaði sér völl. Þar er átt við Steina hf. Framkvæmdastjóri þess er Steinar Berg, og fyrir skömmu fengu Klásúlur hann til að gera lesendum sinum grein fyrir þeim aðstæöum sem islensk plötuútgáfa býr viö. Fyrst var hann spiirður hvað kostaði að gera eina breiðskifu. þjóðanna. Hana stendur til aö taka upp „live” i stúdiói. Væntanlega tekur upptakan ekki nema þrjú kvöld eða svona 10-15 tima og hljóðblöndunin 20- 30 tima og þau nota enga auka- menn þannig að sú plata kemur til með að verða ódýr. Hvernig veröur RÆTT VIÐ STEINAR BERG UM ÍSLENSKA PLÖTU- ÚTGÁFU OG STARFSEMI STEINA HF. JÓLAMARKAÐURINN Hvað kostar plata? v —bað er ákaflega misjafnt. Sennilega er best að skýra það með þvi að taka dæmi. Ég get nefnt tvær plötur sem við erum að setja á markað um þessar mundir. önnur þeirra er með Einari Vilberg, Hann kom i stúdióið með grunnana æfða og fullt af hugmyndum. 'Síðan þurfti aö fá til liðs við hann nokkra atvinnuspilara sem æfðu lögin hans i stúdióinu. Þeirra laun námu hátt á fjórða hundrað þúsunda og þegar laun upptöku- stjóra eru reiknuð meö var þessi upphæð komin yfir hálfa miljón. I upptökuna fóru 120 klukku- stundir I stúdiói og 41 stund i hljóöblöndun. Timinn i stúdiói kostar 6.800 kr. i dagvinnu og 7.800 i næturvinnu, en upptakan hjá Einari fór að 80 hundraðs- hlutum fram i næturvinnu. Að þessu öllu reiknuðu er kostnaðurinn kominn i uþb. 1.700 þúsund krónur. Þá átti eftir að senda plötuna út i skurö oþh., prenta umslag og pakka henni inn i plast. 8% fara i STEF-gjald.og þegar allt þetta er lagt saman reiknast mér til að upphæðin sé komin upp i 2.2-3 miljónir sem er kostnaðurinn við að koma fyrstu 1.500 ein- tökunum á markað. Hins vegar er plata með B.G. og Ingibjörgu. Þau komu með allt sitt efni fullæft og þurftu sáralitið af aukamönnum. Laun til aukamanna, þar með töldum upptökustjóra, námu uþb. 200 þúsund krónum. Stúdiótimarnir uröu ekki nema um 100, þannig að þessir tveir stóru liðir eru mun minni en á plötu Einars. Munurinn er 7-800 þúsund. Það má einnig nefna þriðju plötuna sem er með Spilverki næst? — En hvað með dreifingar- kostnaðinn? —Otgáfan reiknar sér 10% af heildsöluverði i dreifingar- kostnað. Þetta er sama hlutfall og hjá öllum öðrum út- gefendum. Heildsöluverðið er svo 1.200 krónur en út úr búð kostar platan 1.980- kr. Verslunin leggur 38% ofan á heildsöluveröið og svo bætast við 20% i söluskatt. —Hvað þarf td. plata Einars að seljast vel til að bera sig? —Fyrstu 1.500 eintökin nægja ekki fyrir kostnaði,en sennilega myndu tvö þúsund gera það. Þá hefur Einar fengið sin höfundarlaun. en að öðru leyti fær hvorki hann né útgáfan neitt fyrir slna vinnu. Mitt hlutverk aö finna listamenn —Þarf ekki mikið fjármagn til þess að hefja útgáfustarfsemi? —Jú, það þarf fjandi mikla peninga. Sennilega myndu listamenn ekki fá sér út- gefendur ef svo væri ekki. Og þó. Ég veit ekki hvort þeir væru tilbúnir að standa i öllum þeim snúningum sem þarf til að koma plötum á markað. Hvað mig áhrærir fékk ég stuðning við útgáfu Stuðmannaplötunnar sem varsú fyrsta seméggafút. Siðan hefur þetta staðið undir sér sjálft. Reyndar var það alger tilviljun að églentii þessu. Það æxlaðist svona með Stuð- menn og siðan kom Spilverkið. Þá þurfti ég að gera upp við mig Já&. 