Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1976 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Uitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SKRIÐA YERÐHÆKKANA Alþýðusambandið hefur nú til athugun- ar hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á rikið vegna hækkunar landbúnaðarafurða nýverið. Hafa talsmenn Alþýðusam- bandsins bent á að skv. lögunum um framleiðsluráð landbúnaðarins megi hækka landbúnaðarvörur vegna launa- hækkunar bónda með tilliti til hækkunar launa viðmiðunarstéttanna næstu þrjá mánuði áður en verðlagning landbúnaðar- vara á sér stað. Þessi meginregla hefur augljóslega verið brotin núna þar sem launahækkunin átti sér ekki stað á um- ræddu 3gja mánaða timabili fram til 1. mars, heldur eftir að þvi lauk. Hér er þvi um skýlaust lögbrot að ræða. I annan stað vekur það athygli að rikis- stjórnin hikar ekki við að samþykkja verðhækkanir á landbúnaðarvörum sem eiga ekki við neinar eðlilegar viðmiðanir að styðjast. Hér er i fyrsta lagi um að ræða hækkun á sláturkostnaði núna vegna dilkanna sem ýmist eru þegar étnir eða á markaðnum enn, en var allavega slátrað AFMÆLISK VEÐ J A Alþýðubandalagið i Reykjavik er 10 ára i dag. Það var stofnað 30. mars 1966 og var það áður en Alþýðubandalagið varð form- legur sósialiskur stjórnmálaflokkur. Þessi stofnun Alþýðubandalagsins i Reykjavik markaði á margan hátt þáttaskil i sögu Alþýðubandalagsins sem kosningasam- taka; eftir það varð ljóst að fljótlega hlyti að koma til þess að Alþýðubandalagið yrði stjórnmálaflokkur islenskra sósialista. 10 ár eru ekki langur timi stjórnmála- fyrir mörgum mánuðum. 1 öðru lagi er hér um að ræða hækkanir á vinnslukostnaði mjólkur sem heldur á ekki við rök að styðjast. Þessar svindlhækkanir eru aukaálag á neytendur landbúnaðarafurða og var þó vist nóg að gert. Hækkun landbúnaðarvaranna var ekki nema að örlitlum hluta til vegna launa bændanna sjálfra. Verulegur hluti hækkunarinnar stafar einfaldlega af hækkuðum milliliðakostnaði og af auknu álagi rikissjóðs. Milliliðir og rikissjóður taka i sinn hlut 81 kr. af hækkuninni á hverju kilói súpukjöts en hækkunin nam þar 102 kr. Verðhækkanir undanfarinna daga hafa komið eins og reiðarslag yfir almenning. Meginhluti kauphækkunarinnar er þegar upp étinn og fleiri hækkanir eru boðaðar. Margar og raunar meginhluti þessara hækkana á rætur að rekja til beinna stjórnvaldaákvarðana og til rikisstofnana af ýmsu tagi. Þessar hækkanir eru miklu meiri en for- ustumenn verkalýðshreyfingarinnar fengu upplýsingar um að til stæðu i kjara- samningunum. Þannig var sagt i samningunum að Hitaveitan i Reykjavik myndi hækka um 15%, en raunin varð 27% og þannig mætti lengi telja slik dæmi. Það var þvi að undirlagi rikisstjórnarinnar farið með beinar lygar á samningafund- unum með fulltrúum verkalýðssamtak- anna. Þessi framkoma núverandi rikisstjórn- ar staðfestir enn einu sinni að afstaða hennar til verkalýðssamtakanna er f jand- samleg. Og þessi framkoma rikisstjórnar- innar staðfestir enn einu sinni nauðsyn þess að verkalýðssamtök og verkalýðs- flokkar móti skýra sameiginlega pólitik sem unnt yrði að fylkja launamönnum um til þess að færa launamenn nær þvi að al- þýðuvöld taki við af auðvaldi þvi sem ræð- ur öllu um stjórnarathafnir núverandi rikisstjórnar. —s. sögunnar, en engu að siður hefur félagið gengið i gegnum lærdómsrikan ferrl þar sem vissulega hafa skipst á skin og skúrir. Alþýðubandalagið i Reykjavik er nú sterkara en nokkru sinni fyrr út á við að fylgi. Málstaður flokksins á i höfuðstaðnum sem annars staðar vaxandi fylgi að fagna svo ekki verður um villst. En