Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1976 Kanadamenn sýndu meira en búast hefði mátt við — en í síðari karlaleiknum tóku íslendingar þó öll völd og sigruðu með helmings mun Kanadamenn, sem i sumar haida Olympiu- leikana i Montreal og fá þar með að senda lið til lokakeppninnar i m.a. handknattleik karia og kvenna, hafa lagt mikið i þessa iþrótt undanfarið til þess að halda nú andlitinu nokkurn veginn, þegar i Ol-keppnina kemur. Það leyndi sér ekki á leikjum liðanna hérlendis um helgina að ómældu fé hefur verið varið i undirbúning fyrir Ol-leikana og t.d. má nefna að kvennalið þeirra var áberandi betur sam- æft og leikandi heldur en hið islenska. Kanadamenn hafa þannig skotið upp kollinum eins og gorkúla á handboltasviðinu og i iyrri karlalandsleiknum áttu islendingar lengi vel i basli. Þetta er i fyrsta sinn sern leikið er gegn landsliðum frá Kanada i handbolta, islendingar hafa hvorki heimsótt þá né fengið heimsóknir frá þeim fyrr en nUna. Fyrri karlalandsleikurinn fór fram á laugardaginn og var hann i járnum lengi framan af.. Kanadamenn sýndu að i þeim er töluverður handbolti; liðið lék þétta vörn en galt þess dýru verði að markvarslan var nákvæmlega ekkinein. Hefur sjaldan sést eins yfir sig hissa handboltamaður eins og þegar sá kanadiski varð einu sinni fyrir boltanum og „varði” þannig ágætt langskot. I hálfleik var staðan 13-11 fyrir tsland, sem hafði skömmu áður verið tveimur mörkum undir. 7-9.. Skömmu fyrir leikhlé var Ólafur Benediktsson settur i markið i stað Guðjóns Erlendssonar, sem hafði átt i nokkrum erfiðleikum. Við það rétti islenska liðið nokkuð Ur kUtnum, Ólafur varði vel og munurinn jókst jafnt og þétt. Undir lokin minnkaði hann þó niður i aðeins eitt mark, 18:17 en á lokasprettinum skoraði tsland meira og sigraði 23-19. Eins og sjá má af gangi leiksins var þetta engan veginn auðtekinn sigur. Ekki verður sagt að meist- arataktar hafi sést á islend- ingunum, þeir voru þungir og ráðvilltir og leikurinn fyrir bragðið afskaplega bragðdaufur Mörk Isiands i fyrri leiknum: Ólafur Einarsson 4, Guðjón MagnUsson 5, Jón Karlsson 4, Friðrik Friðriksson 3, Hörður Sigmarsson 2, Árni Indriðason 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2 og Bjarni Jónsson 1. Hjá Kanadamönnum var „Bambino” i aðalhlutverki. Sá heitir raunar St. Martin, en þjálf- arinn kallaði hann Bambino og ákallaði hann stöðugt með miklum tilfæringum og lát- bragðsleik á meðan Bambino raðaði mörkunum hjá islenska liðinu. örvhenta skyttan Ferdais komst einnig upp með einum of mikið i sókninni og skoraði fimm mörk. Kafsigling i byrjun seinni leiksins Það var greinilegt að i seinni leiknum ætluðu kanadamenn að selja sig afar dýrt. Harkan varð strax i upphafi mikil og þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen, sem dæmdu þennan leik, gáfu áminningar og brottrekstranir til skiptis. Einkum gekk þó mikið á undir lokin, þá voru gestir okkar reknir af velli hver á eftir öðrum, ýmist i 2 eða 5 minUtur. En harka þeirra var skot yfir markið. HUn var klaufalega Utfærð og getur ekki reiknast liðinu til tekna. Með Ólaf Bene- diktsson i markinu kafsigldi