1 3 1 V i 1 hvort ég færi út í þetta af alvöru eða héldi áfram að vinna i Faco. —Hvernig er fyrirtækið upp- byggt? —Það er eins og hvert §nnað hlutafélag. Þar er enginn hlut- hafi mikið stærri en annar. —Hver tekur ákvarðanir um hvað skal gefið út? —Það geri ég i flestum til- vikum. Fyrirtækinu er skipt upp i valdsvið og mitt hlutverk sem framkvæmdastjóra er að vera á höttunum eftir lista- mönnum og gera við þá samninga. Ég er vitanlega opinn fyrir tillögum annarra hluthafa.en ef fram kemur til- laga sem ég er andvigur er málið rætt til hlitar. Annars hefur ekki komið til neins ágreinings á þessu sviði ennþá. Ég hef ekki gert fastan samning við neina listamenn, það hefur aðeins verið samið um einstakar plötur. Við byggjum þetta upp á góðum persónulegum samböndum við listamennina og ég er ánægður með þá sem við höfum i dag. Ég held lika að það sé gagnkvæmt, þeir fara held ég ekki neitt annað fyrr en þeir hafa þraut- reynt fyrir sér hjá okkur. útvarpið hefur áhrif —Reynir þú að hafa áhrif á hvað listamennirnir setja á plöturnar? —Nei, eftir að útgáfa hefur verið ákveðin ráða þeir algjör- lega hvað þeir setja á plötu. Ég er enginn stúdiómaður en ef mér likar við þá tónlist sem listamennirnir hafa upp á að bjóða ráða þeir alveg hvernig þeir gera það. —Hvaða gæöamat ræður þ'vi hvað er gefið út af islenskum plötum? —Það er td. staöreynd að plötur eru oft gerðar fyrir út- varp, enda leikur útvarpið ekki alla tónlist. Einar Vilberg og Spilverkið fá þar varla inni nema i óskalagaþáttum vegna þess að þeir syngja á ensku. En útvarpið er samt okkar lang- sterkasti fjölmiðill. Það má nefna dæmi af plötu Randvers. Hún seldist Htið sem ekkert til að byrja með en sVo komst hún i óskalagaþættina og þá fór hún aö seljast, seldist mjög vel um jólin. Ég reyni aö taka ekki mið af útvarpinu, heldur læt ég persónulegan smekk ráða. En maður kemst ekki hjá þvi að takamiðaf sölugildi platnanna. Maöur gefur einfaldlega ekki út plötu sem ekki selst. En það þarf ekki að þýða að maður gefi ekki út hluti sem ekki lita út sem söluvara. Það voru td. margir svartsýnir á aö plata Spilverks- ins seldist. En ég var hrifinn af þessari tónlist og hélt að markaður væri fyrir hana sem svo reyndist vera. ÉgheldJika að það sé góður markaður fyrir tónlist eins og þá sem Þokkabót og Diabolis in Musica leika. En það er staðreynd að við þurfum að gefa út plötur sem Hlerað og slúðrað Eins og fram kemur I viðtai- inu við Steinar Berg hér á sið- unni er fyrirtæki hans, Steinar hf„ að gefa út tvær nýjar plötur um þessar mundir og vildi svo til að þær voru einmitt kynntar blaöamönnum i vikunni sem lcið. önnur þeirra er með Einari Vilberg og nefnist Starlight. A henni eru eingöngu ný frum- samin lög eftir Einar og textar sömuleiðis, enskir. Með Einari er mikið mannval sem sér um undirleik og raddanir. Þetta fólk er Ásgeir Öskarsson, Pálmi Gunnarsson, Lárus Grimsson, Jakob Magnússon, Magnús Kjartansson, Þórður Arnason, Gunnar