Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 30. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
A þvi leikur ekki vafi, hvort
sem mönnum líkar betur eða
ver, að breyting hefur orðið á
valdahlutföllum i heiminum
siðustu árin. Frá lokum siðari
heimsstyrjaldar og fram á
siðari hiuta sjöunda áratugs
aldarinnar voru Bandarikin
óumdeilanlega heimsveldi, sem
ekkert annað riki heims komst i
nokkurn samjöfnuð við hvað
völd og áhrif snerti, vaidaað-
staða þeirra var þá nokkuð hlið-
stæð h eim s vcldisa ðstöðu
Bretlandsá nitjándu öldog fram
að heimsstyrjöldinni fyrri. En
upp á siðkastið hefur Banda-
rikjunum nokkuð sigið iarður af
völdum Indókinastriðsins,
Watergate-hneysklanna, efna-
hagskreppunnar og nú siðast
nefnd, kaupa handa herjum sin-
um það nýjasta og fullkomnasta
sem bandariski vopnamarkað-
urinn hefur upp d að bjóða, en
vegna þess að þessi riki ráða
sjálf ekki yfir þeirri tækniþekk-
ingu, sem meðferð umræddra
tryllitækja útheimtir, verða þau
jafnframtmorötólakaupunum að
taka á leigu bandriska sér-
fræðinga til aö halda vopnunum
brúkhæfum. A þennan hátt geta
Bandarikin ráðið miklu um það,
hvort, hvenær og hvernig þessi
riki beita herjum sinum. Eða
hvað sagði ekki William D.
Perreault, einn helstu ráða-
manna Lockheed-hringsins,
þegar hann var að reyna aö
bera mútusakirnar af fyrirtæki
sinu með þvi aö benda á mikil-
vægi þess fyrir bandarisku
Efasemdir.
t íran eru nú að minnsta kosti
um 2000 bandariskir tæknifræð-
ingar i þjónustu Grumman,
hafandi það hlutverk að halda
við 80 orrustuflugvélum af gerð-
inni F-14 Tocat, sem persakon-
ungur keypti fyrir 1.9 miljarða
dollara. t Brasiliu, Ghile,
Jórdaniu, Iran, Saudi-Arabiu.
Taivan og Malasiu eru nokkur
hundruð bandarikjamanna i
þjónustu Northrop önnum kafn-
ir við að þjálfa flugheri land-
anna i brúki orrustuflugvéla af
gerðinni F-5E International,
sem Northrop framleiðir. t
Zairehefur Lockheed lið til þess
að þjálfa menn i meðferð flutn-
ingaflugvéla af gerðinni C-130,
C-130 — bandariskar flutnmgaflugvélar, sem notaðar voru tii að birgðaflutninga til andstæð-
flytja FNLA og UNITA vopn meðan barist var I Angólu. inga MPLA I Angólu.
Málaliðar í hvítum skyrtum
ófara skjólstæðinga sinna i
Angólu, svo nokkuð sé nefnt.
Margir eru þeirrar skoðunar
að þessi þróun hafi haft I för
með sér að Sovétrikin séu nú
orðin heimsveldi til jafns viö
Bandarikin og hefur það orðið
til þess að hleypa nýjum kalda-
striðsskjálfta i hægrisinnaða
aðila á Vesturlöndum. Þeir
sömu aðilar ættu þó sér til
hugarhægðar að geta ihugað þá
staðreynd, að Bandarikin hafa
ennþá mörg háspil á hendinnni.
Á sviði efnahags- og fjármála
eru þau enn óumdeilanlega
stórveldi heimsins númer eitt
og á sviði tækninnar skara þau
einnig fram úr öllum öðrum.
Það segir mikið i heimi, þar
sem háþróuð tækni og visindi
verða meiri gildisþáttur með ári
hverju
Sérfræðingar á leigu
Yfirburðir Bandarikjanna á
tæknisviðinu verða stöðugt
mikilvægari þáttur af þeirra
hálfu i valdatafli heimsstjórn-
málanna. Þeir yfirburðir skipta
ekki sist máli á hernaðar-
sviöinu, eins og komið hefur
skýrt i ljós til dæmis I sambandi
við Lockheed-hneykslin. Hægri-
sinnuö riki vi"ða um heim, til að
mynda Taivan, Brasilia, Zaire
og Malasia, svo að nokkur séu
þjóðarskútuna: „Þegar riki
kaupir herflugvél, fylgir
póiitiskt bandlag (við seljand-
ann) með i kaupunum.”
„Hvitskyrtumála-
liðar”
i 34 löndum.
Samkvæmt skýrslum banda-
riska hermálaráðuneytisins eru
nú um 7.700 bandariskir vopna-
tæknifræðingar að störfum i 34
löndum, flestir þeirra i oliurlkj-
unum kringum Persaflóann,
þar sem Bandarfkin leggja
meiri áherslu á að hafa itök en
viðast annarsstaðar og eru lika
stórtækustu viðskiptavinir
bandarisku vopnasöluhring-
anna. Þessir sérfræðingar eru
yfirleitt ekki á vegum Banda-
rikjahers eða Bandarikjastjórn-
ar, heldur i þjónustu hinna og
þessara auðhringa, sem
framleiða vopnin og selja þau.