nú þarf Alþýðubandalagið i Reykja- vik að efla sitt innra starf. Þar þurfa félagarnir enn að leggja hönd á plóginn af óeigingirni og fórnfýsi. Efling flokksstarfs i fátækum flokki kostar vinnu og aftur vinnu. Og þeir einir eru reiðubúnir til þess að inna slika vinnu af hendi, sem hafa hugsjónir að berjast fyrir, hugsjónirnar um sósialismann, jafnrétti og sjálfstætt Island. Þjóðviljinn flytur Alþýðubandalaginu i Reykjavik — stærsta stjórnmálafélagi is- lenskra sósialista — baráttukveðjur. —s. Uppspuni var ástœðan I Lesbók Morgunblaðsins á laugardag er birtur fyrri hluti úr útdrætti blaðsins á banda- riskum leyniskýrslum er varða ísland á fyrstu árum kalda striðsins, frá 1949. Bandarisk stjórnarvöld hafa þá vinnureglu að slik plögg, sem ella eru trún- aðarmál geti orðið aðgengileg almenningi eftir 15 ár. Þær skýrslur sem Morgunblaðið birtir eru að þessu sinni allar frá 1949, og er þar greint frá undirbúningnum að aðild Islands að NATO. í skýrslunum kemur ýmislegt fróðlegt fram, en það langmerkilegasta i þeim er að Bjarni Benediktsson virð- ist hafa trúað þvi statt og stöð- ugt að raunverulega væri hætta á valdatöku „kommúnista” — þ.e. herstöðvaandstæðinga hér á landi. Það var með öðrum orðum hreinn uppspuni sem knúði utanriksiráðherra íslands áfram þegar hann beitti sér fyrir aöild Islands að Atlants-. hafsbandalaginu. Þá kemur það glöggt fram i skýrslum þessum og það er ekki siður merkilegt að bandarikja- menn vildu fá hér herstöðvar strax 1949 og islenskir ráða- menn voru þvi ekki mótfallnir en þeir töldu að það þyrfti hugarfarsbreytingu meðal þjóð- arinnar áður!!! Verða nú til fróðleiks rakin nokkur atriði úr skýrslum þessum. Eins hljóðlega og kostur er Sú fyrsta er i formi simskeytis dags. 12.1.1949 frá Butrick sendiherra bandarikjamanna á Islandi til utanrikisráðherra Bandarikjanna. 1 skeytinu er greint frá viðtali sendiherrans við Bjarna Benediktsson utan- rikisráðherra. Þar kemur fram, að þeir sem hlynntir eru NATO- samningnum á Islandi telji islendinga fjandsamlega erlendri hersetu. Nauðsynlegt sé að fá hingað til tslands kunnáttumenn til þess að ræða við leiðtoga stjórnmálaflokka um málið „eða að valinn hópur Islendinga færi til Washington i sama skyni, en þá eins hijóðlega og kostur væri.” Annað sim- skeytið er milli sömu aðila frá 27. janúar 1949. Þar fellst utan- rikisráðuneyti Bandarikjanna á skilgreiningu sendiherra sins hér. Þar segir ennfremur að eftir að NATO-samningurinn er genginn i gildi verið athug- að hvaða aðstöðu þurfi ao skapa á Islandi og hvaða her, flota og flugvélar þyrfti að hafa til taks til varnar.” Af þessum tveimur skeytum er þegar ljóst að utanrikisráðherra tslands var hlynntur aðild, en hann ótt- aðist andstöðu þjóðarinnar við hersetu og jafnvel aðild að hernaðarbandalagi og þvi vildi hann að viðræður um þessi mál færu fram með mestu leynd. Ennfremur er ljóst að banda- rikjamenn ætluðu þegar fyrir inngönguna i NATO að fá hér herstöðvar þrátt fyrir allar yfir- lýsingarnar um annað. Næsta skýrsla er enn sim- skeyti frá sendiherranum hér á landi til bandariska utanrikis- ráðuneytisins. Sendiherrann hefur enn rætt við islenska utan- rikisráðherrann. Nú er komiö babb i bátinn, þvi utanrikisráð- herrann telur að „hlutleysis- stefnunni hafi aukist mjög fylgi og stjórnin sé nú ekki viss um stöðu sina.” Vildi efla lögregluna Næsta plagg er siðan frá 15. mars 1949. Þá var haldinn fundur i Washington og sátu hann af tslands hálfu Bjarni Benediktsson, utanrikis- ráðherra, Eysteinn Jónsson, i skýrslunni titlaður flugmála- ráðherra, Emil Jónsson, viðskiptaráðherra, Thor Thors, sendiherra