Þjóðviljinn - 30.03.1976, Page 7
Þriöjudagur 30. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Aldrei á
Höfn
Horna-
firði
Vegna rangrar fréttar er birst
hefur i nokkrum dagblöðum og
varðar notkun hátiðnitækja i
fangaklefum á Höfn i Horna-
firði, vill undirritaður, lögreglu-
stjóri á Höfn, taka fram eftir-
farandi:
1. Kall- og hlustunarkerfi i
fangaklefum hér er af algengri
japanskri gerðoghefuralls ekki
hátiðnibúnað né möguleika til
að hækka og lækka són inn i
fangaklefana. Með tækjunum er
svi ekki hægt að valda sálrænum
né likamlegum óþægindum.
Tæki þessi voru sett upp á miðju
ári '73 undir eftirliti og stjórn
fulltrúa dómsmálaráðuneytis.
2. Samkvæmt simtali undir-
ritaðs við yfirlögregluþjóninn á
Akranesi, kveðst hann eigi vera
heimildarmaður að upplýsing-
um um hátiðnitæki i fangaklef-
um á Höfn og þar finnist nú eng-
inn, sem vilji við málið kannast.
3. tslensk réttarvernd, sem
kveðst hafa kannað það að há-
tiðnitæki séu notuð i tveimur
fangelsum á tslandi og meðal
annars með yfirlýsingum sinum
á óréttmætan hátt beint grun-
semdum að löggæslunni á Höfn,
hefur aldrei leitað eftir upplýs-
ingum um tækjabúnað hér, hvað
þá komið á staðinn og kannað
eða látið á annan hátt rannsaka
útbúnað i fangaklefum.
Lýsir undirritaður furðu sinni
og vanþóknun á slikum vinnu-
brögðum, en telur að hér hljóti
að vera um að kenna fljótræði
en ekki illvilja, þar sem mark-
mið islenskrar réttarvemdar
eru mjög jákvæð.
Höfn i Hornafirði
26. 3. ’76.
F’riðjón Guðröðarson.
F óstrunemar
mótmæla
A fundi fóstrunema um lána-
málin haldinn 23. 3. ’76 var svo-
hljóðandi ályktun samþykkt:
i fyrsta lagi krefst fundurinn
þess að i frumvarpi þvi sem nú
liggurfyrir i Alþingi um námslán
og námsstyrki sé viðurkenndur
réttur námsmanna á fullri brúun
umframfjárþarfar.
i öðru lagimótmælir fundurinn
lánsskilyrðum þeim sem náms-
menn verða að gangast undir við
töku bráðabirgðalána, sér i lagi
telur fundurinn að námsmenn
geti ekki tekið á sig endur-
greiðsluskuldbindingar þær sem
Alþingi kann að ákveða siðar
meir.
í þriðja lagimótmælir fundur-
inn þvi að K-lánþegum skuli að-
eins vera reiknuð 70% af um-
framfjárþörf þegar öðrum lán-
þegum er reiknuð 83% umfram-
fjárþarfar.
Frá Hafnarbúðum.
HAFNARBÚÐIR
yfirlýsing lœkna
Nú er u.þ.b. 1 ár siðan borgar-
fulltrúar Reykjavíkur samþykktu
samhljóða að koma upp hjúkr-
unardeild fyrir aldraða I Hafnar-
búðum og i gær, 24. mars 1976,
gerði Páll Gislason, yfirlæknir og
borgarfulltrúi, grein fyrir stöðu
heilbrigðismála I borginni i grein
i Morgunblaðinu. Gat hann meðal
annars framkvæmda við Hafnar-
búðir. Skúli Johnsen, borgar-
læknir gerði málinu einnig
nokkur skil I sjónvarpsviðtali i
fréttum að kveldi sama dags. Af
þessu tilefni vilja yfirlæknar
Borgarspitalans iáta fara frá sér
eftirfarandi:
Vandi langlegusjúklinga: Þeir
sem i þessari borg hafa fengist
við lækningar og hjúkrun, hafa I
sivaxandi mæli mætt vandamál-
um hjúkrunarvistunar og aldr-
aðra. Hafa þessi vandamál verið
það erfið, að talað hefur veriö um
neyðarástand langlegusjúklinga.
Margt hefur verið rætt og ritaö
um þessi mál undanfarin ár, en
litið orðið úr framkvæmdum til að
leysa vandann. Læknar Borgar-
spitalans hafa hvaö eftir annað
bent á nauðsyn byggingar svo
kallaðrar B-álmu Borgarspital-
ans, sem fyrstog fremst yröi ætl-
uö langlegusjúklingum, en þvi
miður hefur byggingin ekki
komist á fjárlög rikisins fyrr en
nú i þeim siðustu.
