Þjóðviljinn - 30.03.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Skógerð á Akureyri
Saumakonur á Akureyri
Jón Hinriksson einn aðalhvata-
maður að stofnun Iðju og fyrsti
formaður félagsins
Iðja, félag verksmiðju-
fólks á Ákureyri, var
formlega stofnað 29. mars
1936 og var því 40 ára í gær.
í því tilefni var hringt í
Jón Ingimarsson norður á
Akureyri en hann hefur
verið í stjórn félagsins í 38
ár og formaður síðustu 30
árin. Viðtalið fer hér á
eftir.
Hverjar voru ástæðurnar til þess
að félagið var stofnað?
Ástæðurnar voru þær að það
voru þrengingar i kaupgjalds-
málum yfirleitt og atvinnuleysis-
málum. Iðja , félag verksmiðju-
fólks i Reykjavik, hafði verið
stofnað ári fyrr og það sendi 2
fulltrúa norður okkur til aðstoðar.
Það voru þau Runólfur Péturs-
son, hinn fyrri i Iðju með þvi
nafni, og Aðalheiður Hólm.
Fólagið var stofnað 29. mars 1936.
Fyrstu stjórn þess skipuðu Jón
Hinriksson formaður, Randver
Kristjánsson ritari og Stefán
Vilmundarson gjaldkeri. A stofn-
fundi var samþykkt aö sækja um
upptöku i ASI og við höfum verið
þar siðan.
Tókst þú viö formennsku af Jóni
Hinrikssyni?
Nei, hann var formaður i 2 ár en
þá tók við formennsku
Hallgrimur Vilhjálmsson og
gegndi þvi starfi i 4 ár, siðan
Magnús Stefánsson i 1 ár.
Hermann Vilhjálmsson, bróðir
Hallgrims, var kosinn 1943 og var
formaður i 2 ár og Sveinn
Þorsteinsson siðan i eitt ár. Ég
var kosinn 1946 og hef verið það
upp frá þvi. Aður hafði ég verið
við stjórnvölinn ýmist sem ritari
eða gjaldkeri i 8 ár.
Það hefur verið slæmt ástand á
Akureyri 1936
Já, það var alltaf árstiðabundið
atvinnuleysi yfir veturinn og
Akureyri
40 ára
hótanir atvinnurekenda dundu
yfir fólkinu að það skyldi bara
missa vinnuna ef það færi út i
félagsstofnun. Þetta voru
sterkustu hótanir sem atvinnu-
rekendur gátu gefið þá.
Gekk allt verksmiöjufólk i Iðju
strax?
Félagið var eiginlega stofnað
með tveim fundum, fyrst undir-
búningsfundi og siðan með
reglulegum fundi. Til að byrja
með voru fáir með. Stofnfélagar
töldust 26. En siðar á árinu
bættust margir við. Ég hugsa að
þeir hafi verið svona 100-125
þegar við lentum i verkfallinu.
Það byrjaði 2. nóvember 1937.
Er það með meiri hátta átökum
sem félagið hefur lent I?
Já, það stóð i mánuð og þá voru
það Sjómannafélagið i
Reykjavik, Dagsbrún og fleiri
félög sem studdu okkur f járhags-
lega. Haustið 1936 varð sá at-
burður að við áræddum að skrifa
iðnrekendum og óska eftir
samningsviðræðum. Þetta var i
raun og veru prófraun á tilveru
Iðju. Ég skrifaði undir þetta sem
sakleysingi og var valinn i
þriggja manna nefnd. (Nú visar
Jón i viðtal við sig i félagsblaði
Iðju, sem P.ó. tók árið 1971 og er
hér tekinn orðréttur kafli úr þvi)
„Hver urðu þá viðbrögð vinnu-
veitenda?
Þau voru algjörlega neikvæð,
og voru yfirleitt þau, að þeir
hefðu ekki umboð til samninga.
Eitt atvik er mér þó sérstaklega
minnisstætt. Eftir að þáverandi
verksmiðjustjóri Gefjunar, Jónas
heitinn Þór, hafði fengið bréfið
boðaði hann til útifundar með
starfsfólki Gefjunar, og hélt yfir
þvi þrumandi skammarræðu,
sérstaklega yfir hausamótunum á
mér, sem hann taldi að með þvi
að undirrita slikt bréf, hefði ég
unnið þann glæp og smán, að
slikir glæpamenn til forna hefðu
heldur viljað dauðir liggja, en
bera slika smán á bakinu ævi-
langt. Þegar ræðunni var lokið
stóðu allir eins og steingerfingar i
sömu sporum, og enginn hreyfði
sigúrstað. Svo Jónas mátti boða,
að nú færu allir heim til sin.
Þegar ég sá hreyfinguna á
fólkinu, fór ég einnig að stiga
skrefin i átt að heimili minu,
siðan tók ég sprettinn, og hljóp
hvað af tók heim, en þar sprakk
blaðran og var ég litt huggandi
um sinn. Um morguninn eftir fór
ég i vinnuna eins og vant var, en
þá brá svo við að flest af verk-
smiðjufólkinu stóð úti, og beið
min, og sagði við mig, að ef mér
yrði gert nokkurt mein, þ.e.a.s.
sagt upp vinnunni, myndi það allt
ganga úr vinnunni samtimis.