islenska liðið andstæðinga sina i fyrri hálfleik og staðan I leikhléi var 10-4. Eftir hlé kom Guðjón Erlends- son i markið og gekk mun betur en i fyrri leiknum, einkum þó framan af. Munurinn jókst áfram og áður en kanadamenn náðu að Framhald á bls. 14. íslensku stúlkurnar áttu í erfiðleikum Jafntefli í fyrri leiknum, en naumur sigur i Kvennalandsleikirnir tveir um heigina voru islensku stúlkunum afar erfiðir. Greiniléga kom i ljós að þær kanadísku voru að koma úr mikilli æfingaherferð; lið þeirra var margfalt betur samæft og leikandi heldur en það is- lenska. Fyrri leiknum lauk með jafn- tefli 12:12 eftir að staðan i leikhléi hafði verið 7:6 fyrir Kanada. Leikurinn var flautaður af rétt áður en Kanada skoraði sitt þrett- ánda mark og ásökuðu sumir dómarana fyrir hlutdrægni og fyrir að hafa komið islenska lið- inu þarna til hjálpar á elleftu stundu. Annaðkom þó i ljós þegar skeiðklukkurnar voru athugaðar, timinn hafið runnið Ut rétt áður en boltinn hafnaði i netinu og tima- þeim siöari verðirnir komu þannig með hreinan skjöld frá þessu atviki. Það var ArnþrUður Karlsdóttir sem var atkvæðamest islensku stUlknanna i þessum leik, og skoraði hUn sjö af tólf mörkum liðsins. 1 seinni leiknum var barist áfram af sömu grimmdinni. t fyrri hálfleik gekk ekkert hjá is- lendingunum, feilsendingarnar voru fleiri en tölu á festi og þótt boltinn rataði sex sinnum i netið fyrir leikhlé var það ArnþrUði Karlsdóttur einni að þakka. HUn skoraði fimm markanna i fyrri hálfleik og bætti siðan sinu 6. við eftir hlé. Staðan i leikhléi var 8:7 fyrír Kanada og lokatölur urðu eins marks sigur Islands, 14:1.3. —gsp Gísli Þorsteinsson sigraði í opnaflokknum í júdói 20 keppendur og mikil stemmning í Hagaskóla 16 stúlkur. Orslit urðu sem hér segir: 1. Þóra Þórisdóttir Á 2. Anna Lára Friðriksdóttir Á 3. Rósa Össurardóttir Gerplu 4. Magnea Einarsdóttir A — 0 — Þá var keppt i þyngdar- flokkum unglinga á íslands- mótinu i júdó. Var sU keppni háð á sunnudaginn. Hér er um að ræða keppni unglinga 15-17 ára. Keppendur voru 26 frá 5 félögum. Leikar fóru sem hér segir: ■ v- ÞUNGAVIGT: 1. Sigurður Á Gunnarss. JFR 2. Egill Ragnarsson JFR 5. óskar Knudsen Á 4. IVIarsellius Sveinbjörnss. ísaf. MILLIVIGT: 1. Haði Oaðason UMFK 2. Bjorn I.eifsson isaf. 3. Jón I. Benediktss. JFR 4. Randver Ragnarss. UMFG LÉTTVIGT: 1. Viðar Finnsson isaf. 2. Ileimir Guðbjörnss. JFR 3. Þórarinn Ólafsson UMFK 4. Egill Magnússon JFR Keppt var i opnum flokki karla og i opnum flokki kvenna á Islandsmótinu i jQdó s.l. laugardag. 20 keppendur voru i opnum flokki karla. Keppt var i fjórða sinn um Datsun-bikarinn, sem gefinn var af Ingvari Helgasyni, umboðsmanni Datsun-bifreiða. 1 fyrra vann Svavar Carlsen bikarinn, en hann var ekki meðal keppenda nUna vegna veikinda. Úrslit urðu þessi: 1. Gisli Þorsteinsson Á 2. Viðar Guðjohnsen Á 3. Sigurjón Kristjánsson JFR 3. Halldór Guðbjörnsson JFR I opnum flokki kvenna kepptu Gisli Þorsteinsson sem hér hefur yfirhöndina sigraði i opna llokknuin. Mynd: — gsp Arni Indriðason skilaði af sér þremur mörkum i seinni leiknum gegn Kanada. Mynd: —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.