Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Stefán Jónsson um nýjan álsamning
Áað ítreka
skyssuna?
Stóriðjurafmagn er selt 4 sinnum
dýrara í Noregi en hér
. V ' 1 ' v&y ?, %'~~1
*' •« 'i *•__ • CSr-
-*■*■•**
' i
W{&
Valhöll á Geirseyri við Patreksfjörð. i þvi húsi bjó Pétur A. Ólafsson sem reisti fyrsta vatnsorkuver á
Vestfjörðum árið 1911 þó að deiiur kunni aö standa um það hvort það sé hið eista. Pétur var mikill fram-
faramaður og lagði m.a. sima um Geirseyri árið 1903. Hann fiuttist 1917 til Reykjavikur og reisti sér
einbýlishúsið Valhöll við Suðurgötu sem heitir cftir þessu húsi.
Hvert er ehta vatns-
orkuver Vestfjarða?
A laugardaginn hóf nýr
spurningaþáttur göngu sina i
sjónvarpi undir stjórn Jóns
Ásgeirssonar. Hann heitir Kjör-
dæmin keppa og i fyrsta þættin-
um kepptu Reykjaneskjördæmi
og Suðurlandskjördæmi. Mjótt
var á mununum og lauk viður-
eigninni svo að Suðuriand bar
sigur úr býtum, með eins stigs
mun. En nú er komiö babb i bát-
inn. Ein spurningin hljóðaði
svo: Hvcrt er elsta vatnsorku-
ver á Vestfjörðum? Liö Suður-
lands svaraði henni á þá leið að
það væri Fossavatnsvirkjun i
Engidal i Skutulsfirði en
Reykjaneskjördæmi nefndi
Patreksfjörð. Svar sunnlend-
inga var úrskurðað rétt, en nú
hafa margir gert athugasemd
við það og einn þingmanna
reyknesinga hefur lagt fram
formlega kæru til stjórnvarps-
ins og farið fram á að svar reyk-
nesinga verði úrskurðað rétt.
Viö snérum okkur til Helga
Skúla Kjartanssonar, sem
samdi spurningarnar, og báðum
hann um nánari skýringar.
Hann sagðist hafa samið spurn-
ingar sinar eftir yfirliti Orku-
stofnunar um vatnsorkuver á
Vestfjörðum og skv. þvi væri
Fossavatnsvirkjun sem tekin
var i notkun 1937, elsta virkjun-
in. Hins vegar hefði Litladalsá á
Geirseyri við Patreksfjörð verið
virkjuð af eínkaaðila árið 1911
og lagt rafmagn úr henni i mörg
hús þar á staðnum og árið 1919
virkjað á öðrum stað i sömu á.
Ennfremur hefði verið virkjað á
Bildudal árið 1918. Engin
þessara virkjana væri lengur i
notkun. Litladalsárvirkjun hefði
verið lögð niður um eða fyrir
1950 og virkjunin á Bildudal
sennilega um 1958. Þess vegna
væru þetta ekki elstu varns-
orkuver á Vestfjörðum þó að
þau væru fyrstu verin.
Þetta væri sambærilegt við
það að spurt væri um elsta skip
Eimskipafélags lslands: þá
væri vitanlega átt við skip sem
nú væru i eigu félagsins.
Helgi Skúli sagði að eftir að
formleg kvörtun hefði borist frá
þingmanninum hefði Jón Þór-
arinsson dagskrárstjóri hjá
sjónvarpin.u kallað sig. Jón
Ásgeirsson og Tage Ammen-
drup saman á fund og þeir
hlustað á þáttinn á ný og komist
að þeirri niðurstöðu sem að
framan greinir.
Nú geta menn spurt sjálfan
sig hvað hafi vakað fyrir að-
standendum þáttarins: voru
þeir að fiska eftir fvrsta vatns-
orkuverinu og vissu ekki betur,
en voru svo heppnir að orða
spurninguna á þann veg að þeir
geta snúið sig út úr málinu? Eða
eru þeir svona lúmskir i aö orða
spurningar?
— GFr.
