Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Helgarsjónvarp í hnotskurn Yfirmáta ofurheitt Murray Scisgal A laugardagskvöld sýndi sjónvarpiö bandarisku biómynd ina Luv, sem gerö var eftir samnefndu leikriti Murray Scisgal, sem Leikfélag Reykja- vikur sýndi I Iðnó fyrir 6—7 ár- um siðan. tJlfur Hjörvar gerði islensku þýðinguna og kallaði leikinn „Yfirmáta ofurheitt”, scm er nær innihaldi og boðskap leiksins en „Ást” eins og sjón- varpið nefndi myndina. Kvikmyndin var vægast sagt nöturlega illa gerð og hefur kannski ráðið mestu hörmuleg leikstjórn og leikur Jack Lemmon i hlutverki Harry Berlin, en Peter Falk, sá er leik- ur Coiombo inn skarpskyggna sýndi mun betri leik og skilaði hlutverki Milt Manville trúverð- uglega af sér. Það kom þvi varla að sök, þótt sjónvarpið léti hjá liða að kynna kvikmynd þessa tilhlýði- lega i dagskránni, með þvi að geta þess eftir hvaða leikriti kvikmyndin er þar gerð, eða jafnvel að það hefði verið leikið hérlendis fyrir jafnskömmu siðan. Slikt er þó ekki einsdæmi i dagskrárkynningum sjón- varps, en i sárabætur er hér lát- in fylgja mynd úr uppfærslu Leikfélagsins á leikritinu og af höfundi þess. ráa Sjónvarp í kvöld Ofsi nefnist bandarfsk blómynd frá árinu 1936, sem á dagskrá sjónvarps er kl. 21.20 I kvöld. Spencer Tracy ieikur eitt af aöalhlutverkunum, mann að nafni Joe Wilson, sem er á ferð til að hitta unnustu sina, en er tekinn fastur sakaður um mannrán, áður en svo langt er komið. Ilcr sést leikarinn sem dómari i kvikmyndinni Niirnbergréttarhöldin eftir Stanley Y. Cramer. útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: EyvindurEiriksson les framhald „Safnaranna” sögu eftir Mary Norton (6). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Eileen Croxford og David Parkhouse leika Sónötu i g-moll op. 19 fyrir selló og pianó eftir Rakh- maninoff/Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur „Skautasvituna” ballett- músik eftir Meyerbeerj Robert Irving stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um dægurlagatexta á is- Iandi; annar þáttur. Umsjónarmenn: Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón Sig- hvatsson. 15.00Miðdegistónleikar: Frá Salzburg. Mozarte- um-hljómsveitin og Filharmoniusveitin i Slóvakiu leika. Stjórnend- ur: Gerhard Wimberger og Aram Katsjatúrian. Einleikarar: Karlheinz Zöller og Margot Pinter. a. Flautukonsert i D-dúr (K314) eftir Mozart. b. Pi'anókonsert og „Sverð- dans” eftir Katsjatúrian. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatiminn.Finn- borg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mítt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Starfsskiiyrði skólanna. Stefán Briem eðlisfræðing- ur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiöur Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 islensk tónlist. 21.50 „Hundsbit”, smásaga cftir Pétur Hraunfjörð.Höf- undur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (36). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur”: Ævisaga Ilaralds Björnssonar leik- ara. Höfundurinn, Njörður P. Njarðvik, byrjar lestur- inn. 22.40 Harmonikulög, Andrew Walter leikur. 23.00 A hljóðbergi. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. - sjónvarp 20.00 Fréttir og veður, 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þjóðarskútan.Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.20 Ofsi (The Fury). Banda- risk biómynd gerð árið 1936. Leikstjóri Fritz Lang. Aðal- hlutverk Spencer Tracy og Sylvia Sidney. Joe Wilson er á ferðalagi til að hitta unnustu sina. Hann er tek- inn fastur i smábæ einum og sakaður um að hafa átt þátt i mannrási. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sviðsmynd úr „Yfirmáta ofurheitt” hjá LR 1968-69. Pétur Einars- son i hlutverki Harry Berlin, heldur sem fastast i Ellen Manville, sein Guðrún Asmundsdóttir lék, meðan Milt Manville, Þorsteinn Gunnarsson, játar henni enduruppgerða ást sina. Útvarp í kvöld Sá svarti senuþjófur Hundsbit og starfs- skilyrði skólanna i kvölddagskrá út- varpsins kennir óvenju fjölskrúöugra grasa í dag, en þrír liðir virðast þar þó fróðlegastir ti! áheyrnar að öðrum liðum ólöstuðum. Ber þar fyrst að nefna Lestur nýrrar útvarpssögu, Sá svarti senuþjófur, ævi- saga Haralds Björns- sonar, leikara, Hundsbit, smásögu eftir Pétur Hraunfjörð, og erindi sem Stefán Briem, eðlis- fræðinqur, flytur og nefnir Starfsskilyrði skólanna. Erindi Stefáns Briem hefst kl. 19.35, en þar ræðir hann a,- mennt um þau starfsskilvrði sem þjóðfélagið islenska veitir skólanum og þau áhrif sem þau hafa á innra starf skólanna. Mun hann i erindi þessu revna að skýra ástæðu til þess að ekki er allt sem skyldi i islenskum skólamálum. en erindið er þó ekki bundið við einstaka skóla. þótt Stefán þekki sjálfur best til menntaskólastigsins og skóla- halds i Reykjavik. Pétur Hraunfjörð, verka- maður, mun svo lesa frum- samda smásögu sina. Hundsbit. kl. 21.50, og verður ekki fjölvrt frekar um þann lestur. að öðru leyti en þvi. að óhætt mun að loi'a hlustendum. að þar mun hvorki til skorta frumleika eða skopskyn gott. Njörður P. Njarðvik Pétur Hraunfjörð Stefán Brieni Njörður P. Njarðvik. höf- undur að ævisögu Haraldar Björnssonar. Sá svarti senu- þjófur. hefur 1. lestur kvöldsög- unnar kl. 21.50. 1 upphafi sög- unnar lýsir Haraldur tilkomu sinni og uppvexti við rætur Tindastóls i Skagafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.