Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 16
Austfirskir togarasjómenn mótmœla opnun friðaðs svœðis
Lokunin mjög hæpin
Friöaö svæöi i Berufjaröarál
hefur veriö opnaö aö nýju. Nokkr-
um dögum fyrr en islendingar
fengu að vita af þessari opn
un vissu v-þjóöverjar af henni
og stunduðu þar veiöiskap á
smáum millifiski iheila viku áöur
en austfirðingar komu á þau miö.
V-þýski togarinn Köln, er nú á
leið til heimalands sins með 200
tonn að eigin sögn af þessu svæöi,
en sjómenn segja að þaö jafngildi
því að hann sé meö amk. 220-230
tonn.
Austfirðingar hafa mótmælt
vinnubrögðum viö opnun þessa
svæðis og skora reyndar á stjórn-
völd að ioka því aftur vegna hættu
á smáfiskadrápi.
Austfirskir togaras jómenn
geröu svofellda ályktun vegna
þessa máls:
„Austfirskir togarasjómenn
mótmæla harðlega þeirri ákvörð-
un sjávarútvegsráðuneytisins að
opna stóran part friðaða svæðis-
ins við Berufjarðarál á ný fyrir
togurum eftir aðeins tveggja
mánaða lokun. Engin fiskifræði-
leg rök mæla meö þessu og viö
álitum að þessi ráöstöfun sé stór-
háskaleg eins og nú er komið
Islenskum sjávarútveg.
1 öðru lagi fordæmum við harð-
lega hvernig að þessari opnun var
staðið. Þá teljum við þennan
hringlandahátt i friðunarmálum
furðulegan. Þyrfti aö gera
islenskum fiskiskipum viðvart
ekki seinna en erlendum.
Staðreyndin i málinu er þessi:
— segir sjávarútvegsráðherra. —
V-þýskir vissu um opnun svœðisins
löngu á undan islendingum!
Reglugerð um þessa breytingu
er gefin út 17. þessa mánaðar og
mun hafa tekið gildi 20. þessa
mánaðar. Aðfaranótt 27. þm.
hlerar islenskur togaraskipstjóri
þessar breytingar á tali þýskra
togaraskipstjóra, og við eftir-
grennslan kemur i ljós að hún er
rétt.
Vegna rányrkju breta á miðum
austfirðinga hafa austfirskir
togarar orðið að sækja vestur
fyrir land undanfarna mánuði.
Hart er að una þvi, að á sama
tima er pukrað svo við endur-
opnun friðaðs svæðis hér á
heimaslóðum að aðeins þjóð -
verjar njóta góðs af. Við skorum
á háttvirt ráðuneyti að gefa fulla
skýringu á þessu máli.
Rétt er að undirstrika aö aust-
firskir togaraskipstjórar eru enn
þeirrar skoöunar, aö allt hólfiö,
eins og þaö var markaö i janúar
s 1., þurfi að vera lokað áfram
vegna hættu á smáfiskadrápi.
Hafrannsóknarstofnun
hefur ekki haft afskipti
af málinu til þessa
— Við höfum ekkert haft meö
þetta mál aö gera, sagði Jón
Jónsson, forstöðumaður Haf-
rannsóknarstofnunarinnar. —
Lokunin var ekki gerö eftir
umsögn Hafrannsóknarstofn-
unarinnar, og þvi höfum viö ekki
komið nálægt málinu. Hins vegar
höfum viö veriö aö rannsaka
svæðið, en erum ckki fullbúnir a5
þvi. Viö förum yfir þetta svæöi
eins og við getum, en það eru ekki
komnar neinar óyggjandi niður-
stöður enn.
— Telurðu, að sú niðurstaða
austfirðinganna, að þarna sé ein-
vörðungu um að ræða smáan
millifisk, sé i samræmi við það,
sem þið hafið þó komist að um
þetta svæði hingað til?
— Ég á erfitt með að segja um
það. Þetta svæði var lokað fyrir
allt árið, en mér er sagt að það
komi þarna á vissum timum smá-
fiskur á hluta svæðisins, en ekki á
allt svæðið.
Þjóðverjar komu i ráðu-
neytið
Við höfðum samband við
sjávarútvegsráðherra, Matthias
Bjarnason, og spurðum hann að
þvi, hvort það að opna svæði þetta
að nýju hefði verið pólitisk
ákvörðun.
— Lokunin var pólitisk ákvörö-
un,sagði ráðherra — og opnunin
er auövitaö framhald af þeirri
ákvöröun. Lokunin var mjög
hæpin af visindalegum ástæöum
nema á þessum hluta svæðisins,
sem áfram er lokaður, en þar
segja visindamennirnir að sé smá
uísi. Hins vegar segja visinda-
menn að þeir þekki litið til þessa
svæðis og hæpið er að afmarka
svo stórt svæði sem gert var i
upphafi.