Mér létti stórlega við þetta, þvi
satt að segja óttaðist ég ekki neitl
meira en uppsögn úr starfi, ég
var þá nýlega giftur, og hafði
eignast tvö börn, og byggt mér
ibúð i Klapparstig 3, næstum alla
i skuld. Svo þetta gat orðið
örlagarik stund.
Ég gekk að minni vinnu en
hugurinn var þó ekki frir við ótta.
Klukkan um 11 þennan sama dag.
koma boð frá Jónasi til min, að
finna sig uppá skrifstofu. Nú er
það að dynja yfir, hugsaði ég. Ég
fór á hans fund, og er skemmst
frá þvi að segja, að eftir nokkuð
langan formála, bað hann mig af-
sökunar á öllu saman, og til að
undirstrika það óskaði hann að
við yrðum samferða áleiðis i mat
svo verksmiðjufólkið sæi það, að
hann væri ekki ósáttur við mig
lengur.”
Félagsheimili Iðju á Akureyri
Rætt við
Jón
Ingimarsson
formann
félagsins
Jön Ingimars. form. Iðju
Hver er munurinn á kjörunum nú
og þá?
Þegar Iðja var stofnuð höfðu
karlmenn 180 krónur á mánuði en
hækkaði svo fljótlega upp i 200
krónur. Þá höfðu konurnar 170
krónur. Almenna kaupið núna
eru 58.316 krónur eftir þriggja ára
starf.
llefur fólkið það þá betra núna?
Ég reikna með þvi. Þegar Iðja
var stofnuð voru engar
tryggingar til, ekki sjúkratrygg-
ing eins og núna i gegnum sjúkra-
sjóðina og ekki slysatryggingu
neinu nafni sem nefndist. Nú
höfum við tvenns konar slysa-
tryggingar. Það eru almanna-
tryggingar og svo höfum við sér-
staka tryggingu fyrir allt
starfandi fólk sem er óháð hinni.
1 gegnum sjúkrasjóðina höfum
við borgað 20.000 krónur út á
fæðingu. Dagpeninga höfum við
borgað til þessa 500 krónur á dag
sem nú hafa verið hækkaðar upp i
800 krónur. Af þessu sést að
félagslegar umbætur hafa náð
fram að ganga. A þeim tima var
heldur ekki orlof.
Hafa verið einhver átök innan
félagsins?
Það hefur verið samvinna um
stjórn og gengið mjög vel hjá
okkur á undanförnum árum. Góð
samstaða. Aðalfundur Iðju var
haldinn núna 21. mars og það var
sjálfkjörið. Það var auglýst eftir
listum en kom enginn annar fram
en sá sem stjórn og trúnaðar-
mannaráð stóðu að.
Hverjir eru I stjórn?
Formaður var kjörinn Jón Ingi-
marsson, varaformaður
Hallgrimur Jónsson, ritari
Höskuldur Stefánsson, gjaldkeri
Ingunn Kristin Hjálmarsdóttir og
meðst jórnandi Ingiberg
Jóhannesson. 1 varastjórn eru
þau Sigþór Bjarnason, Arný
Runólfsdóttir, Birgitta Jónsson
og Anton Jónsson i trúnaðar-
mannaráði þau Arni Ingólfsson,
Lilja Marinósdóttir, Kjartan
Sumarliðason, Indriði Hannes-'
son, Sveinmar Gunnlaugsson og
Geirlaug Sigurjónsdóttir.
Geturðu sagt mér eitthvaö frá
félagsstarfinu?
1 jafnmörg ár og Iðja hefur
starfað eða i 40 ár hefur
félagið staðið fyrir orlofsferðum
fyrir fólk, aðallega innan lands en
tveimur ferðum til útlanda. Það
má nefna að við höfum gefið út
félagsblað, Iðjublaðið, i 11 ár.
Hvað eru margir i félaginu?
Það eru 860 manns.
Hvernig list þér á horfur núna
eftir samningana?
Þetta er alveg blóðugt að heyra
tilkynningar frá verðlagseftir-
litinu og rikisstjórninni að þeir
hafa leyft svona óskaplegar
hækkanir. Þetta er svivirðilega
gróft og svo kemur allt annað á
eftir, mjólkin hækk'ar, kjötið
hækkar og yfirleitt lifsnauðsynjar
fólks og þjónustugjöld. Þau stór-
hækka.
Það var algjörlega röng stefna
að minu viti hjá stjórn Alþýðu-
sambands Islands að hún skyldi
fara svona varlega i
samningunum. Þeir lögðu aldrei
fram neina kaupkröfu. Það var
sáttanefndin sem kom með kaup-
tilboðið. Þetta er alveg svivirði-
legt hvernig á að fara með tekju-
litið fólk. Það þarf að kaupa
þessa þjónustu eins og riki
maðurinn en það eru bara engin
grið gefin. —GFr