Réttargœslumenn varðhaldsfanga:
Asakanir á hendur
rannsóknarlögreglunni
Frumvarp rikisstjórnarinnar
um iagagildi viðaukasamnings
við svissneska auðhringinn
ALUSUISSE um álbræðsiu i
Straumsvik hcfur verið til með-
ferðar i iðnaðarnefnd neðri deild-
ar að undanförnu. Eftirfarandi
minnihlutaálit kom fram I gær frá
fullt-rúa Alþýðubandalagsins i
nefndinni, Stefáni Jónssyni:
A fundum nefndarinnar kom
ekki fram neitt það er sýndi fram
á hagkvæmni þess að auka um-
fang gildandi samnings við fyrir-
tæki þetta, né heldur leiddu við-
ræður við sérfræðinga eða könnun
gagna i ljós að réttlætanlegt væri
Kvennafrís-
peningar
til Kvenna-
sögusafns
Á sunnudag hélt Fram-
kvæmdanefnd og undir-
búningsstarfshópur um
kvennafri lokafund sinn. Til-
efni hans var það, að nefndin
afhenti Kvennasögusafni ls-
lands öll skjöl bréf, vinnu-
skýrslur og nnnaö sem tengt
er starfinu að undirbúnimgi
kvennafrisins. ásamt bókuin
með safni blaðaúrklippa. Enn
fremur var forstöðumönnum
safnsins, önnu Sigurðardóttur
og Elsu Miu Sigurðsson af-
henlur tekjuafgangur frá
kvennalrideginum 24. okt.
sem er um 800 þúsund krónur.
Peningagjöfin var, eins og
tekið er fram i ávarpi nefnd-
arinnar, hugsuð sem þakk-
lætisvottur til þeirra kvenna
sem höfðu frumkvæði um
stofnun Kvennasögusafnsins.
Þar var og talið æskilegt
að fénu verði varið til kaupa
á nauðsynlegum tækjum til að
hefja skipulega skráningu
safnsins.
Ýmislegt annað var á dag-
skrá fundarins, en á honum
kom m.a. i ljós að 30 konur
hafa skráð sig i umræðuhóp
um framhaldsstarf að jafn-
réttinda- og jafnstöðumálum.
Aðalfundur
KÍM
Aðalfundur KIM verður haldinn i
Tjarnarbúð i dag, þriðjudag
klukkan 20:30.
Hagskrá:
Venjulcg aöalfundarstörf.
að heimila hinum erlenda auð-
hring að auka umsvif sin hér á
landi.
Samningur sá við Alusuisse,
sem hér er ráðgert að auka við,
hefur sætt mjög harðri gagnrýni
frá upphafi og þá einkum fyrir
eftirtalda ágalla:
1. Ákvæði um það að fyrirtæki
Alussuisse skuli ekki lúta i öllu
islenskum lögum.
2. Raforkuverðið, sem samið var
um fram til ársins 1997 án
endurskoðunarákvæða, er
langt undir markaðsverði og
einnig undir framleiðsluverði.
3. Heimilað var að reisa verk-
smiðjuna án nauðsynlegra
hreinsitækja og án tillits til
mengunar umhverfis og sjálf-
sagðra hollustuhátta.
Er fyrrverandi iðnaðarráð-
herra ræddi við forstöðumenn
Alusuisse um stækkun þá á verk-
smiðjunni sem hér um ræðir, var
það ásetningur hans að hið er-
lenda fyrirtæki fengi alls ekki
heimild til stækkunar nema þvi
aðeins að samtimis fengjust
verulegar breytingar á samningi
þessum okkur til hagsbóta og þá
fyrstog fremst hvað raforkuverð-
ið áhrærði. Reyndin varð sú, að
hinn erlendi auðhringur fékkst
ekki til þess að samþykkja neina
hækkun á verði þvi er hann
greiðir fyrir raforkuna.
Við athugun á samningi þeim,
sem hér er ráðgerður, kemur i
ljós að Swiss Aluminium er ætlað
að halda nær óbreyttum kjörum
um kaup á rafmagni, með þeim
hætti að litilfjörleg hækkun á
verðinu mun hverfa vegna ann-
arra breytinga á samningnum i
þágu hins erlenda viðsemjanda.
