Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 14
U SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1976 Sadat heim- sækir Evrópu Bonn 29/3 reuter — Anwar Sadat forseti Egyptalands kom i dag i opinbera heimsókn til Vestur- Þýskalands. Er þetta upphafið á ferðalagi Sadats til fimm Evrópurikja en það er farið i þvi skyni að afla egyptum iána og hergagna sem þá skortir nú eftir vinslitin við sovétinenn. Við komuna til Bonn var Sadat og fylgiliði hans sem telur 130 manns fagnað með 21 fallbyssu- skoti og heiðursverði hermanna i fullum skrúða. Ekki er þó talið liklegt að hann fái að sjá meira af vestur-þýskri hernaðartækni þvi stjórnin i Bonn hefur lagt bann við vopnasölu til þeirra heims- svæða þar sem hætta er á að styrjöld brjótist út. Búist er við að heimsókn hans til Frakklands verði þeim mun Baldur Framhald af bls 8. gat, sem við ekki einu sinni þurft- um að sjóða bót yfir. Allan timann nálguðumst við togarana og þeir fjórir sem næst voru urðu allir að hifa. Lloyds- man var allan timann I leiknum með Diomede og þegar hér var komið bættust Galathea og Euro- man i hópinn. Diomede gat ekki haldiðáfram á fullri ferð þar sem þá hefur komið inn sjór. Við snerum hins vegar i land og þá krossaði Galathea á undan okkur með mannaðar byssurnar eins og áður er sagt og dráttarbátarnir komu svo á eftir og átti Llodsman að sjá um ásiglinguna. Þessi sigling Galatheu tafði mikið fyrir okkur og oft lá við árekstrum. Lloydsman dró nokk- uð á okkur, en eftir þessu virðist hann ekki ganga eins mikið og Baldur. Nú bættist freigátan Júnó i hópinn en þá fór okkur að ganga betur þar sem herskipin þrengdu hvort að öðru. Við unnum þvi aft- ur upp muninn milli okkar og Lloydsman. Alls stóð þessi eftir- för tæpa tvo tima þar til við kom- umst inn fyrir 12 'milurnar við Gletting. Þá var þriðja freigátan, Mermaith, komin i hópinn, en það hafði ekkert að segja þvi að hún komst ekki að. Margt af viðskiptum herskip. anna og dráttarbátanna eigum við á segulbandi. Við eigum bara eftir að yfirfara þau til að vita hvernig þau koma út. t.d. hvort hótunin frá Galatheu kemur skýrt út og hvað af þessu er hægt að gera skýrara. Eins mynduðum við atburði, en til þess er auðvitað litill timi, þar sem hver og einn úr árangursrikari þvi franska stjórnin hefur lýst sig reiðubúna að gera langtimasamninga við egypta um hergagnasölu. Á meðal þeirra vopna sem frakkar vilja láta egypta fá er herþotan Alpha sem þeir framleiða i sam- vinnu við vestur-þjóðverja. Hefur flogið fyrir að frakkar selji egypt- um 120 slikar vélar og myndu þjóðverjar þá sennilega veita lán til kaupanna. Sadat ræddi i dag við Walter Scheel forseta, en hann mun einnig ræða við þá Helmut Schmidt kanslara og Genscher utanrikisráðherra á þeim sex dögum sem heimsóknin á að standa. Frá Vestur-Þýskalandi fer Sadat til Frakklands, Italiu, Austurrikis og Júgóslaviu. áhöfninni verður að ganga að sin- um störfum. Það er hart að standa i striði um lifshagsmuni sem allir hafa á vörunum en af hálfu stjórnvalda sé ekkert gert til að auka fréttaflutninginn. Það þyrfti alltaf að vera einn maður á varðskipunum, sem gæti sinnt al- mennri fréttaþjónustu og kvik- myndað atburði, sem hafa áróðursgildi fyrir málstað okkar. Það er