tslands, Hans G. Andersen, lögfræðilegur ráðu- nautur islenska utanrikisráðu- neytisins. Skýrslu þessa skráði yfirmaður stjórnardeildar um málefni Evrópu, Hickerson að nafni. Skv. greinargerð þessari hafa ísíensku ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Ey- steinn Jónsson borið fram margar spurningar á þessum fundum. Á fundinum kemur fram, að Anderson, hershöfð- ingi telur að mesta hættan stafi af „aðgerðum undirróðurs- og byltingarafla I landinu sjálfu.” Bjarni Benediktsson tekur fram i viðræðunum að nauðsynlegt kunni að verða að hafa vörð i Keflavik til þess að verja stöðv- arnar gegn skemmdarverkum. Ennfremur sagði hann að islendingar heföu „150 lögreglu- menn, að mestu óvopnaða i Reykjavík og þeir (þe. Islend- ingar) vildu efia þann liðsstyrk, en til þess skorti fé. En þetta væri samt sem áður vandamál, sem Island þyrfti að glima við. Nú þyrftu þeir vernd gegn óspektum kommúnista. Kommúnistar gætu hrifsað til sin völdin yfir öllu landinu, hve- nær sem þeim sýndist, og þetta væri vandamál, sem Island yrði að leysa”, segir orðrétt i greinargerðinni. Þar segir enn- fremur: Hvatti til innanlandsátaka „Anderson hershöfðingi benti á, að kommúnistar væru ekki fjölmennari en hinn hluti þjóðarinnar og spurði af hverju ibúarnir tækju ekki höndum saman. Bjarni Benediktssori kvað islendinga frábitna þvi að beita valdi og flestir islendingar tryðu þvi ekki, að kommúnistar myndu gera það. Það er erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugsanagangi hennar, og þetta er helsta hindrunin á tslandi gegn myndun herstyrks og aðild að Atlanshafssáttmálanum.” Ennfremur segir i greinar- gerðinni: „Bjarni Benediktsson benti á að þeir (rússar — innskot mitts s.) gætu valdið jafnmiklu tjóni með minni áhættu með þvi að nota fimmtu herdeildina. Ég (Hickerson) endurtók, að innlend skemmdarverk virtust vera mesta hættan og það ylli meiri áhyggjum en hugsanleg árás.” Af þessari greinargerð er ljóst: 1) Að Bjarni Benediktsson taldi höfuðástæðuna fyrir nauð- syn NATO-aðildar vera starf- semi islenskra sósialista. 2) Að hann taldi að nauðsyn- legt væri að breyta hugarfari þjóðarinnar til þess að hún samþykkti hersetu hér á landi. 3) Að bandarisku þátttakend- urnir voru sammála þessari af- stöðu islenskra ráðamanna og að þeir litu á aðildina að NATO til þess að unnt væri að berjast gegn stjórnmálaáhrifum is- lenskra sósialista, auk þess sem þeir hvöttu til innanlandsátaka gegn sósialistum. (Anderson). . 4) Að islenski utanrikisráð- herrann leit á lögregluna hér sem bandamann i árásum á islenska sósialista og að hann vildi gjarnan ná samkomulagi við bandarikjamenn um að efla lögregluna hér á Iandi. 5) Allt þetta staðfestir að her- setan og aðildin að NATO er af ihaldinu og bandarikjamönnum hugsuð sem einskonar virkis- garður gegn islenskum sósial- istum og þar með er enginn vafi á þvi lengur að þannig hefur herstöðin verið notuð á beinan og óbeinan hátt. Lokaskýrslan er frá Wash- ington 29. júli. Þar koma þessi sömu viðhorf fram, en viðfangs- efni skýrslunnar er að meta stöðu Bandarikjanna á íslandi „með sérstakri hliðsjón af hætt- unni á stjórnarbyltingu islenskra kommúnista” I skýrslunni kemur fram að bandarikjamenn gerðu áætlun, um hvernig ætti að vinna gegn sósialistum. Loks er vert að geta þess að hvorki Emil Jónsson né Ey- steinn Jónsson létu I ljósi sömu skoðanir eða stuðning við skoð- anir Bjarna Bcnediktssonar I þessum málum. Afstaða Eysteins virðist i meginatriðum hafa byggst á þvi að nauðsyn- legt væri að verja landið fyrir utanaðkomandi hættu. —s. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.