Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 21

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 21
íjunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Sköpun vatnanna NIAGARA-FOSSAR GULL Vlgft ölkelda. — Heldurðu aö þaö vcröi ekki þunnt til lengdar aö hafa bara vatn i jöröinni? Stærsti stjörnukíkir í heimi tekinn í notkun Sovétrikin hafa tekið i notkun stærsta stjörnukiki i heimi og á að vera hægt að sjá með honum 50% lengra út i heiminn en með sjón- auka þeim sem stendur á Palom- arfjalli i Bandarikjunum, en hann hefur til þessa verið sjónauka öfl- ugastur. Spegill hins sovéska tækis sem tekur á móti daufu ljósi f jarlægra stjarna og færir yfir á ljósmynda- plötur er 237 þumlungar i þver- mál, en spegillinn á Palomar er 200 þumlungar. Tækið sovéska vegur 42 smálestir en hið banda- riska 14,5. Sjónaukinn var sextán ár i smiðum og uppsetningu. Hann er uppi á Pastúkhoftindi, sem er nær sjö þúsund feta hátt fjall I Káka- susfjöllum. Fyrsta viðfangsefnið verða svonefndir kvasrar.. Moskvublaðið Pravda segir að svona sjónauki geti náð ljósi kert- is sem logar i meira en 20 þúsund km fjarlægð. "¥r 55 miljónir fóstur- eyðinga A undanförnum fimm árum hefur hlutfall þeirra ibúa jarðar sem búa i löndum þar sem til- tölulega frjálslynd fóstureyð- ingarlöggjöf er við lýði vaxið úr 38% i 64%. Helstu ástæðurnar fyrir þessari þróun, segir i nýlegri bandariskri skýrslu um málið, eru barátta kvenréttindahreyfinga, áhyggjur af fólksfjölgun i þróunarlöndum og svo sá mikli háski sem heilsu kvenna stafar af ólöglegum fóst- ureyðingum. Talið er að um 40—55 miljónir fóstureyðingar séu framkvæmd- ar á ári hverju, en allmikið af þeim eru ólöglegar. En vitað er að i ýmsum löndum hefur fóstur- eyðingum fjölgað um 33% eftir að þær eru lögleiddar. Skríður 1600 kílómetra á fjórum Séra Hans Mullikin heitir tæp- lega fertugur baptistaprestur i borginni Marshall i Texas. Hann hefur ákveðið að skriöa á fjórum fótum þjóðveginn heiman að og alla leið til Washington, sem er 1600 kildmetra þaðan. Prestur kveðst gera þetta „til aö kalla þjóð okkar aftur niður á hnén frammi fyrir guöi og þar með bjarga henni frá glötun og tortimingu”. Hans Mullikin hefur nú skriðið I tæpan hálfan mánuð og fer með tveggja km. hraða á klukkustund. ADOLF J. PETERSEN: VÍSNAMÁL Oft er dreymin innsta þrá Lausavisan er list og iþrótt tungutaksins á vörum alþýð- unnar; hún er tjáningarformið sem höfundarnir hafa til að draga upp myndina af viðhorf- um sinum til samtiðarinnar. Hálfdán Bjarnason frá Bjarg- húsum kveður svo: Oft er vökult auga um nótt og á hrökum vörnin. Minar stökur fæöast fljött. fra mhjátöku-börnin. Oft er dreymin innsta þrá, af þvi gleymist skuggi. Stakan sveimar ofan á andans heimabruggi. Vorkvöldin eru oft fögur i Reykjavik, sem og annarsstað- ar á landinu. Arni óla blaða- maður hefur eflaust oft orðið snortinn af kvöldroðanum, enda kveður hann: Vornótt hýr meö heiða brá hafgoluna kyrrði. Stílin er aö hátta hjá Hlér i Breiðafirði. Að náttmálum hefur hin frið- sæla fegurð heillað sál Hjörleifs Jónssonar á Gilsbakka er hann kveður: Blundar gleði, sefur sorg, sætur lækjarniður liður yfir engi og torg einsog helgur friður. Þegar