Fram til 1971 höfðu Bandrikin
gert taisvert aðþvi að gefa vopn
þeim rikjum, sem þau töldu sér
hag I að styðja, en versnandi
efnahagsástand gerði að verk-
um að farið var að selja þau eins
og hverja aðra útflutnings-
vöru til að draga úr viðskipta-
hallanum við útlönd. Þetta stór-
jók gróðamöguleika vopna-
auðhringanna og framboðið frá
þeim jókst að þvi skapi, svo og
markaðsleit erlendis þar sem
öllum brögðum var beitt, eins
og Lockheedhneykslin hafa
opinberað. Nú er vopnasala einn
af mikilvægustu liðunum i utan-
rikisviðskiptum Banda-
rikjanna. Þau flytja nú út vopn
fyrirum ellefu miljarða dollara
á ári — og á siðastliðnu ári varð
viðskiptajöfnuðurinn við útlönd
hagstæður um 11 miljarða doll-
ara, en hafði verið óhagstæður
áður.
Aukin umsvif vopna-
söluhringa
Aður voru ráðgjafarnir og
tæknimennirnir, sem fylgdu
vopnunum erlendis, undir
beinni stjórn Pentagon. En
siðan vopnaauðhringarnir fengu
frjálsar hendur um söluna
erlendis, hefur þetta breyst
þannig að nú eru tæknifræð-
ingarnir i þeirra þjónustu. Að-
stoðin, sem þessir „málaliðar i
hvitum skyrtum”, eins og
vopnatæknifræðingarnir eru
kallaðir i bandariskum blöðum,
veita rikjunum sem vopnin
kaupa, er liður i samningum,
sem auðhringarnir gera við
þessi riki án þess að nokkurt
opinbert eftirlit i Bandarikjun-
um sjálfum komi til. Þetta þýðir
að vopnasalan úr landi getur
gengið sinn gang án óþægilegra
afskipta af hálfu Bandarikja-
þings, sem var búið að afla sér
heimildar til eftirlits með at-
höfnum hermálaráðuneytisins á
þessu sviði.
„Málaliðunum i hvitu skyrt-
unum” var fyrst I stórum stil
beitt i Vietnam eftir að Banda-
rikjaher var kallaður þaðan
1973. Að skilnaði létu Banda-
rikin leppstjórn sinni i Saigon
eftir gifurlegt magn nýtisku
vopna, og voru að minnsta kosti
um 7.500 tæknifræðingar
Bandarikjahers þá látnir hafa
fataskipti og skrá sig i þjónustu
hinna og þessara stórfyrirtækja
tilaðhalda vopnunum nothæfum.
Og þegar Bandarikjaþing fór að
sýna tilhneigingar til að draga
úr hermálaumsvifum Banda-
rikjanna erlendis, svaraði
Pentagon með þvi að færa
hermálasamstarfið við fylgiriki
Bandarikjanna yfir á vopnaauð-
hringana. Stóraukinn vopnaút-
flutningur auðhringanna og
„málaliðarnir I hvitu skyrtun-
um” eru sem sé að miklum
parti mótleikur hermálaráðu-
neytis og rikisstjórnar Banda-
rikjanna gegn þeim aðilum inn-
anlands, sem takmarka vilja
þessiumsvif Bandarikjanna eða
auka opinbert eftirlitmeð þeim.
Svona mættf lengi telja. Þvi
má bæta við að i samningum
auðhringanna um tækniaðstoð
er yfirleitt ekki gert ráð fyrir
neinum timatakmörkunum, en
meðan bandariska hermála-
ráðuneytið gerði samninga um
hernaðaraðstoð við önnur riki,
var ráðningartimi tæknimann-
anna yfirleitt tilgreindur.
Þótt margir séu þeirrar
skoðunar að með vaxandi
vopnasölu auðhringa sinna og
tækniaðstoð henni samfara hafi
Bandarikin aukið áhrif sin viða
um heim, eru þeir sem efastum
gildi „hvitskyrtumálaliðanna.”
Að minnsta kosti sýnir reynsl-
an, að reyni risaveldi að hafa
áhrif á stefnu einhvers rikis
með þvi að draga úr vopnasölu
til þess, gerir hlutaðeigandi rfki
sér gjarnan litið fyrir og kaupir
vopn einhversstaðar annars-
staðar, þótt þvi hljóti að fylgja
veruleg óþægindi. Og vissir
bandariskir stjórnarembættis-
menn óttast, að svo margir her-
tæknifræðingar frá Bandarikj-
unum séu nú komnir i þjónustu
persakonungs og annarra stór-
tækustu viðskiptavina vopna-
söluhringanna að bagalegur
skortur sé að verða á slikum
mönnum i Bandarikjunum
sjálfum.
dþ.