siður en svo að neinn bil- bugur sé á okkur, þótt við verðum að játa að við ofurefli sé að etja, og engir hafi eins trausta reynslu i manndrápum og bretar. En það kastar tólfunum þegar við eigum mörg tromp á hendi sem aldrei er spilað út. Veðrið að undanförnu hefur farið mjög i taugarnar á togara- skipstjórunum og þeir hafa litið veitt þegar þeir hafa komið trolli i sjó. 1 einum heyrði ég um daginn sem á þrem sólarhringum hafði fengið 10 körfur og hann talaði um að sigla til Færeyja. Þannig er upplausnar-ástand hjá þeim. Það er þvi ekkert að marka þessar fréttir sem sagðar eru. Af miklu fiskirii og góðum löndunum af íslandsmiðum ibreskum höfnum. T.d. hafa þrir togarar sem þar eru tilgreindir, Hammond Innes, C.S. Forester og Sommerset Maugham ekki sést á Islands- miðum i þessu striði. Á þeim eru aflamenn sem vilja fiska og gera það i Hvitahafinu eða við Austur- Grænland, frekar en standa i töp- uðum slag á tslandsmiðum. Það er þvi ekki heil brú i frásögnunum um góða veiði hér við land, og furðulegt að þess háttar fréttum skuli hampað hér á landi, þar sem þær eru beinlinis rangar. Þingmenn um borð i varðskip. Að lokum sagði Höskuldur Skarphéðinsson: Við eigum marga menn sem virðast vita upp á hár, hvað gera skuli i land- helgisdeilunni. T.d. hefur fjöldi þingmanna það á takteinum i þingsölunum til hvaða ráða eigi að gripa gegn bretum. Ég held að það væri alveg óhætt fyrir ‘þess'á menn að kynna sér störfin á haf- inu og koma með okkur eins og einn túr. Ekki sist ættu þeir þing- menn sem enda hvert sitt mál með bæn um að við fáum að vera áfram i NATO að fara út á miðin með okkur og finna þar þann kær- leiksanda „bræðraþjóðar okkar” og vopnabróður i NATO sem fram kemur á miðunum. Þeir eru varla sjóhræddir svo vel sem þeir vita fyrir innan þinghúsdyrnar hvað gera skuli, en á miðunum gætu þeir ýmislegt lært og kynnst þörf- um gæslunnar. Við getum ýmis- legt þótt við getum ekki sigrað breta i vopnaviðskiptum. Það krefst hins vegar bætts tækjabún- aðar og aðstöðu, sem aftur krefst fjármagns. En allt tal um lifs- hagsmuni er innantómt, ef hvergi má eyða krónu, og ekkert er gert til að tryggja þá. —erl. Stóriðjurafmagn Framhald af bls. 3. hæð sem næmi 32,1% af heildar- söluverðinu. Með þessum viðbótarsamningi yrði einungis itrekuð sú skyssa, sem upprunalega var gerð með frumsamningnum við svissneska auðhringinn, og jafnframt kórón- uð afglöpin, sem framin voru með stofnun járnblendifélagsins i samvinnu við ameriska auð- hringinn Union Carbide, svo sem dæmin sanna með jarðraskinu á Grundartanga, þvi óhæfilegt er að verja islenskri raforku til ann- ars en aukinna nytja á gæðum landsins sjálfs og i þágu islend- inga einna. Ásakanir Framhald af bls. 3. sóknarlögregluna fyrir að hafa látið ógert að skýra frá þvi á nefndum blaðamannafundi, að vætti fjölmargra aðila hefir kom- ið fram, sem gera frásögn hinna þriggja vitna meira en tortryggi- lega. Við ásökum loks rannsóknar- lögregluna fyrir að hafa sleppt þvi að skýra frá þvi á nefndum blaðamannafundi, að allt frá 26. janúar s.l. eða i 62 daga, hefir ekkert komið fram við rannsókn málsins, sem styður frásögn hinna þriggja ógæfuungmenna. Undirritaðir réttargæslumenn harma, að þurfa að taka þátt i umræðu um rannsókn