1.80 kr. í Noregi
Athyglisvert er að norðmenn
hafa fyrir skemmstu ákveðið nýtt
raforkuverð til stóriðju hjá sér og
nemur það um einni krónu og
áttatiu aurum á kwst. og kveðið á
um það að verðið skuli endur-
skoðast árlega. Verðum við þvi
bundnir Swiss Aluminium i rúm
20 ár með raforkuverð sem i svip
nemur um það bil einum fjórða af
þvi, sem norðmenn telja nú lág-
marksverð raforku til stóriðju, og
likur benda til að það hlutfall
breytist mjög ört okkur i óhag
með hækkuðu heimsmarkaðs-
verði á orku. Sem dæmi um við-
skiptakjör þau, sem ÍSAL, fyrir-
tæki Swiss Aluminium nýtur nú,
skal þess getið að s.l. ár keypti
ÍSAL 57% af orkuframleiðslu
Landsvirkjunar, en borgaði ein-
ungis 28,4% af heildarverði fram-
leiðslunnar. Hefði þessi viðbótar-
samningur verið kominn i gildi,
hefði ISAL fengið 60,8% af
heildarframleiðslunni fyrir upp-
Framhald á bls. 14.
Við undirritaðir, réttargæslu-
menn þriggja manna, sem nú
sitja í gæstuvarðhaldi, grunaðir
um að vera valdir að hvarfi Geir-
finns Einarssonar, sem talið er að
horfið hafi i Keflavik, þann 19.
nóv. 1974, teljum óhjákvæmilegt
að koma á framfæri athugasemd-
um við frásögn rannsóknarlög-
reglunnar af rannsókn málsins, á
blaðamannafundi i gær, cins og
hún hefir birst i fjöliniðlum i gær
og i dag.
Við ásökum rannsóknarlög-
regluna fyrir það að hafa á nefnd-
um blaðamannafundi færst undan
að svara hver hafi verið viöbrögð
hinna grunuðu manna, er þeim
var kynnt frásögn hinna þriggja
ógæfuungmenna um aðild þeirra
að hvarfi Geirfinns. Fáum við
ekki séð hvaða tilgangi það þjón-
ar að þegja yfir viðbrögðum
skjólstæðinga okkar.
Við ásökum rannsóknarlög-
regluna ennfremur fyrir það að
hafa á nefndum blaðamannafundi
látið hjá líða að skýra frá mikil-
vægum þáttum i rannsókn máls-
ins, sem rýrt hafa verulega fram-
burð hinna þriggja vitna.
Við ásökum ennfremur rann-,
Framhald á bls. 14.
Dönsku bátarnir j jfa.
nenta okkur best
sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra eftir skoðunarferðina til Evrópu
Þeir Þröstur Sigtryggsson og
Gunnar ólafsson skipherrar
komu heim um siðustu helgi
eftir að hafa i siðustu viku
skoðað nokkrar tegundir varð-
skipa i Þýskalandi og viðar. Við
höfðum I gær samband við Þröst
Sigtryggsson og spurðum hann
uin árangur ferðarinnar og
sagðist Þröstur litið geta sagt
um máiið á þessu stigi, þeir
Gunnar ættu eftir að gefa yfir-
mönnum sinum skýrslu um
fcrðina.
— Þó er þvi ekki að levna,
sagði Þröstur, að dönsku varð-
skipin sem við skoðuðum i ferð-
inni henta okkur best af þeim
skipum sem við skoðuðum i
ferðinni. Þessi tegund er alveg
ný, nefnist Villemoes, eru 44ra
metra langir og ganga um 40
milur. Það eru aðeins tveir
bátar tilbúnir af þessari gerð
eða eru alveg um það bil að
verða fullbúnir, en 8 eru væntan-
legir frá skipasmiðastööinni
mjög fljóllega. Þessir bátar
likjast nokkuð Ashvill-bátunum
bandarisku, sem ég tel vera þau
skip sem henta okkur best i
landhelgisgæsluna.
Þá skoðuðum við einnig þýska
báta, einkuin eina tegund, sem
er nokkuð minni en dönsku bát-
arnir, ekki nema 37 metra
langir og ganga ekki nema um
30 milur. Við reynslusigldum
þeim bátum, að visu við allt
aðrar aðstæður en eru hér
heima. en okkur likaði nokkuð
vel við þá. sagði Þröstur.
Skvrsla þeirra skipherranna
um tæknileg atriði og annað
sem við kemur skipum sem þeir
skoðuðu i þessari ferð mun
sennilega liggja fyrir i þessnri
viku. —S.dór