Frakkland:
140 fyrirtæki á
valdi verkalýðsins
Frásagnir af
verksmiðjutöku í
Bretagne og
margþœttum
vanda franskra
útkjálkabyggða
Það standa öll spjót á garminum Giscard
d’Estaing forseta Frakklands um þessar mundir.
Eitt þeirra er fyrirbærið verksmiðjutökur. Þessa
stundina er talið að 140 fyrirtæki i Frakklandi séu á
valdi verkamanna. Dagens Nyheter sendi menn
sina i heimsókn i eina slika verksmiðju.
Fyrirtækið sem blaða-
mennirnir heimsóttu er Réhault
skóverksmiðjan i bænum
Fougéres á Bretagne skaganum.
Fyrir rúmum mánuði tilkynntu
eigendur hennar að þeir hygðust
hætta rekstrinum og segja öllu
starfsfólkinu — 600 manns —
upp störfum.
I Fougéres búa 27 þúsund
manns. Þar af eru 9 þúsund úti-
vinnandi, eða frekar voru, þvi nú
eru 1.200 atvinnuleysingjar i bæn-
um. Það var þvi ekki nema von að
starfsfólk Réhault brygðist
ókvæða við uppsögnunum. Svar
þess var að taka verksmiðjuna á
sitt vald og krefjast þess að
rekstrinum yrði haldið áfram
eins og ekkert hefði i skorist, þe.
að allir héldu vinnunni.
Eigendurnir vildu ekki verða
við þessum kröfum en eftir
nokkrar vikur gáfust þeir upp og
seldu verksmiðjuna. Nýju eig-
endurnir gerðu starfsfólkinu það
tilboð að hefja reksturinn að nýju
en aðeins 230 áttu að fá vinnuna
aftur. Þessu hafnaði starfsfólkið
og við það situr.
Þegar spurt er um ástæðurnar
fyrir lélegri afkomu verksmiðj-
unnar gefur starfsfólkið mörg
svör. — Rússarnir brugðust okk-
ur, segir nitján ára verkakona við
blaðamann DN. Með þvi á hún
við að sovétstjórnin hefur undan-
farin ár keypt 150 þúsund pör af
skóm i Frakklandi en er nú hætt
þvi. Þess I stað hefur hún snúið
sér til Bretlands I skókaupum.
Hver ástæðan er fyrir þessum
sinnaskiptum rússa veit enginn
með vissu. Skókaup þeirra i
Frakklandi hafa alltaf haft póli-
tiska undirtóna og þegar
d’Estaing var á ferð i Moskvu i
vetur gengu viðræður hans við
þarlenda stirðlega. Margir telja
þvi aö sovétmenn séu með þessu
að láta i ljós óánægju sina.
En það hafa fleiri brugðist.
Verksmiðjanátti td. föst viðskipti
við svia en nú eru þau úr sögunni
vegna ágreinings við EBE um
skóviðskipti.
Franski innanlandsmarkaður-
inn hefur einnig brugðist. Verk-
smiðjan lagði mikla áherslu á
tiskubundinn kvenskófatnað en
með vaxandi kreppu hefur eftir-
spurnin eftir honum snar-
minnkað. Einnig hefur innflutn-
ingur frá öðrum Evrópulöndum
stóraukist, einkum frá ttaliu sem
er láglaunasvæði innan EBE auk
þess sem fall lirunnar á dögunum
bætti samkeppnisaðstöðu itala
mjög.
Sumir vilja kenna EBE um
þessi vandræði en aðrir hafa lit-
inn áhuga á að agnúast út i þann
félagsskap. Ástæðan fyrir þess-
um deildu meiningum er afstaðan
til tveggja stærstu verkalýðssam-
banda Frakklands: CGT sem
kommúnistar ráða og CFDT sem
sósialistar ráða mestu i. Það
fyrrnefnda tekur mun eindregn-
ari afstöðu gegn EBE en það
siðarnefnda. Eins og stendur eru
flestir starfsmennirnir félagar i
CFDT.
En sennilega beinist gremja
starfsfólksins einna mest gegn
rikisstjórninni og miðstjórnar-
valdinu i Paris. Þar um slóðir
hafa menn litinn áhuga á við-
gangi útnárabyggða eins og
Bretagne.
Þótt Fougéres sé i aðeins 300
km. fjárlægð frá Paris virist það
vera of langt fyrir atvinnurek-
endur og embættismenn. Sam-
göngur eru slæmar og iðnfyrir-
tæki hafa ekki áhuga á að setja
upp útibú þar sem steinsteyptar
hraðbrautir eru ekki fyrir hendi.
Afleiðingin verður sú að staður-
inn dregst afturúr i iðnþróun og
tekjur ibúanna eru langt undir
meðaltekjum frakka, þe. þeirra
sem hafa atvinnu. I flestum fjöl-
skyldum vinna bæði hjónin. Skó-
gerð er hefðbundin atvinnugréin i
Framhald á bls. 14.