máls þessa á opinberum vettvangi og hefðu heldur kosið að mega reka réttar skjólstæðinga sinna fyrir lögleg- um dómstólum landsins. En þar sem þeir, sem ábyrgð bera á rannsókn málsins, hafa kosið að velja fjölmiðla sem vettvang til umræðna um það, verður naumast undan vikist að taka þátt i þeim umræðum. Við væntum þess þó, að þurfa ekki frekar en hér er gert að vekja athygli rannsóknarlögregl- unnar á grundvallarákvæðum i 39. gr. laga nr. 74/1974 um með- ferð opinberra mála, sem er svo- hljóðandi: „Lögreglumenn skulu stöðugt miða alla rannsókn sina við það að leiða híð sanna og rétta i ljós i hverju máli, sem þeir hafa til meðferðar, og rannsaka jöfnum höndum þau atriði, sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu”. Við ásökum rannsóknarlög- regluna fyrir að hafa ekki haft þetta ákv.æði að leiðarljósi á nefndum blaðamannafundi. Reykjavik, 27. mars 1976. Ilafsteinn Baldvinsson, hrl. Ingvar Björnsson, hrl. Jón Gunnar Zoega, hrl. Frakkland Framhald af bls. 5. Fougéres, verkafólkið hefur sér- hæft sig i henni og þvi dynur yfir mikið atvinnuleysi þegar illa árar i skóbissnissnum. Stjórnin hefur reynt að slá á reiði fólks með þvi að veita sjö Tapað Tapast hefur taska Guðmundar Haralds- sonar, bóksala. Mánudaginn 22. mars. Er hún brún á litinn, með tveim smellum, með bókum i. Vinsamlegast skilist að Skeiðarvogi 9 eða afgreiðslu Þjóðviijans. piiiiiiimiimTiiRBiiiii ii i«- ......................... Móðir okkar Sigriður Júliusdóttir Asvallagötu 63 andaðist i Borgarspitalanum 28. mars. Börnin Útför Elísabetar Ingvarsdóttur Einarsnesi 27, Reykjavik fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars kí. 10.30. Hallgrimur Jónasson, Ingvar Hallgrimsson, Jóhanna K. Magnúsdóttir Jónas Hallgrímsson, Hulda S. ólafsdóttir Þórir Haligrimsson, Sigriður H. Indriðadóttir miljónir franka til byggðaþróun- ar, hún hefur búið til 500 störfhjá hinu opinbera og meðfram þjóð- vegum Bretagne skága hefur hún sett upp með reglulegu millibili stór auglýsingaspjöld um að bráðlega verði menn ráðnir i at- vinnubótavinnu við að bæta vega- samgöngur við svæðið. En þetta er bara eins og dropi i hafið. Stjórnin á i miklu kapphlaupi við timann. Eftir tvö ár verður kosið til franska þingsins og þær kosningar munu ráða úrslitum um það hvort stjórnin lafir lengur eða ekki. Og Bretagne er alls ekki eina afskipta barnið i Frakklandi. I héruðum eins og Elsass, Kor- siku og vinræktarsvæðum Suður- og Mið-Frakklands gerjar óánægjan vegna siaukinnar mið- sóknar i frönsku efnahagslifi. Eins og stendur er gagnrýnin háværust frá Fouréges og vin- bændunum. Eitt af þeim fjöl- mörgu vandamálum sem stjórnin i Paris stendur frammi fyrir er að koma til móts við þetta fólk. Ef það tekst ekki á næstu tveim ár- um er valdastaða Giscard.s d’Estaing I stórhættu. —ÞH r Aætlun Framhald af bls. 1 islendingar væru „frábitnir þvi að beita valdi” — það er þessi andúð á valdbeitingu sem á að kveða niður með þjóðinni með „uppeldi” um leið og mögnuð verður tortryggni islendinga i garð þeirra landa sinna sem eru sósialistar. Það er og ljóst, að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins höfðu þá þegar, 1949, i huga að komið yrði upp herstöð hér við fyrsta tækifæri. 