ég um græna grund geng með bera fætur, mér er kærust morgunstund milli dags og nætur. ' Um horfin heim kveður Sigurður Pálsson er var birgða- vörður hjá vegagerð rikisins i Reykjavik. Kjallavættin áður ól aldui' sinn i leyni. Nú sér engin álf i hól eða dverg hjá steini Nú við annað unir sér ævintýraþráin llamrabúinn horfinn er. Hulduljósin dáin. Fyrri tima höfundar gerðu mansöngva við rimur þær er þeir kváðu, svo gerði einnig Brynjólfur Oddssonbókbindari i Reykjavik, á fyrri hluta 19 ald- ar: Dátarimu byrjar hann svo: Margir liafa icitt i Ijós ijóð af fornum sögum. Kýs ég heldur kynna hrós kappa nú á dögum. Úr Kópavogi berst visan á vængjum. Lárus Salómonsson f.v. lögregluþjónn segir: Visan geyinir valin sjóð. vekur ljós á skari. liún kann að lýsa heilli þjóö heilu aldarfari. Ennfremur: Aldrei verða eins og ný upptök lornra glóöa. Margur lelur eldinn i ösku duldra hlóða. Sigurður Breiðfjörð gaf gott ráð: Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvina Farðu svo að þenkja þar unt þig og sköpunina. Jónas Jónasson frá Hofdölum heilsar góðum gesti: Lengihressturlifðiég á leif af nesti garnla þorsins. l.oks kom gestur Ijós á brá, lcngsti og besti dagur voi'sins. En Þórdis dóttir Jónasar frá Hofdölum sér heim: Tibrá hlær um Tindastól, töfrar fjörðinn Skaga, þar sem skærust skein mér sól skuggalausa daga. Óðal mitt ég átti hér inn i lundi Braga Hendingar i huga mér hljóma alla daga. Og góðskáldið Hólmfriður Jónasdóttir frá Fremri-Kotum sér sjálfa sig i örmum vorsins: Vonin oft mér vængi gaf, vakti söng i hjarta, Ég er næstum ölvuð af ást til vorsins bjarta. Kvöldin verða Ijós og löng, lifna blóm i mónum. Lóan yrkir aftansöng undir bjarkarkrónum. Jakob Samsonarson kvað að vormorgni: Lifnaðarhagur nú á ný, nýr skal bragur spunninn, dýr og fagur austri i upp er dagur runninn. Guðrún Guðmundsdóttir i Melgerði finnur vorgleðina: Geislar lýsa, glatt skin sól, glöð ég ris á fætur, horfinn is, og allt sent kól á nú visar bætur. Frá Fremri-lKotum i Norðúr- árdal kom Olina Jónasdóttir og dáðist að fegurð kvöldsins: Stíl á kvöldi sigur rótt sæng i köldu Ránar. Dregst að völdum dimntbrýnd nótt dökku tjöldin lánar. 1 Fagranesi á Reykjaströnd horfir húsfreyjan Dýrólina Jónsdóttir til himins, láðs og lagar, og kveður um það sem hún sér: Klökknar njólu kalda brá kemur ról á fossinn, þegar hólar freðnir fá lyrsta sólarkossinn. Greiða vindar gisin ský, geislar tinda lauga. Bjartar rnyndir birtast i bláu lindar-auga. Og kvöldvisur hennar: Allt er liljótt um Itaf og sund. Iiulið óttu skýlu. Tárast nótt, en grátin grund gengur rótt til hvilu. Meðan sólin svölu hjá sævarbóli tefur, litla fjólan lokar brá lengst í skjóli og sefur. Norður i bistilfirði er lika horft og hlustað. Jón Guðmundsson i Garði kom út einn vormorgun og kvað: Yorsins omar yrnja dátt, árdagsgeislar skma. Hintindjúpsins heiði blátt lieillar sálu mina. Um vorið kveður Benjamin Sigvaldason: Voriö blíða, hjarta hlýtt liugaus léttir meinum og alltaf vekur eitthvaö nýtt innst i sálarleynum. Og um sumar: Allt er rótt við ystu strönd, og enginn flótti skýja. Sigur að óttu, sveipar lönd sumarnóttin hlýja.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.