Hafnarbúðir: Fyrir rúmu einu
ári kom fram sú hugmynd aö
breyta Hafnarbúöum til bráöa-
birgða i sjúkrahús og reisa þar
sjúkradeild fyrir gamalt fólk. Var
þá áætlaö, að kostnaður við þetta
mundi vera um 16 milljónir
króna. Ákvörðunin um þessa
breytingu var tekin af borgaryfir-
völdum ogsamþykktaf fulltrúum
allra flokka. Ekki var áður leitað
álits stjórnar sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar, læknaráðs
Borgarspitalans eða umsagna
yfirlækna spitalans, þó að gert
væri ráð fyrir að reksturinn og
lækningar á staðnum yröu siðar i
höndum þessara aðila. A þeim
forsendum 1) að hjúkrunar-
deildum yrðikomið upp I Hafnar-
búðum, hvaðsem tautaðiog raul-
aði, 2) aö B-álman væri enn ekki
komin i fjárlög og 3) að neyöar-
ástand langlegusjúklinga krefði,
féllust læknar Borgarspitalans á
að Hafnarbúðir yrðu starfræktar
sem hjúkrunardeild og einkum
fyrir aldraða hjúkrunarsjúklinga
skurölækningadeilda Borgar-
spitalans. Enn á ný itrekuöu
læknar þó fyrri efasemdir slnar
um Hafnarbúðir, sem mögulega
rekstrareiningu og óskuðu um
miðjan nóvember s.l. upplýsinga
um kostnað fyrirhugaðra breyt-
inga og hvort t.d. væri ekki hag-
kvæmara að leggja fjármagn
fyrirhugaðra breytinga svo og
hugsanlegt söluverð hússins i
B-álmu Borgarspitalans og hefj-
ast þar handa.
Sjúklingar i Hafnarbúðum:
Gert er ráð fyrir 25 rúmum og er
sennilegt að flestir sjúklinganna.
veröi aldraðir hjúkrunarsjúkling-
ar, sem þurfa mikla hjúkrun og
umhiröu. Mjög vafasamt má
telja, hvortheppilegt sé aö slikum
sjúkingum sé komið fyrir á einum
staö, meö litt viðunandi aöstöðu
fremur en á þeirri almennu
spitaladeild, sem viökomandi
kom inn á. Æskilegust væri vistun
á öldrunardeild, sérstaklega ætl-
aðri sjúklingum með ellisjúk-
dóma, þar sem viðhalda má eðli-
legri lifsafstööu og von sjúklings-
ins.
Starfslið I Hafnarbúðum : Mjög
erfitt er aö manna hjúkrunar-
deildir af starfsfólki. Hjúkrunin
er oft mjög erfiö og mikil hætta á
að andrúmsloftiðá deildinni verði
neikvætt, mótistum of af lélegum
sjúkdómshorfum og vonleysi. I
nágrannalöndum okkar hefur
mjög illa gengið að manna slikar
deildir og stefean að undanförnu
veriö sú, aö blanda saman lang-
legusjúklingum og þeim, er
styttri legu þurfa og að þvi er
varðar aldrað fólk, að reka
öldrunardeildir þar sem hags-
muna aldraðra er sérstaklega
gætt og öldrunarlækningar stund-
aðar.
Rekstrareining: 25rúma eining
er mjög óheppileg frá fjárhags-
legu sjónarmiði, jafnvel þó að
þessi eining væri rekin i nánum
tengslum við Borgarspitalann og
undir stjórn hans. Talsverðar
vegalengdir yrði að fara meö
sjúklinga til aö fá röntgenmyndir.
Blóöpróf væri unnt að taka á
staönum, en rannsóknir færu
fram annars staðar. Viðhalds
sjúkraþjálfun gætiogfarið fram i
húsinu, en engin endurhæfing að
gagni.
Ekki of seint að snúa við: Að
undanförnu hefur verið unnið að
endurbótum i Hafnarbúðum.
Verulegar skemmdir höfðu m.a.
oröið á þakinu og drjúgur hluti
kostnaðar orðiö sá sami, hvaða
starfsemi, sem þar færi annars
fram. Er áætlað að viðgerð húss-
ins verði lokið I maimánuði. Ekki
erennfarið að innrétta eða kaupa
lausabúnað. B-álma Borgar-
spitalans er nú komin I fram-
kvæmdaáætlun. Þar er gert ráð
fyrir u.þ.b. 200 rúmum fyrir
aldraö fólk og stefnt að þvi að 60
rúm verði tekin I notkun á árinu
1978. Samkvæmt áætlun eiga 60
milljónir aö fara I álmuna á þessu
ári. Af cá. 66 rúmum I öldrunar-
lækningadeild rikisspitalanna viö
Hátún standa nú 44 rúm nánast
tilbúin til notkunar, en skortur á
starfsfólki útbúnaði og fleira
hindrar rekstur. A meðan málum
er svo fariö, gagnar okkur ekki
húsnæði i Hafnarbúðum, senni-
lega án starfsfólks.