5. Bandarikjamenn gerðu i við- ræðum við islenska ráðamenn 1949 meira úr innlendri „hættu” en erlendri árás, sem þeir gerðu heldur litið úr. 6. Þeir sem tóku þátt i viðræð- unum 1949 I Washington með Bjarna, Emil Jónsson og Ey- steinn Jónsson, létu ekki upp sömu skoðanir og Bjarni Benediktsson um afstöðu til is- lenskra sósialista. Kanadamenn Framhald af bls. 10. koma boltanum i netið var staðan orðin 14:4. Eftir það skoraði islenska liðið átta mörk gegn sjö mörkum kanadamanna, sem tóku sig saman i andlitinu og héldu i við landann það sem eftir var, Seinni leikurinn var af hálfu islendinga mun betri en sá fyrri. Léttleikinn var öllu meiri og a.m.k. var öllu skárra að fá ellefu marka sigur yfir Kanada heldur en barning og fjögurra marka sigur eins og i fyrri leiknum. Mörk Islands skoruðu: Guðjón Magnússon 4, Jón Karlsson 3. Árni Indriðason 3, Ólafur Einarsson 3, Bjarni Jónsson 3. Sigurbergur Sigsteinsson 2, Hörður Sigmarsson 1, Pétur Jó- hannesson 1 og Friðrik Frið- riksson 1. Kanadamenn skiptu sinum fáu mörkum bróðurlega á milli sin. Drýgstur þeirra var þó Chagnon með þrjú mörk. —gsp .ekféiag: YKJAVÍKUR^ SAUMASTOFAN i kvöld. — Uppselt. VILLIÖNDIN miðvikudag kl. 20,30. 6. sýn. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR fimmtudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN 40. sýn. föstudag kl. 20,30. EQUUS 25. sýn. laugardag kl. 20,30. KOLRASSA sunnudag kl. 15. VILLIÖNDIN sunnudag kl. 20,30. 7. sýn. Græn kort gilda. Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. #ÞJÓBLEIKHÚSIfl KARLINN A ÞAKINU i dag kl. 17. Uppselt. Föstudag kl. 15. Uppselt. Laugardag kl. 15. NATTBÓLIÐ miðvikudag kl. 20. Föstudag kl. 20. SPORVAGNINN GIRND fimmtudag kl. 20. Næst siðasta sinn. CARMEN laugardag kl. 20. Litla sviðið: INUK fimmtudag kl. 20,30. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. ISKIPAUTGCR9 RÍKISINS M„s. Esja fer frá Reykjavik mánudag- inn 5. apríl vestur um land i hringferð. Vörumóttaka fimmtudag og föstudag til Vestfjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akurayrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Ósammála stjórn Vængja Guðjón Styrkársson hrl. hafði samband við blaðið i gær vegna fréttar um flugfélagið Vængi. Vildi hann taka fram að hann væri ekki i stjórn Vængja, en i frétt blaðsins varð misritun við birtingu stjórnarlistans. Þá tók Guðjón fram að hann væri ósammála stjórn félagsins i afstöðu hennar til flugmanna. ALÞÝÐUBANDALAG Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Fundur sunnudaginn 4. april n.k. kl. 2 e.h. að Bárugötu 9. Fundarefni: Barátta verkalýðshreyfingarinnar við rikisstjórn peningavaldsins. Málshefjandi er Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans. — Stjórnin. Alþýðubandalagið ísafirði Aðalfundur Alþýðubandalagsins Isafirði verður haldinn föstudaginn 2. april n.k. i Sjómannastof- unni Alþýðuhúsinu og hefst kl. 20:30. dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans verður á fundin- um. — Stjórnin. Miðstjórnarfundur Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubandalagsins föstudaginn 2. april 1976 ki. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Sjávarútvegsmál, 2. önnur mál. Ragnar Arnalds

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.