— Hvernig kemur það til, að
sjómenn vissu ekki af þessari
opnun fyrr en i gegnum v-þjóð-
verjana á miðunum?
— Þaö getur veriö aö þaö sé
betri fréttaþjónusta við þjóöverja
en islendinga. Þessi ákvörðun
kom út i Stjórnartiðindum 20.
mars. Fréttatilkynningin fór ekki
i blöðin fyrr en miðvikudaginn 24.
mars. Astæðan fyrir þvi, að hún
fór héðan ekki fyrr var sú, að það
stóð á korti, sem við vildum láta
fylgja með, en það kom ekki hing-
að fullbúið fyrr en á þriðjudegi.
En ég hugsa aö skýringin á
þessu sé sú, að v-þýski ambassa-
dorinn kom hingað á mánu
daginn, þeas. þann 22. mars og
var hann meðal annars aö spyrja
um þetta. Þá sögöum viö honum
aö reglugerö væri þegar út gefin!
— Sjómenn álykta að loka beri
svæðinu aftur. Hafið þið ákveðið
eitthvað um það?
— Um leið og Hafrannsóknar-
stofnunin kemur til með að óska
eftir þvi munum við endurskoða
afstöðu okkar, en ráðuneytið
hefur óskað eftir þvi, að svæðið
verði rannsakað sem oftast.
—úþ
Bœtur almannatrygginga:
HÆKKA
UM 10%
Sjómannasamningar:
Líst þunglega
á að þetta
muni samþykkt
Þriðjudagur 30. mars 1976
Siómanna-
verkfall?
— Þaö geröist eiginlega ekkert
á siöasta samningafundi, og ekki
hcfur verið boðaður annar nýr,
sagði Jón Sigurösson, forseti Sjó-
mannasambandsins viö Þjóö-
viljann I gær.
Samninganefnd sjómanna kom
saman i gær og ræddi hún mögu-
leika á þvi, að samningaviðræður
hæfust að nýju fyrir báta- og
togarasjómenn, þar sem samn-
ingarnir frá þvi i vetur hafa
viðast verið felldir.
Sagði Jón, að ekki hefði verið
tekin nein ákvörðun um verk-
fallsboðun, en verkfall er boðað
með viku fyrirvara. Jón sagði, að
þrátt fyrir það, væru samninga-
menn aliir klárir á þvi, að ekkert
kæmi til með að gerast i málum
þeirra fyrr en til verkfalls-
boðunar kæmi. —úþ
LÉSTÍ
RÓÐRI
Það slys átti sér stað i Hafnar-
firði i gærmorgun, að maður á
fimmtugsaldri, Hilmar Þórarins-
son Suðurvangi 12 drukknaði er
hann var að vitja um hrognkelsa-
net, sem hannátti skammt utan
hafnar i Hafnarfirði. Uppvist
varð um slysið, þegar maður,
sem einnig var að vitja um net,
kom að báti Hilmars mannlaus-
um. Fannst hann brátt i sjónum
þar nærri. Hilmar heitinn var
ókvæntur og barnlaus, en átti
aldraða foreldra á lifi.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra hefur gefiö út reglugerð
um hækkun bóta almannatrygg-
inga frá 1. april aö telja og hækka
allar bætur samkvæmt því um
10%, frá þvi sem var i mars-
mánuði.
Upphæðir helstu bótaflokka
eftir hækkunina eru sem hér
segir:
1. Ellilifeyrir /
örorkulifeyrir 18.640
2. Ellilifeyrir /
örorkulifeyrir
-I- tekjutrygging 33.752
3. Barnalifeyrir 9.539
4. Mæðralaun 3 börn
eða fleiri 17.752
5. Ekkjubætur 6 mán. 23.356
6. Ekkjubætur 12mán. 17.514
7. Ekkjubætur8ára 23.356
kr.:
A árinu 1976 er gert ráð fyrir
þvi á fjárlögum að heildarkostn-
aður lifeyristryggingar verði
8.024.000 þús. króna.
Hækkun vegna 5% hækkunar 1.
janúar nam um 400 milj. króna og
hækkun sú, er nú er ákveðin,
nemur alls um 600 milj. króna.
Rikissjóður greiðir 86% kostn-
aðar lifeyristrygginga, þannig að
kostnaðarauki lifeyristrygginga
frá þvi sem áætlað er i fjárlögum
nemur um 860 miljónum, en
atvinnurekenda 140 miljónum.
Grimmt
hamstrað
hjá Kópa-
vogsstrætó
Hamstur i kaupum á afsláttar-
kortum strætisvagnanna hefur
veriö mikiö undanfarið eftir að
fréttist um fyrirhugaöa hækkun
fargjalda um allt að 35%. Gár-
ungar kvarta raunar yfir þvi að
ATVR sýni ekki sama skilning á
mikilvægi þess að láta vita af
hækkunum með hæfilegum fyrir-
vara en þaö er nú önnur saga.
