Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 6
ti SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. mars 1976 1. april R- 9901 til R-10200 2. apríl R-10201 til R-10500 5. april R-10501 til R-10800 6. april R-10801 til R-11100 7. april R-11101 til R-11400 8. aprii R-11401 til R-11700 9. april R-11701 til R-12000 12. april R-12001 til R-12300 13. april R-12301 til R-12600 14. april R-12601 til R-12900 20. april R-12901 til R-13200 21. april R-13201 til R-13500 23. april R-13501 til R-13800 26. april R-13801 til R-14100 27. april R-14101 til R-14400 28. april R-14401 til R-14700 29. april R-14701 til R-15000 30. april R-15001 til R-15300 Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í aprílmánuði Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins Borgar- túni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekur úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 25. mars 1976. Sigurjón Sigurðsson Argentína Tuttugu myrtir frá valdaráninu Buenos Aires 29/3 reuter ntb — Þrír grímuklæddir menn gerðu í dag skotárás á háttsettan lögreglufor- ingja þar sem hann sat í bil sinum. Lést foringinn en bílstjóri hans særðist al- varlega. Að minnsta kosti 20 manns hafa fallið i Argentinu siðan valdarán herforingjanna átti sér stað sl. miðvikudag. Þar af hafa aðeins 2 fallið beinlinis vegna valdaráns- ins; hinir eru fórnarlömb skotár- asa fasistahópa eða vinstri- sinnaðra skæruliða. Alls hafa nú Jorge Videla hershöfðingi, æðsti maður herforingjastjórnarinnar og forseti Argentinu. um eitt þúsund mknns verið drepnir á þennan hátt siðan Maria Estela Peron tók við völd- um um mitt ár 1974. Herforingjastjórnin hefur sett ný lög sem kveða á um dauða- refsingu eða lifstiðarfangelsi fyrir árásir á liðsmenn hers eða lögreglu. t kvöld átti Jorge Videla''hers- höfðingi að sverja embættiseið sem forseti landsins en hann er jafnframt æðsti maður þriggja manna herforingjastjórnar. Eftir það verður ný rikisstjórn skipuð, sex herforingjar og tveir óbreytt- ir borgarar. Líbanon Vinstri menn í sókn Beirut 29/3 reuter — Vinstrimenn sóttu fram á öllum vigstöðvum i Libanon um helgina. Á sunnu- dagskvöld náðu þeir Hiltonhótel- inu i miðborg Beirut úr höndum falangista og þar með opnaöist fyrir þeim leiðin inn i stærstu hverfi kristinna manna i borg- inni. Barist var af mikilli hörku i landinu um helgina, harðast þó i Beirut. Auk átakanna i hótel- hverfinu var barist i innan við 400 metra fjarlægð frá aðalstöðvum falangista i miðborginni. Norðaustan við Beirut sóttu vinstrimenn hægt en örugglega inn á svæði kristinna manna og fréttir hermdu að bærinn Zgharta i norðurhluta landsins lægi undir stórskotahrið vinstriaflanna. Suleiman Franjieh forseti hefst við i Zgharta siðan hann varð að flýja höll sina utan við Beirut i fyrri viku undan arásum vinstri- manna. Leiðtogar vinstriaflanna komu i dag saman til fundar i höfuð- stöðvum Sósialiska framfara- flokksins sem lýtur forystu Kamal Junblatts i bænum Aley. Umræðuefni fundarins var hvaða skilyrði ætti að setja fyrir nýju vopnahléi en þar er efst á blaði afsögn Franjiehs forseta sem enn hangir i embætti. Að fundinum loknum sagði Junblatt að hugsan- lega yrði samið um einhvers konar vopnahlé til að þing lands- ins geti komið saman og rætt ástandið. Hann vildi ekkert segja um hvernig þvi yrði háttað né hvenær það tæki gildi. Arababandalagið sendi i dag út áskorun frá Sadat forseta Egyptalands þar sem hann hvetm til þess að sameiginlegt herlið arabarikjanna skerist i leikinn i Libanon. Stjórn Kúvait hafnaði áskoruninni og rikisút- varpið i Damaskus réðst harka- lega á áskorunina sem það sagði hafa þann tilgang einan að grafa undan sáttatilraunum sýrlend- inga. Járnabindingamenn Viö óskum eftir að ráða járnabindingamenn,sem hafi a.m.k. 2ja ára reynslu í slíku starfi. Skriflegar umsóknir séu sendar á skrifstofu vora í Reykjavík, Suðurlandsbraut 12, þar sem greint sé frá reynslu umsækjanda, og tilgreint hjá hvaða vinnuveitanda viðkomandi hafi unnið við járnabindingar. Energoprojekt Sigölduvirkjun Spænska stjórnar- andstaðan hefur nú sameinast Madrid 29/3 reuter — Um helgina sameinuðust tvær helstu fylk- ingar spænskra stjórnarand- stæðinga i eina og hlaut hún nafn- ið Lýðræðisleg samhæfing. Eru þar með allir stærstu stjórnmála- flokkar lundsins komnir undir einn hatt. Þessi sameining andstöðu- flokkanna setur strik i reikning spænsku stjórnarinnar. Hún hafði ætlað sér að leyfa starfsemi allra ands^öðuflokka að kommúnistum og flokkunum vinstra megin við þá undanteknum. Nú verður húr að glima við sameinaða andstöðu þar sem kommúnistar hafa sterka aðstöðu sem fjölmennasti og best skipulagði flokkurinn. Nýja fylkingin hefur enn ekki gefið út stefnuyfirlýsingu en hennar er von á hverri stundu. Er búist við að helstu atriði hennar verði kröfur um að kóngurinn komi á bráðabirgðastjórn og efni til þingkosninga hið fyrsta. Einnig er sennilegt að þar verði krafa um að allar þær stofnanir sem Franco byggði völd sin á verði leystar upp. Greinilegt var á talsmönnum stjórnarinnar og öðrum spænsk- um embættismönnum að þeir höfðu stórar áhyggjur af einingu andstöðunnar. — Þeir vilja algert uppgjör við fortiðina og skera upp herör gegn lögmæti konungsveld- isins sem er heilagt, sagði einn þeirra og bætti við: — Þeir lúta greinilega forystu kommúnista og hyggja á undirróðursstarf- semi. Aðrir sögðu að þvi þjóðfélagi sem Franco kom á stæði meiri ógn af þessari nýju samfylkingu en þeirri sem miðflokkar, kommúnistar, sósialistar og anarkistar mynduðu árið 1936 og nefndist Alþýðufylkingin. Hún vann mikinn kosningasigur það ár sem varð til þess að hægriöflin hófu vopnaða aðför að stjórninni. 1 nýju fylkingunni eru stærstu flokkarnir kommúnistar, sósial- istar og kristilegir demókratar. Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 10—12. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.