Viö leggjum þvi til 1) aö 47
milljónum úr sjóði stofnana fyrir
aldraöa, sem veita á i Hafnar-
búðir, verði óskiptu veitt I B-álmu
Borgarspitalans, (Varla hefur
þessum peningum verið eytt I
viðgeröarkoslnað, sem hvort eö
er varð aö greiöa.) 2) Aö Hafnar-
búðir verði seldar (vill ekki Land-
helgisgæslan eða Reykjavikur-
höfn kaupa?) og andvirði hússins
látið I B-álmuna og með sam-
eiginlegu átaki verði nú unnið að
þvi aö fjármagna og koma upp
sjúkradeildum fyrir aldraöa við
Borgarspitalann og ekki lengur
setið og hugsað eða unniö að
bráöabirgðalausnum. Kominn er
timi til aö sjúkt aldraö fólk, sem
ekki getur verið heima hjá sér
eigi greiðan aögang aö spitölun-
um. Hættum þessum hálfkláruöu
framkvæmdum á mörgum stöð-
um og bráöabirgöalausnum og
einbeitum okkur að þvi að ljúka
brýnustu verkefnum, I þessu til-
felli að koma upp B-álmu Borgar-
spitalans fyrir öldrunarlækning-
ar.
Reykjavik,25. mars 1976
Asgeir B. Ellertsson, dr. med.
yfirlæknir endurhæfingadeildar
Asmundur Brekkan, dósent
yfirlæknir röntgendeildar
Eggert Ó. Jóhannsson, dr. med.
yfirlæknir rannsóknadeildar
Friðrik Einarsson, dr, med.
yfirlæknir skurðlækningadeildar
Guðjón Guðnason
yfirlæknir Fæðingarheimilisins
Haukur Kristjánsson, docent
yfirlæknir slysadeildar
Karl Strand
yfirlæknir geðdeildar
Óskar Þóröarson, dr. med.
yfirlæknir lyflækningadeildar
Stefán Skaftason
yfirlæknir háls-, nef- og
eyrnadeildar
Ólafur Þ. Jónsson
settur yfirlæknir svæfingadeildar
Egiktaðir í vinabæj atengsl
Efnt til hópferðar til Noregs
Egilsstaöir hafa nú koniist i
vinabæja-tengsl við hin
Norðurlöndin. Vinabæirnir eru
þessir: Sorö í Danmörku,
skammt utan við Kaupmanna-
höfn á miðju Sjálandi, Eidsvoll i
Noregi, rétt norður af Osló,
Skara i Sviþjóð, skammt frá
Gautaborg, Suolathi Finniandi,
nokkuð langt inn i landi, norður
af llelsinki.
Stjórn Norræna félagsins á
Egilsstöðurn hefur ákveðið að
efna til hópferðar fyrir
félagsmenn til Noregs i júni-
mánuði nk. Flogið verður beint
frá Egilsstöðum fimmtudaginn
10. júni til Bergen með milli-
lendingu i Færeyjum. Til
Færeyja verður flogið með
Fokkervél Flugfélags Islands
en frá Færeyjum með vél frá
Danair.
Dvalist verður 3 nætur i
Bergen en haldið til Oslóar með
lest eða bifreið sunnudaginn
13. júni. Þann 14. júni verður
skoðunarferð um Osló og vina-
bær Egilsstaða i Noregi Eiðs-
völlur heimsóttur þriðjudaginn
14. júni. Þar með er hópferðinni
lokið en þátttakendur ráða
heimferð sinni að öðru leyti en
þvi að fljúga verður frá Osló eða
Kaupmannahöfn innan mán-
aðar frá utanfarardegi.
Farþegar verða að ákveða
áður en farseðill er gefinn út hér
heima frá hvorri borginni þeir
kjósa að fljúga, heim til Kefla-
vikur. Fararstjórar aðstoða
þátttakendur eftir föngum um
framhald ferðar eftir að hópferð
lýkur i Osló.
Nákvæm kostnaðaráætlun
vegna ferðarinnar liggur enn
ekki fyrir en ætla má að hann
verði þessi: 1. Flug Egilsstaðir
— Bergen — Osló eöa Kaup-
mannahöfn — Keflavik —
Reykjavik — Egilsstaðir kr. 35-
36 þúsund sem greiðist farar-
stjórum eftir 20. mai.
2. Kæði og hótel i 6 daga,
skoðunarferðir og ferð milli
Bergen og Oslóar um 14 þús.
sem greiðist fararstjórum ytra i
norskum krónum ium 460
n.kr).
Heildarkostnaður verður þvi
um 49-50 þús. á þátttakanda.
Fullur ferðamannagjaldeyrir er
nu krónur 37 500 eða rúmlega
1200 krónur norskar.
Þátttökutilkynningar berist
fararst jóranum Ólafi Guð-
mundssyni eða Elisabetu
Svavarsdóttur i sima 1217 eða
Frá Egilsstöðum
1146 á Egilsstöðum fyrir 20.
april nk. Einungis félagar i
Norræna félaginu eiga rétt til
þátttöku en á það skal bent að
allir geta orðið félagar með þvi
að skrá sig hjá formanni og
greiða árgjaldið kr. 500.