Að sögn forsvarsmanna
Strætisvagna Kópavogs seldust i
siðustu viku upp öll eittþúsund
króna kort SVK, en á þeim kostar
farmiðinn aðeins 23 krónur. Eftir
eru þvi ú.ðeins 300 krónur kort,
með hvern miða á 33 krónur, en
venjulegt fargjald kostar nú
krónur 36.-
Ekki er búist við þvi að þúsund-
króna kortin komi aftur fyrr en
eftir hækkun og hefur nokkur
óánægja gripið um sig vegna
þess. Birgðirnar sem til voru
hefðu þó átt aö endast fram að
hækkun og vel það ef ekki hefði
verið hamstrað jafn grimmdar-
lega og raun bar vitni.
Nú fá kópavogsbúar þvi aðeins
300 króna kort og hvern farmiða
þvi tiu krónum dýrari en ella, og
verður svo að vera fram yfir far-
gjaldahækkun.
—gsp
— Mér list þunglega á, að sam-
komulag, sem ég fer með austur
verði samþykkt, sagöi Sigfinnur
Karlsson, form. Alþýðusambands
Austurlands um þaö samkomu-
lag, sem hann mun nú leggja fyrir
sjómenn eystra.
Sigfinnur sagði að hlutaskipta-
prósentan væri hin sama og i al-
mennu sjómannasamningunum,
sem gerðir voru á dögunum og
felldir hafa verið viðast um land,
Haraldur Steinþórsson sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær-
kvöldi að samninganefnd BSRB
teldi sig hafa náð efnislegu sam-
komulagi við fjármálaráðuneytiö
um samningsréttarmálið og i þvi
sambandi óskað eftir yfirlýsingu
um afgreiðslu frá rikisstjórninni.
1 gær kl. 2 var BSRB með fund
og var búist við að yfirlýsingin
lægi þar fyrir en hún kom aldrei
svo að fundi var frestað og annar
fundur meðal stjórnar,
svo og er um sömu kauptryggingu
að ræða og þar var gengið frá.
Reyndar sagði Sigfinnur að ekki
væri um neina verulega breyt-
ingu á samkomulagi að ræða frá
þvi sem orðið var þegar upp var
staðið frá sam ningafúndúm
eystra.
Það mun hafa verið sáttanefnd,
sem óskaði eftir þvi að samkomu-
lagið yrði borið undir atkvæði i
félögunum þar eystra nú.
—úþ
samninganefndar og verkfalls-
nefndar BSRB boðaður kl. 8!30 i
gærkvöldi til að ræða viðhorfin.
Nýr samningafundur hefur ekki
verið boðaðurj enda grundvöllur
hans að yfirlýsingin liggi fyrir.
Haraldur sagðist ekki vita hver
ástæða væri fyrir þvi, að hún er
ekki komin fram, en benti á að
fresturinn sem kjaradómur hefði
til að ljúka dómsorði rynni út
núna 1. april svo að samninga-
málin stefna i eindaga.
—GFr
Slúðursögur
um líkfund
Þær eru snöggar upp á lagið
kjaftasögurnar I höfuöstaönum
um þessar mundir. Af gefnu til-
efni var haft samband viö yfir-
lögregluþjóninn á Selfossi og
hann spurður um likfund I
ölfusá i siöustu viku.
Að sögn Jóns I. Guðmunds-
sonar fannst á mánudags-
morgni 22. mars i ölfusá rétt
neðan brúarinnar við Selfoss lik
Hallgrims Georgs Guðbjörns-
sonar, sem fæddur var 16.12 1953
og búsettur að Hverfisgötu 32 i
Reykjavik.
Hallgrims var saknað 8.
desember sl. og virtist likið hafa
verið i ánni i tvo, þrjá eða fjóra
mánuði. Ekki var hægt að sjá
á likinu á nokkurn hátt, að um
drukknun af annarra manna
völdum hafi verið að ræða. Jón
kvað þó erfitt aö átta sig á sliku,
þegar lik hefði þvælst svo lengi i
vatni, en sjáanleg ummerki um
átök hafi engin verið.
Njörður Snæhólm, varðstjóri i
Reykjavik, sagði að niðurstöður
krufningar á likinu hefðu ekki
borist enn. Slikt tæki oft allt að
þvi einn mánuð, en undan-
tekningarlaust væri þó strax
gert aðvart ef eitthvað óeðlilegt
þætti við dauðdagann. 1 þessu
tilfelli hefði ekki verið gert við-
vart og ekkert benti þvi til þess
að hér væri um dauðsfall af
mannavöldum að ræða.
Söguburður sem gengur
fjöilunum hærra i Reykjavík og
viðar um þessar mundir hefur
þvi ekki við neitt að styðjast og
er enn ein marklaus þvælan sem
kemur i hámæli hjá málglöðum
landsmönnum.
—gsp
Samningamál BSRB og rikisins
Yfirlýsingin
kom ekki