Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðiudagur 30. mars 1976 — 41. árg.—71. tbl. Friðaða svœðið V-þjóðverjar vissu um opnun friðaðs svæðis i Beru- f jarðarál mörgum dögum á undan islendingum vegna þess að v-þýski ambassadorinn spurðist fyrir um mál- ið áður en það var birt íslendingum og fékk allt um það að vita! SJÁ BAKSÍÐU Þannig skiptist hœkkunin á 1 kg. súpukjöts: Bóndinn: 21 kr. Ríkið: 44,40 kr. Milliliðir: 36,60 kr. Sjá nánar í leiðara 4. síðu SÉR GREFUR GRÖF Diomede reynir að sigla á Baldur — en ,/Sér grefur gröf" — freigátan hlaut af árekstrinum þær skemmdir að hún er nú úr leik um sinn. Nánari frásögn af atvik- iim og viðtal við Höskuld Skarphéðinsson erra er á bls. 8„ * r wm Bandaríska utanríkisráðuneytið: Áætlun gegn stjórnmála- starfi íslenskra sósíalista 0 Bjarni Benediktsson taldi yfirvofandi hœttu á valdatöku sósialista á Islandi 1949. I leyniskýrslum sem bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur nú birt kemur fram að ráðuneytið hafði i undirbúningi á árinu 1949 áætlun um það hvernig sporna ætti við stjórnmála- starfsemi íslenskra sósíal- ista. Morgunblaðið birtir nokkrar þessar skýrslna sl. laugardag og þar koma ma. fram eftirtalin megin- atriði: 1. Bandariskur hershöfðingi taidi að meginhættan fyrir islend- inga starfaði af innlendum öflum. Þess vegna hvatti hann til skipu- legra aðgerða gegn þeim, og bandariska utanrikisráðuneytið hóf gerð áætlunar til þess að hamla gegn stjórnmálastarfsemi islenskra sósialista. Svipaðar áætlanir eru til i öðrum Nato- rikjum. t skýrslunni er jafnan talað um kommúnista i þessu sambandi en þar er greinilega átt við alla islenska herstöðvaand- stæðinga. 2. Bjarni Benediktsson utan- rikisráðherra taldi að megin- ástæðan fyrir þvi að nauðsynlegt væri fyrir islendinga að ganga i NATO væri af innlendum toga 50% hækkun til lög- fræð- inga Akvcðin hefur veriö 50% hækkun ákvcðinna gjalda sem iögfræöingum er heimilt aö taka sk. lágmarksþóknunum. Sein dæmi er nefnt að lág- marksgjald fyrir innheimtu skal nú vcra 2.250 kr. i staö 1.500 kr. Þá hækki aðstoð við stofnun hlutafélags úr 25.000 kr. i 27.500 kr. aðstoö við gerð vcrksamninga og hjóna- skilnaöi hækkar nú i minnst 18.000 kr., lágmarksdag- peningar hækki úr 9.000 kr. i 13.500 kr. þegar lögmaður er i erinduin fyrir skjólstæðinga sina. Bandariskur herforingi hvatti til innanlandsátaka gegn islenskum herstöðvaandstœðingum spunnin, en ekki erlendum, þ.e. hugsanleg árás rússa. 3. Bjarni Benediktsson vildi fá bandarikjamenn til að aðstoða við að efla lögregluna islensku gegn islendingum meðan ekki væri her hér á landi. 4. Hann taldi ekki fært að koma upp herstöð hér á landi strax 1949 né islenskum her vegna þess að það væri ..erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugsanagangi hennar”. Sá hugsanagangur sem Bjarni var aö kvarta vfir er sá að Framhald á bls. 14. Klofningur hjá Vestmannaeyjaihaldinu: Bœjarfulltrúarnir vilja hœtta! Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, tveir af fjórum, hafa lent I minnihluta I flokksfélag- inu í Eyjum og óskað eftir þvi að verða leystir undan setu I bæjarstjórn. Mikill ágreiningur er meðal sjálfstæðismanna i Eyjum, og sagöi Þórarinn Magnússon, bæjarfulitrúi AI- þýðubandalagsins þar, að sér sýndist ágreiningur þessi stafa af þvi, að þeir tveir bæjarfull- trúar, sem um ræöir, vilji vinna málefnalega aö bæjarmálum, en hið sama verði ekki sagt um félaga þeirra i flokksfélagi sjálfstæðismanna I Eyjum. Þórarinn sagði, að þeir tveir, sem lausnar bi'ðja undan setu i bæjarstjórn, Einar H. Eiriks- son, forseti bæjarstjórnar og Sigurður Jónsson, hafi að dómi vinstri manna viljað vinna mál- efnalega að lausn mála i Eyjum og burtséð frá flokkspólitik hvað meirihluti félaga þeirra i Sjálf- stæðisflokkunum er ekki ásáttur með. Ráðning bæjarstjóra mun vera eitt af þvi, sem svo djúp- stæðum ágreiningi hefur valdið innan Sjalfstæðisflokksins, en starfandi bæjarstjóri i Eyjum, Páll Zophaniasson, er aðeins ráðinn til bráðabi.rgða. Tveir fyrrgreindir bæjarfulltrúar vilja styðja hann til starfans áfram, svo og fulltrúar minni- hlutans i bæjarstjórninni. Meirihlutinn i Sjálfstæðis- flokknum sættir sig ekki við þetta, og lentu þeir tvimenning- ar undir á fulltrúaráðsfundi og óskuðu eftir lausn frá störfum eftir þann fund. Það er bæjarstjórn, sem veitir bæjarfulltrúum lausn frá störf- um. og er fundur i bæjarstjórn- inni, ef svo fer sem ætlaö er, i dag. Opinberlega er minnihlut- inn ekki búinn að taka afstöðu til lausnarbeiðni sjálfstæðismann- anna tveggja. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.