Þórðarson, Spilverk þjóðanna, Helgi Guðmundsson og Hannes Jón Hannesson. Upp- tökustjóri var Baldur Már Arn- grimsson en upptaka fór fram á timabilinu nóvember-janúar sl. Hin platan sem er i þann veg- inn að koma á markað er með vestfirsku hljómsveitinni B.G. og Ingibjörgu. bessi sveit er dæmigerð landsbyggðarhljóm- sveit og sú vinsælasta á böllum á Vestur- og Norðurlandi til Skagafjarðar; þar fyrir austan tekur við áhrifasvæði Ingimars Eydal. Lögin á plötunni eru öll af ballprógrammi sveitarinnar. Nokkur þeirra eru erlend með islenskum textum en hin frum- samin. Eru þau af ýmsu tagi og skila fljótum hagnaði meðan verið er að koma fótum undir fyrirtækið. Við getum td. ekki gefið út karlakóra oþh. tónlist sem hreyfist hægt en er kannski lengi i sölu; ekki eins og er'. Markaöurinn hefur stór- aukist —Nú hefur plötusala aukist mjög mikið hér á landi að undanförnu. Væri þessi mikla sala möguleg ef jólamarkaður- inn væri ekki fyrir hendi? —Já, ég held það. Það má td. benda á þær plötur sem seldust einna mest á siðasta ári, Stuð- menn og Lónli blú bojs, þær komu báðar út um mitt ár. En þótt útgáfan væri mikil i fyrra held ég að enginn hafi farið illa út úr henni. Við töpuðum i það minnsta ekki á neinni plötu. Og nú er útlit fyrir að útgáfan aukistenn meir á þessu ári. Við ætlum að gefa út 5 plötur i mars og april og fyrir mitt sumar verða þær orðnar átta. Gunnar bórðarson verður lika umsvifa- mikill. svo sennilega verða plöturnar orðnar fimmtán i sumar. Og hvernig verður þá jólamarkaðurinn næst? —Hvernig hefur salan á plötum Steina gengið? —Staðan núna er sú að Stuömenn hafa selst i 7.700-7.800 eintökum, Spilverkið i réttum 5 þúsund, Ingimar Eydal i 3.400- 3.500 og Þokkabót i 2.000-2.500 eintökum. Stuðmannaplatan hefur gengið mjög vel miöað við það að hún var ekki til i 2 mánuði i haust. Hún hreyfist enn, einkum út á landi, og sama er að segja um Ingimar Eydal. Það má nefna það að plata Spil- verksins seldist að 90-95 hundraðshlutum i Reykjavik og nágrenni en sama og ekkert á landsbyggðinni, enda hafa þau litið spilað úti á landi —Hvaða áhrif hefur stúdióið i Hafnarfirði haft á plötuútgáfu? —Það hefur vitanlega breytt miklu. Aður rikti mikið öryggisleysi i þessum bransa. En þaö hefur kannski ekki orðið til þess að plötur verði ódýrari i gerð. Nú leyfa menn sér meiri munað i stúdiói en þegar þeir þurftu að fara út. James Taylor gerði sina fyrstu plötu á 45 minútum en nú gefa menn sér betri tima og æfa jafnvel lögin i stúdióinu. Nú er fyrirsjáanlegt að aðstaðan á eftir að batna enn meir þvi stefnt er að þvi að bæta amk. átta rásum við þær átta sem fyrir eru i aprillok og 24 rásir eru ekki langt undan. Þá er stúdióið orðið sambærilegt við það besta sem þekkist erlendis. —ÞH/MR reynt að ná til margra ólikra hópa. Má þvi búast við að vest- firskum danshúsagestum hlýni um hjartaræturnar þegar lögin fara að hljóma i óskalagaþátt- unum. Gunnar Þórbarson aðstoðar B.G. og Ingibjörgu i einu lagi og Ragnar Sigurjónsson trommu- leikari i nokkrum. Stjórn upp- töku annaðist Magnús Kjart- ansson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.